Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MANUDAGUR 25. JUNI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ekki ber á því að andúð á klerkaveldinu í íran vaxi innanlands. Þó að orrustuvellir séu langt í burtu er það stríðið milli Irans og Iraks sem stjómar lífi fólks í Teher- an, höfuðborg Irans. Stríðiö, sem nú hefur staðið í tæp fjögur ár, hefur snert alla, hvort sem það er fyrir missi ástvina eða fyrir óðaverðbólgu og vöruskort. En meðan húsmæður standa í biðrööum tímum saman til aö komast yfir kjötbita eða smjör- klípu, og þá oft til einskis, þar sem birgðir eru af skomum skammti, eru karlmenn fúsir til aö gerast sjálf- boðaliðar á vígvöllunum og berjast við „heiðingja” handan landamær- anna. Sorg og harðræði hafa leitt til kvartana yfir því hversu langan tima tekur að ljúka styrjöldinni en engin merki eru sjáanleg um aö baráttuvilji almennings hafi minnkaö. Mestu erfiðleikamir stafa af verð- hækkunum. Bensínverð er þrefalt hærra en það var í byr jun styrjaldar- innar og er nú 30 riyalar, eöa 7,80 krónur, á lítra. Kíló af hrísgrjónum • kostar nú 90 krónur og og eru hrís- grjón skömmtuð svo að hver ein- staklingur fær 1,5 kíló á mánuöi. Verð á gosdrykkjum hefur hækkaö um fjórðung á þessu ári. Lágmarksþörfum fullnægt Það er stefna stjórnvalda að sjá til þess að lágmarksþörfum fólks sé fulinægt og nauðsynlegustu vömr séu til sölu á lágu veröi. En birgöir em ekki alltaf nægar. Margir telja að fátækari landshlutar hafi forgang en þar búa strangtrúaðir múslimir, eindregnustu fylgismenn ayatollah Khomeini. Á betur stæðum svæðum, þar sem meira er af peningum en minna af vörum, leyfir ríkisstjómin „frjálsu markaðskerfi” að viðgangast. Kjöt er t.d. skammtað og kostar allt að 400 riyala, eða 135 krónur kílóið. Hver einstaklingur á rétt á 50 grömmum af kjöti á dag. I sumum opinbemm verslunum má kaupa kjötskammt aukalega fyrir tvöfalt verð. Kjöt er þó ekki alltaf til í þeim búðum en alltaf á svörtum markaði þar sem þaö kostar þrefalda opin- bera upphæð. Þegar kemur að dýrari vömm eru verðhækkanirnar enn greinilegri. Peykahn-bifreið, sem smíöuö er í Iran, kostar opinberlega um milljón riyala, eða um 330 þúsund krónur. En á frjálsum markaði kostar slík bifreið þrisvar sinnum meira. Fjögurra ára gamall Mercedes var nýlega seldur fyrir 16 milljónir riyala, eöa um 5,4 milljónir króna, og sex ára gömul Toyota-bifreiö var seld á tvær milljónir riyala, eða um 660 þúsund krónur. Að mestu leyti má kenna styrjöldinni um verðbólguna. Styrjöldin kostar um þriðjung allra útgjalda stjórnvalda og hefur rústað iðnað og landbúnað í landamæra- hémöum við írösku landamærin. Þá Skuggi stríðsins yfir Teheran verða stjórnvöld að finna fjármagn til að sjá fyrir þeim tveim milljónum íbúa Irans sem hafa hrakist frá heimilum sínum vegna sprengju- árása íraka. Flestir finna sér skjól hjá ættingjum eða í stjórn- arbyggingum og skólum sem teknir hafa verið til slíkra nota. Fjölskyldur þeirra, sem falla eða særast í stríðinu, fá styrk frá hinu opinbera, 2 milljónir riyala, eöa um 660 þúsund krónur. Þeir 10 þúsund trana sem hafa hlotið örkuml í átökunum fá forgang við kaup á ýmsum vörategundum, forgang að opinberum störfum og að háskóla- námi. Sjá/fboða/iðar Þrátt fyrir allt þetta geta stjóm- völd í Teheran stært sig af því aö geta kallað upp tugi þúsunda sjálf- boðaliða til þess að halda til víg- stöðvanna. Ljósmyndir af fööur- landsvinum veifandi fánum birtast í blöðunum ásamt fréttum af írökum sem þvingaðir em í herinn. Auk sjálfboöaliða er hver íranskur karl- maður, 18 ára og eldri, herskyldur í tvö ár. En ekki eru allir jafnáf jáöir í aö berjast. Nýlega komst upp um samtök falsara sem seldu fölsuð undanþágu- skilríki frá herþjónustu fyrir 350 þúsund riyala, eða 120 þúsund krónur stykkið. Og hjá fjölda fjöl- skyldna er það helsta hugðarefniö að finna upp aðferðir til þess að koma sonum á unglingsaldri undan her- þjónustu. Fyrir þá sem heima sitja er fátt um tilbreytingar frá daglegu brauði striösfrétta og íslamskra kennisetn- inga. Aö sjálfsögðu era engin nætur- klúbbar eða dansstaðir leyfðir í strangíslömsku ríki. Þeir ríku flykkjast til þeirra fáu matsölustaða þar sem maturinn þykir ætilegur og enn em opnir. Hinir fátæku sitja í almenningsgörðum. Þvinganir og skortur í Bagdad Efnahagsleg áhrif stríðsins í írak eru slæm en mannskaðinn verri þegar til lengri tíma er litið. Minnismerki fallinna hermanna í Bagdad er ekki ósvipað túlípana í laginu. Það sést víðast hvar að í borginni eins og sjá má áhrif stríðsins á líf fólksins. Það er eflaust eitt fárra slikra minnismerkja í heimi þar sem almenningi er ekki leyfður aðgangur. Vopnaöir verðir sjá til þess að banninu sé framfylgt og þeir viröast telja að þeir sem vilja ljósmynda minnismerkið ógni öryggi ríkisins. Á minnismerkinu eru áletranir. Þær eru gerðar úr gulli sem fengið er úr skartgripum sem sorgbitnir ættingjar hafa gefið í minningu fall- inna. Textinn er fenginn úr ræöum Saddam Hussein, forseta Iraks, um fórnfýsi og hugrekki. Hvert sem litið er má greina merki stríðsins á líf 14 milljcna ibúa Iraks. Ættingjar hinna föllnu fá styrki frá ríkinu, bifreiðar, landskika, og forgangur að mennta- stofnunum er veittur börnum her- manna sem fært hafa stærstu fóm- ina. Opinberar fréttatilkynningar um gang stríðsins geta aldrei um fjölda fallinna eða særðra og engar áreiðanlegar tölur er að hafa um slíkt. En opinberir f jölmiðlar leggja mikla áherslu á fómir og hetjulund hermannanna til þess að telja kjark- inn í óánægða borgara. Stríðið og áhrif þess hafa gefið flestum ástæður til að kvarta. Allt frá óðaverðbólgu til strangra tak- markana á ferðafrelsi, vegna hinnar þungu handar öryggislögreglunnar á öllum hliðum mannlífsins til mögu- leikans á að verða sendur á vígstöðv- amar. Slikar kvartanir koma ekki fram í f jölmiðlum, en erlendir sendi- ráðsstarfsmenn segjast heyra þær oft. Konur til starfa Irakar hafa nú um 1,65 milljónir manna undir vopnum sem kostar fá- tæka þjóðina mikið í tapaðri framleiðslu. Konur hafa verið fengnar til aö kasta blæjunum og taka til starfa á skrifstofum og í verksmiðjum. Og í landinu er nú um ein milljón Egypta sem vinna almenn verkamannastörf. Allt frá skólastofum að grafar- barminum er stríðið fyrir augum fólks og eyrum. Skólabörnum er sagt hvílíkur heiður það sé að falla fyrir föðurlandið og þegar drengirnir verða 18 ára fá þeir tækifæri til þess. Allir á aldrinum 18 ára til 37 ára em herskyldir og aöeins verkfræðingar og læknar virðast undanþegnir þeirri kvöð. Fastaher Iraka er um ein milljón manna. Varaliöið er um 650 þúsund manns og af þeim em hundrað þúsund á vígvöllunum hverju sinni. Fremstir í flokki þeirra, sem hvetja þjóöina til dáða í stríöinu við Iran, em félagar í Baath-sósialista- flokknum. Þeir eru rúmlega milljón talsins og em ábyrgir fyrir því að hvetja fólk til að ganga i herinn, halda uppi siðferðisþreki borgar- anna og fylgjast grannt með póli- tískum straumum. Ibúar hafnarborgarinnar Basra og í landamærabæjum viö írönsku landamærin hafa fengið mikiö lof í sjónvarpi og blöðum. En erlendir sendiráösstarfsmenn segja að þó að hluti þessa fólks hafi verið fluttur á brott virðist flestum hafa verið bannaöaðflýja. Efnahagslegar afleiðingar Fyrir borgara fjær ormstu- svæðunum hafa efnahagslegar af- leiðingar stríðsins verið mjög slæmar. „Hvað fjárráð varöar hefur hinn venjulegi Iraki nánast orðið að öreiga,” segir vestrænn efnahags- sérfræðingur. „Það hafa engar tölur verið gefnar út en miðstéttin hefur séð sparifé sitt gufa upp vegna hækkandi verðlags, of hárrar gengis- skráningar og svarta markaöarins sem dafnar undir þessum kringum- stæðum.” Dinarinn, gjaldmiðill Iraka, er skráður opinberlega sem jafngildi 3,2 Bandaríkjadala og eför því er fariö á hótelum í Bagdad og á flug- völlum og veitingastöðum. En á svörtum markaði og erlendis fæst aðeins einn Bandaríkjadalur fyrir dinarinn. Ríkisstjórnin óttast mjög óánægju fólksins og hefur þess vegna haldið verði mikilvægra vörutegunda lágu með niðurgreiðslum. Þannig kostar kiló af hrísgrjónum 250 fUs, eða 24 krónur, og verðið á brauðhleifi hefur verið það sama um áratugi, eða 10 fils, eða því sem næst ein króna. Bensín kostar 70 fils á lítra, eða 6,60 krónur, en þaö er erfitt aö komast yfir bíla. Hið opinbera flytur eitt inn bifreiðar og þó að venjuleg fjöl- skyldubifreið kosti áðeins 4000 dínara, eða 380 þúsund krónur, er þriggja ára biðtími eftir hverri bif- reið. Slikan bíl í einkaeign er þó hægt að selja fyrir aUt að 15 þúsund dínara eða 1,4 miUjónir króna. Flestir erlendir sendiráðsstarfs- menn telja aö þegar striöinu lýkur muni olíutekjur Iraka koma efnahag ríkisins á réttan kjöl á fáum árum þó að erlendar skuldir verði miklar. En Irakar muni finna lengur fyrir því aö hafa tapað heiUi kynslóö ungs fólks í stríði þar sem hvorugur aðUinn hefur unniö nema fáa kUómetra, í stríöi sem staðið hef ur tæp fjögur ár. Umsjón: Ólafur B. Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.