Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 25. JUNI 1984. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. 'Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. ‘Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. 'Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SIÐUMÚLA 33. SÍMI Í27022. ;Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. iSími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð i lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr. Tefltá tæpasta vaó Svigrúm stjómarstefnunnar er mjög þröngt. Meö fisk- verðsákvörðuninni fyrir helgina er teflt á tæpasta vað. Yfirnefnd ákvað á fimmtudag 6% meðaltalshækkun fiskverðs, sem gildir til áramóta. Jafnframt verður 4% hækkun á verðuppbót úr verðjöfnunardeild Aflatrygg- ingasjóðs. Fulltrúar stjómvalda, útgerðarmanna og sjó- manna í nefndinni stóðu að ákvörðuninni. En hvernig er staðan eftir þetta og hversu vel mun ríkisstjórninni ganga að viðhalda gengisstefnu sinni? Ríkisstjórnin fylgir þeirri stefnu, að gengisfelling krón- í unnar verði í ár ekki yfir 5%. Krónan hefur þegar fallið nærri því svo mikið. Stjómarliðar fullyrða, að þessari gengisstefnu verði ekki breytt, þótt fiskverð hafi hækkað. Gengisfelling komi ekki til greina við lausn vanda fisk- vinnslunnar. Þrátt fyrir þessa hækkun fiskverðs og verðuppbótar er staða útgerðarinnar almennt mjög erfið. Líklegt er, að einhverjir útgerðarmenn gefist upp. Slíkt er æskilegt, með tilliti til þess, að fiskiskipaflotinn er of stór. Beinlínis verður að vonast til, að fiskverðshækkun af þessari stærð- argráðu verði engin „allsherjarredding” fyrir alla út- gerð. Það þarf að grisja. Staða frystingarinnar er erfið eftir hækkun fiskverðs. Reyndar heyrist þó miklu minna frá fiskvinnslumönnum um gengisfellingu en verið hefur við svipaðar aðstæður í áratugi. Almenn launahækkun verður í haust. Samkvæmt kjara- samningum ætti hækkunin að verða 3 prósent. I Verka- j mannasambandinu eru gerðar kröfur um 5-6 prósent hækkun í stað 3ja prósentanna, auk hækkunar lágmarks- launa í 14 þúsund. Þjóðhagsstofnun telur, að kaupmáttur kauptaxta verði í haust orðinn 5-6 prósentum lægri en var haustið 1983, ef engin kauphækkun verður ferkar á þessu ári. En nú verður kauphækkunin í september að minnsta kosti 3 prósent. Eftir stendur þá 2 prósent rýrnun | kaupmáttar frá hausti 1983 til hausts 1984. Þetta bil yrði' brúað, ef farið væri að kröfum Verkamannasambandsins um almenna kauphækkun og meira en brúað ef lág- markslaun yrðu hækkuð sérstaklega. Atvinnurekendur munu á móti benda á það launaskrið, sem verður í ár, það er kauphækkun umfram samninga. Þetta launaskrið gæti j hæglega orðið að meöaltali um 4 prósent á árinu. Yrði tekið tillit til þess, mundu launatekjur í landinu verða taldar hafa aukizt nægilega til að vemda kaupmáttinn og gott betur, þegar 3% kauphækkun 1. september er talin með. Staða frystingarinnar er nú í jámum, að því er fróðustu menn telja. Stjómarliðar segja, að frystingin verði síö-i an að mæta kauphækkunum í haust með aukningu gæða framleiðslu sinnar. Saltfiskverkunin stendur mun verr en frystingin. Sá vandi verður erfiður biti í háls. Þannig standa bæði útgerð og fiskvinnsla tæpt eftir fiskverðshækkunina. Ríkisstjómin mun ætla sér að láta við svo búið standa. Einhverjir fara á höfuðið. Hluti af hækkun verðuppbótar verður fjármagnaður með erlendum lántökum í bili, kannski um það bii 100 milljónir. „Sláttur” ríkisstjómarinnar verður sífellt glæfralegri. Fiskverðshækkunin sjálf sundrar ekki stjórnarstefn- unni. En framhaldið verður erfitt. Haukur Helgason. „Atgervis- flóttinn” byrjaði fyrir löngu ™ „Eina uppsögnin af viti í 17 ára sögu sjón- varpsins átti sér stað þegar yfirverk- fræðingi stofnunarinnar var loks sagt upp.” Stundum er því varpaö fram sem röksemd á móti frjálsum útvarps- rekstri að það muni leiða til þess að ríkisútvarpiö missi af hæfu fólki í greipar einkarekstursins. Þetta sjónarmið var undirstrikaö sérstaklega í umræðum um útvarps- lagafrumvarpið á Alþingi. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvenna- lista, sagðist vera á móti frjálsu út- varpi vegna þess að ríkisútvarpið mætti ekki við því að missa af því hæfa starfsfólki sem þar er. Hún talaði um hættuna á atgervisflótta frá ríkisút- varpi til einkaútvarps. Fáir hafa oröiö til aö gera athuga- semdir við þessar fullyrðingar. En þegar betur er að gáð þá sýnist lítil ástæða til að taka mark á orðum Krist- ínar eða annarra umhættuna á atgerv- isflótta með atbeina einkaútvarps- stöðva. Atgervisflótti hefur nefnilega staðið yfir árum saman hjá ríkisútvarpinu án þess að fr jálsu útvarpi sé um að kenna. Atgervisflóttinn er útvarpinu sjálfu að kenna og rótina aö meininu er að finna í því að ríkisútvarpið er ríkisrekin ein- okunarstofnun. Fólkið flýr í tugatali Ríkisútvarpið (hljóðvarp og sjón- varp) er eina stofnunin sinnar tegund- ar hér á landi. Fólk sem þjálfar sig til starfa við útvarp á því ekítí í mörg önn- ur hús að venda. Samt hefur flóttinn frá þessum stofnunum verið ótrúlega mikill síðustu ár, sérstaklega hjá sjón- varpi. Til að styðja mitt mál frekar ætla ég að telja upp nöfn nokkurra þeirra sem hafa hætt hjá sjónvarpinu. Þetta eru jafnt tæknimenn sem dagskrárgerðar- menn og nafnarunan er sett saman af handahófi: Svala Thorlacius, Markús örn Ant- onsson, Eiður Guðnason, Baldur Her- mannsson, Egill Eövarðsson, Björn Bjömsson, Þrándur Thoroddsen, Jón Hermannsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Ásdís Hauksdóttir, Snorri Þórisson, Jón Þór Hermannsson, Ragnheiður Harvey, Ingunn Ingólfsdóttir, Sigrún Dungal, Edda Andrésdóttir, Kari Jeppesen, Hrafn Gunnlaugsson, Olafur Ragnarsson, Jón Björgvinsson, Sig- urður Jakobsson, Páll Reynisson, Sigurliöi Guðmundsson, Sigmundur Arthúrsson, Sigfús Guðmundsson, Sósíaldemókrat ar á íslandi Islenskir sósíalistar ræddu fyrst um aöildina að Komintem á fundi Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur í október 1922. Málsvarar Komintern voru þeir Hendrik Ottósson og Olafur Friðriksson, en Jón Baldvinsson flutti mál jafnaðarmanna. Skyldu menn mjög ósáttir og báðir aðilar bjuggu sig undir harðnandi átök. Hófust nú miklar deilur innan Alþýðuflokksins. Að sögn Hendriks krafðist Olafur þess aö róttækustu sósíalistamir störfuðu sem leynifélag kommúnista er hefði það markmið að ná undir sig Alþýðuflokknum. En „í stað þess að lýsa yfir stríði á hendur Alþýðuflokksleiðtogunum, skyldi leit- ast við að grafa undan þeim í kyrr- þey.” Þannig tóku kommúnistar snemma að sitja á svikráöum við Alþýðuflokkinn sem þeir þó'tilheyrðu að nafninu til. Alþýðusamband /slands Alþýðusamband tslands og Alþýðu- flokkurinn voru nánast sömu samtökin fyrstu árin, bæði stofnuð árið 1916. Rætur sínar áttu samtökin að rekja til nokkurra verkamannafélaga sem stofnuð höfðu verið til stuðnings í kjarasamningum og fengið á sig svip sósialdemókrata. Áhrif Alþýðusambandsins fóm stöðugt vaxandi og með laga- setningum var því bráölega veitt vald til þess að semja um kaup og kjör verkalýðsins sem stéttar. Aðalvopnið var auövitað verkfallsrétturinn sem í höndum sambandsins varö margfalt sterkara vopn en í meðförum ein- stakra félaga. Allsherjarverkfall var nú löglegur möguleiki, handhægur en vandmeðfarinn. Svo vandmeðfarinn að Fr. Engels varaði viö svo víðtæku verkfalli: „Því að það getur raskaö eðlilegri rás atvinnulífsins í landinu og orðiö eldur í auði s jóða verkalýðsfélag- anna.” Skömmu eftir Októberbyltinguna í Rússlandi urðu fáeinir róttækir ís- lenskir sósíalistar til þess, með aöstoö skoðanabræðra sinna í Svíþjóö, að koma á tengslum við valdhafana í Moskvu og fá að fljóta með þar eystra við hátíðleg tækifæri. Hér heima stofnuðu þeir .JFélag ungra komm- únista” árið 1922 og félagið ,,Spörtu” árið 1926. Bæði þessi félög sóttu um inngöngu í Alþýðusamband Islands en var neitaö. Aftur á móti var það sam- þykkt á Alþýðusambandsþinginu 1926, með atkvæðum fulltrúa 2.837 félags- manna á móti atkvæðum fulltrúa 640 félagsmanna, að Alþýðusamband Islands skyldi ganga í Alþjóöa- samband sósíalista (II. Intemation- ale). Hér var því um alvarlegan klofn- ing að ræða sem átti eftir að koma beturíljós. Það var svo í nóvember 1930, dagana fyrir upphaf 10. þings Alþýðu- sambandsins, aö haldin var verkalýðs- rlöstefna um skipulagsmál Alþýðu- sambandsins og sósíaldemókratar lögðu fram eftirfarandi tillögu um kjörgengi til Alþýðusambandsþings: „Kjörgengi fulltrúa í fulltrúaráö, á fjórðungsþing, sambandsþing og aðrar ráðstefnur innan sam- bandsins, svo og í opinberar trún- aöarstöður fyrir sambandsins eða flokksins hönd, er bundið við, að full- trúinn sé Alþýðuflokksmaður og til- heyri engum öðrum stjórnmála- flokki.” (Þingtíðindi, ASI og verka- lýðsráöstefna, 1930). Þessi lagabreyting var samþykkt á verkalýðsráðstefnunni þann 22/11, að viöhöfðu nafnakalli, með atkvæðum 39 fulltrúa (fyrir 3.443 félagsmenn) gegn • „Skömmu eftir Októberbyltinguna í Rúss- landi urðu fáeinir róttækir íslenskir sólíalistar til þess, með aðstoð skoðanabræðra sinna í Svíþjóð, að koma á tengslum við vald- hafana í Moskvu og fá að fljóta með þar eystra við hátíðleg tækifæri.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.