Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ 687858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ1984. Reynir Hjartarson á SAmi. DV-mynd: JBH Akureyri. Vildi kaupa Sám: Bauð háttí fjögurhundr- uðþúsund Get ég fengið hestinn þinn fyrir hátt á f jórða hundrað þúsund krónur? Nei, takk, sagði Reynir Hjartarson á Brá- völlum við Akureyri. Hann fékk þannig tilboð í gæðinginn Sám á dögunum. Það var Þjóðverji sem bauð í hestinn. „Þetta boð er taisvert hærra en maður hefur heyrt um. Það eru ekki margir hestar seldir yfir 150—200 þúsund krónur. Þarna voru strax boðnar 300 þúsund krónur og sagt að hægt væri að fara nokkuð hærra. Á það reyndi þó ekki þar sem ég var ekki til viðræðu um sölu,” sagði Reynir í sam- taliviðDV. Samur þessi er landsþekktur gæðingur og hefur fengið mjög háar einkunnir á mótum. Hrossaræktar- ráðunautur hefur gefið honum yfir 8,50 í meðaleinkunn sem þykir afburða gott. Á sýningu sem haldin var á Akureyri fyrir skömmu fékk Sámur einkunnina 8,60. Hann er frá Valianesi í Skagafirði og búinn aö vera i eigu Reynis frá því hann var 5 vetra gamall. Sámur er nú 10 vetra. Reynir var spurður um ástæðu þess aö hann gengi ekki aö svona gylliboði. „Það er einfaldlega vegna þess að ég hef hestinn sem sáiarplástur fyrir mig og ætla mér að eiga hann,” sagði hann. „Þetta er eins og væri verið að bjóða í börnin manns. JBH/Akureyri. FERSKUR LAX HLNEWY0RK —frá laxeldisstöðinni ísnó í Kelduhverfi Laxeldisstööin Isnó í Kelduhverfi hefur hafið útflutning á ferskum laxi á Bandaríkjamarkaö. „Eg veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður frá Islandi,” sagði Brynjar Halldórsson, starfsmaður stöðvarinnar. Slátrað er tvisvar í viku, þremur til sex tonnum í einu. Gert er að fiskinum og honum pakkað til út- flutnings á staönum. Flutningabíll tekur laxinn að kvöldi og ekur honum beint á Kefla- víkurflugvöll. Þar fer laxinn í flugvél tilNewYork. „Við þessa slátrun vinna milli fimmtán og tuttugu manns héðan úr sveitinni,” sagði Jón Sigurösson í Garði, fréttaritari DV í Kelduhverfi. „Þetta lifgar mikið upp á lifið og til- veruna hérna í Kelduhverfi,” bætti Jón við. -KMU/Jón, Garði. Unnið að iaxinum s i fartH Bandarikjanna. DV-mynd: ÞB,Garði. Lifði af 30 metra fall —framaf kletta- sylluogísjó Ellefu ára drengur úr Keflavik liföi af 30 metra fall fram af klettasyllu og í sjó í Bergvík í Leiru síöastliðinn mið- vikudag. Flóð var þegar atvikið átti sér stað og er þaö taliö hafa bjargaö lífi drengsins. Hann hlaut heilahristing við fallið og skrámaðist litillega, en er nú búinn að jafna sig að fullu að sögn lög- reglunnar í Keflavik. Drengurinn, Jörgen Eiríksson, var við eggjaleit ásamt félögum sínum á klettabrúninni, þegar hann kom auga á egg á klettasyllu aöeins neðar. Hann fór út á sylluna, náði í eggin, og hélt siöan lengra í snarbrattri klettahlíð- inni. Er hann var á uppleið, skrikaði honum fótur, þannig að hann féll aftur yfir sig og í sjóinn 30 metrum neðar. Hann synti síðan aftur aö klettunum og gekk um 400 metra í fjörunni þar til hann komst upp á land. Þá dreif aö menn sem voru á golfvelli þar skammt frá og hlúðu þeir að drengnum meðan kallað var á sjúkrabíl. Jörgen dvaldi tvo daga á Sjúkrahúsinu í Keflavík, og var þá búinn aö jafna sig aö mestu. EA LUKKUDAGAR 24. júní 15589 TÆKI AÐ EIGIN VALI FRA FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 6.000,- LOKIí Væntanlega er Gústi ekkert að byggja á sandi. Herbúðirnar 6 Meðallandssandi. Ágúst Guðmundsson, sem snýr baki í myndavólina, erþamaað undirbúa töku. Byrjað að taka nýja kvikmynd Ágústs Guðmundssonar: DV-mynd: GVA. HERBOÐIR A SANDI Agúst Guðmundsson kvikmyndaleik- stjóri er þessa dagana staddur á Kirkjubæjarklaustri ásamt þrjátiu manna liði við tölu myndarinnar Sandur. Kvikmyndað er á Meðallands- sandi. Á sandinum hafa verið settar upp herbúðir. Þar eru þrjú hermannatjöld, sem fengin vóruað láni frá Almanna- vömum, og þrír hermannatrukkar sem einstaklingar lánuðu. Söguþráður myndarinnar er leyndarmál. Hún fjallar um viðbrögð heimamanna þegar flokkur hermanna af Keflavíkurflugvelli kemur sér fy rir í sveitinni, öllum til mikillar f urðu. Aðalleikendur eru Pálmi Gestsson og Edda Björgvinsdóttir. Fram- Sjá nánarbls. 2 kvæmdastjóri myndarinnar er Guðný Halldórsdóttir. Kvikmyndatakan er í höndumSigurðarSverris Pálssonar. Aætlaö er að myndin kosti sjö milljónir króna. Það greiða Ágúst Guðmundsson og Isfilm. Frumsýna á myndina um næstu jól. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.