Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1984, Blaðsíða 6
24 DV. MÁNUDAGUR13. ÁGOST1984. 33111 999 DV. MÁNUDAGUR13. ÁGOST1984. Los Angeles Los Angeles Portúgalinn Carlos Lopcs sést hér fagna sigri í maraþonhlaupinu í nótt. voru í höfn. Fyrstu gullverðlaun Portúgala á leikunum Símamynd ímorgun: Þórir Guðmundsson. LOKAHATIÐ ÓLYSANLEG þegar 23. ólympíuleikum sögunnar var slitið í morgun Frá Páli Júlíussyni og Þóri Guðmunds- syni, fréttamönnum DV í Los Angeles: Hafi setningarhátíð ólympíuleik- anna í Los Angeles verið stórkostleg og vart lýsandi með orðum sló lokahátfðin í nótt öll fyrri met. Það var alveg ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn gátu boðið upp á og Skipting verðlauna Lokaskipting verðlauna á álympíuleikunum í Los Angeles varð sem hér segir: guii silfur brons Bandaríkin............83 Rúmenía...............20 Vestur-Þýskaiand......17 Kina..................15 Ralía.................14 Kanada................10 Japan.................10 Xýja-Sjáland.......... 8 Júgóslavía............ 7 Suður-Kórea........... 6 Bretland............... 5 Frakkland............. 5 Holland............... 5 Ástralía.............. 4 Finnland.............. 4 Svíþjóð............... 2 Mexikó................ 2 Marokkó................ 2 Brasilia................... 1 Spánn.................... 1 Belgía..................... 1 Austurríki................. 1 Portúgal................... 1 Kenýa...................... 1 Pakistan................... 1 Sviss...................... 0 Danmörk.................... 0 Jamaica.................... 0 Noregur.................... 0 Grikkland.................. 0 Nígería.................... 0 Puerto Rico................ 0 Kólombía................... 0 Egyptaland................. 0 Fílabeinsströndin.......... 0 Perú....................... 0 Sýrland.................... 0 Thailand................... 0 trland..................... 0 Tyrkland................... 0 Venexúela.................. 0 Alsír...................... 0 Island..................... 0 Kamerún.................... 0 Dóminíska lýðveldið........ 0 Taiwan..................... 0 Zambía..................... 0 47 þjóðir af 140, sem þátt tóku í k'ikuiium, hlutu verðlaun. 93 þjóðir komust því ekki á' blað. -SK. 61 16 19 8 6 18 8 1 4 6 10 7 2 8 3 11 3 0 5 2 1 1 0 0 0 4 3 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 30 17 23 8 12 16 14 2 7 7 22 15 6 12 6 6 1 0 2 2 2 1 2 1 0 4 3 2 2 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 3 3 2 1 1 1 1 1 slík var stemmningin í lokin aö flestir þeir sem staddir voru á Memorial Goliseum leikvanginum grétu af hrifn- ingu þegar hátiðinni var að ljúka. Stórkostlegar flugeldasýningar og fljúgandi furðuhlutir fengu alla við- stadda og mifljónir um heim allan til að gapa af undrun. Það var sama við hvern var talað og í hverjum heyrðist. Enginn hafði séð neitt álíka áður. Englendingar fylgdust að sjálfsögðu með lokahátíðinni í beinni útsendingu og þulir þeir er áttu að tala með út- sendingunni komu vart upp orði. Það eina sem heyrðist í langan tíma var ó og æ og eftir að 23. ólympíuleikunum hafði endanlega verið slitið sögöu þeir ensku að þeir gætu unnað Bandaríkja- mönnum þess að vera örlitiö montnir. „Greatest show on earth,” sögöu allir. I lokaatriðinu í Los Angeles í nótt- féllust allir í faðma og skipti þá einu hvort um íþróttafólk, starfsmenn eða áhorfendur var að ræða. öllum bar saman um að stórkostlegustu ólympíu- leikum sögunnar væri lokið. Það var síðan Spánverjinn, Juan Antonio Samaranch, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, sem sleit leikunum um klukkan sjö að íslensku tíma í morgun. PJ/Þó. G./SK. Bjarni Friðriksson, hetja tslendinga á ólympiuleikunum, sést hér ganga inn á Memorial Coliseum leikvanginn með íslenska fánann, við lokahátið leikanna i nótt (íhvítum jakka). Símamynd ímorgun: ÞórirGuðmundsson. Litli Portú- galinn — vann maraþonhlaupið á nýju ólympíumeti ★ Carlos Lopes fagnað gífurlega þegar hann kom í mark á 2:09,21 Eftlr áratuga keppni á hlaupa- brautunum vann litli Carlos Lopes, Portúgal, sinn stærsta sigur þegar hann varð ólympíumeistari i maraþou- hlaupi, lokagreininni á 23. ólympíu- leikunum sem lauk í nótt. Lopez var fagnað gífurlega, þegar hann kom inn á ólympíuleikvanginn, af yfir 90 þúsund áhorfendum, hylltur sem mikill sigur- vegari í mesta maraþonhlaupi allra tima. Hann hefur komist á verðlauna- pall áður á ólympiuleikum, varð annar í 10000 m á leikunum í Montreal 1976. Allir hlaupararnir, sem iuku hlaupinu, komu i mark áður en hliðum var lokað vegna lokahátíðarinnar. Framan af hlaupinu hafði Nijboer, Hollandi, forustu og hraði var mikill. 113 keppendur hófu hlaupið. Hann var enn í forustuhópnum þegar hlaupið var háifnað, ásamt Lopez og Robert de Castella, Ástralíu, sem margir spáðu sigri, enda hefur hann náð frábærum tíma á vegalengdinni. Þar voru þeir einnig John Treacy, Irlandi, Charles Spedding og Takeshi So og fleiri kunnir kappar. Þegar fimm km voru í markið jók Lopez mjög hraðann og hljóp frá þeim tveimur sem lengstum höföu fylgt honum, þeim Treacy og Spedding. Þeir reyndu þó að fylgja honum eftir eins og þeir gátu en de Castella varð að gefa eftir. En Portúgalinn frægi, sem átt hefur mörg frábær hlaup á þessu ári þó hann hafi nokkuð staðið í skugga landa síns Femando Namede, var mjög sterkur á lokasprettinum og vann öruggan sigur. Gífurleg keppni var um annaö sætið milli Treacy og Spedding. Irinn var aðeins sterkari. Kom tveimur sekúnd- um á undan í mark í hinu 42,195 km hlaupi. Lopes hljóp á 2:09,21, sem er nýtt ólympíumet. Það eldra átti Waldemar Cierpinski, Austur-Þýska- landi, 2:09,55, þegar hann sigraði í Montreal 1976. Hann vann einnig í Moskvu 1980. Ursiit. 1. Carlos Lopes, Portúgal, 2:09,21 2. John Treacy, lrlandi, 2:09,56 3. Charles Spcdding, Bretl. 2:09,58 4. Takeshi So, Japan, 2:10,55 5. Robert de Castelia, Astr. 2:11,09 6. Junia Ikangaa, Tansaníu, 2:11,10 7. Joseph Nzau, Kenýa, 2:11,28 8. Djama Robleh, Djibouti, 2:11,39 9. Jerry Kiernan, Irlandi, 2:12,20 10. Rodney Dixon, N-Sjál. 2:12,57 «9 Gullmet sovéskra slegið — USAhlaut83 gullpeninga ÍLA Bandaríkin hlutu 83 guliverölaun á ólympiuleikunum í Los Angeies sem lauk i gær. Aldrei fyrr hefur ein og sama þjóð hlotið svo mörg gullverðlaun á ólympíuleikum. Hæsta talan áður var 80 gull sem Sovétrikin blutu á leikunum i Moskvu 1980. Bandaríkja- mönnum tókst hins vegar ekki að slá út heildartölu verðlaunapeninga sem Sovétrikin hlutu á Moskvuleikunum. Þeir voru samtals 195 (69 silfur — 46brons). Bandaríkin hlutunú 174 verðiaunapcninga, 61 silfur og 30 brons. Keppnisgreinar á ólympíuleikunum nú voru fleirl en nokkru sinni áður. hsim. Bandaríkjamaðurinn Alberto Salazar, sem náð hefur besta tíma í maraþonhlaupi, 2:08,13, varðí 15. sæti ,á 2:14,19. Hann setti lítil mörk á hlaupiö. Var 23 sekúndum á eftir forustuhópnum þegar hlaupið var hálfnaö. Daninn Henrik Jörgensen varð í 19. sæti á 2:15,55, Karel Lismont, Belgíu, í 24. sæti á 2:17,09. Daninn Allan Zachariasen kom næstur honum, 2:17,10. Norömaöurinn öyvind Dahl varðí33.sætiá2:19,28. Lopes er 37 ára og var elsti keppandinn í maraþonhlaupinu og þaö var stór stund hjá honum þegar hann stóð efstur á verðlaunapallinum — í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað á loka- hátíðólympíuleika. -hsím. Mexíkani ólympíu- meistariígöngu: Helmingur keppenda gaf st upp — eðavardæmdur úrleik Raul Gonzalez, Mexíkó, hafði algjöra yfirburði í 50 km göngunni á ólympíuleikunum á sunnudag. Var um fimm mínútum á undan næsta manni, Svianum Bo Gustafsson, og hlaut sin önnur verðlaun á leikunum. Varð í öðru sæti í 20 km — fyrstu grein frjálsra iþrótta á ólympíuleikunum. Gríðarlegur hiti var pegar gangan fór fram og þetta varð í raun erfiðasta keppnis- greinin á leikunum, þó ekkert biti á Mexí- kanann í fyrsta sæti. 34 keppendur hófu gönguna en aðeins 17 luku henni. 17 gáfust upp eða voru dæmdir úr leik — hlupu upp. Raul Gonzalez setti nýtt ólympíumet, ótrú- legur árangur við hinar erfiður aðstæður. Bætti eldra metið sem Hartwig Gauder, Austur-Þýskalandi, setti á Moskvuleikunum, um 1.58 min. Drsht. 1. Raul Gonzalez, Mexíkó, 3:47,26 2. Bo Gustafsson, Svíþj. 3:53,19 3. Sandro Bellucci, Italíu, 3:53,45 4. Reima Salonen, Finnl. 3:58,30 5. Raff. Ducceschi, Italíu, 3:59,26 6. Carl Schueler, USA, 3:59,46 -hsim. 999 25 999 • Síðasta skipting í 4X100 m boðhlaupinu. Heimsmethafinn Calvin Smith hefur afhent Carl Lewis keflið og leiðin í mark er greið. Nýtt heimsmet. Simamynd: NPS. Heimsmet USA og Evrópumet Breta — ótrúlega spennandi 4x400 m boðhlaup karla Aldrei hefur annað eins boðhlaup verið háð í sögunni og 4 X 400 m boðhlaup karla að- faranótt sunnudags á ólympíuleikunum. Fjórar fyrstu sveitirnar hlupu á innan við þrem mínútum. Bandariska sveitin sigraði á nýju heimsmeti á láglaudsbraut. Breska sveitin varð í öðru sæti og setti nýtt Evrópu- met. Siðan komu sveitir Nígeríu og Ástralíu á frábærum tíma. Ákafiega spennandi hiaup frá byrjun til til loka. Hlauparinn frægi, Sunday Uti, hljóp fýrsta sprettinn fyrir Nígeríu sem hafði for- ustu eftir hann. Sunder Nix, USA, rétt á eftir og skammt var í sveit Ástralíu. Annan sprett fyrir Ástralíu hljóp hinn 18 ára Darren | Clark sem lengi hafði forustu í 400 m hlaup- inu á leikunum. Hann gaf vel í og eftir tvo ! fyrstu sprettina var Ástralía í fyrsta sæti. USA skammt á eftir, svo og Nígería og Bret- j land. Gary Cook, eiginmaður Kathy Cook, | hljóp annan sprettinn á 44,7 sek. I Olympíumeistarinn Alonso Babers hljóp geysilega | vel þriðja sprettinn fyrir USA. Fór fram úr Astralíu- manninum og skilaði keflinu vel á undan til Antonio McKay. Þá var ekki lengur spurning um fyrsta sæt- ið en keppnin um hin verðlaunasætin mjög hörð. Todd Bennett hljóp þriðja sprettinn fyrir Bretland og nálgaðist mjög sveitir AstraUu og Nígeríu. Milli- timi hans var 44,13 sek. Lokasprettinn fyrir Bret- land hljóp Philip Brown sem sjaldan nær góðum árangri nema í hörku-boðhlaupum. Og þarvar sama sagan og oft áður hjá honum. Honum tókst að tryggja Bretlandi annað sætið, fór fram úr Nígeríu og Astralíu og hljóp þó Innocent Egbunike, úrslita- maður í 400, lokasprettinn fyrir Nígeríu. Hins vegar átti Brown (millitími hans var 45,31 sek) ekki mögu- leika á að nálgast McKay. Fjórði hlauparinn í sigur- sveit US A var Ray Armstead en Kriss Akabusi hljóp fy rsta sprett fyrir Bretland á 45,9 sek. 0 rslit: 1. Bandaríkin 2. Bretland 3. Nígería 4. Ástralía 5. italía 6. Barbados 7. Uganda 8. Kanada 2:57,91 2:59,13 2:59,32 2:59,70 3:01,44 3:01,60 3:02,09 3:02,82 -hsím. Bandarísku kvennasveitimar langfyrstar: ílanga boðhlaupinu. Brisco-Hooks fékk sín þriðju gullverðlaun Q99 QQQ Bandarisku kvennasveitirnar höfðu mikla yfirburði í úrslitahlaupunum í 4X100 m boöhlaupi og 4X400 m boðhlaupi aðfaranótt sunnudags á ólympíuleikunum. í langa boðhlaupinu setti bandariska sveitin nýtt ólympíumet, hljóp á 3:18,29 mín. og bætti met austur-þýskrar sveitar frá Moskvuleikunum nokkuð. Það var 3:19,23 min. Valerie Brisco-Hooks, litla stúlkan sprettharða, hljóp þriðja sprettinn í bandarísku sveitinni. Hlaut þar sin þriðju gullverðlaun á leikunum. Sú fyrsta til að sigra í 200 og 400 m á ólympíuleikum og kemur ekki langt á eftir Carl Lewis hvað glæsilega frammistöðu á leikunum snertir. I stutta boðhlaupinu hljóp bandaríska sveitin mjög vel og var aðeins 5/100 úr sekúndu frá ólympíumetinu. 12/100 frá heimsmeti Austur- _ Þýskalandsávegalengdinni. 4x100 m boðhlaupið Þegar skiptingar bandarisku sveitarinnar tók- ust vel var aldrei spuming um það hvaða sveit mundi hljóta gullverðlaunin. Þær Alice Brown, Jeanette Bolden, Candra Cheesborough og Evelyn Ashford hlupu mjög vel. Sandra og Evelyn hlutu tvenn gullverðlaun á leikunum hvor og auk þess Idaut Sandra silfurverðlaun í 400 m hlaupi. Kanada náði öðru sæti og Bretland þriðja. 1 bresku sveitinni var Kathy Cook og hlaut sín önnur bronsverölaun á leikunum. Hún keppti hins vegar ekki í ianga hlaupinu. Bretum fannst nóg komið um erfið hlaup hjá henni en við þaö missti Bretland eflaust af bronsinu í langa boðhlaupinu. Stúlkurnar frá Jamaíka, sem helst voru taldar geta veitt sveit USA keppni í 4X100 m boðhlaupi, urðu úr leik þegar á fyrstu skiptingu. Þær Julia Cuthbert og Grace Jackson, sem tvívegis komst í úrslit í spretthlaupunum, misstu keflið sín á miUi. Jackson tók keflið að vísu upp' og hljóp á- fram en sveitin varð langsíðust. Svona til gamans má geta þess að þetta er í fimmta sinn sem Bret- land hlýtur bronsverðlaun í þessari grein. Urslit: 1. Bandaríkin........................41,65 2. Kanada.................... ■ ■ ...42,77 3. Bretland..........................43,11 4. Frakkland.........................43,15 5. V-Þýskaland.......................43,57 6. Bahamaeyjar.......................44,18 7. Trinidad..........................44,23 8. Jamaíka...........................53,54 Langa boðhlaupið Keppni var hörð framan af miili USA, Kanada og Vestur-Þýskalands. Síðan hljóp Valerie Brisco- Hooks þriðja sprettinn fyrir USA. Geystist fram úr og Sandra Cheesborough jók svo forustu USA á lokasprettinum. Fyrstu tvo sprettina fyrir USA hlupu Ldllie Letherwood og Sherri Howard. Urslit: 1. Bandaríkin.......................3:18,29 2. Kanada................. 3. V-Þýskaland............ 4. Bretland............... 5. Jamaíka................ 6. Itah'a................. 7. Indland................ 3:21,21 .3:22,98 .3:25,51 .3:27,51 .3:30,82 .3:32,49 Sveit Puerto Rico mætti ekki í úrslitahlaupið eftir að hafa unnið sér rétt til þess. -hsím. Heimsmet USA - loka- sprettur Lewis 8,94! — Carl Lewis hlaut Carl Lewis hlaut sín fjórðu gull- verðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles þegar hann hljóp lokasprett- inn í 4X100 m boðhlaupi fyrir sveit USA. Það var ekki spurning um sigur þegar Carl fékk keflið, fyrstur. Hann geystist í mark og hvílíkur loka- sprettur. MilUtími hans á siðustu 100 metrunum var 8,94 sek!! og banda- ríska sveitin setti nýtt heimsmet, 37,83 sek. Bætti heimsmet sitt frá heims- meistarakeppninni i Helsinki um 3/100 úr sekúndu. Frábærir spretthlauparar í svéit USA. Sam Graddy hljóp fyrsta sprett með viöbragði og fyrir beygjuna á ótrúlega góöum tíma, 10,29 sek. Tug- þrautarmaðurinn Daley Thompson hljóp fyrsta sprett fyrir Bretland og var stórkostlegur. Gaf Graddy lítið eftir. Ron Brown hljóp næstu 100 m fyrir USA, niður beinu brautina á 9,19 sek. Millitími hans með fljúgandi starti. Aðeins breska sveitin hélt þá eitthvað í við bandarísku sveitina. Það átti hins vegar eftir aö breytast. McFarland og Allan Wells tókst ekki að halda í við aöra. Heimsmethafinn sín f jórðu gullverðlaun í 4x100 m boðhlaupinu Calvin Smith hljóp þriðja sprett fyrir inn fyrir Italíu. Úrslit. USA, geysivel beygjuna á 9,41 sek. l.Bandaríkin 37,83 Lewis fékk svo keflið vel fyrstur og 2. Jamaíka 38,62 leiöin í mark var greið. 3.Kanada 38,70 Spretthlauparamir frægu, Don 4. Italía 38,87 Quarrie, ólympíumeistari í Montreal 5. V-Þýskaland 38,99 1976, og Ray Stewart hlupu tvo síðustu 6. Frakkland 39,10 sprettina fyrir Jamaíka vel og sveitin 7. Bretland 39,13 náði öðru sæti, rétt á undan Kanada og 8. Brasilía 39,40 Italíu. Pietro Mennea hljóp lokasprett- -hsím. [ Vainio týndur ] Hinn hcimsþekkti finnski langhlaup- ari, Martti Vainio, féll á lyfjaprófi í Los Angeles í gær. I þvagprufu fundust ein- kenni lyfja sem ekki er leyfilegt að taka. Vainio hefur ckki enn hlotið dóm cn vist má tclja að hann verði að skila aftur silfurverðlaunum sinum sr hann hlaut i lð km hlaupi á leikunum. Carl Olaf Homen, elnn af forráða- mönnum finnska llðsins á OL, sagði i gær- kvöidi að hann ætti bágt með að trúa þvi að Vainio hefði tekið ólögleg lyf en hann tryði engu að síður niðurstöðum lyfja- prófslns. „Vainio vissi vcl að fjórir fyrstu menn í hverri grein yrðu tcknir í próf.” Og hann bætti við: „Langhlauparar hafa ekki mikll not fyrir Anaboilc Steriod.” Martti Vainio var mjög brugðið þegar hann frétti niðurstöður lyfjaprófsins og úrskurðurinn kom sem köld vatnsgusa framan í finnska liðið og Finna almcnnt. „Hann var síðasti maður sem mig óraði fyrir að myndi taka inn ólögleg lyf,” sagði Homcn. Vainio, sem ekki var látinn blaupa í úr- slitum 5 km hlaupsins, þrátt fyrir að hann hefði unnlð sér rétt tll þess, var ckki í ólympíuþorpinu í gærkvöldi. Sagt var að hann væri einhvers staðar i KaUforniu.SK. Sérfiaeðingar MALMIMQAR h.f. kunna þríú láð i viðarvörn utanhúss KJORVARI er olíubundin gegnsæ vlðarvörn af hefðbund- Innl gerð, sem gengur Inn í vlðlnn og mettar hann. KJORVARI hefur skamma endlngu þar sem mlkið mæðir á. hlann ver vlðlnn fyrlr vatni, en hlndrar ekkl nlðurbrot vlðar af völdum sólarljóss. KJÖRV/ARI hleyplr vel I gegnum slg raka, flagnar því ekkl 0g er auðveldur í vlðhaldl. TRÉAKRÝL er vatnsþynnanleg 100% akrýlbundln málnlng, sem harðnar ekkl né gulnar. TRÉAKRÝL Innlheldur ekkl fúavarnarefni. TRÉAKRÝL smýgur llla og krefst því olíugrunns, QRUhh- KJÖRV/ARA, á beran vlð fyrir yflrmálun. TRÉAKRÝL hleypir mjög vel I gegnum slg raka, heldur mýkt slnnl og fylglr því hreyfingum vlðarins. TRÉAKRÝL hylur vel og ver því vlðlnn gegn nlðurbrotl af völdum sólarljóss. ÞEKJU-KJÖRVARI er þekjandl vatnsþynnanleg vlðarvörn sem Innlheldur bæði olíu og akrýl og samelnar því kostl KJORVARA og TRÉAKRÝL5. ÞEKJU-KJÖRV/ARI hylur flötlnn án þess að fylla hann, þannlg að vlðaræðar verða eftlr sem áður sýnllegar. ÞEKJU-KJÖRV/ARI smýgur vel og krefst því ekkl sérlegs grunns. ÞEKJU-KJÖRV/ARI hylur vel og ver vlðlnn fyrlr vatnl og nlðurbrotl sólarljóss. ÞEKJU- KJÖRV/ARI heldun mýkt slnnl og hleyþlr auðveldlega í gegnum slc málninghlf Fæst i byggingavöruverslunum um land allt 999 Los

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.