Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 24. ÁGUST1984. Óánægðir með „Grænmetið” I Þykkvabæ búa um fimmtíu bændur og f jölskyldur þeirra. Þessir bændur eiga það sameiginlegt að starfa við kartöflurækt sem höfuðlifsafkomu. Nú hefur athygli manna beinst aftur að kartöflum og að þessu sinni snýst hún um sölu innlendra kartaflna. Og eins og flestum er kunnugt hefur einn bóndi i Þykkvabæ hafið sölu á kartöflum til verslunarinnar Hagkaups. Við brugðum okkur í Þykkvabæ og tókum nokkra bændur tali. Hjá þeim kemur fram að nokkuð skiptar skoðanir eru á þvi hvort rétt er að selja kartöflur beint til kaupmanna. En eitt eiga þessir bændur sameiginlegt fyrir utan það að vera kar- töflubændur. Þeir eru allir óánægðir með núverandi fyrirkomulag á sölu kartaflna. -APH. Guðni Guðlaugsson, bóndi á Borg, ásamt föður sinum, GuðlaugiÁrnasyni, sem einnig er kartöfiubóndi. D V-m yndir Bj. Bj. „Mér líst ekkiá þetta” Guöni Guölaugsson, bóndi á Borg og formaöur Félags kartöflubænda á Suöurlandi, var spuröur aö því hvort hann teldi sölukerfi kartaflna vera í þann mund aö hrynja til grunna. „Mér líst ekki á þetta. Við erum hreinlega agndofa yfir þessu hér. Ég er ekki búinn aö sjá hvernig fer meö fyrirgreiðslu til okkar sem eru okkur mjög nauðsynlegar núna. Ég er ekki viss umaöSeölabankinn viljilánaútá svona frumskógarverslun.” — En ert þú ánægöur meö Græn- metisverslunina eins og hún er núna ? „Nei, ég er mjög óánægður með hana. Ég vil aö þar veröi lífleg verslun. Þar sem boöiö er upp á allt sem viö framleiðum. Nú vantar mikiö upp á þaö. Ég á viö að boðið verði upp á kart- öflur í alls konar pakkningum. ” — En hvaö meö fr jálst sölukerfi? „Þetta sem nú er aö gerast býöur þeirri hættu heim aö boðið veröi í kart- öflumar og þær boðnar niður. Veröiö getur ekki lækkaö úr þessu. Nú er þaö þegar mjög lágt. Ég legg þetta aö jöfnu aö verkalýösfélög yröu lögð niöur og atvinnurekendur gætu fariö aö bjóöa í vinnuaflið.” — En hvemig á aö breyta Græn- metisversluninni? „Þaö er krafa okkar nú aö við bænd- um fáum aö stjóma henni og það meö neytendum. Þá verður enginn milli- liöur.” — En ef pökkunarstöð kemst í gagnið hér? „Þá myndum við reyna aö bjóöa upp á ailt sem er framleitt hér og í þeirri mynd sem neytendur vilja þaö. ” — Nú hefur Jens Gíslason selt smælki í Hagkaup og hefur þaö veriö rifiðút. „Já, þetta er eitt af því sem við kart- öflubændur höfum barist fyrir lengi en ekki fengið að selja. Þaö er kerfið sem hefur stoppaö þaö. Yfirmats- maður teiur að stórar kartöflur séu betri en þær smáu. ” Guöni sagöi aö lokum aö þaö væri margt sem þyrfti að breyta í sölu- málum kartaflna, en leiðin væri ekki sú aö hver og einn kartöflubóndi seldi sínar kartöflur til kaupmanna aö hans mati. -APH. Réttur maður á réttum stað „Enn sem komið er sel ég mínar kartöflur í Grænmetið,” sagöi Tryggvi Skjaldarson, bóndi á Norður-Nýjabæ, er hann var spuröur hvert hans kartöflurfæru. — Hefur þú áhuga á aö selja þínar kartöflur beint í verslanir? „Ég hef bara áhuga á því að selja kartöflur og hef alltaf haft þaö. Ég hef lýst því yfir í áraraðir aö þaö sölukerfi sem nú er á kartöflum sé forglataö og steinrunniö alveg frá upphafi til enda og ég vil hiklaust sjá þetta kerfi hrynja.” — Hvererástæöan? „Það er nú löng saga aö segja frá því. En þaö þarf bara aö líta á þaö hvemig staðið hefur verið að sölu kart- aflna síöastliðin ár. Þaö er tilskipana- pólitík sem ræður ferðinni í þessum málum. Þaö er veriö að búa til fáránlegar reglur og ekki látið reyna á þaðsemfólk vill. Fyrsta skipti sem Grænmetiö auglýsir aö kartöflur séu kælivara var þegar finnsku kartöflurnar voru hér í fyrra. Þaö hefur verið talaö um þaö í mörg ár að hafa reynda menn viö aö UWE SÓLARÍUM- BEKKIR PROFESSIONA L Eigum til á lager, til afgreiðslu strax, nokkrar gerðir hinna frábæru v-þýsku sólaríumbekkja frá UWE fyrir sólbaðstofur og heimili. Fáanlegir með og án andlitslampa. Allir bekkir með Bellarium super perum. Seljum einnig beint af lager Bellarium S perur. Leitið upp- Á. ÓSKARSSON H/F /ýsinga um verð og okkar hagstæðu greiðslu- Þverhoití Mosfe/issveit skilmála. sími 666600 Tryggvi Skjaldarson, bóndi á Norð- ur-Nýjabæ. dreifa kartöflunum. Eöa þaö hefur verið talað um aö lyfta þessu upp á hærraplanog seljaþær. Þaö á aö gera allt til aö auka neysluna og fyrst og fremst aö útvega þaö sem fólk vill kaupa. Og þaö er ekki hægt að gera nema þaö sé látiö reyna á þaö sem fólk vill,” segir Tryggvi. Tryggvi kvartar einnig yfir því að Grænmetisverslunin taki ekki viö litl- um kartöflum sem eru sælgæti. Hann [hefur margsinnis þurft aö fleygja mörgum tonnum af kartöflum af þeim sökum. „Ég er mjög ánægður meö þaö sem Jens er að gera. Hann er réttur maður á réttum staö og stundu,” segir Tryggvi. -APH. Sigurður Daníelsson, bóndi á Mel. Sel kartöf lur beint í verslun „Eg er búinn aö senda nokkrar sendingar í verslunina Kjöt og fisk í Reykjavík,” segir Sigurður Daníels- son, bóndiáMel. „Ég er mjög ánægöur með þessi viðskipti og þaö er mun betri nýting á kartöÖunum. Þær eru einnig glænýjar þegar þær koma i verslunina. Þegar nýjum kartöflum er skilað í Græn- metisverslunina tekur það gjaman langan tíma þangað til þær komast í verslunina.” Sigurður selur einnig kartöflur til Grænmetisverslunarinnar. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.