Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Page 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 24. AGUST1984.
Kennarar
athugið
Kennara vantar viö grunnskólann Drangsnesi.
Upplýsingar í síma 95-3215 og 95-3236.
Enskukennari
Vegna forfalla vantar enskukennara aö framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum.
Upplýsingar gefur skólameistari í síma 98-1079 eöa 98-2190.
Valhúsaskóli
Seltjamamesi
auglýsir
Kennara vantar í eölisfræði og stærðfræði að Valhúsaskóla á
Seltjarnarnesi, í 7., 8. og 9. bekk. Upplýsingar gefur skóla-
stjóri, Ölafur H. Oskarsson, í síma 30871 (heima) og 27744
(skóli).
Skólastjóri.
Bifvélavirkjar
— Vélvirkjar
Bifvélavirkjar/vélvirkjar og/eða menn vanir vélaviðgerðum
óskast til starfa á vörubíla- og tækjaverkstæöi.
Einnig vantar mann í smurstöð.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
Bílvangur sf. Höfðabakka 9.
S.687300.
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
Nokkrir nemar verða
teknir í ritsímaritaranám
nú í haust
Inntökuskilyrði eru:
a. Grunnskólapróf
b. Almenn heilbrigði
c. Lágmarksaldur 16 ára
Námið tekur 15 mánuði, bæði bóklegt nám og verkleg þjálfun,
og verður hluti þess í bréfaskólaformi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Landssíma-
hússins við Austurvöll og póst- og símastöðvum um allt land.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26000.
Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og próf-
skírteini eða staðfestu afriti af því, skulu berast skólanum fyr-
ir 10. september 1984.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 50., 52. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Selnesi 19,
Breiðdalsvík, þingl. eign Braga hf., fer fram samkvæmt kröfu inn-
heimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 31. ágúst 1984
kl. 16.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 123. og 124. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Borgar-
gerði 10, Stöðvarfirði, þingl. eign Braga Pálssonar, fer fram sam-
kvæmt kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. o.fl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 31. ágúst 1984 kl. 15.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Neytendur Neytendur Neytendur
Dilkakjöt á
myndböndum
Neytendum gefst nú kostur á að sjá á
myndbandi dilkakjöt matreitt á marga
vegu. Auk þess er þar kennt að útbúa
forrétti, eftirrétti, salöt og annað með-
læti. Myndböndbi verða í öllum stærstu
matvöruverslunum eða h já þeim kaup-
mönnum sem þess óska og hafa tæki til
staðar. Kennslan í matreiðslu
nemur 50 minútum og geta neytendur
fengið spólurnar leigðar gegn vægu
gjaldi í 1—2 sólarhringa.
Kjötnefnd Framleiðsluráös landbún-
aðarins stendur fyrir útgáfu mynd-
bandsins en Helgi Pétursson og Hildur
Símonárdóttir markaðsstjóri voru í
forsvari fyrir henni.
Hægt er að fjölfalda eins mörg eintök
og spurt verður eftir og er það mynd-
iðjan Myndun sem hafði umsjón með
upptökunni. Sýningaraðstaða er nú
þegar fyrir hendi í nokkrum verslun-
um og verða þar fyrirliggjandi upp-
skriftir fyrir neytendur að öllu því sem
matreitt er.
AHir geta fengið
uppskriftirnar
Uppskriftimar verða vaxhúðaðar
þannig að hægur leikur er að þrífa þær
og hægt verður að hengja þær upp i eld-
húsinu. Matreiðslutillögur eru fimm-
tán og væntanlega verður sá möguleiki
fyrir hendi í verslunum að sýna hvern-
ig matreitt er eftir útvaldri uppskrift
neytandans. Kemur það sér vel fyrir
þá sem ekki gefa sér tíma til að horfa á
alla spóluna eða hafa ekki tök á aö
skoöa hana í næði á heimili sínu.
Myndbandið sem þegar hefur verið
gert gengur undir nafninu Léttir réttir
númer eitt. Fái þetta góðar undirtektir
hjá kaupmönnum og neytendum verða
fleiri slíkar spólur gerðar. Væntanlega
verður þá sláturgerð tekin fyrir næst
Ölafur Reynisson, yfirmatreiðslu-
maður hjá Broadway, kennir lands-
mönnum ýmsar aðferðir við mat-
reiðslu á nýjum myndböndum frá
Myndun sem menn geta fengið leigð í
verslunum og haft með sér heim.
Helgi Pétursson hafði ákveðnar
skoðanir á heimilishaldinu. Helgi er á-
samt Hildi Símonardóttur í forsvari
fyrir útgáfu myndbandsins.
og síðan komið með hugmyndir að góð-
um jólamat. Uppskriftirnar á um-
ræddri spólu eru: sveppaforréttur,
fyllt paprika með lambahakki, bakað-
ar kartöflur, fylltur frampartur,
steiktur lambahryggur með og án fitu,
og fylltur lambahryggur.
Þá eru gefin ýmis góð ráð til dæmis
þegar soðið er blómkál skal láta mjólk
saman við vatnið svo að kálið verði
hvítara. Ráðlagt er að sjóða lauk með
hrísgrjónum svo að þau gefi meira
Þegar hafa verið fjölfaldaðar 50 videospólur með matreiðsluþætti þar sem unnið
er úr dilkakjöti. Eiga verslunareigendur um allt land kost á að sýna neytendum
matargerð í verslun sinni.
.... ... .———l — >
V . :
\
Hvað er sætuefn-
ið nutra sweet? i
Nutra sweet
(aspartame)
Nýlega kom á markaðinn nýtt
sætuefni, nutra sweet eöa aspartame.
Miklar vonir eru bundnar við þetta efni
og því jafnvel spáð aö það muni leysa
önnur sætuefni af hólmi. En hvað er
nutra sweet eða aspartame og að
hvaða leyti er það öðruvísi en fyrri
sætuefni?
Hvað er nutra sweet
(aspartame)?
Aspartame er ekki sykur.
Aspartame er prótein. Það er búið til
úr tveimur amínó-sýrum, aspartic-
sýru og phenylalanín. Aminó-sýrur
eru um 21 talsins og eru þær grunn-
einingar próteina. I meltingarkerfinu
brotna próteinin upp í þessar grunn-
einingar sem líkaminn notar síðan sér
til endurnýjunar og viðhalds.
Phenylalamn flokkast undir þann hóp,
sem kallast nauðsynlegar amínó-
sýrur, en aspartic-sýra er ekki lífs-
nauðsynleg. Munurinn milli þessara
tveggja amínósýra er sá að líkaminn
getur myndað aspartic-sýru en ekki
phenylalanín. Samtengin þessara
tveggja amínó-sýra í eitt efni,
aspartame, gefur þennan mikla sæt-
leika.
haldnir eru svonefndum PKU-sjúk-
dómi.
Fyrir hverja er
(aspartame)?
Það er sérstaklega einn hópur fólks
sem getur glaðst yfir tilkomu þessa
nýja efnis, en það eru þeir sem eru með
sykursýki. Sá hópur fólks má neyta
þessa sætuefnis án þess að það þurfí aö
reikna neysluna inn í kolvetnaskipt-
inguna (K-skiptinguna).
Vissulega er annar hópur sem
getur notað þetta efni, en það eru þeir
sem þurfa að grenna sig. Aspartame
er brotiö niöur í grunneiningar og
orkuinnihald hvers gramms af
aspartame er 4 hitaeiningar eins og í
öðrum próteinum. Hins vegar er
aspartame bundið í ómeltanleg
kolvetni, dextrin. Það er um 200 sinn-
um sætara en sykur og þarf því.miklu
minna af aspartame til þess að gefa
sama sætleika og sykur. Þetta veldur
því að þær vörur sem innihalda
aspartame í stað sykurs hafa lækkað í
hitaeiningaf jölda um allt að95%.
Einn er sá hópur sem þarf að gæta
sín á þessu efni. en það eru þeir sem
Hvaða munur er
á aspartame
og öðrum sætuefnum?
Aspartame annars vegar og svo
gervisykur (syklamat og sakkarín)
hins vegar eru ekki sami hluturinn.
Aspartame nýtist líkamanum sem
næringargildl og líkaminn nýtir ekki.
Þess vegna getur aspartame aukið á
hollustugildi þeirra matvæla sem hann
er notaðurí.
Þó aö a!spartame sé hentugt á
margan hátt kemur það ekki alltaf í
staðinn fyrir sykur. T.d. hefur
aspartame engin áhrif sem rotvöm
fyrir matvæli eins og sykur er oft á
tíðum. Mjög erfitt er að baka kökur og
því um líkt með aspartame vegna þess
að þetta efni hefur ekki sömu eigin-
leika og sykurinn auk þess sem sæta
bragöið af aspartame tapast við langa
hitun.
Auglýsingar
Það verður að segjast eins og er að
þær auglýsingar sem birst hafa í
sjónvarpi um þetta efni hafa verið
villandi að því leyti aö ætla mætti að
«■1