Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984.
5
Strandamenn
eins og negrar
í framan
Frá Reginu Thorarensen, fréttaritara
DV á Gjögri, Strandasýslu:
Strandamenn eru sérlega ánægöir
með sumarið. Hér hefur verið slík
veðurblíða að menn segja þetta besta
sumariö í tuttugu ár. Heyskapur hefur
lika verið eftir því.
Hann er allt annar og betri en undan-
farið. Það hefur nefnilega verið árvisst
að bændur hér hafi orðiö að kaupa sér
hey á sín litlu bú. Litlu bú.segi ég því að
Strandamenn ná ekki aö búa á vísitölu-
búum.
Kartöfluuppskera hefur verið hér
meö albesta móti, ágætisuppskera.
Hún Pálína Guðjónsdóttir í Munaðar-
nesi vitjaði um kartöflur í garðinum
sínum um síðustu helgi og var upp-
skeran stórkostleg.
Hún og maðurinn hennar, Guðmund-
ur Jón Jensson, hafa aldrei séð aðra
eins uppskeru svo snemma.
Þegar þetta er skrifað er höfuðdag-
ur. Hef ég þá trú að með honum komi
sól á Suðurlandi og mun hún vara fram
yfiráramót.
Vona ég að Strandamenn njóti henn-
ar líka þótt þeir séu allir orðnir eins og
negrar. -JGH.
Ársól gróf
fyrir grunni
Frá Gunnari Hjaltasyni fréttaritara
DV á Reyðarfirði.
Slysavarnadeildin Ársól og björg-
unarsveit grófu fyrir grunni að
björgunarstöö í síðustu viku. Er það
mjög aökallandi að bygging hússins
gangi sem best þar sem sjúkrabifreið
deildarinnar er geymd úti. Fyrirhugað
er að húsið verði fokhelt eigi síðar en í
október. Ákveöið hefur verið að vigja
hiö nýja hús 25. febrúar nk. Er þaö
stálgrindarhús klætt með einingum frá
Berki hf. í Hafnarfiröi, 156 fermetrar
að stærð.
Aætlaður kostnaður við byggingu
hússinseruml,5miiijónirkróna. JGH.
Leiðrétting
vegna
„nauðungar-
uppboðs”
I viðtali sem haft var við Kristjönu
Guömundsdóttur hér í blaðinu fyrir
skömmu, þar sem sagt var frá félags-
stofnun þeirra sem telja sig eiga í
stríði við íslenskt réttarkerfi, gætti
misskilnings þar sem sagt var að hús
hennar og eiginmanns hefði verið selt
á nauðungaruppboði Hið rétta er að
húsið var aldrei selt á nauðungarupp-
boði heldur selt í neyð tii að forðast
uppboð.
Þetta leiðréttist hér með.
VinnumálasambandÉð
gef ur aðildarfélögunum
lausan tauminn:
Vinnumálasamband samvinnu-
f élaganna hef ur veitt aðildarfélögum
sinum rétt til að ákveða sjálf hvort
þau greiði 3% launahækkun um
næstu mánaðamót til félaga þeirra
verkalýðsfélaga sem sagt hafa upp
launaliðumkjarasamninga sinna.
HEFUR ENGIN
ÁHRIF Á VSÍ
ESSO, KEA og SlS eru meðal
þeirra sextíu atvinnurekenda sem
eiga aðild að Vinnumálasamband-
inu. DV hafði samband við forsvars-
menn þessara þriggja fyrirtækja í
gær og fékk þær upplýsingar að enn
hefði ekki verið ákveðið hvort um-
rædd 3% yrðu greidd 1. september.
— Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
ESSO, reiknaði samt með að allir
starfsmenn fyrirtækisins fengju 3%
hækkun hvort sem þeir hefðu sagt
upp samningum eða ekki.
Sem kunnugt er hefur Vinnu-
veitendasamband Islands ákveðið að
greiða ekki 3% launahækkun 1.
september til þeirra sem sagt hafa
upp samningum. Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, sagði í sam-
tali við DV að þessi afstaða Vinnu-
málasambandsins hefði engin áhrif á
ákvörðun VSI. Hann bætti því þó við
að enn væri ekki komið að mánaða-
mótum og að allt gæti gerst” fyrir
þanntíma.
EA.
stílabok
r
HVAÐA MÁLMSUÐUAÐFERÐIR ERU
HAGKVÆMASTAR, HVAR
OG HVERS VEGNA?
Fyrirlestur Alberts Söndergaart, efnaverkfræðings ESAB, vík. Skýringarmyndir og umræður á eftir. Allir málm-
og Erik Henriksen, sölustjóra ESAB, þetta efni verður í iðnaðarmenn, tæknifræðingar og verkfræðingar eru hvattir
kvöld kl. 8 e.h. í samkomusal Héðins, Seljavegi 2 Reykja- til að mæta.
Mðlmsuðufélag íslands,
Héðinn hf.
1
J