Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984.
11
Útlönd Útlönd Útlönd
kenningunni, er ekki nema 320
kílómetrar. Arnar sem Salibi telur aö
um sé rætt eru árfarvegir, sem oft eru
þurrir og eru nefndir eftir þorpunum
Misrimah (Msrym er nafnið sem notaö
er í hebresku Biblíunni og þaö er
yfirleitt þýtt sem Egyptaland) og
Farat sem væri Efrat.
Salibi segist hafa fundiö um 80
prósent staðarheita Biblíunnar á þessu
litla svæöi í Saudi Arabíu. Þaö segir
hann aö sé nokkru betra en árangur
ísraelskra biblíusérfræöinga. Þeir
segjast hafa fundið 350 til 400
biblíuheiti í Palestínu, en Salibi hrekur
þær staðhæfingar á málfræðigrund-
velli og segir töluna vera nær 15 eöa 30.
Alls er hægt aö finna um 700
staðarheiti í Biblíunni sem eiga aö
vera í hinu forna ísraelsríki.
Þessi fáu fornu staðarheiti í
Palestínu sem rekja má til Israels-
ríkis, segir Salibi, eru sennilega komin
frá fólki sem fluttist frá ríkinu í Arabíu
til Palestínu og nefndi borgir sínar
eftir borgunum sem þaö kom frá, líkt
og innflytjendur til Bandaríkjanna frá
Evrópugerðu.
Hann segir aö viö upphaf 10. ald-
arinnar fyrir Krist hafi stórir hópar
gyðinga verið fluttir til Palestínu og aö
enn fleiri hafi flust eftir aö Babelóníu-
menn hertóku Júdeu áriö 586 fyrir
Krist. Þegar hasmóníska konung-
dæmiö haföi verið stofnaö 400 árum
síöar (180 árum fyrir Krist) höfðu
palestínskir gyðingar gleymst vestur-
arabískum uppruna sínum og töldu
hina nýju Jerúsalem vera borg Davíös
og Salómons, segir Salibi.
Salibi vitnar í sagnfræöinginn
Herodotus, sem var uppi fimm öldum
fyrir Krist og segir Sýrlendinga,
nútímanágranna Israela, hafa upp-
runalega veriö frá svæðinu viö bakka
Rauðahafs í Vestur-Arabíu. Það væri
því ekkert einsdæmi ef gyöingar heföu
einnig flutt þaðan til Miöjaöarhafs-
stranda.
Gyðingar við Rauðahaf
Kenning Salibis skýrir tilveru
gyöinga nokkurra sem nú búa viö
Rauöahaf og þeirra sem finna má hin-
um megin viö hafiö, í Eþíópíu. Þaö er
nokkuö sem ísraelskir sagnfræöingar
hafa ekki almennilega getaö útskýrt.
En Salibi byggir kenningu sína
eingöngu á samanburði örnefna og
hann vonast til aö hægt verði aö fá
fornleifafræðinga til að grafa á
svæðinu. Þar stendur þó það ljón í veg-
inum að stjórn Saudi-Arabíu vill ekki
leyfa slíkan uppgröft fyrr en hægt er
aö fá nægilega marga þjálfaða Saudi-
Arabatil þess.
Salibi gerir sér grein fyrir því aö
kenning hans geti valdið stjórnmála-
legu fjaörafoki en segist ekki hafa neitt
stjómmálalega á móti gyðingum.
Hann dáist aö gyðingum þótt hann sé
mótfallinn síonisma. ,,Eg hef þaö ekki
á móti þeim að þeir séu á röngum
staö,” segir hann. „Eg er á móti órétt-
lætinu sem þeir beita araba á
svæöinu.”
Þýska tímaritiö Stern hefur samiö
um aö birta bók hans, „Biblían kom
fró Arabíu”.
AKABAFLÖI
Svona er almennt taliö að ísrael 10. aldarinnar fyrir Krist hafi litið út. Salibi
segir hins vegar aö á þessum tíma hafi ísrael verið miklu sunnar, í Arabíu.
(Kort úr íslensku Biblíunni 1981 og Encyclopaedia Britannica Atlas).
fStórfurðuleg kenning’
„Þetta er stórfuröuleg kenning,”
sagöi Þórir Kr. Þóröarson prófessor
um staöhæfingar Salibis. „Þaö er gam-
an aö svona en þetta getur ómögulega
staðist.
Þaö er til óbrotin keöja af
heimildum um Jerúsalem. Þetta væri
eins og aö segja aö Skálholt væri viö
Öskju. Allt geta menn látiö sér detta í
hug.”
Þórir segir aö ef Salibi væri að tala
um aö einhverjar af þeim 12 ættkvísl-
um sem síðar stofnuðu Israelsríki
heföu komiö frá Arabíu myndi þaö
geta staðist. Hins vegar væri erfitt aö
trúa því aö ríkið sjálft heföi verið
staösett í Árabíu.
„Hins vegar er kirkjan í Eþíópíu
mjög forn og Eþíópíumenn hafa kenn-
ingar um elstu kirkjuna sem hafi verið
hinum megin viö flóann. Þeir rekja
ættir sínar til drottningarinnar af Saba
hinum megin viö Rauðahafið. Eþíópíu-
keisari kallaði sig ljónið af Júda. En ég
á bágt meö að átta mig á því hvernig
nota má nútíma ömefni á þennan hátt.
Hann er væntanlega að nota arabísk
nútímanöfn. En þaö veröur gaman aö
sjá bókina.”
Verklegt próf í endurskoðun
Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980,
verður haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunar-
starfa og er áætlað að þau hefjist í byrjun desember 1984.
Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd löggiltra
endurskoöenda, c/o fjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að
lútandi fyrir 10. októbier nk. Tilkynningunni skulu fylgja skil-
ríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög
nr. 67/1976.
Reykjavik, 29. ágúst 1984.
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda.
LIOS & OEKA
Strini með orkusparandi peru á kr. 2.950,-
L.JOS 09 orka Suðurlandsbraut 12, sími 84488.
lí sili u 1 1 IX qg . gsnéttir
v IR
Gram
Teppi
lOOprósent ullljósir
1 1. . j
nátturuhtir,
9R
VAREFAKTA
t#t T Cjram
V Tæppcr
FRIÐRIK BERTELSEN H/F TEPPAVERSLUN SÍÐUMÚLA23 S.686266