Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984. 13 meðan dómskerfið sef ur Fimm manna fjölskylda stendur nú á barmi gjaldþrots og örvænting- ar eftir viöskipti viö óprúttinn fast- eignasaia sem hafði af henni stórfé meðsvikum. Þetta er megininntak fréttar í DV 22. ágúst sl. um viðskipti fjölskyldu við fasteignasala hér í borg en í frétt- inni kemur einnig fram að fleiri hafi farið illa út úr viöskiptum sínum við umræddan f asteignasala. Brotalöm Fjölskyldan, sem um er rætt í DV, hefur ekki einasta orðið fyrir gífur- legu f járhagslegu tjóni og tapað hús- næði sínu vegna sviksamlegs athæfis fasteignasala — heldur og orðið aö búa viö algjöra óvissu og líða í lang- an tíma fyrir seinagang dómskerfis- ins, þess sama kerfis sem á að gæta réttaröryggis borgaranna í tilfellum sem þessu. Þessi seinagangur er auðvitað til skammar og í raun smánarblettur á dómskerfinu. — Hversu lengi á þetta fólk að líða og gjalda fyrir seinagang og tregðu í dómskerfinu? Það gengur ekki að líf fjölskyldu sé lagt í rúst meöan dómskerfið sefur ár eftir ár á f jársvikamáli sem kost- að hefur fólk nær aleiguna. , Ef dómskerfið er svo vanmegnugt að það getur ekki tafarlaust tekið á slíkum málum, þar sem aleiga fólks og framtíö er í húfi, og þau þurfa aö velkjast árum saman í dómskerfinu, þá er um svo stórfellda brotalöm að ræða í okkar dómskerfi að dóms- málaráðherra ber skilyrðislaust skylda til að koma fram með þær úr- bætur sem nauösynlegar kunna að reynast. Kjallarinn JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN Réttarstaðan En hver er réttarstaða kaupenda og seljenda í fasteignaviöskiptum? Lífsreynslusaga þessarar fjölskyldu, sem svo grátt hefur veriö leikin í fasteignaviðskiptum, leiðir hugann aðþví. Lög þau sem um fasteignaviðskipti gilda eru löngu orðin úrelt enda frá árinu 1938. Alþýöuflokkurinn lagði þvi fram á Alþingi á árinu 1979 til- lögu til þingsályktunar um kaup og sölu á fasteignum. I þeirri tillögu kom fram að brýnt væri að endur- skoða gildandi lög um fasteignavið- skipti því lögin tryggöu mjög óljóst réttarstööu kaupenda og seljenda og mjög væru einnig óljósar skyldur fasteignasalans. I fasteignaviöskiptum hefur reynslan sýnt aö oft koma upp ýmis ágreiningsatriði sem löggjafirin hef- ur ekki séð fyrir eða ekki taliö ástæðu til aö tryggja, atriði sem skipt geta sköpum um fjárhag og réttarstöðu margra í eignaskiptum og íbúðarkaupum. Það er ekki dregið í efa að margir fasteignasalar geri sér ljósar skyld- ur sínar og ábyrgð í slíkum viðskipt- um en engu að síður var það mat Al- þýöuflokksins að gera þyrfti alla „Þossi seinagangur or auðvitað til skammar og i raun smánarbiettur á dómskerfinu." lagasetningu í fasteignaviðskiptum nákvæmari og mun ítarlegri til að gætt væri sem skyldi réttarstöðu kaupenda og seljenda í fasteignavið- skiptum. Of mikið væri í húfi, þegar oftast væri um aleigu fólks að ræða í slíkum viðskiptum, og því ekki verj- andi að starfshættir í fasteignavið- skiptum hvíldu á svo veikum grunni sem fram kæmi í úreltum lögum um fasteignaviðskiptifrá árinu 1938. Úrbætur I maí 1980 var síðan þingsályktun- artillaga Alþýðuflokksins samþykkt svohljóðandi: „Alþingi ályktar aö fela ríkis- stjórninni að láta þegar í stað fara fram endurskoöun á lögum um fast- eignasölu nr. 47/1938, og öðrum þar að lútandi lögum og reglum, sem um fasteignaviðskipti gilda, og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru til aö tryggja betur en nú er réttarstöðu kaupanda og seljanda í fasteignavið- skiptum. Við slíka endurskoðun skal kveða nánar á en nú er um þá viöskipta- hætti sem í fasteignasölu gilda, svo sem skyldur fasteignasalans gagn- vart kaupendum og seljendum fast- eigna, ábyrgð þá, sem hvílir á sölu- og kaupaðilum í slikum viðskiptum, svo og um fasteignaviðskipti á bygg- ingarstigi. Endurskoðunin skal einnig við það miöuð að koma í veg fyrir óeölilega verðlagsþróun á fasteignum.” Biðin eftir framkvæmda- valdinu Ekki verður sagt að framkvæmda- valdið hafi brugðið skjótt við og farið þegar að vilja Alþingis í þessu efni. Eftir ítrekaðar fyrirspumir á Al- þingi um framkvæmd þingsályktun- artillögunnar er þaö fyrst f jórum ár- um seinna, eöa örfáum dögum fyrir þinghlé í vor, sem lagt er fram frum- varp sem miðar aö því að bæta starfshætti í fasteignaviðskiptum í samræmi við ákvæði þingsályktun- artillögunnar. Svo seint sem frumvarpið var lagt fram á síðasta Alþingi komst það aldrei til umræðu. Ófrávíkjanleg krafa Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa fólksins í landinu til stjórn- valda að svo sé búið um hnútana í löggjöf um fasteignaviðskipti og í dómskerfinu að fólk standi ekki vamarlaust uppi eftir að hafa verið beitt svikum í fasteignaviðskiptum, sem veldur því miklu fjárhagstjóni eða jafnvel missi aleigu sinnar. Jóhanna Siguröardóttir. A »Ef dómskerfið er svo vanmegnugt að ™ það getur ekki tafarlaust tekið á slíkum málum þar sem aleiga fólks og framtíð er í húfi . . . þá er um svo stórfellda brotalöm að ræða í okkar dómskerfi að dómsmálaráðherra ber skilyrðislaust skylda til að koma fram með þær umbætur sem nauðsynlegar kunna að reynast.” VAXTAOKUR í ÞAGU VERÐBÓLGUKYNSLÓÐAR Sú kynslóð sem ég að nokkm til- heyri kom undir sig fótunum með því að rýra sparifé þeirra einstaklinga er minna máttu sín í æsileik verð- bólgunnar eða trúöu ekki afleiöing- um hennar. Einnig tókst okkur að gera að engu almenna sjóði sem ávaxta þurfti í bankakerfinu. Þessi kynslóð, sem nú er komin til valda í þjóðfélaginu, lætur hins veg- ar ekki deigan síga og leitar nú nýrra þolenda til aö greiöa fyrir eyðslu sína og f járfestingar í nýju og arðvænlegu formi. Og viti menn. Leitin aö þólendum viröist ætla að bera góðan og skjótan árangur. Milli laga í verðbólgudans- inum gerðu margir sér til dundurs að geta börn sem nú reyna fyrir sér í þeirri lífslist að verða sjálfstæðir ein- staklingar og búa að sínu. Þetta er væntanlega mannvænleg- ur hópur og býsna fjölmennur og því líklega ekki nema sjálfsagt að hann leggi á sig nokkrar byrðar og sjái sóma sinn í að greiöa möglunarlaust niður „lífsstandard” foreldranna sem annars yrðu að ganga gegnum miklar þrengingar, jafnvel stytta eða skera niður aöra utanlandsferð- ina eða eitthvað ennþá skelfilegra. Ef einhverjum þykir þessi inn- gangur svolítiö ruddalegur eöa mikil einföldun þá er því til að svara að í honum felst sannleiksbroddur sem skaölaust er að svíöi undan. Stjórnleysi Stjórnleysi undanfarinna ára varð þjóðinni dýrt spaug og þann mikla meðbyr sem núverandi ríkisstjórn hefur notiö má rekja til þess. Fólk gat ekki lengur horft upp á þá efna- hagslegu ringulreið sem óöaverð- bólga og skuldasöfnun var að skapa. Fyrirtæki og einstaklingar sáu að verið var að leggja fjárhag þeirra í rúst. Grafarþögn launþega á tímum gegndarlausrar kjaraskeröingar liö- ins árs er viöurkenning á þessu sjónarmiöi og ég efa að nokkurs staðar í Vestur-Evrópu hefði slik til- færsla getaö átt sér stað án stór- felldra átaka nema hér viö þær aö- stæöur er skapast höfðu. Fólk trúði því að með því að lækka verðbólgu, rjúfa vítahring kaup- gjalds og verðlags og skapa meira jafnvægi í peningamálum mætti ná fram auknum kaupmætti, bæta hag almennings og jafnframt styrkja stöðu atvinnuveganna. Flestir litu hýru auga til þeirrar vaxtalækkunar er fylgdi í kjölfar hjaönandi verðbólgu á liðnum vetri. En hvað er að gerast? Vandséð er aö lækkun fjármagns- kostnaðar fyrirtækja hafi lækkað lífskostnað fólks svo nokkru nemi og er svo að sjá að sá hagnaður hafi all- ur runnið til f yrirtæk janna s jálf ra. Nú, þegar verðbólga er sögö um 14% á ársgrundvelli, eyöa ríkisbank- arnir gífurlegum fjárupphæðum til að auglýsa geymslu sparifjár með allt að 26% ársvöxtum. Ég hef löngum talið mig talsmann frjálsra viðskiptahátta. Ef hins veg- ar þessi fíflaskapur þrifst í skjóli slíkra skoðana hlýt ég aö endurskoða hugminn. Mig grunar hins vegar að hér séu önnur öfl að verki, öfl sem ekki hirði um afkomu hins almenna manns sem frjáls samkeppni á fyrst og fremst aö þjóna. Okurvextir Allir vita að það er einkum ungt fólk og fólk meö lágar tekjur, eöa þungar fjölskyldubyrðar, sem þarf aö þola okurvexti sem menn eins og Margeir víxlari voru fordæmdir fyr- irhéráárumáður. Atvinnureksturinn verður einnig að þola sinn skerf sem að sjálfsögðu Kjallarinn VIKTOR A. GUÐLAUGSSON SKÓLASTJÓRI, AKRANESI kemur beint út í verðlagið og neyt- endur borga í ýmsu formi. Því er nefnilega svo varið aö fólk sem verður að greiða 10—15 þúsund krónur í húsaleigu af e.t.v. litlu hærri tekjum eöa greiða vexti af fjárfest- ingum í sama skyni á engan annan kost en sæta þeim lánakjörum sem bjóðast. Yfirlýstur tilgangur vaxtaokursins er hins vegar sá að hvetja til spam- aöar í bönkum, e.t.v. í stað þess aö ávaxta fé sitt í neðanjaröarhagkerf- inu sem þrífst eins og púkinn á fjós- bitanum eins og auglýsingar frá verðbréfabröskurum bera glöggt vitni. Jafnframt er svo hvatt til að draga sem mest úr útlánum til almennings til að minnka neyslu, sem í öðm orð- inu er talin af hinu illa en í hinu bjargvættur rikissjóðs í erfiðri greiöslustööu. Þessi tvískinnungur verður hins vegar broslegur þegar þess er gætt að jafnvel þó bankastjóri neiti Jóni greyinu Jónssyni um lán til að kaupa hrærivél fer Jón til næsta kaup- manns, skrifar upp á víxla og labbar út með sína hrærivél. Jón er hins vegar varla búinn að yfirgefa búðina þegar kaupmaðurinn fer og selur bankanum víxla Jóns, sem hann vildi ekki lána sjálfur. Meö öðrum orðum kynda bankarnir undir „eyðslu” með kaupum á vöruvíxlum í mjög miklum mæli. Þannig eru fyr- irtækin stýrandi um neyslu fólks og njóta forgangs um bankafyrir- greiðslu. Ríkisstjórnin fegin Því hlýtur sú spuming aö vakna hvort allt hjal um aðhald og eyðslu sé ekki út í bláinn og aö ríkisstjómin sé í raun fegin að viöhalda þessu kerfi sem nú hefur bjargað ríkissjóöi frá greiðsluþroti eins og frægt er orðiö. Auðvelt er að færa rök fyrir því að vaxtaokrið dragi ekki mikið úr þenslu á peningamarkaöi. Þessi mikla fjármunafærsla og vaxtataka langt umfram verðbólgu virðist því fyrst og fremst gerð til að þjóna þeirri kynslóð er í krafti verðbólgu tókst að skapa sér verömæti umfram lífsþurftir. Eg tel mjög eölilegt að vextir og verðbólga haldist sem mest í hendur. Ég fæ hins vegar ekki skilið hvemig hægt er að réttlæta aö fólki, sem e.t.v. hefur tekist að eignast andvirði þriggja herbergja íbúðar, séu greidd sem næst tvenn kennara- laun á ári fyrir að geyma sitt fé á reikningum ríkisbankanna. Það er hróplegt ósamræmi í því að ríkissjóður telji sig ekki geta borgað starfsmönnum sínum mannsæmandi laun, eða a.m.k. svipað og gerist á al- mennum vinnumarkaði, á sama tíma og afrakstur fyrir fjármuni er slíkur sem raun ber vitni um. Auðvitaö er slík stefna verðbólgu- hvetjandi í sjálfu sér og líkleg til að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í fjármálum því það er unga fólkið og láglaunahóparnir sem verða að borga brúsann af banka- ævintýrinu sem hlýtur að kalla á hærri laun af því aö tekjur og eyðsla eru býsna nátengd hugtök. Landsfeðurnir þurfa því ekki að gapa af undrun þótt nú séu rofin skörö í þöglan launþegahópinn. Það þarf meira en miðlungs heimskingja til að halda aö menntuð alþýða manna sætti sig við slíka skiptingu lífsgæða. Ef núverandi ríkisstjórn tekst ekki á viö þann vanda sem felst í vaxandi stéttaskiptingu og kynslóðabili verð- ur það verk annarra áður en langt umlíður. Viktor A. Guðlaugsson. • „Auðvelt er að færa rök fyrir því að vaxtaokrið dragi ekki mikið úr þenslu á peningamarkaði. Þessi mikla fjármunafærsla og vaxtataka langt umfram verðbólgu virðist því fyrst og fremst gerð til að þjóna þeirri kyn- slóð er í krafti verðbólgu tókst að skapa sér verðmæti umfram lífsþurftir.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.