Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Qupperneq 2
18
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984.
Sjónvarp
Sjónvarp
dóttir. Sögumaöur Tinna Gunn-
laugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Á döfinni. Umsjónarmaöur
Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.45 Grínmyndasafnið. Chaplin á
flækiugi. Skopmyndasyrpa frá
árum þöglu myndanna.
21.00 Handan mánans. Bresk heim-
ildamynd gerö í tilefni af því að 15
ár eru liðin síðan menn stigu fæti á
tunglið. Þessi merki áfangi er rifj-
aður upp en síðan er fjallaö um
þróun geimvísinda og framtíð
þeirra næsta áratuginn. Þýðandi
og þulur Bogi Arnar Finnbogason.
22.10 Eina von hvítu mannanna.
(The Great White Hope) Banda-
rísk bíómynd frá 1970. Leikstjóri
Martin Ritt. Aðalhlutverk: James
Earl Jones, Jane Alexander og
Lou Gilbert. Myndin er byggö á
sögu Jacks Johnsons sem fyrstur
blökkumanna varð heimsmeistari
í hnefaleikum í þungavigt árið
1908. Þýðandi Björn Baldursson.
23.50 Fréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
8. september 1984
16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur
Bjarni Felixson.
18.30 Þytur í laufi. 4. Ævintýri á
ánni. Breskur brúðumyndaflokkur
í sex þáttum. Þýöandi Jóhanns
Þráinsdóttir.
18.50 Enska knattspyrnan.
Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Heima er best. Annar þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur i
sex þáttum. Aðalhlutverk: Wili-
iam Gaunt og Patricia Garwood.
Þýðandi Guöni Kolbeinsson.
21.00 Frjársjóður hertogans. Endur-
sýning (Passport to Pimlico)
Bresk bíómynd frá 1949. s/h Leik-
stjóri Henry Cornelius. Aðalhlut-
verk: Stanley Holloway, Margaret
Rutherford, Hermione Baddeley
og Paul Dupuis. Ibúar Pimlico-
hverfis í Lundúnum ákveða aö
stofna sjálfstætt ríki eftir aö þar
finnast fjársjóður frá tímum Búr-
gundarhertoga. Þýðandi Öskar
Ingimarsson.
22.20 Móðir, kona.. . læknir.
(Docteur Francoise Gailland)
Frönsk bíómynd frá 1976. Leik-
stjóri Jean-Louis Bertucelli. Aðal-
hiutverk: Annie Girardot,
Francoise Perier, Jean-Pierre
Cassel, Isabel Huppert og Joseph-
ine Chaplin. Francoise Gaillánd er
yfirlæknir og prófessor við sjúkra-
hús í París. Hún er gift háttsettum
embættismanni og eiga þau tvö
efnileg börn. Þetta lítur vel út á
yfirboröinu en ekki er allt sem sýn-
ist. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
00.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
9. september 1984
18.00 Sunnudagshugvekja. «
18.10 Geimhetjan. Ellefti þáttur.
Danskur framhaldsmyndaflokkur
í þrettán þáttum fy'rir' börn og
unglinga.Þýðandi og sögumaður
Guðni Kolbeinsson (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
18.30 Mika. Sjöundi þáttur. Sænskur
framhaldsmyndaflokkur í tólf
þáttum um samadrenginn Míka og
ferð hans með hreindýriö Ossían
til Parísar. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Þulur Helga Edwald.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón-
armaður Magnús Bjarnfreðsson.
20.50 Gisella í Harlem. Stuttur
fréttaþáttur um nýstárlega upp-
setningu á þekktu ballettverki.
21.05 Forboðin stilabók. Þriðji þátt-
ur. Italskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórum þáttum. Rúmlega
fertug kona heldur um skeiö dag-
bók sem hún trúir fyrir fjölskyldu-
áhyggjum sínum og tilfinningum.
Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir.
22.10 Tónleikar í Bústaðakirkju —■
síðari hluti. Pétur Jónasson og
Hafliði M. Hallgrímsson leika á
gítar og selló á Listahátíð 1984.
Upptöku stjórnaöi Þrándur
Thoroddsen.
23.10 Dagskrárlok.
Eina von hvita mannsins heitir bandarísk biómynd sem sýnd verflur
föstudaginn 7. september kl. 22.10. Myndin er byggfl 6 sögu Jacks Johns-
ons sem fyrstur biökkumanna varfl heimsmeistari i hnefaieikum f þunga-
vigt órifl 1908.
Cindy Lauper komst 6 vinsældalista rásar tvö í sumar með iag sitt Timo
after Time en það flytur hún með mikium tiibrigðum ímúsíkþættinum sem
sýndur verður i sjónvarpinu á sunnudagskvöldið.
Músíkhátíðin í Montreux—Sjónvarp kl. 21.55:
Þar heyrðust vin-
sælustu popplög
sumarsins...
Músíkhátíðin í Montreux verður
endursýnd í sjónvarpinu á sunnudags-
kvöldiö en þessi þáttur var áður á dag-
skrá annan í hvítasunnu í sumar. I
þessum þætti koma fram margir af
þekktustu poppurum í heiminum í dag
og syngja lög sem hafa verið á vin-
sældalistum um allan heim í sumar.
Þegar þessi þáttur var sýndur í fyrra
skiptið gátu’ áhorfendur notiö tónlistar-
innar beint frá rás tvö. Þannig sam-
steypa mun ekki vera nú við endursýn-
inguna.
Poppáhugamenn ættu ekki að láta
þátt þennan fram hjá sér fara því
þarna koma fram stjömur eins og
Cindy Lauper, Rod Stewart, Robin
Gibb, Queen, Duran Duran, Elton
John, Cliff Richard, Bananarama og
Roger Daitry.
I upphafi þáttarins er getið um fleiri
stjömur en það mun hafa veriö einhver
misskilningur. Hins vegar flytja
nokkrir aðilartvötil þrjúlög.
Þessi músíkhátíð í Montreux í Sviss
var haldin til að vekja athygli á svo-
kallaöri „gullnu rós” sem mun vera
nokkurs konar viðurkenning eða verö-
laun tilleikara.
mnnififvififmnfiififH
Kvikmyndir
Kvikmyndir
KVIKMYNDIR
UM HELGINA
_____UMSJÓN: HILMAR KARLSSOIM_
Ekki er annað hægt að segja en að höfuðborgarbúum sé boðið
upp á mikið magn í kvikmyndahúsunum þessa dagana. Telst mér
að hægt sé að velja um einar tuttugu og fimm kvikmyndir og þótt
myndimar séu misjafnar að gæðum er úrvalið mjög fjölbreytt, og
inni á milli eru kvikmyndir í háum gæðaflokki. Sýningartími kvik--
myndanna er mjög heföbundinn og fimm bíó er byrjun dagsins í
öllum þeirra nema Regnboganum sem er með eftirmiðdagssýning-
ar klukkan þrjú. Þetta hefur alltaf verið svona og mun verða í
framtíðinni. Kvikmyndahúsin hafa reynt að breyta þessari hefð en
misheppnast í öll skiptin. Hinn hefðbundni sýningartími er og
verður hinn sami.
Meðal þriggja íslenskra kvikmynda, sem endursýndar eru þessa
dagana, er Hrafninn flýgur, sem sýnd er í Bíóhöllinni.
Regnboginn, eina bíóið meö þrjú sýningar, frumsýnir í dag That
Championship Season , bandaríska kvikmynd sem fjallar um
endurfundi fyrrverandi körfuboltafélaga í háskóla. Leikarar eru
ekki af verri endanum. Robert Mitchum, Martin Sheen, og Bruce
Dern eru meðal þeirra. Regnboginn býður upp á í dag besta úrvalið
í kvikmyndahúsunum, má nefa Fanny og Alexander, Síðasta
lestin, 48 stundir og Local Hero, allt úrvalsmyndir, þótt ólíkar séu.
Nýja bíó frumsýndi um síðustu helgi athyglisverða mynd Á
krossgötum (Shoot The Moon), kvikmynd um það andlega áfall,
sem fólk verður fyrir sem stendur í skilnaöi, og áhrif þess á böm
þeirra. Leikstjóri að þessari áhrifamiklu mynd er Alan Parker,
Hjónarifrildi í Á krossgötum sem Nýja bfó sýnir. Albert Finney og
Diane Keaton í hlutverkum sínum.
sem á ágætar myndir að baki. Aðalleikendur eru Albert Finney og
Diane Keaton.
Stjömubíó hefur frumsýnt franska kvikmynd er nefnist Sunnu-
dagur lögreglumannsins. Er þetta sakamálamynd um tvo mikils-
metna lögreglumenn sem skyndilega fá tækifæri til að auðgast á
auðveldan hátt. Stjörnubíó hefur nú á fimmta mánuð sýnt hina
bráðskemmtilegu kvikmynd Educating Rita og er hún sjálfsagt að
verða meðal vinsælustu kvikmynd er hér hafa verið sýndar. Það
er enginn svikinn af því að sjá þessa kvikmynd um drykkfelldan
prófessor og óvenjulegan nemenda hans.
Austurbæjarbíó sýnir athyglisverða mynd Borgarprinsinn.
(Prince Of The City), mynd gerða af hinum þekkta og afkasta-
_______
Frönsk sakamálamynd Sunnudagur lögreglumannsins á hvíta
tjaldlnu í Stjörnubíói.
mikla leikstjóra Sidney Lumet. Borgarprinsinn er lögreglumynd
af betri sortinni. Hún segir af lögreglumanni sem vill uppræta
spillingu innan lögreglunnar og sálarstríði því sem hann upplifir í
starfinu. Borgarprinsinn er löng kvikmynd, en hún lætur engan
hugsandi mann ósnortinn.
Laugarásbíó heldur áfram sýningum á myndum eftir hinn látna
meistara sakamálamynda, Alfred Hitchcocks, og mun gera það á
næstunni. Rear Window hefur gengiö vel að undanfömu og næst
mun líklega koma The rope.
Að lokum má geta þess að þrjár íslenskar kvikmyndir hafa verið
.sýndar að undanfömu í kvikmyndahúsum borgarinnar. Útlaghm
er sýndur í Nýja bíói, Atómstöðin í Regnboganum og Hrafninn flýg-
ur í Bíóhöllinni. Þetta eru þrjár athyglisverðar kvikmyndir og
allar þess virði að eytt sé tíma á þær.
wvTmnfmvmmm
Kvikmyndir
Kvikmyndir
m