Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST1984. 21 Hvað er á seyði um helgina n gouachemynda Svein Ellingsen. Gouachemyndir í Norræna húsinu I anddyri Norræna hússins veröur á augardag opnuö sýning á gouache- nyndum eftir norska listamanninn og iálmaskáldiö Svein Ellingsen og verö- ír listamaöurinn viöstaddur opnunina. Svein Ellingsen er fæddur 1929. Hann itundaöi nám viö Listaháskólann í Dsló 1952—1955, auk þess sem hann íam viö einkaskóla. Hann hefur tekiö )átt í mörgum samsýningum og eins hefur hann haldiö einkasýningu í Aren- dal, þar sem hann býr. Sýningin í Norræna húsinu er fyrsta einkasýn- ingin, sem Svein Ellingsen heldur utan heimalandsins. Sýningin kemur hing- aö frá Galleri Kampen í Osló, en það hefurnýlega hafiöstarfsemi sína. Sýningin veröur opin dagl. á opn- unartíma hússins, kl. 9—19 mánud. — laugardaga, sunnudaga kl. 12—19. RYKK- ROKK Rykkt og rokkað veröur á planinu viö Félagsmiðstööina Fellahelli á morgun og hefst fjörið kl. 19.00. Þeir sem rokka veröa: Dalli og rytmadrengirnir, Svefnpurkur, Öákveöna riffiö og stórrokkhljómsveit- in OXSMÁ. Á milli hljómsveita munu 20 break- arar keppast viö aö skrykkja undir stjórn diskótekarans Titta. Stórrokkhljómsveitin Oxsmá rokkar á rykkrokki við Fellahelli annað kvöld. Hvað er á seyði um helgina Kjarvalsstaðir: Septem-hópurinn í vestursal Tólfta sýning Septem-hópsins verður opnuö í vestursal Kjarvalsstaöa á morgun 1. september. Þar sýna vitan- lega félagar úr Septem-hópnum þau Guðmunda Andrésdóttir, Þorvaldur Skúlason, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíösson og Valtýr Péturs- son. Auk þeirra eru Karl Kvaran og Steinþór Sigurðsson í hópnum, en þeir taka ekki þátt í sýningu hópsins að þessusinni. Gestur sýningarinnar er Guðmundur Benediktsson myndhöggvari. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 22.00 alla daga og stendur hún til 16. september. Ársþing FR Ársþing FR, félags farstöövaeig- enda á tslandi, veröur haldiö að Hótel Borgarnesi dagana 31. ágúst og 1. september nk. Til þingsins hafa veriö boöaöir fulltrúar hinna 25 deilda félagsins, sem starfa vítt og breitt um landiö. Fjöldi þingfulltrúa verður um 70 talsins. Samgönguráöherra, Matthías Bjarnason, mun setja þingiö. wmk H 4.1 samvinnu við Ferðafélag Húsavíkur efnir F.l. til helgarferðar í Kverkfjöll. Verð kr. 4.500. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofu F.I., Öldugötu3. Ferðafélag Islands. Dagsferðir sunnud. 2. sept.: 1. kl. 09. Hlöðuvellir, Hlöðufell (1188m). Verð kr. 650,-. 2. kl. 13. Krísuvík, Geitahlíð. Verð kr. 350,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag Islands. Tilkynningar Maríusystur á ís- landi í annað sinn. Hér á landi eru nú staddar tvær Maríusystur frá Noregi. Maríusystumar, sem tilheyra lúthersku kirkjunni, hðfu starf sitt í seinni heimstyrjöldinni í Darmstad í Vestur-Þýska- landi og eru nú með starf á 18 stöðum í 16 löndum. Boðskapur Maríusystranna hefur verið mikil uppörvun og hvatning til hinna kristnu. Móðir Basilea, annar leiðtogi systr- anna, er vel þekkt meðal kristinna en hún hefur skrifað fjölda bóka sem þýddar hafa verið á yfir 60 tungumál, þar af ein á íslensku og heitir „Þegar Guð svarar”. Þetta er nú í annað sinn sem Maríu- systumar koma hingað til lands en þær era hér á vegum kirkjunnar og ýmissa trúfélaga innan hennar, og verða þær með tvær helgar- samverur á Hallormstað 31. ágúst — 2. sept. og i Skálholti 7. — 9. sept. Einnig verða þær með samkomur í Neskirkju 4., 5. og 6. sept. kl. 20.30 en auk þess verða samkomur hjá Kristil. fél. heilbrigðisstétta, KFUM og á Hjálpræðis- hemum 10., 11. og 12. sept. Allir eru hjartan- lega velkomnir á samverustundimar. Light nights í Tjarnarbíói. Síðustu sýningar á föstudag og laugardag. Engin sýning á sunnudag. Hjólreiðar í Hafnarfirði Sunnudaginn 2. september klukkan 2 e.h. mun JC í Hafnarfirði halda sitt árlega hjólreiða- mót í hjarta Hafnarfjarðar. Hjólað verður í tveim flokkum, opnum flokki og keppnis- flokki. Lagt verður af stað frá lögreglustöð- inni Suðurgötu og hjólaður verður rúmlega 4 km hringur, þannig að mjög auðvelt verður fyrir áhorfendur að fylgjast með mótinu, en aðgangseyrir er enginn. Að flestra áliti var þetta best heppnaða hjólreiðamót síðastliðið sumar svo við hvetjum alla Hafnfirðinga til að mæta og hjóla sér til afþreyingar og ánægju. Því fátt er hollara en góð hreyfing. HFR. „Náttúrunytjar" hjá NVSV. Aður en við ljúkum sumarstarfinu höfum við í hyggju að byrja nýja ferðaröð sem við nefnum „Náttúrunytjar”. I þeim ferðum er ætlunin að kynna nokkrar plöntur, sveppi og dýr sem við eigum að geta nytjað án þess að um rányrkju eða mikla röskun sé aö ræöa. Rætt verður um aðferðir til að ná því marki, hvað ber að varast, hvaða afleiðingar rán- yrkja og mikil röskun hefur á lifríkið og hvemig það gengur fyrir sig. Þá ræðum við aðferðir til að ná til lífveranna og meðhöndla þær. I ferðunum reynum við einnig að kynna ný viðhorf til þessara mála. Ferðimar verða famar að venju frá Norræna húsinu á laugar- dögum en lagt verður af stað í náttúranytja- ferðimar kl. 10.00 og þær sameinaðar ferða- röðixmi „Umhverfið okkar” sem famar era kl. 13.30. Möguleiki verður fyrir fólk úr fyrri ferðinni að fara með bílnum sem sækir fólkið í seinni ferðina og koma til Reykjavíkur um kl. 13.30 eða vera áfram með seinni hópnum. Við reiknum með að hafa bennan háttinn á ein- hvem næstu laugardaga. Helgarferöir 31. ág.-2. sept.: 1. Fljótshlíö, Tindfjallajökull. Gist í húsi. 2. Þórsmörk. Gist í Skagprðsskála 3. Landmannalaugar , Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.l. 4. Alftavatn á Fjallabaksleið syðri. Gist í sæluhúsi F.I. Aðrar skemmtilegar stuttar ferðir. 1) Hringferð um Snæfellsjökul. Dagsferð um Snæfellsnes frá Stykkishólmi. Möguleiki að fara frá Rvík á einum degi. Frá Stykkishólmi miðvikudaga kl. 13. 2) Látrabjarg. Stórskemmtileg dagsferð á Látrabjarg f rá Flókalundi. Ferð þessi er sam- tengd áætlunarbifreiðinni frá Rvík til Isa- fjarðar. Frá Flókalundi föstudaga kl. 9. Allar upplýsingar veitir Ferðaskrifstofa BSI, Umf erðarmiðstöðinni. Sími 91-22300. Útivistarferðir Um helgina: Dagsferðir suunudaginn 2. sept. 1. KI. 8.00 Þórsmörk. Stansað góða stund i Mörkinni. Farið í berjamó. 2. Kl. 10.30 ölkelduháls — Hrómundartlndur. Gengið um áhugavert svæði austan Hengils. Endað í Grafningi. 3. Kl. 13 Grafningur — Hagavík. Léttar göng- ur og berjatínsla sunnan Þingvallarvatns. Brottför i ferðimar frá BSI, bensínsölu. Frítt f. börn í fylgd f ullorðinna. Ath. Haustlitaferð í Núpsstaðarskóg verður helgina 7.-9. sept. Sjáumst! Utivist. Skemmtistaðir KLÚBBURINN: Opiö föstudag og laugardag. Diskótek á tveim hæðum og lifandi tónlist í kjallara. i HÖTEL BORG: Á sunnudagskvöld verða gömlu dansarnir á Hótel Borg og hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi. HÖTEL SAGA: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld ásamt diskóteki sem Gísli Sveinn Loftsson sér um. ÞÓRSKAFFI: A föstudags- og laugardags- kvöld Ieikur hljómsveitin Goðgá fyrir dansi. GLÆSIBÆR: Um helgina leikur hljómsveitin Glæsir fyrir dansi. Athugið að nýja ölver verður opið. ÁRTÚN: Gömlu dansarnir föstudags- og laugardagskvöld, Hljómsveitin Drekar leik- ur. SAFARl: Opið föstudags- og laugardags- kvöld. Diskótek. VEITINGASTAÐURINN Y: Kráin opnuð kl. 18.00. Diskótek hefst kl. 21.00. HOLLYWOOD: Opið eins og venjulega, föstu- dag, laugardag og sunnudag. Hársnyrtivöru- kynning frá Papillu á föstudag. Bjartmar Guðlaugsson skemmtir á sunnudag. BROADWAY: Opið fóstudag og laugardag. Bjartmar Guðlaugsson skemmtir bæði kvöldin. ÍNGAR Þegar bilar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en notfæra sér ekki til- litssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. ||UJAFERÐAR ITT Tcekni um allan heim JLJLJ. ITT ldeal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga viö ITT verksmiðjurnar I Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.