Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR.P. STEINSSON.
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Heloarblað 28 kr. 1
Hrunadans bókagerðarmanna
Forysta Félags bókageröarmanna ætti aö hafa mann-
dóm til aö segja af sér. En slíkt gerist varla á Islandi.
Þess finnast naumast dæmi, að forystumenn viðurkenni
afglöp sín og taki afleiðingum.
I þessum orðum er miðað við, að prentaraforystan hafi
til að bera snefil af áhuga á hagsmunum félaga sinna.
önnur skýring væri, að verkfallið hafi einfaldlega verið
skemmdarverk, uppspunnið af alþýðubandalagsmönnum
og stefnt gegn stjórnvöldum. Sú skýring gæti verið rétt-
ari. Verkfalliö lyktar af pólitík.
I sex vikur dró prentaraforystan almenna félagsmenn
á asnaeyrum. Þrátt fyrir yfir 20 prósent samninga, þegar
litið er á allt samningstímabilið fer hinn almenni prent-
ari út úr verkfallinu með tapi. Án verkfalls voru í samn-
ingum 3% kauphækkun 1. september og önnur 1. janúar.
Bókagerðarmenn misstu úr árinu sex vikna vinnu á ein-
um mesta annatímanum. Þegar dæmiö er reiknað, kem-
ur út, að prentarar eru 1—2 prósent í mínus frá því að
halda á þessu 14 mánaða tímabili sömu tekjum og þeir
hefðu fengið án verkfalls — þrátt fyrir kauphækkanir '
nýja samningsins.
Við bætist, að bókagerðarmenn verða að sjálfsögðu
eins og aðrir að þola gengisfellingar og verðbólgu þá, sem
leiðir af háum kjarasamningum um þessar mundir. Við
bætist, að þeir verða að þola, að sumar prentsmiðjur
dragi saman seglin sem afleiðing hins langa verkfalls.
Enn bætist við, að verkfallsmenn verða að þola vanskil
og dráttarvexti, sem óhjákvæmilega urðu fylgifiskar
þessarar aðgerðar.
Prentarar fara út með mínusa og þá stóra.
Pólitísk atlaga prentaraverkfallsins mistókst. Hún
miðaði meðal annars að því, aö sérsamningar yrðu gerðir
um 15 prósent kauphækkun strax við þrjú vinstri dagblöð
í upphafi verkfalls. Veita átti vinstri mönnum einokun
með þeim hætti og hnekkja prentfrelsinu. Sú atlaga var
andvana fædd.
Prentarasamningarnir drógu síðan, þegar samið var,
dám af ýmsum öðrum samningum, sem verið var að gera
í bæjarfélögum. Þeir mörkuðu engin tímamót á þessu
samningaskeiði.
Þar ber ríkisstjómin mikla sök. Stjómin hefði um það
leyti, sem verkfall bókagerðarmanna hófst, getað lagt
fram ákveðna stefnu, þar sem kaupmáttur væri varö-
veittur án verðbólgusprengingar. Stjórnarflokkarnir
væru betur komnir en nú er, hefðu þeir staðið fast á slíkri
stefnu og verið reiðubúnir til þingkosninga á þeim grund-
velli, yrði stefnunni hafnað í kjarasamningum. Þetta
gerði ríkisstjórnin ekki en lét reka á reiðanum.
Því þróuðust samningamálin á allt annan veg. Jafnvel
Sjálfstæðisforystan í Reykjavíkurborg gaf yfirlýsta
stjómarstefnu frá sér og gerði samninga, sem gengu mun
lengra í launahækkun.
I þeirri stöðu fóru tölur kjarasamninganna hækkandi
um nokkur prósentustig á dag. Kópavogur vinstri manna
yfirbauð Reykjavík og tölumar fóru í 20 prósent, þegar
allt samningstímabilið er tekið.
Bókagerðarmenn hefðu vafalaust náð slíkum samning-
um eftir fárra daga verkfall í stað sex vikna.
Almennir launþegar ættu að skoða sögu þessa verkfalls
bókagerðarmanna og huga að því, að forystumenn í öðr-
um félögum fari aldrei í þann Hrunadans.
Haukur Helgason.
Réttur þriðja
manns í verkfóllum
Ofbeldisaðgerðir BSRB í verkfallinu
sýna að nauðsynlegt er aö setja lög um
rétt þriðja aöila í verkfalli. Verkföll og
verkbönn byggjast á þeirri forsendu að
verkfallsboðendur eða verkbanns
reyna að þvinga viðsemjendur sína til
samninga meö því að lama starfsemi
þeirra, svipta þá tekjum. Um slíkt er
ekki aö ræða þegar opinberir starfs-
menn fara í verkfall. Þvert á móti
veldur verkfallið fyrst og fremst óþæg-
indum hjá þeim sem hafa enga mögu-
leika til þess aðleysa verkfallið.
Sem dæmi um þetta má taka Eim-
skipafélag Islands h/f. Félagið er með
skip í förum milli landa. Nauðsynlegt
er aö tollskoöa skipin þegar þau koma
til landsins. Þessi tollskoðun fellur nú
niður vegna verkfallsins. Þannig verð-
ur Eimskipafélagið beinn þolandi í
verkfallinu. Félagið hefur enga toll-
verði á sínum snærum, það getur ekki
samið við Tollvarðafélagið um kaup-
hækkun og þannig leyst þennan hnút.
Þvert á móti verður félagiö aö bíöa
þess að BSRB og fjármálaráöherra
þóknist að semja um kaup og kjör. En
veldur þá ekki þessi stöövun ríkissjóði
tjóni? Það er þvert á móti. Skatttekjur
minnka ekkert i verkfallinu. Menn
geta greitt skatta sína og skyldur tii
banka og sparisjóða og þannig staðið í
skilum enda falla dráttarvextir á van-
greidda skatta jafnt í verkfalli og áður.
Tolltekjur af innflutningi til landsins
minnka ekkert. Það verður smáfrestur
á greiðslu tollanna — það er allt og
sumt. Miklu frekar er hægt aö benda á
spamaö ríkisins af því aö hafa opin-
bera starfsmenn í verkfalli þar sem
launagreiðslur sparast.
Nú hafa tollverðir ekkert sjálfstætt
vald heldur vinna þeir verk sín í um-
boði tollstjóra og samkvæmt öllum
reglum getur hann tollafgreitt skip ef
tollverðir eru ekki til staðar. Svo og
geta hinir löglæröu fulltrúar hans gert
þetta, enda tíska víða um land.
Eðlilegar afíeiöingar
Hinar eðlilegu afleiðingar verkfalls
tollvaröa áttu því eingöngu að vera að
afgreiðsla öll teföist þar sem tollstjóri
einn og löglæröir fulltrúar hans geta
vitanlega ekki annast um jafnmargar
tollafgreiöslur og tollvarðahjöröin.
Og við þessa afgreiöslu mála var
miðað. Þar fyrir utan hafði kjaradeilu-
nefnd ákveðið að nokkrir tollveröir
væru á vakt til þess aö sinna nauðsyn-
legri tollafgreiðslu hjá farþegum.
En hvaö garist?
Hópur BSRB-manna, aöallega kenn-
arar, koma hlaupandi og stöðva á ólög-
mætan hátt afgreiöslu skipa og hindra
umferð til Kefla víkurflugvallar þannig
Veður öll válynd
Þessa stundina eru kjaramálin í
brennidepli og ef til vill allra veðra
von. Að minnsta kosti lítur ekki út fyrir
að ríkisstjómin ætli að biöja um gott
veður, eftir yfirlýsingum forsætisráð-
herra að dæma, enda gert meira að
öðm en vinna að velferðarmálum fyrir
land og þjóö. — Baráttuglaður kastar
Steingrímur stríðshanskanum framan
í verkalýðshreyfinguna. Kannski er
það ekki svo undarlegt því það mun
vera eitt helsta trúaratriði hernaðar-
sinna að friður sem ekki byggist á
vopnavaldi sé enginn friður.
Er hann sá ar koma skai?
En hvað um það... Nú er Steingrímur
nýkominn heim úr ferðalagi til Jórdan-
íu og Israel... Trúlega hefur hann ekki
sett þar upp kúrekahatt þótt Kaninn sé
vís til að hafa gefið honum einn slíkan.
En ekki væri ólíklega til getið að hann
hefði mátaö höfuöföt æðstu prestanna.
Og vísast mun Israelslýður enn vera
guðs útvalin þjóð, þrátt fyrir allt, þar
sem norðan úr Ishafi birtist þeim þetta
yfirskilvitlega „efnahagsundur” flutt
af sjálfu forsætisundrinu. — Þaðskyldi
þó aldrei vera aö þama sé kominn sá
er þeir hafa alla tíð verið að vonast
eftir? — Eða eru þeir ekki enn í dag aö
vænta komu Messíasar? — Og sagði
Steingrímur ekki að hann hefði aldrei
fengið annað eins „publicity” —
Fréttamenn hefðu beðið í rööum til að
spyrja hann um íslenska efriahags-
undrið og ráöamenn þar hefðu viljað fá
að vita hvaöa leiðir islenska ríkis-
stjómin hefði farið til að koma verð-
bólgu hér á landi úr 130% niður í 20% ?
— Og forsætisráðherra segist hafa
greint þeim frá þessum málum með
fyrirvara um aö ekki væri víst að hægt
væri aö beita sömu aðferðum í öllum
löndum.
Hefur heiðursmanninum kannski
dottið í hug að fá þjóðfélög, sem vildu
teljast hlutgeng í samfélagi menning-
arþjóða, sættu sig við að vera dregin
niður á lægsta plan í kjaramálum og
létu bjóða sér það að færa heilbrigðis-
mál og aUa félagslega þjónustu marga
áratugi aftur í tímann eða sættu sig við
stöðuga eignatUfærslu frá hinum fá-
tæku tU hinna ríku? Frá þeim sem
verðmætanna afla til hinna sem vUja
ná eignarhaldi á þeim og ráðstafa eftir
eigin geðþótta? Og þetta framkvæmt á
þeim fölsku forsendum að með því eina
móti sé hægt að vinna bug á verðbólg-
unni? — Að sjálfsögðu hlýtur þjóð-
félag, sem svo sárt er leikiö, að verða
lagt í rúst fyrr en varir og þar munu af-
æturnar halda áfram aö dansa eins og
rottur á ruslahaugum meðan nokkuð
er tU handa þeim að narta í.
En Steingrímur er „sæU í sínu
hjarta” og segir að þetta sé í fyrsta
sinn sem Islendingar séu beðnir aö
gefa ráð varðandi stjóm efnahags-
mála erlendis.
Vinur Htia mannsins
Ekki verður annað sagt en dálítiö
undarieg staða hafi komið upp hér í
okkar lýðfrjálsa landi þar sem ríkis-
fjölmiðlar hættu að taka auglýsingar
frá BSRB nema gera á þeim breyt-
ingu. Þetta, ásamt þeim ummælum
Steingríms að vel gæti komið til aö
banna verkföU meö lögum, getur þó
víst ekki flokkast undir ritskoðun og
ofbeldisstjómarfar? — En kannski má
það heita furðu gott að ríkisstjómin
skyldi ekki banna sjónvarpsþátt um
kjaramálin. Þó aö það út af fyrir sig
hefði reyndar verið bættur skaðinn.
Svo drepleiðinlegt sem þetta sjónarspil
hefði verið ef vinur litla mannsins, sem
aUtaf er samur viö sig, heföi ekki
bjargað sýningunni. Því alveg er sama
hvort hann man eöa man ekki það sem
hann ætlar aö segja. AUtaf er hann
jafnfrábær. — AUir ráöherramir eru
góöir menn en peningar eru bara ekki
til. Og ekki býr vinur litla mannsins til
peninga og ekki á hann ríkan frænda í
Ameríku. — En guði sínum getur hann
þakkað fyrir að eiga heima í þessu
góða landi þar sem næga atvinnu er að
hafa. Þakkað af falslausu þríhólfa
hjarta þrenningarinnar: vininn-
flytjandans, heildsalans og fjármála-
ráðherrans. Eg hélt reyndar að hann
ætlaði að þakka guði fyrir að hann væri
w „Að sjálfsögðu hlýtur þjóðfélag, sem svo
sárt er leikið, að verða lagt í rúst fyrr en
varir og þar munu afæturnar halda áfram að
dansa eins og rottur á ruslahaugnum meðan
nokkuð er til handa þeim að narta í.”