Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Síða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTOBER1984.
;v
Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þungt hugsi yfir siðasta tilboði
fjármálaráðherra og er greinilegt á svipnum að honum finnst það lólegt.
Nú er svo komið að fjármálaráðherrann hefur gert BSRB svo mörg
vond tilboð, að mati formannsins, að formaðurinn og ráðherrann geta
nánast ekki verið í sama herbergi vegna deilna.
„Ríkisstjórnin er hrunin," segir á
forsiðu BSRB-tíðinda sem Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
er að lesa. Einar ,,ríki" Ólafsson er
greinilega að rœða þetta mál við
fjármálaráðherrann sem virðist
taka þessum tiðindum lótt. Á
milli þeirra er Þorsteinn Geirsson
ráðuneytisstjóri sem sœti á i
samninganefnd ríkisins.
DV-myndir GVA.
Menn gripa i ýmislegt til að drepa timann á meðan beðið er eftir tilboð-
um eða gagntilboðum. Hér hefur Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i
dómsmálaráðuneytinu, lagt kapal til að hafa ofan af fyrir sór og Sig-
urður Helgason, deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu, fylgist
spenntur með.
Svip-
mvndir
ír
samninga-
viðræðum
É i
ií.
Það er þungt yfir þeim formanni
og varaformanni Verkamanna-
sambandsins, Guðmundi J. Guð-
mundssyni og Karli Steinari
Guðnasyni, er þeir skoða fyrsta
tilboð Vinnuveitendasambands-
ins. Hins vegar er ekki laust við að
þeir framkvœmdastjórnarmenn,
Davíð Scheving Thorsteinsson og
Viglundur Þorsteinsson, brosi út i
annað munnvikið. Því miður sóst
ekki svipurinn á Þórarni V. Þórar- ■
inssyni, aðstoðarframkvœmda-
stjóra VSÍ.
Tekniránær-
buxumá
innbrotsstað
Tveir ungir menn utan af landi
voru handteknir í versluninnl Faco
í Reykjavík í fyrrinótt. Munu þeir
hafa veriö eitthvað óhressir meö
sinn eigin fatnað hér í höfuöborg-
inni og ókveðiö aö ná sér í nýjan og
betri galla.
Eitthvað mun hafa verið lítiö i
buddunni, og var þó brugðiö á þaö
ráð aö fara inn í Faco um nótt.
Voru þeir réttbúnir að koma sér í
nýjar nærbuxur, sokka og annað
smáræði þegar lögreglan kom á
staðinn og fór með þá — i gömlu
fötunum — beint í fangageymsl-
una.
-klp-
Toppverð
fékkst fyrir
aflaíHull
Frá Emil Thorarensen Eskifirði:
Hólmanes SU-1 seldi i Hull á
mánudag 129 tonn af fiski fyrir 4,5
milljónir króna. Meöalverð fyrir
aflann var 35,27 krónur kílóið sem
er toppverð. Aðailega var þetta
þorskur sem Hólmanes fékk á
miðunum út af Austf jörðum.
-EH
MálPólverjans:
Svariðá
ieiðinni
Pólverjinn, sem varö eftir hér á
landi i sambandi viö komu póiska
knattspyrnuliösins sem keppti hér
á dögunum, er enn staddur hér.
Hann býður eftir svari frá
kanadískum stjórnvöldum um
landvistarleyfi þar. Samkvæmt
upplýsingum fró Útlendingaeftir-
litinu er gert ráð fyrir að þetta svar
berist nú á næstunni. Pólverjinn á
bróður í Kanada og til hans hyggst
hann fara.
APH
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Fjármálaráðuneytið í Garðastrætinu
Fjármólaráðherra spurði um dag-
inn, hvort búið væri að setja upp ann-
að fjármálaráðuneyti vestur í
Garðastræti. Það er von að maður-
inn spyrjl. t húsakynnum Vinnuveit-
endasambandsins bafa menn verið
að dunda við það í allt haust að
semja um skattalækkanir. Rétt eins
og það sé orðið verkefni vinnuveit-
enda og verkamannasambandslns
að ákveða fyrir hönd ríkissjóðs hvað
landslýður á að greiða i skatta. Alls
kyns útreikningar hafa átt sér stað,
og meira að segja hefur verlð sam-
inn ítarlegur niðurskurðarpakki á
fjárlögum til að mæta tekjutapl rík-
issjóðs, þegar skattalækkanlrnar
verða að veruleika. .
Nú hefur það jafnan verið svo, að
vinnuveitendur hafa þurft að semja
við launþega um kaup og kjör á hin-
um almenna vinnumarkaði, sam-
kvæmt því lögmáll, að þeir sem brús-
ann eiga að borga, segi til um það,
hvað þeir treysta sér til að greiða
fyrir framlagða vinnu. Þannig er það
einnig um opinbera starfsmenn, að
þelr snúa sér að fjármálaráðherra
þegar þelr setja fram kaupkröfur,
enda fá þeir sin laun greidd úr ríkis-
sjóði.
En af ástæðum, sem ekki eru
kunnar fjármálaráöherra að
minnsta kosti, bregður svo vlð í þeim
samningaviðræðum, sem staðið hafa
yfir, að dæmið hefur snúist við. Hið
opinbera fjármálaráðuneytl má
þvarga og þjarka um beinar Iauna-
hækkanir, meðan vlnnuveitendur
hafa tekið að sér að semja um tekju-
skattslækkanir.
Það verður að segjast eins og er,
að það hlýtur að vera notaleg að-
staða, sem vinnuveitendur hafa
skapað sér, þegar þeir geta gert
kjarasamninga við viðsemjendur
sína og ávísað þeim upp i ráðuneyll
Á sama tima gerist það, að f jármála-
ráðherra getur sig hvergi hrært fyrlr
launakröfum úr ríkissjóði.
Lái ráðherranum hver sem vill,
þótt honum finnlst sú staða nokkuð
flókin og illviðráðanleg að fallast á
kauphækkanir til starfsmanna rikis-
ins, meðan hann velt ekkl hvað
vinnuveitendur hyggjast minnka
tekjur rikisins mikið með samning-
um um tekjuskattslækkanir.
Venjulega hefur það verið svo í tíð
fyrri fjármálaráðherra, þegar þeir
hafa þurft að semja um auknar út-
borganir úr ríkissjóði, að þá hafa
þeir getað seilst dýpra í vasa skatt-
borgaranna.
Nú er sem sagt ætlast tll þess, að
Albert borgi meiri laun og lækki
skatta um leið. Þótt Berti sé klár, er
hann ekki galdrakarl, og þarf víst
enginn að undrast þótt aumingja
maðurinn bregðist reiður við. Sér í
lagl, þegar fyrir liggur, að hann fær
engu ráðið um lækkun skattanna fyr-
ir sjálfskipuðum fjármálaráðherr-
um vestur í Garðastræti.
Sagt er að Magnús Gunnarsson sé
góður vinur Þorsteins Pálssonar, en
er það ekki fulllangt genglð ef sá
kunningsskapur verður til þess, að
nýtt fjármálaráðuneyti er sett upp á
kontórnum hans í Garðastræti?
Það er af okkur skattþegnunum að
segja, að vlð höfum nú í nokkrar vik-
ur fylgst af athygli með rausnarleg-
um hugmyndum um niðurskurð
tekjuskatts. Vlð heyrum það í frétt-
um á degi hverjum að vinnuveltend-
ur og verkamannasambandið séu á
góöri leið með að ná samningum um
tekjuskattslækkun. Þetta eru góðar
fréttlr fyrir alla nema þá sem svikja
undan og svo auðvitað þann fjár-
málaráðherra sem ber ábyrgð á rik-
iskassanum. En þá spyr maður líka:
Tll hvers þarf að hafa fjármálaráð-
herra í ríkisstjórninni, þegar marglr
slikir finnast vestur í Garðastræti
sem geta gert kjarasamninga sem
ekkl kosta neitt? Það er kominn timl
til að Albert verðl lóðsað vestur í
Garðastræti, þar sem alvöruráðu-
neytið er.
Dagfari.