Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Page 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTOBER1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Þessa leið kæri minn...
Þeir eru margir sem ákaft hafa stefnt 6 þing en reynt að það er
þrautin þyngri að fá þar gott sæti. Og jafnvel þótt vel líti út um sinn
þá er ágætustu liðsmönnum vísað frá að lokum. Bkki vitum við
hvort hann kisi átti heldur erindi við þingmenn eða ríkisstjórn þegar
þing var sett en á hitt má minna að það þarf ekki alltaf að vera tH
tjóns þó að köttur komist i bjarnarbói.
DV-mynd S.
Heimsmet
í Gyruss
Sigmar Guðmundsson, fimmtán ára
Garöbæingur, setti í síðustu viku
heimsmet í tölvuspilinu Gyruss eftir
sautján tíma baráttu. Sigmar settist við
kassann kl. 2 e.h. á þriðjudaginn og
barðist sleitulaust viö eldflaugar
óþekkts óvinar til kl. 7 á miðvikudags-
morguninn. Langvinn eldflaugastríð
reyna á taugamar og úthaldið, jafnvel
þótt þau fari fram viö spilakassa, enda
kvaðst Sigmar vera „sæmilega þreytt-
ur” að leikslokum. Þetta var þó ekki í
fyrsta sinn sem Sigmar reynir sig við
Gyruss þvi nú er liðið rúmt ár síðan
hann kynntist spilinu fyrst. Nýja
heimsmetiö sem hljóðar upp á 16,5
milljónir i 12, sem áður hafði verið
best, var sett í Zaxon í Iönbúð 8 í
Garðabæ.
DV-mynd Kristján Ari.
KA
ETO HBESStT XLAEHJÐI
IHOPPEEÐ HL L0ND0N
(í^ír) OGCAEDIPF
stjóri-.
sldssoa
Brottför: 11. nóv. kl. 17.00
Komntími: Heathrow flugvelli
kl. 19.45
Heimferð: 16. nóv. kl. 13.15
Xomutími: Keflavíkurflugvelli
kl. 16.10
Gist verður í London á Hótel
Royal National; fyrsta flokks
hótel í miðborg London.
Innifalið: Flug, gisting í tveggja
m. herb. m/baði í 5 nætur, morgun-
verður og söluskattur. Ferðir til
og frá flugvelh á Hótel Royal
National. Ferðir til og frá hóteli
á aðafleikvanginn í Cardiff
14. nóv.
Jzl k, 10.995-
og 250.- kr. flugvallarskattur til
viðbótar. Staðfestingargjald er
kr. 2.000.- „Óendurkræft".
Látið skráykkur strax í ferðina hjá
Plugleiðum eða ferðaskrifstofunum.
FLUGLEIDIR
Nýr
ferða-
mála-
stjóri
Nú fyrir skömmu var nýr f eröamála-
stjóri ráðinn til starfa hjá Ferðamála-
ráði. Birgir Þorgilsson heitir hann,
maður á sextugsaldri og gamalreynd-
ur í ferðamálunum. Áður vann hann
fyrir Flugfélag ísiands og síðar Flug-
leiðir, við sölu og markaðsmál í ríflega
30 ár. M.a. var hann við skrifstofur
félagsins í Danmörku og Þýskalandi í
10 ár. Fyrir rúmum þremur árum
réöst hann síðan sem markaösstjóri til
Ferðamálaráðs.
Þótt flestir starfsdagar Birgis hafi
tengst flugi og ferðamálum þá ætlaði
hann sem ungur maöur að feta í fót-
spor föður síns og gerast íþróttakenn-
ari. Hélt hann því til Danmerkur og
lauk þar kennaraprófi í þeirri grein.
En þegar heim kom heillaði flugið
meir en kennslan, enda mál manna á
árunum eftir stríð að flugið væri grein
framtíðarinnar á Islandi. Það hefur
h'ka reynst svo. Þegar Birgir leit fyrst
inn um dyr hjá Flugfélaginu þótti 4—5
þúsund erlendum ferðamönnum taka
því að litast um hér á landi. Nú er hægt
að tala um ferðamannastraum þegar
ekki færri en 80 þúsund manns heim-
sækja landið ár hvert. „Þetta er ger-
bylting,” segir Birgir.
Starf feröamálastjóra er erilsamt en
gefur þó tíma fyrir nokkrar tómstundir
og þær hafa íþróttirnar fengiö hjá
Birgi. Einkum eru það útiíþróttir sem
eiga vel við hann: veiðimennska, hest-
arog golf.
Eiginkona Birgis er Ragnheiður
Gröndal og eiga þau eitt barn.
Nú þegar birgðir tóbaks i iandinu
eru á þrotum blasa einungis tveir
kostir við hinum nikótínsjúku: Að
leggja þessa nautn af eða að hefja
gamla og góða brúksiði tH vegs og
nýrrar virðingar. Eitthvað mun enn
vera tH af vel skornu tóbakiinös og
vör.