Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Síða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTOBER1984. 25 Krístín Halldórsdóttir tekur nú við formennsku i þingfiokki Kvenna- iistans. Á þingi: Nýrflohks- formaður Kristín Halldórsdóttir þingmaöur hefur tekiö við starfi þingflokksfor- manns Kvennalistans af Guörúnu Agnarsdóttur sem gegndi því embætti á síðasta þingi. Sem kunnugt er eiga Samtök um kvennalista þrjá þingmenn á þingi sem eru Kristín Halldórsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Níu konur eiga nú sæti á þingi. I síöustu viku var Gunnar G. Schram kosinn formaður allsherjar- nefndar neðri deildar og varaformaður Olafur Þórðarson. Fundarritari var kjörinn Guðrún Helgadóttir. Hjörleifur Guttormsson, fimmti þingmaöur Austurlands (Alþýöu- bandalag), hverfur af þingi um þriggja vikna skeið og mun sitja alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sæti hans á þingi tekur Sveinn Jónsson verkfræðingur frá Egilsstöðum. Tíu þingmenn úr Alþýðubandalagi hafa lagt fram tillögu til ályktunar um kosningu sjö manna þingnefndar vegna rekstrarvanda í íslenskum sjávarútvegi. Fyrsta umræða um til- löguna hefur farið fram og hana hóf fyrsti flutningsmaður, Steingrímur J. Sigfússon. Vegna fyrirspurnar frá fyrrverandi iðnaðarráöherra á þingi um endur- skoðun ársreikninga Isal 1983 upplýsti Sverrir Hermannsson, ráðherra iðnaðarmála, að Isal hefði vanreiknað tekjur sínar fyrir árið 1983 um 9,6 milljónir dollara. En vegna taps félagsins á síðasta ári, sem nam 11,5 milljónum dollara, hefði vanreiknuðu tekjumar ekki haft áhrif á skattskyldu félagsins. Einnig kom fram í máli ráð- herrans að hráefniskostnaður félags- ins hefði verið of hár, söluverð áls óeðlilega hátt og afskriftir of hóar. -ÞG Álfélagið andmælir Isal hefur tekið saman ítarlega greinargerð þar sem andmælt er athugasemdum endurskoðunarfyrir- tækisins Coopers & Lybrand um árs- reikninga fyrirtækisins fyrir árið 1983. Vegna umræðu á Alþingi að undan- fömu um athugasemdir Coopers & Lybrand við reikningana vill Islenska álfélagið taka þetta fram. Og jafn- framt að ekki sé tímabært að birta greinargeröina fyrr en iðnaðarráö- herra hefur gefið Alþingi skýrslu um samkomulag ríkisstjórnarinnar og Alusuisse sem undirritaö veröur 5. nóvember nk. -ÞG Myndbanda- leígaíbfl? Tveir aðilar sóttu nýlega um leyfi til borgarráös til að starfrækja mynd- bandaleigu í bíl. Engin ákvörðun var þar tekin um málið heldur því vísað til umferðardeildar Reykjavíkurborgar og lögreglustjóraembættisins til frek- ari umfjöllunar. Ekki mun vera neitt í vegi fyrir leyfisveitingu en athuga á nánar ýmis atriði varðandi fram- kvæmd þessa fyrirtækis. -ÞJV SSSL Sárir yfir lokun Æ I Fréttaútvarpsins Frá Róbert Jörgensen í Stykkls- hólmi: Mikiö er um að vera í Stykkishólmi þrátt fyrir verkfall, en það hefur ekki áhrif á neinar framkvæmdir nema á sýsluskrifstofu og í skólum. Framkvæmdir á vegum hreppsins eru í f ullum gangi. Nú er t.d. verið að skipta um undirlag á veginum að Stykkishólmi. Almennt af vegum á Snæfellsnesi má segja að Skógar- strönd er sæmileg, en vegurinn út Nes er mjög erfiður vegna vega- framkvæmda. Skelveiöi er nú í fullum gangi og skortur er á fólki til fiskvinnslu. Búið er að slátra u.þ.b 12.700 dilkum en stórgripaslátrun er eftir. Reisugilli var haldið í heilsu- gæslustöðinni nú í september og eru þá fjögur ár síðan Friðjón Þórðarson alþingismaður tók fyrstu skóflu- stunguna aö húsinu. Alltaf er verið að vinna í flugstöðinni og er nú verið að mála hana að innan. Eldri menn í Stykkishólmi eru þeirrar trúar aö veturinn verði harður og hafa það til marks að mik- ið komi af rjúpu í bæinn og músa- gangur sé óvenjumikill í byggð. Þeir sem náðu útvarpi DV-manna voru mjög ánægðir með það og þótti ekki verra en sjálf rás 2 og voru margir mjög sárir yfir að stöðinni skyldi lokað. -EH. BEIFIKOSTUR Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkand í vextí r Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 1797o í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstárlegt fyrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betri kjör bjóðast varla. \uglysmgas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.