Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1984, Síða 28
28
Una Elefsen lést 19. október sl. Hún
fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1952.
Foreldrar hennar voru Inga María
Magnúsdóttir og Eberg Elefsen. Una
gekk í Kennaraskóla Islands og lauk
þaöan prófi 1972. Ari síöar tók hún
stúdentspróf frá sama skóla. Una
kenndi á nokkrum stöðum. Hún hóf
starfsferil sinn á Neskaupstað, fór síð-
an í Þinghólsskóla í Kópavogi. Við
gagnfræðaskólann í Mosfellssveit
kenndi hún einn vetur.
Haustið 1975 réðst hún kennari að
Laugarnesskólanum í Reykjavík og
þar starfaði hún til ársins 1979. Jafn-
framt kennslunni var hún í tónlistar-
námi í Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar og síöar í söngnámi hjá Sieg-
linde Kahman árin 1977—1979. Árið
1983 lauk hún prófi í diploma inferiore í
einsöng frá Conservatorie Di Musica
„Giuseppe Nieolini” Tiacenza, Italiu.
tJtför Unu veröur gerö frá Dómkirkj-
unniídagkl. 15.
Sigurður Þorsteinsson er látinn. Hann
var fæddur 11. apríl 1936, sonur hjón-
anna Ágústu Valdimarsdóttur og Þor-
steins Sigurössonar. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Ágústa Vigfúsdóttir. Ot-
för Sigurðar verður gerö frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag kl. 15.
Hallgrimur Ingólfsson, Hegranesi 29
Garðabæ, lést á sjúkrahóteli Rauöa
krossins 19. október. Jarðarförin fer
fram frá Fossvogskirkju miövikudag-
inn31. októberkl. 15.
Guðmundur Brynjólfsson, elliheimil-
inu Garövangi, Garöi, áður Klappar-
stíg 15 Njarðvík, andaöist á sjúkrahúsi
Keflavíkur 28. október. Jarðarförin fer
fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju laug-
ardaginn 3. nóvember kl. 14.
Jón Grímsson fyrrverandi aðalbókari
Landsbanka Islands, lést í Landspítal-
anum 2. október. Otförin fór fram í
Fossvogskapellu þann 12. október.
Kristján Kristjánsson skipstjóri frá
Meðaldal í Dýrafirði, til heimilis aö
Brekkustíg 14 Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum 22. október. Otförin
verður frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 31. október kl. 13.30.
Tómas S. Jónsson frá Sólheimahjá-
leigu í Mýrdal, Laufvangi 18 Hafnar-
firði, lést föstudaginn 26. október.
Elín G.I. Ingimundardóttir, fyrrv. hús-
freyja að Eyri í Gufudalssveit, Astúni
14 Kópavogi, sem andaðist í Landa-
kotsspítala fimmtudaginn 25. október,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 31. október kl. 13.30.
Þorsteinn Olafsson, Mosgerði 15, and-
aðist 16. september sl. í Landakots-
spítala. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Björgvin Sigurjónsson, Bergstaða-
stræti 54, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 1. nóvember
kl. 15.
Gunnar Axelsson tónlistarkennari,
Víðihvammi 20 Kópavogi, lést í Land-
spítalanum 7. október. Otförin fór
fram í Fossvogskapellu þann 12. októ-
ber.
Basarar
Basar í safnaðarheimili
Langholtskirkju
Basar verður í Safnaöarheimili Langholts-
kirkja laugardaginn 3. nóvember kl. 14.
Urval handunnina muna, heimabakaðar kök-
ur, happdrætti.
Allur ágóði rennur í byggingansjóð Langholts-
kirkju í Reykjavík.
Móttaka á munum kl. 17—22 föstudag og kl.
10—121augardag.
Kvenfélag Langholtssóknar.
KSÍ
Tækninefnd KSÍ hefur ákveðið að halda eftirtalin
þjálfaranámskeið fyrir knattspyrnuþjálfara.
A stigs námskeið 16., 17., 18. nóvember 1984.
B stigs námskeið 15., 16., 17. febrúar 1985.
C stigs námskeið 19., 20., 21. apríl 1985.
Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Kennaraháskóla Is-
lands við Stakkahlíð. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátt-
töku og greiði staðfestingargjald á skrifstofu KSI 10 dögum
fyrir námskeiðin. Þátttökufjöldi á hverju námskeiði verður
takmarkaöur við 18 þátttakendur.
TÆKNINEFND KSI.
Verkakvennafólagiö
Framsókn
minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar-
stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna
basarmunum og væntir stjórn félagsins að
félagsmenn og velunnarar komi munum á
basarinn i skrifstofu félagsins, Hverfisgötu
8—10 (Alþýöuhúsið), á venjulegum skrifstofu-
tíma.
Leiklist
Frumsýning hjá íslensku
óperunni
Föstudaginn 2. nóvember frumsýnir Islenska
óperan Carmen eftir Bizet. Hljómsveitar-
stjóri er Marc Tardue. Leikstjóri Þórhildur
Þorleifsdóttir. Leikmynd og búninga gerði
Una Collins og lýsingu annast David Walters.
I aðalhlutverkum eru Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Garðar Cortes, Olöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Simon Vaughan. Miðasala er opin
frá kl. 15—19, nema sýningardaga til kl. 20.
Golf
Golfskóli Þorvaldar
Golfskóli Þorvaldar tekur aftur til starfa nú i
byrjun nóvember. Kennsla er bæði fyrir byr j-
endur og lengra komna í íþróttinni og öllum
opin. Kennslan fer fram innanhúss og verður í
iþróttahúsinu Asgarði í Garðabæ. Allar
nánari upplýsingar eru gefnar í síma 34390.
Tilkynningar
Námskeið hjá Sjálfsbjörg
Dagana 9. og 10. nóvember nk. verður haldið
námskeið í ölfusborgum um fatlaða og kynlif.
Námskeiðið er ætlað fötluðum, starfsfólki
stofnana er fatlaðir dveljast á og öðrum þeim
er áhuga hafa á efninu. Þátttökugjald er kr.
500 og er fullt fæði og gisting innifalið í þeirri
upphæð. Þátttaka tilkynnist í síma 29133 og
þar eru nánari upplýsingar veittar.
Full gjaldeyrisréttindi
Viðskiptaráðherra og Seðlabankinn hafa nú
veitt Verslunarbankanum full réttindi til
gjaldeyrisviðskipta. Bankinn fékk í desember
í fyrra takmörkuð réttindi til.að versla með
erlendan gjaldeyri sem fólst einkum í þjón-
ustu við námsmenn og ferðamenn svo og
stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga. En
með bréfi Seðlabankans, dagsettu 19. október
sl., er bankanum veitt alhliða gjaldeyrisrétt-
indi. Verslunarbankinn mun því í framtíðinni
geta boðið viðskiptamönnum sinum banka-
þjónustu vegna inn- og útflutningsverslunar.
Verslunarbankinn stefnir að því aðfhefja
gjaldeyrisviðskiptin í áföngum á næsta ári
eftir því sem þjálfun starfsfólks, tölvuvæð-
ingu og öðrum undirbúningi miðar. Reiknað
er með áframhaldandi samskiptum við Ut-
vegsbankann á sviði gjaldeyrisviðskipta en
bankinn hefur haft mjög nána og góða sam-
vinnu við Utvegsbankann á því sviði frá upp-
hafi.
Áttavitanámskeið
Hjálparsveita skáta
í Reykjavík
Af gefnu tilefni vill Hjálparsveit skáta í
Reykjavík minna rjúpnaskyttur og annaö
Þarftu að se/Ja bíl?
SMÁ-AUGLÝSING í DV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEILD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI 27022.
Bflar óskast
Bflar til sölu
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTOBER1984.
fjallafólk á nauðsyn þess að kunna með kort
og áttavita að fara. Það er ekki nóg að hafa
þessa hluti meðferðis heldur þarf að kunna að
nota hvort tveggja áður en lagt er af stað í
ferð.
Enn fremur ber aö hafa hugfast að réttur
klæðnaður og ferðabúnaður skiptir höfuðmáli
þegar um er að ræða að komast af ef veður
skipast í lofti.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur um ára-
bil efnt til áttavitanámskeiða fyrir þá sem
hyggja á fjallaferðir. Svo er enn. Námskeiðið
er tvíþætt: Það hefst miðvikudaginn 7. nóv.
kl. 20.00 í Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Þá fer
fram bókleg kennsla í notkun áttavitans og
ennfremur verður sýndur nauðsynlegur
búnaður til fjallaferða. A seinni hluta nám-
skeiðsins, fimmtudaginn 8. nóv., verður ekiö
með þátttakendur út fyrir borgina og þeim
gefinn kostur á að æfa notkun áttavitans í
léttri gönguferð.
Þátttökugjald á námskeiðinu er kr. 350.
Skátabúðin veitir allar nánar upplýsingar um
áttavitanámskeiðið og þar fer einnig fram
skráning. Námskeiðið er öllum opið og fólk er
eindregið hvatt til að notfæra sér það. Verði
þátttaka nægjanleg, verður efnt til fleiri átta-
vitanámskeiða á vegum H.S.S.R.
Ráðstefna um
hjúkrunarferlið
Ráðstefna um hjúkrunarferlið á vegum Fé-
lags háskólamenntaðra hjúkrunarfræöinga
verður haldin í Kristaissal Hótel Loftleiða
laugardaginn 10. nóvember nk. kl. 10—17.
Ráðstefnugjald er kr. 400, innifalið ráðstefnu-
gögn og kaffiveitingar.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa.
Þátttaka tilkynnist til Elínar Hafsteinsdóttur,
s. 18527, Gyðu Baldursdóttur, s. 28623 eða Sig-
rúnarKristjánsdóttur, s. 11700.
Tvær íslenskar listakonur
sýna í Svíþjóð
Tveim islenskum listakonum, þeim Ástríði
Andersen og Sigrúnu Jónsdóttur, hefur verið
boðiö að halda sýningu á verkum sínum í
Gavle Slott þar sem eru sýningarsalir en um
leið er þar bústaöur landshöfðingjans í Gavle.
Gávle Slott er byggt á 16. öld og kemur mikið
við sögu Sviþjóöar. Uppsala er hálfa vegu
milli Stokkhólms og Gávle og íbúar í Gávle
eru ca. 300.000 manns. Sýningin mun standa í
tvær vikur og hyggjast listakonurnar sýna
þar töluvert af verkum sínum. Ástríður sýnir
þar um 35 málverk og Sigrún 40—50 verk,
kirkjulega listmuni, ofnar veggmyndir, batik
og fleira. Landshöföinginn opnaði sýninguna
ásamt sendiherra Islands í Sviþjóð, Benedikt
Gröndal, þann 27. október að viðstaddri lands-
höfðingjafrú og sendiherrafrú. Minntust þeir
Islands og samskipta landanna gegnum
aldirnar.
Stéttarsamband bænda
Á fundi stjórnar Stéttarsambands bænda
þann 25. október var rætt um hættu á
ólöglegum innflutningi matvæla og Ufandi
dýra vegna þess ástands sem skapast hefur
við toUskoöun í verkfaUi BSRB. Eftirfarandi
ályktun var samþykkt:
„Stjórn Stéttarsambands bænda lýsir áhyggj-
um sínum vegna skerts eftirUts með inn-
flutningi til landsins í yfirstandandi verkfaUi
starfsmanna ríkisins. Stjórnin bendir á að ef
toUeftirUt er ekki með eðUlegum hætti er
mikU hætta á að til landsins berist sjúkdómar
meö varningi og lifandi dýrum sem flutt
kunna að vera tU landsins í skjóli ónógrar toU-
gæslu.”
Fréttatilkynning
frá Landssambandi stangaveiðifélaga.
Þrítugasti og fjórði aðalfundur Landssam-
bands stangaveiðifélaga var haldinn í
Munaðamesi í Borgarfirði 20. og 21. október
1984.
Fundinn sóttu 84 fuUtrúar frá 14 félögum,
en 25 félög eiga aðild að sambandmu.
Formaður LS, Birgir J. Jóhannsson, flutti
skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár.
Hann drap á helstu máUn, sem voru á dag-
skrá sambandsins á árinu.
Vegna frétta í hljóövarpi í nóvember á sl.
ári um samþykkt Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands og vegna undirtekta
sjávarútvegsráðherra um mögulegar lax-
veiðar Islendmga í sjó, sendu Landssambarid
stangaveiðifélaga og Landssamband veiði-
f élaga frá sér harðorð mótmæU tU f jölmiðla.
Stjórn LS hefur á starfsárinu átt f undi með
Guðmundi Eiríkssyni þjóðréttarfræðingi, Þór
Guðjónssyni veiðhnálastjóra og stjórn Lands-
sambands veiöifélaga og hafa þessú fundú
verið mjög gagnlegú.
Þá gekkst LS fyrir útbreiðslufundum um
veiði og fiskirækt og voru haldnú fjórú
fundú. Fyrsti fundurinn var haldinn í Borgar-
nesi og síðan á Selfossi, Blönduósi og Akur-
eyri.
Dagana 3.-5. maí 1985 verður haldUi í
Norræna húsinu í Reykjavík vörusýnmg á
vegum LS og nefnist hún Stangveiði 85. Verða
þar sýnd veiðitæki, fatnaður, bátar o.fl. er
snertú stangveiðiíþróttina.
Fulltrúar LS í Nordisk Sportfisker Union
(NSU), Gylfi Pálsson og Karl Omar Jónsson,
fluttu skýrslu þar sem fram kom að aðalverk-
efni Islandsdeildar NSU er gerö heimildar-
kvikmyndar um vemdun laxastofna á
Norðurlöndum. Jón Hermannson kvikmynda-
gerðamaður vinnur að samnúigu handrits og
gerði hann grein fyrir því á f undinum.
Þá flutti Þór Guðjónsson veiðUnálastjóri
skýrslu um laxveiðUia á síöasthðnu sumri.
Einnig talaði hann um hið umdeilda mál
seiðasleppmgar og rakti ástand áa og sjávar
með tiUiti til afkomumöguleika seiða og mis-
munandi aðferðú við seiðasleppmgu.
Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðmgur
formaður Norður-Atlantshafslaxverndunar-
stofnunarinnar í EdUiborg, NASCO, gerði
grein fyrir hlutverki stofnunarinnar.
Eitt aðalverkefni fundarins var umræður
um frumvarp til iaga um ræktun, eldi og veiði
vatnafiska. Sigurður Pálsson var frummæl-
andi og var fundarmönnum skipt í umræðu-
hópa og skilaði hver hópur áhtsgerð um máhð
sem send verður viðkomandi aðilum.
Aðalfundir
Samband veitinga-
og gistihúsa
Aöalfundur verður haldinn í Skíðaskálanum
Hveradölum, 1. nóvember nk. Rútuferð
verður frá Hótel Esju kl. 11. Þátttaka óskast
tilkynnt í símum 27410 eða 621410
Aðalfundur UBK
Aðalfundur knattspyrnudeildar UBK verður
haldinn í félagsheimilinu laugardaginn 3.
nóvember kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fundir
Stofnfundur Kvennalista
í Vesturlandskjördæmi
var haldinn á Akranesi 13. október. Fundur-
inn var fjölmennur og sóttu hann konur víða
að úr kjördæminu. Á fundinum kom fram
mikill áhugi á aukinni virkni kvenna á vett-
vangi þjóðmálanna.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundurinn sem átti að vera 1. nóvember nk.
fellur niður vegna kúkjuþings. Næsti fundur
félagsins, sem er jólafundurinn, verður 6.
desember. Basarinn verður 17. nóvember.
Fundur hjá Vísindafélagi ís-
lendinga
Fyrsti fundur Vísindafélags Islendinga á
þessum vetri veröur haldinn í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 31. október 1984 og hefst
kl. 20.30. A fundinum mun Alfrún Gunnlaugs-
dóttir dósent flytja fyrirlestur um franskt
miðaldakvæði sem var ort um Jórsalaferð
Karlamagnúsar keisara, líklega á 12. öld, og
þýðingu á því kvæði sem talið er að hafi verið
gerö í Noregi á 13. öld. Þýöingin er í óbundnu
máli.
Afmæli
Níræður er í dag, 30. okt., Hallgrímur
Jónasson, fyrrverandi kennari við
Kennaraskóla Islands. Hallgrímur er
kunnur fyrir bækur sínar, útvarps-
erindi og leiðsögu í ferðalögum. Hann
verður að heiman á afmælisdaginn.