Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. 13 Menning Menning Menning Menning Krabbadans og erótík Oddur Björnsson Dansleikur Sjónleikur Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983 Dansleikur eftir Odd Björnsson er fyrsta verkiö í flokki íslenskra leik- rita sem Menningarsjóður hefur haf- iö útgófu á. Að öllum likindum er ætlunin aö gefa út leikrit samtíma- höfunda i þessum flokki og þá ekki illa vaiið að byrja á Oddi sem er einn af brautryðjendum absúrd- eða fjar- stæðuleikritsins á Islandi. 1 eftir- mála rekur höfundur nokkuð sköpun- arsögu verksins. Mun þaö fyrst hafa orðið til sem einþáttungur veturinn 1962 og þá sýnt undir nafninu Köngulóin, orðið síðan að útvarps- leikriti tiu árum seinna en birst loks í fullri lengd á fjölum Þjóðleikhússins árið 1974. Sú gerð er birt í útgáfu Menningarsjóðs. Oddur sækir sögusviö sitt og persónur til endurreisnartímans á Italíu. Leikurinn geríst í páfagarði og snýst aö mestu um Alexander páfa númer sex og böm hans þrjú sem kennd eru við Borgía. Verkið er þó ekki söguleg úttekt því höfundur læt- ur sig staöreyndir litlu skipta en glímir þess í stað við almennan vanda sem einkennir mannlíf hvar sem er: ábyrgðina og ástríðuna. Líkt og absúrdistamir blandar hann sam- an andstæöum geðhrifum og lýsir óhugnanlegu ástandi á kómískan og afkáralegan hátt. Stráksskapurínn ríkulegur og gálgahúmorinn ekki síð- ur. Þessi aðferð Odds hefur komið illa við marga sem vanir em natúral- ísku leikhúsi. Aðrir hafa séð í henni raunsæið sem nútíminn þarfnast. Dansleikur er likt og mörg absúrd- leikrit farsi og hrollvekja í senn. I leikritinu er dregin upp mynd af fáránlegum og erótískum heimi þar sem togast á andstæð öfl í manni og félagi. Persónumar eru bæði skop- legar og hryllilegar — ekki síst páf- inn sem er dálítið tilfinningasamur og smeykur við sjálfan sig. Hann er úrkynjaður og hiægilegur nautna- seggur sem vekur ósvikna kátínu þótt líkist um leið háskalegri könguló og svífist einskis í valdafíkn sinni. Synir hans, Sesar og Jóhann, eru einfaldarí að gerð og mynda andstæð skaut innan leikritsins, móthverfa Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson þeirra sömu tegundar og geðtogið í páfa. Sesar er afsprengi hins djöful- lega í föður sinum, með öllu sam- viskulaus enda ris hann páfa yfir höfuð í óþokkaskapnum, líkastur uppvakningi sem ekki verður kveð- inn niður. Jóhann er hins vegar af- kvæmi hins „siðlega” í föður sinum, samviskunnar sem ástríðan sló niður og orðin er máttvana. Hann á til ást og einlægni, líkt og Lúkrezía systir þeirra bræöra, en tekur þó nauðugur viljugur þátt í hrunadansinum sjálf- um sér til fjörtjóns þvi Sesar myrðir hann undir lokin. Samleikur þessara f jögurra persóna vekur smám sam- an siðlegar höfuðspurningar: Hver er ábyrgð manns og sekt? Getur hið góða lifað í sambýli við hið illa? Er hlutleysi ef til vill höfuðglæpur? Einna gleggst birtist þessi merking í einræðu Jóhanns þar sem hann segir meðal annars: Undarlegt er það ástríðuleysi sem tylgir meinlausu hugarfari: þú hefur sjónarspilið fyrir augunum, við- bjóðslegt, jafnvel hryllilegt, samt hefstu varla aö — tekur ef til vill ekki þátt í því en kýst í þess stað að vera utangarðs. Fyrirgefst slíkt fram- ferði? — Þarf ekki að velja sér hlut- skipti? Hvers konar leti er það sem temur sér slíka sýndarró gagnvart hömlulausu framferði blindra voða- afla? Er ástriðan fyrirmunuð þeim sem ekki er gefin taumlaus græðgi í auðogvöld? Þótt leikrit Odds sé samið í liðnum tíma ætti engum aö blandast hugur um að erindi þess er tímabært enn í dag. 1 upphafi Dansleiks er léttrauð birta sem undirstrikar hiö erótíska andrúmsloft, í lokin dökkrauður litur blóðsins. Hið djöfullega fer með sig- ur af hólmi og nær hámarki sínu í gróteskum krabbadansi lokaat- riðsins. Svartsýni — eða raunsæi? Oddur Bjömsson. Leikrit Odds er sjálfu sér nógt sem skáldskapur, en um leið er það vam- aöarorð því hver veit nema sú stund renni að martröð skrímslanna verði að nálægum veruleika okkar. MVS ÖNDVEGISVERK Eugene O'Noill. Dagleiðin langa inn í nótt. Leikrit í fjórum þáttum. Thor Vilhjálmsson sneri. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983. Eins og mörgum er enn í fersku minni komu út mörg þýdd meistara- verk hérlendis ó seinasta ári. Eitt þeirra skreið þó ekki á markað fyrr en að lokinni jólavertíð og vakti því ekki þá athygli sem því bar, önd- vegisverk í leikbókmenntum: Dag- leiðin langa inn í nótt eftir banda- ríska nóbelsskáldið Eugene O’Neill. Þetta leikrit var sýnt í Þjóðleikhús- inu haustið 1982 við heldur dræma aðsókn að mig minnir. Dagleiðin langa er fjölskyldu- harmleikur en hefur jafnframt miklu víðari skírskotun. Verkið ber skýr merki þess að vera skrifaö á árum seinni heimsstyrjaldar um leið og það er táknrænt fyrir mannlífið sem slikt og leið höfundarins sjálfs i gegn- um þokunótt til nýs dags. Hvað snertir form og efnivið er það sam- líkjanlegt viö harmleikina grisku og átakamestu verk Ibsens. Leikrit O’Neills er eitt þessara stóru leikrita sem þola form bókar- innar. Textinn fyllir huga lesandans af myndum, sviðsetur og leiðir fram á sjónsviö persónur meö sérstæð andlit sem dýpka þegar á líður. Hann er allur margræður og skáldlegur, fullur af táknum og myndum er kom- ast vel til skila í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar sem tekst oft að greypa setningar í huga lesandans. Þetta Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson verk ásamt Hlutskipti manns eftir Malraux, sem Thor þýddi einnig í fyrra, sýnir aö hann er með okkar al- fremstu þýðendum. Dagleiðin langa fjallar um ferð Tyrone-fjölskyldunnar í gegnum einn haustdag — frá sólbjörtu upp- hafi inn í þokudrungaða nótt. And- rúmsloftið er þrungið af vá sem per- sónumar vita af en reyna að hverfa frá sér, yfirspenntar af sjálfsvitund og sundurknosaðar af andstæðum til- finningum,' fullar af bældum sárs- auka sem þenur út orð þeirra og gerðir. Allar reyna þær að ljúga á sig högghelda grimu sem reynist svo brothættari en gler þegar á reynir. Foreldrarnir, Tyrone og Mary, reyna á örvæntingarfullan hátt að blekkja í sig von en dragast að lokum inn í nóttina. Mary gefst upp og leitar sér athvarfs í eitri sem deyfir sárs- aukann og opnar leið inn í fjarska þar sem hún er óhult fyrir sjálfri sér og umhverfinu. Lýsing hennar meistaralega gerð. Hiö sama má segja um persónusköpun Tyrones sem aðra stundina ber kvöl sina með reisn en sligast undan henni hina, bugaður af minningunni um þaö sem hefði getað orðið, sigraður líkt og eldri sonurinn Jamie sem leitar síns skjóls í hóruhúsum og á börum. Þrjár skuggaverur. Sá eini sem í raun lifir er yngri sonurinn Edmund. I þung- lyndislegum skáldskap hans felst lífsþróttur sem hin hafa glataö: leiö út úr nóttunni. Hver þessara fjög- urra persóna er heimur út af fyrir sig. Samleikur þeirra er afar magn- aður enda Iogandi af hatri, ást og sársauka. Hið tilfinningalega and- rúmsloft hreyfist sifellt og sveiflast á milli spennusviða. Ottinn þó óumbreytanlegur á bak við öll orð og gerðir. Leikrit O’Neills minnir í mörgu á harmleikina grísku og sýnir að maðurinn er sjálfum sér líkur öld af öld. Þó er mismunurinn ærinn þvi höfundur hefur samþætt háð og harm í ríkari mæli en fomskáldin gerðu. Þannig finnur lesandi til háðs- kennds dapurleika þegar liöur að lokum því þótt persónurnar séu stór- ar í sínum mannlega veikleika eru þær ekki göfgaðar eins og í harm- leikjunum fornu. Háöið er þó alltaf þjáningarfullt því höfundurinn skrif- aði leikritið um eigin harm með „tár- um og blóði” en einnig „djúpri með- aumkun og skilningi og fyrirgefn- ingu til handa hinum f jórum kvöldu í Tyrone-fjölskyldunni” eins og hann segir s jálfur í tileinkunarorðum. Menningarsjóður hefur nú hafið út- gáfu leikrita á nýjan leik og ber að fagna því. Valið hefur tekist vel í þetta sinn því leitun er á jafnstór- brotnu bókmenntaverki og Daglelð- inni löngu lnni í nótt. Vonandi lofar útgáfa þess góðu um framhaldið. MVS Byrjunin lofar góðu Tónlistardagar Dómkirkjunnar, tónleikar 7. nóvember. Stjórnandi og organleikari: Marteinn H. Friöriksson. Einsöngvarar: Elín Sigurvinsdóttir, Sigrún Valgoröur Gestsdóttir, Anna S. Helgadóttir, Sigursvoinn K. Magnússon, Ingótfur Helgason. Efnisskrá: Heinric SchUtz: Af gœsku þinni gef oss friö; Hans Leo Hassler: Vor Guö er borg á bjargi traust; Þorkell Sigurbjömsson: Aminn- ing; Hugo Wolf: Andleg Ijóö við kvœöi eftir Eduard Mörike-Gebet og Schlafendes Jesukind; Felix Mendelssohn-Bartholdy: Prelúdia og fúga f G-dúr, Sónata f c-moll. Tónlistardagar Dómkirkjunnar munu nú haldnir í þriðja sinn. Þegar hefur skapast nokkur hefö um form þessarar litlu tónlistarhátíðar. Reynt er aö hafa verk eins tónskálds eins og rauðan þráð gegnum tón- leikaröðina. Aö þessu sinni er það Felix Mendelssohn-Bartholdy sem fyrir valinu hefur orðið. Svo er pant- að nýtt íslenskt verk og erlendum organleikara boðið aö leika á hátiö- inni, en hitann og þungann ber Dóm- kórinn ásamt stjómanda sínum, dómorganistanum. Tónlist Eyjólfur Melsted Músíkölsk áminning Þaö er þvi allvíður rammi sem Dómkórinn og aðrir nánir aðstand- endur þessarar litlu hátíöar hafa smiðað sér. En hingaö til hefur tekist að fylla út i hann og svo virðist einn- ig ætla aö veröa nú. Megináhersl- una lagöi kórinn á Áminningu Þor- kels Sigurbjörnssonar. Svo mjög ein- blíndi hann á þetta stóra verkefni aö hann átti fullt i fangi með að koma Hassler — þeim ágæta kaþólikka en uppáhaldsmanni lútheranna fyrir að hafa samið mörg trúarverk sin við texta á móöurmáli sínu, þýsku — til skila. Áminning, sem samin er við texta i I. Pétursbréfi, er ekki nema mánaðargamalt verk, þekkiiegt í meira lagi. Það lætur ekki mikið yfir sér, á yfirborðinu aö minnsta kosti, en í öllum þess blíöu og fögru hljóm- um felast mýmargar gildrur fyrir grandalausa söngvara svo að verkið er í formgerð sinni einnig músíkölsk áminning um að gæta að sér. Kórinn söng hreint og skiiaöi texta skýrt en hefði fyrir minn smekk mátt leggja meiri kraft i sönginn þar sem tilefni gáfust. Einsöngvarakvartettinn stóð vel fyrir sínu. Elín Sigurvinsdóttir fór sérlega vel með ljóð Hugos Wolf og „Primus motor” Tónlistardaganna og um leið músikiökunar í Dómkirkjunni, Mart- einn H. Friðriksson, lék Prelúdíu og fúgu í G-dúr og Sónötu nr. 2 í c-moll eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy af öryggi og stakri smekkvísi. Byrjunin lofar því góðu um þessa þriðju Tónlistardaga Dómkirkjunn- ar. EM Lífrænn leir — sýning Steinunnar að Kjarvalsstöðum Leirlist hefur verið nokkuö fýrir- ferðamikil hér á landi á síðastliðnum árum. En þrátt fyrir mikið framboð getum viö vart talað um skapandi hugsun nema í undantekningartil- fellum. Oftast snýst íslensk leirlist um vasa, ker og alls kyns skálar í hefðbundnu formi og með lítt frum- leguskrauti. Leirlist Stelnunnar Marteinsdóttur er þó greinileg undantekning. Leir- verk hennar eru sjálfstæð listaverk sem, þrátt fyrir ólíkar og jafnvel sundurleitar myndgerðir, búa yfir persónulegum tón sem gengur í gegnum sýninguna alla. Mesta athygli vekja þó hinar óhlut- lægu myndir eins og „Flug” (nr. 76) þar sem sameinast mjúk hreyfing og formræn nákvæmni. Þá ber mikið á myndgerð sem byggir á lífrænum formum og fjarlægri náttúruvísun. Eru þessi verk nokkuð misjöfn og virðist það oft erfitt fyrir listakonuna að þræöa einstigið milli skrautlistar og formrænnar fágunar. Virðist Steinunn koma sterkust út úr þeim myndverkum þar sem sterk og af- gerandi form ákveða myndrýmið. Inntakslega fjalla myndverk Stein- unnar um tilfinningar, tjáskipti og náttúruna. Þetta eru verk sem kref j- ast athygli og hluttekningar áhorf- enda sem fá þaö hlutverk aö ljúka þeirri sýn sem gefin er í skyn á myndfletinum. Flest verkin á sýningunni eru þó skálar og vasar. Nær listakonan lítt að snúa út úr hefðinni en vinnur aftur á móti efniö, áferöma og formin af mikilli tækni og þekkingu. Þegar sýningin er skoðuð sem ein myndræn heild, læðist að manni sá grunur að allar þessar myndgerðir og hlutir eigi eftir i náinni framtið aö renna saman og þessi persónulegi tónn, sem við skynjum i verkum listakonunnar, verði að nýrri og ein- stæðrimyndgerð. Falleg sýning Sýningu Stéinunnar að Kjarvals- stöðum er einkar smekklega fyrir komið. Þetta eru ljóðræn og tilfinn- ingarik verk sem njóta sín vei i þess- ari lýsingu, einnig sem skipulag sal- arins og skipting rýmisins er vel til fundin. GBK Myndlist Gunnar B. Kvaran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.