Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984.
5
Athvarf fyrir unga
fíkniefnaneytendur
„Eg vænti þess að nefndin verði
skipuð til þess að hún geti lagt fram
skjót og góð úrræði. Það er dýrkeypt-
ara að bíða en framkvæma strax,”
sagði Guðrún Agnarsdóttir þingmaður
í viötali við DV nýlega. Guðrún er
fyrsti flutningsmaður tillögu til þings-
ályktunar á alþingi um athvarf fyrir
unga fíkniefnaneytendur. Með-
flutningsmenn eru Kristín Halldórs-
dóttir og Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir. Því standa allir þingmenn Sam-
taka um kvennalista aðtillöguþessari.
I henni er heilbrigöisráðherra falið aö
skipa þriggja manna nefnd. Hún leggi
fram fyrir 1. maí 1985 ákveönar til-
lögur um það hvemig best sé að veita
athvarf og heilbrigðis- og félagslega
þjónustu þeim börnum og unglingum,
yngri en 18 ára, sem eru illa haldin,
andlega og líkamlega, vegna fíkniefna-
neyslu.
„Þetta athvarf er hægt að finna
áður en byggð er unglingageðdeild
sem líka er nauðsynleg,” sagði
Guðrún. „Þaö verður að stemma á að
ósi í þessum efnum, bæði til að líkna
þessum hópi barna og unglinga, sem
þegar eru háð fíkniefnum, og koma í
veg fyrir að hann verði kveikjan aö
öðrumstærri.”
„Ríkisstjómin hefur þessi mál til at-
hugunar, en bæði heilbrigöis- og dóms-
málaráðherra, hafa fengið tillögur frá
tveimur nefndum sem skipaðar vom
til aö kanna þessi mál og leggja fram
tillögur til úrbóta,” sagði Páll
Sigurösson, ráðuneytisstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu. Hann var spurður
hvort einhver afstaöa lægi fyrir um at-
hvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur.
Sagði hann að töluverð viðbótarrými
hefðu bæst við á undanfömum árum
fyrir áfengissjúklinga. I þeim stofnun-
um sem fyrir eru væri ekki aöskilin á-
fengis- eða önnur vímuefnaneysla —
yfirleitt væm neytendur ofneytendur á
hvort tveggja. Kvað Páll Sigurðsson
oft hafa verið deilt um akiursmörkin og
margir horfið frá sérstökum unglinga-
deildum.
-ÞG.
Endurmat á störfum kennara:
„Alltaf hæfasta og
besta fólkið í þekk-
ingarfabrikkuna”
„Skólinn er verksmiöja sem fram-
leiðir þekkingu,” sagði Guðmundur
Einarsson þingmaður í umræðu á al-
þingi nýlega um endurmat á störfum
kennara. Þingmaðurinn undirstrikaði
mikilvægi þess „að í þá þekkingar-
fabrikku verði alltaf ráöið hæfasta og
besta fáanlega fólkið”, og líta beri á
þessa atvinnugrein sem undirstöðuat-
vinnuveg í þjóöfélaginu.
Til umræðu var tillaga til þings-
ályktunar frá öllum þremur þing-
mönnum Samtaka um kvennalista, um
endurmatá störfumkennara.
Þar er lögð áhersla á aö brýna
nauðsyn beri til að fram fari endurmat
á störfum kennara þar sem tillit verði
tekið til hinnar miklu ábyrgðar sem
kennurum er lögð á herðar við stöðugt
umfangsmeiri og f jölbreyttari fræðslu
og uppeldi í siauknum mæli.
Benda flutningsmenn á aö ekki sé
síður um hagsmunamál foreldra en
kennara að ræða og jafnframt þjóð-
arinnar allrar. Lagt er til að fimm
manna nefnd verði skipuö er skili áliti
ekki síðar en sex mánuöum eftir sam-
þykkt tillögunnar.
.JCfnislega er þessi tillaga sam-
hljóða þeim viðhorfum sem ríkja innan
þess vinnuhóps sem skipaöur var af
menntamálaráðherra á síðastliðnu ári
til þess að fjalla um aukin tengsl
heimila og skóla,” sagði Salome Þor-
kelsdóttir þingmaður m.a. í um-
ræðunni. „Vegna verkfallsins hefur
nefndin ekki getað skilaö áfanga-
skýrslu sinni til ráðherra, en skýrslan
er nú í lokavinnslu.” Til þess að bæta
samstarf heimila og skóla sagði
Salome að nauðsynlegt væri að endur-
meta störf kennara, meðal annars með
tilliti til breytinga í þjóðfélaginu og
aukinni ábyrgö kennara. Menntamála-
ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir,
lýsti yfir stuðningi við meginefni til-
lögunnar.
-ÞG.
Sjómannadagsráð tekur á næstu
dögum í notkun fyrir aldraða 28
nýjar, verndaðar þjónustuíbúðir í
Hafnarfirði. Ibúðimar eru í tíu
raðhúsum, tvær og þrjár í hverju
húsi. Þjónustuíbúðirnar eru byggðar
samkvæmt ákvæðum í lögum um
verndað þjónustu- og öryggishús-
næði fyrir aldraða. Eru þessar nýju
íbúðir í Hafnarfiröi annaðhvort í
einkaeign eöa í eigu góðgerðafélaga
og stéttarfélaga, en meirihluti íbúða
er í einkaeign. Sérstök þjónustu- og
öryggismiðstöð er síðan í Hrafnistu í
Hafnarfirði.'
mannadagsráð ætti vilyrði fyrir
fimm svona íbúðahverfum í Garða-
bæ og einnig væri í eigu þess stór lóð i
Reykjavík. -EH.
Að sögn Péturs Sigurðssonar, for-
stöðumanns Hrafnistu í Hafnarfirði,
þá hefur Sjómannadagsráð séð um
framkvæmdir og aöstoðaö við út-
vegun f jármagns meðan á byggingu
íbúðanna stóö. Um áframhaldandi
framkvæmdir sagði Pétur að Sjó- Nokkrirgastír skoða húsin á laugardaginn.
DV-mynd S.
NÝJAR ÍBÚÐIR FYRIR
ALDRAÐA í HAFNARFIRDI
Hann er íslenskur!
Hann er lagaður
að líkainanum!
Hannfæstmeð eöa
ánarmaogmeö
hvaða áklæði sem er!
Ef hann er 2000 krónum ódýrari en
innfluttur stóll, hversu mikið gætir
þú þá sparað í næsta skipti sem þú
pantar 25 stóla fyrir fyrirtæki þitt?
Rétt! 50.000 krónur. Hverniggæti
fyrirtækið haft not af 50.000 krónum
aukalega? Hvernig sem þú vilt nota
peningana þá ertu alltaf velkominn.
Hjá okkur gerir þú hagkvæm
innkaup. Við opnum klukkan 8.
STÁLIÐJAN hf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211