Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. ASÍ-þing haldið eftir hálfan mánuð: Leitað víðtækari samstöðu um forystu Á nœsta þingi Alþýöusambands Islands, sem haldiö veröur dagana 26. til 30. þessa mánaöar, er stefnt aö ýmsum skipulagsbreytingum er fela i sér aö skapa breiöari pólitíska sam- stööu um forystu ASI. Miöstjóm ASI hefur samþykkt að leggja fyrir þingiö tillögu til laga- breytinga um að kosnir verði tveir varaforsetar í staö eins og aö mið- stjómarmönnum veröi f jölgaö um 3, úr 13 í 16. Asmundur Stefánsson, forseti ASI, er sem kunnugt er alþýöu- bandalagsmaöur og Bjöm Þórhalls- son varaforseti sjálfstæöismaöur. Taliö er liklegt að annar varaforseti veröi úr röðum alþýðuflokksmanna ef tillagan fæst samþykkt á þinginu. Tillaga sama efnis var reyndar lögö fyrir síðasta þing ASI en var felld. Karl Steinar Guönason, varafor- maður Verkamannasambandsins, og Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, em taldir koma til greina sem fulltrúar krata. En einn- ig em uppi hugmyndir um aö þetta embætti veröi skipaö konu og em þá taldar koma til greina Þóra Hjalta- dóttir, formaður Alþýöusambands Noröurlands, og Sigrún D. Elíasdótt- ir, formaöur Alþýðusambands Vest- urlands. Sem stendur eiga aðeins tvær konur sæti í miðstjóm ASI, Aðalheiöur Bjamfreösdóttir, for- maður Sóknar, og Þórunn Valdi- marsdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknar og núverandi fram- kvæmdastjóri félagsins. ÖEF Framsókn varar við óheftri frjálshyggju „Fundurinn varar við óheftri frjáls- hyggju sem kollvarpaö getur þvi þjóö- félagi menningar, jafnræöis og vel- feröar sem leggja ber áherslu á aö tryggja,” segir meðal annars í stjórn- málaályktun miðstjórnar Fram- sóknarflokksins frá síðustu helgi. Þá fagnaöi miöstjórnin þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur náö í efnahags- málum og síöan segir: „Miöstjórn Framsóknarflokksins telur að hiö fyrsta verði að hefja undirbúning aö gerö þeirra kjarasamninga sem taka eiga gildi í árslok 1985 meö þaö aö markmiði: 1. Að verðbólga minnki og stöðugleiki skapist í efnahagslífinu þannig aö kaupmáttur aukist. 2. Aö leitað sé samstööu í nýsköpun atvinnu- lífsins sbr. áætlun ríkisstjómarinnar er veröi grundvöllur að bættum kjör- um í þjóðfélaginu. 3. Að skapa víötæka samstööu um gerð kjarasamninga. 4. Aö auka kaupmátt lægstu launa hlut- fallslega meira en hærri launa, minnka launamun í þjóðfélaginu og koma á eðlilegu samræmi á kjörum hinna ýmsu þjóðfélagshópa. 5. Aö beita ýmsum öömm aögerðum en beinum launahækkunum svo sem skattalækk- unum og öörum opinberum jöfnunar- aögeröum til aö bæta afkomu launa- fólks. I því skyni verði öll tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga tekin til endur- skoöunar fyrir næstu kjarasamninga. 6. Aö kjarabætur veröi í samræmi við aukningu þjóöartekna og stööu þjóöar- búsins. 7. Að kjarasamningar séu til a.m.k. tveggja ára. 8. Aö gerö sé rót- tæk atlaga gegn skattsvikum og neöan- jaröarhagkerfi.” Ennfremur segir í stjómmála- ályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins að núverandi stjómarsam- starfi beri aö halda áfram enda náist samstaða meö flokkunum um aögeröir í efnahagsmálum. -EIR. Sáð yfír hluta salarins á stofnfundi Frjáisrar fjölmiðlunar siðastiiöinn laug- artiag. DV-mynd: S. Starfsmenn Frjálsrar f jölmiðlunar: Óska sérsamninga innan fyrirtækisins Starfsfólk Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV, Vikuna og Urval, kom saman á Esjubergi á laugardag til að stofna starfsmannafélag. Slíkt þætti ekki tíöindum sæta, nema fyrir þær sakir aö Starfsmannafélag Frjálsrar f jölmiölunar hefur óskaö eft- ir því viö viökomandi stéttarfélög aö fá aö gera sérstakan kjarasamning innan fyrirtækisins. Starfsmenn Frjálsrar fjölmiðlunar tilheyra fjórum stéttarfé- lögum, Blaðamannafélagi Islands, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Félagi bókageröarmanna og Verka- kvennafélaginu Framsókn. Forsvars- menn þessara félaga hafa tekið vel í þá hugmynd að starfsfólk fyrirtækisins geri sérstakan samning til lengri tíma og meö meiri kauphækkunum en lág- markssamningar stéttarfélaganna fela í sér. Enn liggur þó ekki fyrir hvemig slíkir samningar skuli útfærö- ir. Á fundinn á laugardag var mætt- ur rúmur helmingur starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar. Mikill einhug- ur ríkti um stofnun starfsmannafé- lagsins og um aö leita nú þegar leiöa til aö gera sérsamninga. Loðnukvótinn tvöfaldaður Sjávarútvegsráöuneytiö hefur ákveðiö aö auka heildarloönuveiöi- kvótann úr 195 þúsund lestum í 390 þúsund lestir. Er hverjum báti heim- ilt að veiöa tvöfaldan þann afla sem honum var úthlutaður meö reglugerö frá 26. september 1984, um loönu- veiðar á haustvertíö 1984 og vetrar- vertíöl985. Ákvöröun þessi er tekin á grund- velli bráöabirgöatillagna frá Haf- rannsóknastofnuninni sem staö- f estar voru á fundi fisk veiöiráögjafa- nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins í byrjun síðustu viku. Nú standa yfir frekari bergmáls- mælingar á loönustofninum á vegum Hafrannsóknastofnunar og er þess vænst aö niðurstöður þeirra liggi fyrir fljótlega og veröur þá tekin af- staða til frekari veiöa á yfir- standandi loðnuvertíð. Skoðanakönnun: NT fær út fylgis- aukningu Framsóknar NT birti í gær niöurstöður skoö- anakönnunar sem þaö blað hefur gert. Framsóknarflokkurinn hefur bætt miklu viö sig samkvæmt«þessari könnun og benda menn á aö NT er tengt Framsóknarflokknum. Samtök um kvennalista hafa einnig bætt viðsig en Alþýðuflokkur, Alþýöubandalag og Sjálfstæöisflokkur tapaö miðað viö síð- ustu kosningar. Áberandi er hve illa Alþýöubandalagið fer út úr könnun NT ef boriö er saman viö síðustu kannanir DV. NT segir aö kannanir blaðanna gefi góöa mynd af þeim hreyfingum sem eiga sér staö í þjóöfélaginu á hverjum tíma. Vísar NT þar einnig til DV- kannana og segist nota DV-aöferðir. Talsverður munur er víða í útkomu NT-könnunarinnar og DV-könnunar sem birt var 23. október. Hreyfingar á fylgi flokka mætti ef til vill athuga meö samanburöi á niöurstööum kannana NT, næst þegar þaö blaö gerir könnun, en líklega má lítinn lærdóm draga af samanburöi þessarar NT-könnunar viö síðustu DV-kannanir. Til þess virðist NT-könnunina skorta ýmislegt. Ef teknir eru þeir sem tóku afstööu í könnun NT veröa niðurstööur þessar. I sviga úrslit síöustu þingkosninga: Alþýðuflokkur 8,9% (11,7), Fram- sóknarflokkur 23,6% (19%), Bandalag jafnaöarmanna 7% (7,3), Sjálfstæðis- flokkur 37,8% (39,2), Alþýðubandalag 13% (17,3), Samtök um kvennalista 9,4 (5,5). Niöurstööur síðustu DV-könnunar voru þessar (þeir sem afstööu tóku): Alþýöuflokkur 6,2%, Framsóknarflokkur 15,8%, Bandalag jafnaðarmanna 8,4%, Sjálfstæðis- flokkur 40,4%, Alþýöubandalag 19,9%, Samtök um kvennalista 9%. Flokkur mannsins er á blaöi í könnunum DV og NT meö0,2%. -HH. Endurbætt sjómannalög „Ég vænti þess aö nefndin taki umfrágildandilögum. Einnýmælieru frumvarpiðtilgagngerrarskoöunarog til dæmis þau aö sé skipverjum, sem þaö fái svo afgreiðslu á þessu þingi þar starfað hafa samfellt í þjónustu sama sem það er lagt fram svo snemma útgeröarmanns í 15 ár eða lengur vikið þings,” sagöi Matthías Bjamason úr starfi án nægra ástæöna þá eigi þeir samgönguráöherra í efri deild í gær er rétt á launum. Skulu þeir samkvæmt hann lagði fram frumvarp til sjó- frumvarpinu eiga rétt á sérstakri upp- mannalaga. Var frumvarpið lagt fram bót sem nemi eins mánaöar launum ef í annaö sinn nú og eftir fyrstu umræöu um yfirmenn er aö ræöa og annars vísaö til samgöngunefndar. Nokkrar skululaunmiöuðviöl5daga. breytingar eru á þessum sjómannalög- -ÞG Jafntefli Í23. einvígisskákinni íMoskvu: Allt samkvæmt áætlun — segja liðsmenn áskorandans,Garrí Kasparovs Heimsmeistaraeinvígiö í Moskvu, sem hófst af svo miklum krafti, viröist nú engan enda ætla aö taka. Fjórtánda jafntefliö í röð sá dagsins ljós í gær er þeir félagar tefldu 23. einvígisskákina. Þetta var stutt skák, aðeins 22 leikir, og fremur bragödauf. Karpov komst ekkert áleiöis gegn drottningarbragði Kasparovs og eftir mikil uppskipti undirrituöu þeir friöarsamningana. Staöan því enn óbreytt, 4—0 Karpov í vil. I herbúðum Kasparovs ríkti almenn ánægja meö þessi úrslit og liösmenn hans sögöu aö „allt gengi samkvæmt áætlun”. Kasparov hefur í síöustu skákum sætt sig viö jafntefli og „teflt meira með kjafti og klóm”, eins og einn skákunnandi komst aö oröi. Þaö var einmitt hann sem bauð jafntefli í skákinni í gær enda hafði honum tekist aö jafna taflið auöveld- lega. Aö sögn sérfræðinga í Moskvu bendir gangur einvígisins til þess, að Kasparov hafi ofmetiö möguleika sína í upphafi en hafi nú loks gert sér grein fýrir því að Karpov er ekkert lamb aö leika við. Þaö gæti reynst heimsmeistaranum erfitt aö vinna tvær skákir til viðbótar ef mótherj- inn tekur enga áhættu. Margir eru þeirrar skoöunar aö Alþjóðaskák- sambandiö hljóti í Ijósi þessarar reynslu að endurskoða reglumar varöandi heimsmeistaraeinvígið. Nú eru jafntefli ekki talin meö og ein- vígiö gæti þvi dregist úr hömlu. Tuttugasta og f jóröa skákin verður tefld á miövikudag og þá hefur Karparov hvítt. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Garrí Kasparov. Drottningarbragð. 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 Rc3 Be7 5. Bg5h66. Bh4 Þannig tefldi Karpov síöast í 17. skákinni en í 19. og 21. skákunum lék hann 6. Bxf6 Bxf6 7. Dd2, sem er skarpara framhald. 6. — 0—07.Hcl Tartakover-afbrigðið, 7. e3 b6 var til umræðu í 17. skákinni en Karpov komst ekkert áleiöis og samið var um jafntefii eftir 22 leiki — algeng lokatala í þessu einvígi. Hróksleikn- um brá fyrir í einvígi Karpovs og Kortsnoj í Merano fyrir þremur ár- um og reyndar teflist skákin nú líkt og ein viöureignin þá. 7. —dxc4!?8.e3 Hann komst tvö skref fram meö peðið en þaö er allt of hættulegt! 8. —c5 9. Bxc4 cxd410. Rxd4 Hann vill ekki taka á sig stakt peö á miöborðinu meö 10. exd4 en texta- Skák Jón L. Árnason leikurinn er ósköp bitlaus. Karpov reyndi þetta gegn Kortsnoj en svart- ur jafnaði taflið án nokkurra vand- kvæða. 10. —Bd711.0-0 Rc612. Rb3 Svartur hefur þrengri stöðu og því eru öll uppskipti honum í hag. 12.—Hc8 13. Be2 Rd5! 14.Bxe7 Léttir á svörtu stööunni en 14. Bg3 Rxc3 15. Hxc3 Rb4 var heldur ekki vænlegt til árangurs. 14. —Rcxe715. Rxd5 E.t.v. er 15. Re4!? síðasti mögu- leikinn til þess aö flækja málin. 15. —Rxd516. Hxc8 Dxc817. Dd4 Db8 18. Bf3 Rf6 19. Rc5 Bb5 20. Hdl b6 21. Re4Rxe4 22. Bxe4Hc8 a b c d e i g h Svartur hefur jafnaö tafliö og nú var frekari vopnaviöskiptum hætt. Fram aö þessu hefur Kasparov þurft aö hafa fyrir því aö ná jafntefli meö svörtu en nú átti hann ekki í erfið- leikum. Er hann kannski aö sækja í sigveðrið? Helgarskákmótið í Eyjum Ásgeir Þór Ámason og Helgi Ölafs- son urðu efstir og jafnir á 26. helgar- skákmóti tímaritsins Skákar og Skáksambands Islands, sem haldiö var í Vestmannaeyjum um helgina. Þeir hlutu 6 v. af 7 mögulegum en í 3.-6. sæti uröu Jón L. Ámason Jón Hálfdánarson, Guðmundur Halldórs- son og Guömundur Sigurjónsson meö 51/2 v. Enginn keppandi hlaut 5 v. en fjölmargir 4 1/2 v. Keppendur á fimmtatug. I síðustu umferð gerðu Helgi og Jón L. jafntefli en Ásgeir komst upp að hlið Helga með sigri gegn Sævari Bjamasyni í spennandi skák. Frammistaöa Sigurgeirs Gíslasonar vakti athygli. Hann vann m.a. Bene- dikt Jónasson, geröi jafnt við Jón L. Ámason og hlaut öldungaverölaun á mótinu. Mótiö tókst í alla staði mjög vel og móttökur heimamanna voru höfðing- legar. JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.