Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. Frjálst, óhóö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. ' Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað 28 kr.. Oflágt orkuverð Nýjasti álsamningur íslenzkra stjórnvalda við Alusuisse um orkuverð og önnur mál Isals er ekki hrifningarefni. Það bezta, sem um hann er hægt að segja, er, að hann er samningur. Sem slíkur bindur hann enda á margra ára deilu og veitir vinnufrið næstu fimm árin. Hitt jákvæða atriðið í samningnum er,að sættir tókust um þau atriði, sem sett höfðu verið í gerðardóm. Isal mun greiöa ríkissjóði um 100 milljónir króna og viður- kenna þannig óbeint gamlar syndir. Þetta er um þriðjungur af því, sem íslenzk stjórnvöld höfðu krafizt. Margir hafa gagnrýnt þetta og sagt eðlilegast, að látið yrði í gerðardómi reyna til fulls á hinar íslenzku bak- kröfur. Hitt er þó líklegra, að í samstarfi sé betra að ná samkomulagi heldur en að láta sverfa til stáls. Þaö er lög- mál, sem gildir á ótal sviðum. Svarta og stóra atriðið í þessum nýja samningi er orkuverðið. Niðurstaðan hlýtur að valda verulegum von- brigðum. Eftir mikið bjartsýnistal hinna íslenzku samningamanna allt þetta ár, bjuggust margir við hærri niðurstöðu en 13—14 eininga orkuverði. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur sagt, að „við höfum ekki efni á að selja raforku mikið undir 17—18 mills”. Og raunar er þegar vitað, að orku- verð frá Blöndu og öðrum nýjum orkuverum verður ekki undir 20 verðeiningum. Þetta stingur í stúf við samning- inn. Að vísu er því haldiö fram, að Búrfell sé gamalt orkuver á gömlu kostnaðarverði. En óneitanlega fer að verða eftirsjá í að hafa látið orkuna frá ódýrasta orkuveri landsins í hendur fyrirtæki, sem statt og stöðugt neitar að borga nálægt gangverði fyrir hana. I sumar var ánægja íslenzku fulltrúanna svo mikil, eins og hún kom fram í fjölmiðlum, að almennt var búizt við niðurstöðu, sem væri einhvers staðar á milli síðustu kröfu um 17 verðeiningar og síðasta boðs um 15 einingar. Þessar tölur hafa greinilega verið ímyndun ein. Fjölmiðlar eru auðvitað ábyrgir fyrir flutningi talna á borð við þessar. Hins vegar gáfu raunar viðræður við samningamenn tilefiii til að ætla, að ágreiningurinn lægi á þessu 15—17 verðeininga bili. tJtkoman er hins vegar í raim ekki nema 13—14 verðeiningar. Eftir að íslenzkir fulltrúar ríkisvaldsins hafa nokkrum sinnum farið halloka fyrir fulltrúum Alusuisse er ekki nema eðlilegt, að úti í bæ fari að gæta nokkurrar svart- sýni um framtíðina. Spurt verður, hvort búast megi við einhver ju viti í verðandi álsamningum. Sérstaklega er ástæða til að draga í efa, að Alusuisse sé einmitt rétti aðilinn til að semja við um frekari álfram- leiðslu hér á landi. Er bætandi á þá þjóðarsundrungu, sem þegar hefur hlotist af óbilgirni Svisslendinga í við- skiptum við enn óreynda Islendinga ? Alvarlegast er, að áldeilan hefur verulega dregið úr áhuga með þjóðinni á stóriðju yfirleitt. Hún er ekki lengur umtalsverður þáttur í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er miður, því að stóriðja er gagnleg, þótt hún sé ekki allra meina bót, frekar en önnur starfsemi. Af því að sjálft orkuverðið skiptir mestu máli í samn- ingum við álver, hlýtur hinn nýi samningur að valda von- brigðum. Búið er að gera hann og við hann verður staðið. En fráleitt er, að hann stuðli að frekari áliðju eða annarri stóriðju hér á landi. I því máli verður þjóðin áfram sundruö. JónasKristjánsson. Peningalaunahækkun og láglaunamenn Þaö var fagurt á f jöllum á laugar- daginn, þótt loftvogin væri byrjuð að falla á Samlagssvæðinu og dimmir skýjabakkar væru í suðri. Orkoma varinánd. Víöa voru yfirgefnir bílar á Hellis- heiði i vegkantinum, ellegar þeim hafði verið ekið yfir veglausa jörð nokkurn spöl, en einhver sagði aö þarna væru rjúpnaskyttur á ferð. Engar fregnir höfðum við þó af veiði, * nema hvaö þetta hljóta að vera kjör- in veiðilönd fyrir sjóndapra veiði- menn, eða þá sem öröugt eiga með að greina rjúpur frá kúm bænda, eða sauöfé, en það kemur aö sögn blaða alloft fyrir. Og svona mun það verða fram til jóla, aö menn ganga til rjúpna, því til eru þeir sem telja það metnaöarmál aö jólamaturinn sé úr eigin foröa, en ekki keyptur í búð. Bryðja menn þá sín eigin högl á jól- um og minnast þá einveru i öræfum eða á heiðum uppi. Og skothvellirnir glumdu í bergstálinu og í fjöllunum meöan við ókum Heiðina. Af Kambabrún var víðsýnt þennan morgun, sól inn til fjalla, en tU aðsjá úr fjarlægð virðist hálendið nú vera ein drifhvít fegurð, eða landið er snævi þakið. A vorum dögum telst það þvi lita peningalega út, eftir aö úrkoma á hálendi breyttist i mill og dollara í staðinn fyrir hrakinga á heiöarvegum og hroðalegar leysing- arávorin. Þjóðfélagið er nú smám saman að jafna sig eftir verkfall BSRB, en þar fengu tilvonandi borgarskæruliðar að reyna sig ofurlitiö, því þaö er ekki nóg að hafa skegg eins og Gevara, seðlabánkastjóri á Kúbu. Menn verða líka að kunna til verka. Tekst að verja kaupmáttinn? Maðurinn sem er atvinnulaus, af þvi að ekki er unnið í frystihúsinu og vinnan i sláturhúsinu er líka búin, hafði áhyggjur af kaupmættinum, því allir greindari menn sjá, að þetta voru ekki samningar fyrir fátækt fólk. Einkum og sér í lagi þar sem peningalaunahækkunin skellur á strax. Og þótt það hljómi eins og þversögn, að kauphækkun þrengi kost manna, þá fer það nú samt þanneigin, þvi í fyrsta lagi þá voru láglaunamenn stærsti hlutinn af þeim, sem ekki voru á launum í verk- fallinu. Bréfberar og kennarar, svo dæmi séu nefnd, og töpuöu þvi um það bil 10% af árslaunum sínum í vinnudeiluna. En allir hljóta að sjá, að þegar búið verður að semja við sjómenn, verslunarmenn og aðra fjölmenna hópa, sem ósamiö er við nú, þá hlýtur fiskverð að hækka, launakostnaður útgeröar og fisk- vinnslu var þó greiddur við þær að- stæður, að tap var á allri útgerð og allri frystingu. Þjóðhagsstofnun telur þetta tap, meö óbreyttum vöxt- um hafa verið um 6%, og gerir sú stofnun þó yfirleitt lítiö til aö hræða rikisstjórnina. Auðvitað þýðir þetta gengisfellingu í einhverri mynd. Það sama skeður í þjónustugreinum, byggingarvinnu og öðru. Vísitala byggingarkostnaðar mun hækka eftir að hafa lítið hreyfst frá mánuði Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR til mánaðar þar til nú. Og svo mun „kaup bóndans” hækka og launa- kostnaður í mjólkurstöðvum og gr&utarhúsum samlagssvæðanna, þótt sláturkostnaöur á hvern dilk sé nú kominn niður i kjötprísa í útlönd- um, enda varð hækkun milli ára nú víst ekki meiri en 18%. Skattaleiðin var betri kostur Allt mun þetta þvi hafa áhrif á verðlag og það á næstu dögum og vikum. Og þar sem láglaunamenn borga það sama fyrir nauðþurftir sinar, soðningu, mjólk og brauð, og þeir sem hærri launin hafa verður ekki annað séð en að staða láglauna- fólks hafi aöeins versnaö i þessum samningum, þegar auðsætt er aö svonefnd peningalaunahækkun fer beint inn í verðlagiö. Enginn getur komið i veg fyrir þaö. Ekki einu sinni rikisstjórnin. Og því hallast nú æ fleiri að þvi að skattaleiöin svo- nefnda hefði komið launavinnu- mönnum og ómegöarfólki betur. Þá heföu skattar og útsvar lækkað á lægstu laun, en þessi leið var talin kosta um 1400 milljónir króna. Þetta átti aö f jármagna meö þvi að fresta framkvæmdum og draga úr hraöa á öörum. Þar átti aö fá um 800 milljónir króna, en það sem á vant- aði hugsuöu menn sér að ná meö því að skattleggja munað og miklar eignir. Sú viðbára, að með því að hafa hendur i hári milliliöanna og að með hertri skattheimtu, sé unnt að verja þessa samninga, er blekking. Þessir samningar eru nefnilega einkamál viðsemjendanna og koma því hvorki við hag ríkisins né milliliðanna; og þeir uppræta ekki fátækt á Islandi. Það er að visu hart aö þurfa aö segja þaö, að þarna vissu verka- menn og ríkisstjórnin meíra en ríkis- starfsmenn, eða BSRB. Og þetta munu menn, þvi miöur, þurfa að reyna á næstu vikum, þótt einfeldn- ingar þykist greina bata ó síðari hluta næsta árs (1985). Hitt stendur óhaggað, að við svo búið mátti ekki standa. Farið var að sverfa svo að láglaunafólki á Is- landi, þannig að það varð að finna leið til aö halda einfalda gerð af heimili í landinu, þótt flest bendi hinsvegar til þess að það hafi mistek- ist eina ferðina enn. 220 volta kærleiksverk A.m.k. er það svo, meðan við getum talið upp nær endalaust, hvaða hækkanir muni dynja yfir. Raforka mun t.d. hækka.þarsemer- lendar skuldir Landsvirkjunar eru nú miklar og afborganir þyngjast við gengisfellingu og kalla á hærri gjald- skró, þrátt fyrir glæsilegan árangur ólviöræöunefndar og iönaðarróð- herra, sem fengið hefur fram um- talsverðar hækkanir á raforku til Álversins í Straumsvík. Hitt hlýtur hinsvegar að vera spuming, hvort Reykjavíkurborg, sem á helming þessara orkuvera, á ekki rétt ó út- hlutuðum arði af þessum samningi sérstaklega því við hér á Samiags- svæðinu erum sannast sagna orðnir dálítið þreyttir á að eiga rafljósa- félög eins og Landsvirkjun með rík- inu, sem yfirleitt gefur sitt rafmagn, ellegar veður öðrum kosti út í skuldafen með byggöalínur, meðan Rafmagnsveita Reykjavíkur, verður sjálf að greiða sitt dreifikerfi á kostnað borgarbúa og á sama tíma og þeir borga byggðalínumar að sínum hluta líka? Þó eru stofnlínur Rafmagnsveitu Reykjavíkur ólíka langar og hinar merku stofnlinur Landsvirkjunar og RARIK. Þá mun nýjasti búhnykkur Raf- ljósafélagsins ótalinn, en vera ó leið- inni í pósti. Sumsé reikningurinn fyrir Kröflu, sem mun vera upp ó tvo milljaröa, þannig aö það em nú fleiri en rjúpnaskyttur, sem þekkja ekki stórgripifrá fugli. Það er i sjálfu sér ekkert við þaö aö athuga þótt rikisstjómin vilji gefa rafmagn, en um það em mörg dæmi. Þá er Landsvirkjun rekin eins og hvert annaö hagstjómartæki. En þaö væri þó viðkunnanlegra ef ríkissjóð- ur greiddi slik 220 volta kærleiksverk sjólfur og sæi þó einstök sveitar- félög, eins og Reykjavík, i friði. Og þar sem Reykvíkingar eiga nú Landsvirkjun nær hálfa, auk hins sem þeir eiga sem hluti af þjóðinni, er það talsvert þreytandi til lengdar, þegar sveitaþingmenn og ráðherrar tala um Landsvirkjun eins og hvert annað rikisfyrirtæki. Eins og sakir standa veit maöur þó ekki um neina rafstöö alfarið í rikiseign, nema Kröfluvirkjun. önnur orkuver eru sameign, eða séreign sveitarfélaga. Rétt eins og Gjaldheimtan í Reykja- vík og Skýrsluvélar rikisins og Reykjavíkurborgar eru sameign ríkis og borgar. Það er þvi vægast sagt mjög óviö- felldið ef ríkisvaldiö ætlar aö leggja þessa tiu megavatta þjáningu sina, eða Kröfluvirkjun fram sem nýtt hlutafé í Landsvirkjun. Nóg var það þegar ríkiö borgaöi hlut sinn með stofnlínum, eða með eigin dreifi- kerfi. En hvaö um þaö: Álverið greiðir nú 14 mill fyrir raf- orku. Hjörleifur Guttormsson er í New York. Jónas Guömundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.