Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 12
56
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
FRAMHALD AF BLS. 55
Fágætt að
stelpur væru
skrifandi
í skólablað
— segir Helga Ágústsdóttir, dagskrárgerðarmaður
á ríkisútvarpinu og „tækifærisskríbent” eins
og hún orðarþað
„Þaö er ekki hægt aö segja aö ég
stundi þetta. Ég geri þetta þegar
mér dettur í hug. Ég vildi gjarnan
gera meira en til þess þarf mikinn
tima og ögun,” sagöi Helga Ágústs-
dóttir, umsjónarmaöur Kvöldvöku
ríklsútvarpsins, sem hefur auk þess
stiórnaö þáttum um fjölskyldumál
sem heita Viö og er kennaramennt-
uö, meö menntun í sálfræöi og sitt-
hverju fleira.
Hún orti í skólablað MR en fékk
einnig birta eftir sig smásögu í Eim-
reiöinni þegar hún var aðeins 15 ára.
Hún hefur skrifaö smásögur í Lesbók
Morgunblaðsins og í fyrra gaf hún
líka út hina heimsfrægu barnasögu-
um Krókó Pókó „sem nú er verið að
þýða á swahili og hindúamál”, aö
hennar sögn.
„Satt aö segja held ég aö ég sé
alltaf hálffeimin gagnvart eigin
hugarsmíöum. Þaö er ef til vill
ástæöan fyrir því aö ég hef ekki
haldið til haga neinu sem ég geri.
Ætli ég sé ekki hálfgerður augna-
bliksskríbent og hafi sennilega alltaf
veriö,”segirHelga.
— Æskuskáldskapur?
„Mér finnst þaö eitt af eðlilegustu
fyrirbrigðum undir sólinni. Mér
finnst aö í raun og veru sé allt of h'tiö
gert að því aö styöja viö tjáningarvið-
leitni unglinga og ungs fólks yfirleitt.
Þaö gildir ekki bara um formlega
tjáningu heldur einnig og jafnvel sér-
Okunnrödd
éftir Helgu Ágústsdóttur
Síminn hringdi, um leiö og ég kom
inn.
„Ertu heima?” var spurt djúpri
karlmannsrödd, þegar ég svaraði.
>vJá, þú hlýtur aö heyra þaö.” Ég
var hálfundrandi y fir spurningunni.
„Hefurðu aldrei hringt eitthvaö, og
enginn hefur svarað?” spuröi þessi
ókunni maöur.
„Jú, víst hef ég gert það. En hver
ertu? Ég minnist þess ekki aö hafa
heyrt rödd þína áöur.”
„Þú hefur aldrei heyrt hana, og
þaö er undir þér sjálfri komið, hvort
þú átt eftir aö heyra hana oftar á lífs-
leiðinni,” svaraöi hann.
,íln viö hvern, hef ég þá ánægju aö
tala?” spurði ég, og tók nú aö gerast
forvitin.
„Ánægjuna skulum við setja innan
gæsalappa. En hvað ég heiti skulum
við strika yfir. Helzt meö rauöu, eins
og kennarinn var vanur aö strika
yfir þaö, sem aflaga fór hjá mér í
skóla.” Rödd hans líktist trumbu,
sem slegin er í f jarska.
Ég þagði. Einfaldlega af því ég gat
engu svarað slíkri ræöu.
„Og svo spyrðu hvað ég heiti.”
Hann rak upp kuldalegan hlátur.
„Nei, ef þú hugsar þig um, þá
kemstu aö raun um, aö raunverulega
langar þig ekki til aö vita hver ég er,
Þa5 er aðeins stundarforvitr.i, sem
knýr þig til spurnar. Hvern ætti líka
aö fýsa, aö kynnast mér? Eg er
aöeins þurrt nafn, á manntalsskrif-
stofunni.” Hann þagnaöi.
Ég sat sem steini lostin, og beið
eftir nýrri sjálfsádeilu frá honum.
, jEg skal segja þér,” hélt hann
áfram „aö nokkrar mannverur hafa
álpazt til að skyggnast örlítið inn
fyrir þetta þurra nafn. En þær hafa
allar snúiö við í anddyrinu. Þær
fundu þar ekkert nýstárlegt, svo þær
hirtu ekki um að skyggnast inn í
stofuna.”
Hér þagnaði hann aftur. Eins og til
aö ná valdi á sjálfum sér.
„En þaö var dálítið sárt, aö finna
þessar fáu verur snúa svo skjótt viö,
og ganga burt, úr húsi vináttu
minnar. Veiztu ekki að maðurinn og
sál hans, eru hús? Þaö er afar
auövelt aö ganga inn í þaö, og
komast í anddyriö. En þar veröur aö
taka af sér yfirhöfnina, og sýna föt
sín, hvort sem þau eru slitin eður ei.
Þá fyrst er boðið til stofu. En sumir
vilja helzt fara inn í yfirhöfnunum.
Ég held aö þaö sé vegna þess, að þeir
þori ekki aö sýna slitnu fötin. En
samt krefjast þeir inngöngu í stofur
annarra, til aö hyggja aö rykkornum
þar. En slíkar verur komast ekki inn
staklega um tilfinningalega tján-
ingu. Þaö er fjöldi manns sem er
stórlega fatlaöur af getuleysi sínu
viö aö tjá sínar persónulegu
tilfinningar og innri hræringar
allar.”
Varstu í einhverri skáldaklíku í
menntó?
„Nei, ég var ekki í neinni skálda-
klíku. Ég býst viö aö ég hafi þótt
nokkuö skrýtinn fugl í mennta-
skóla.”
— Var sjaldgæft aö stelpur fengj-
ust viöskáldskap?
„Það var fágætt aö stelpur væru
skrifandi í skólablaö og talandi á
málfundum. Og mér er ekki grun-
laust um aö stúlkur, sem höföu til-
hneigingu til aö hefja sig upp á þessu
sviöi fremur en öörum, sem þóttu
kvenlegri, hafi þótt dálítið einkenni-
legar.
Auövitað átti ég mína góðu vini í
menntaskóla. Þar eru fremst í flokki
Guöríöur Þorsteinsdóttir, formaöur
jafnréttisráös, og Jón Sigurðsson,
skólameistari á Bifröst.”
— Varstu sæt?
„Já, innan í mér. En þaö vissu fá-
ir.” v SGV
Helga Ágústsdóttir hefur ekki
hætt að skrifa. Eftir hana hafa
birst smásögur og hún gaf út
barnabókina Krókó Pókó i fyrra.
DV-mynd: GVA.
Birtist í Eimreiðinni þegar
skáldkonan var f immtán ára
til mín. Eg krafðist þess lika aö þær
tækju af sér yfirhafnirnar. Þess
vegna snúa allir viö.”
Ég var svo undrandi aö ég gat
ekkertsagtnema:
„Jæja.”
„Ef til vill er ég orðinn brjálaöur,”
sagöi hann hljómlaust. Svo varð
röddin ákafari. „Já, ég er brjálaöur.
Allir hata mig. Fólk bendir á mig og
hvíslar: „Þarna er sá brjálaði.” Nei,
nei, ég vil ekki vera hataður. 0! Guð,
hvers á ég að gjalda? Eg finn
hvernig ég sekk, dýpra og dýpra, í
fen haturs og mannvonzku. . .
Hjálp!”
— Þaö varð þögn. Allt, sem hann
haföi sagt, haföi hann sagt lágri,
ákafri röddu. En samt læsti hvert orö
hans, sig um mig, líkt og kaldur
straumur. Ég fann sannleikann í
sumum oröa hans. I öörum tryllings-
legan ótta viö eitthvaö, sem ég vissi
ekki hvað var. — Ég haföi næstum
gleymt því að ég sat með heymar-
tækið í hendinni, og rankaði ekki viö
mér fy rr en sagt var:
„Ertu þama enn? Fyrirgeföu ef ég
hef gert þig hrædda. Eg ætti aö halda
betur á taumi sjálfsstjórnar
minnar.”
„Það var allt í lagi. Mér brá aðeins
örlítiö.”
Eg sagöi þetta eins vingjamlega
og mér frekast var unnt. Var maður-
inn vitskertur, eöa frávita af harmi?
„Hefui'ðu aldrei hrópaö hátt, til að
fá útrás fyrir reiði, sorg eöa gleöi?
Þaö er þaö, sem ég er nú aö gera. ”
,,Já, en þú hrópar ekki.” —
Undrun mín átti sér engin takmörk.
„Nei, ég hrópa ekki meö radd-
böndunum, því þau eru aðeins
strengir, sem sveiflast. Nei, sál mín
hrópar. Hún hrópar hátt af sárs-
auka, og kallar á þig, ókunna stúlka,
og biður um skilning. Aðeins örlítinn
vott þess, aö þú skiljir mannlegan
sársauka.”
Hann talaði meö rödd þess manns,
sem langar til aö gráta, en hefur
engan kodda til að grúfa sig niður í.
„Hefurðu aldrei orðið ástfangin?”
Hann svaraði spurningu sinni
sjálfur. „Jú, auðvitað. Og hefuröu
ekki fundið hjarta þitt hrópa á þann,
sem þú elskar, en ekkert svar
fengið? Þá veiztu hvað það er aö
hringja í „númer”, og enginn
svarar. Enginn. Þaö getur líka verið
sárt að komast aö raun um aö
„númeriö” sé upptekiö. Ef til vill
hefuröu séö einhverja aöra stúlku
hringja á sama staö, örstuttu seinna,
og fá svar.
Ef svo er, þá veiztu hvaö sorgin og
sársaukinn eru, sem halda nú hel-
köldum járngreipum um hjarta
mitt.”
„Já,” hvíslaði ég, og fann tárin
streyma niöur vanga mína.
„Og hefur þú aldrei fundiö andleg-
an rýting rekinn svo djúpt í hjarta
þér, aö blóðið fossi um sál þína? ”
„Jú,” svaraði ég og var alveg aö
bresta í grát.
Þaö varó stutt þögn.
„Hryggöi ég þig, ókunna vin-
kona?” spurði þessi undarlegi
maður.skyndilega.
Ég gat ekki svarað, því ég barðist
viögrátinn.
,Ælf ég hef hryggt þig, þá biö ég þig
fyrirgefningar. Græturðu? Hann
spuröi hikandi og vandræðalega.
Eg harkaöi af mér. „Nei, en þú
minnir mig á atburö, sem ég helzt
vildigleyma.”
„Þá skal ég ekki lengur særa þig
meö fánýtu tali. Vertu sæl.” Rödd
hans var hlý, sem sumargola.
„Vertu sæl, og þakka þér fyrir aö þú
leyf öir mér að hrópa. ’ ’
Hann rauf sambandið. Eg lagði
heymartækið hægt og varlega á
gaffalinn. Því næst gekk ég inn í
svefnherbergi mitt. Ég lagðist upp í
rúmið, virti fyrir mér myndina á
veggnum á móti, og hugsaði um
þetta undarlega samtal. — Og enn
þann dag í dag, þegar ég sit ein viö
arininn í stofunni og horfi á eld-
tungumar sleikja þurran viðinn,
veröur mér hugsaö til þessa ókunna
vinar míns, og samtalsins, sem ég
áttl viö hann. — Eg heyri óm hinnar
ókunnu raddar og finn það svo
greinilega aö innst inni geymist þessi
minning um langan aldur.
rra
vaxtareikningur
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. /*\
Betri kjorbjóðast varia. >>Samvinnubankinn