Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 20
64
Framhald af bls. 63
Paul: Já. Þaö var ágætt spjall, sem er mér
mikil huggun vegna þess aö mér finnst leiðin-
legt aö viö skyldum aldrei setjast niöur og
gera út um okkar mál í eitt skipti fyrir öll. Sem
betur fer fyrir mig fór mjög vel á meö okkur í
síðasta sinn sem viö töluðum saman í síma og
okkur sinnaöist ekki neitt. Þaö heföi alveg eins
getaö fariö á hinn veginn. Oft görguöum viö
hvor á annan og skelltum svo á.
„Það skrýtna gerðist aö viö allir —
Bítlarnir þrir, vinir Johns — brugö-
umst viö dauöa hans á sama hátt. Viö
fórum bara allir í vinnuna þennan dag.
Þaö gat enginn okkar hangið heima viö
meöþessarfréttir.”
Playboy: Manstu um hvaö þiö töluðuð?
Paul: Þetta var bara mjög ánægjulegt spjall
um fjölskyldu hans, fjölskyldu mína. Hann
naut lífsins; Sean átti stóran þátt í því. Og
hann var aö fara af staö aftur í músíkinni. Eg
man að hann sagði: „Guð minn góöur, ég er
eins og Mímí frænka, þvælist hér um í morgun-
sloppnum og gef kisunum og elda matinn og
laga te. Þessi húsmóðir vill komast út á vinnu-
markaðinn!” Hann var rétt í þann mund aö
gefa út Double Fantasy.
Playboy: I flestum viötölum sagðist John
ekki sakna Bítlanna. Trúöir þú honum?
Paul: Hvaö skal segja. Ég held aö hann hafi
ekki saknaö Bítlanna. Maður eins og hann end-
ar Bítlatímabilið sitt og byrjar Yoko-tímabiliö
sitt og vill ekki aö þessi tvö svið hafi áhrif
hvort á annað. Eftir aö hann byrjaði meö Yoko
voru Bítlarnir bara til trafala. Eg held að
hann hafi haft nógan áhuga á þessu nýja lífi
sínu til þess aö hann saknaði Bítlanna í raun
og veru ekki neitt.
Linda: Ef John væri á lífi væri hann sjálf-
sagt enn aö staglast á því aö hann væri miklu
hamingjusamari núna.
Playboy: Og trúiröu því ekki?
„Kvöldin eftir að viö fréttum af
moröinu fórum viö heim, við horfðum á
alla fréttatíma í sjónvarpinu, við sátum
bara þama með alla krakkana og
grétum allt kvöldiö. Gátum ekki annað.”
Linda: Þaö sorglega er aö bæöi John og Paul
áttu viö sín vandamál aö glíma og þeir elskuöu
hvor annan og þeir heföu svo sannarlega getaö
hjálpast aö. Ef þeir heföu bara talaö saman!
Mér finnst þetta ömurlegt vegna þess að ég
var einhver stelpa frá New York þegar ég kom
til sögunnar. Ef ég heföi bara vitað þaö sem ég
veit núna. . . Þaö eina sem ég gat gert var að
fylgjast með þeim í þessum leikjum sínum...
Playboy: En var það ekki ljóst allan tímann
aö John vildi bara vinna meö Yoko?
Linda: Nei. Eg veit aö Paul dauölangaði til
þess aö fara aö vinna meö John á nýjan leik.
Eg veit líka að John dauðlangaði til þess aö
fara aö semja upp á nýtt... dauðlangaði. Fólk
sagöi alltaf, tja, hann er aö hugsa um Sean,
hann er húsfaöir og allt þaö, en hann var ekki
hamingjusamur. Hann gat ekkert samiö og
þaö var aö gera hann vitlausan. Paul heföi get-
aö hjálpaö honum, leikandi létt.
Playboy: Hefur samband ykkar viö Yoko
breyst eftir aö John dó?
Linda: No comment! Ég er aö grínast. En
þettasagði hún.
„Sem betur fer fyrir mig fór mjög vel
á meö okkur John í síðasta sinn sem viö
töluöum saman í síma. Okkur sinnaöist
ekki neitt en oft görguöum viö hvor á
annan og skelltum svo á.”