Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
63
Paul McCartney þarf ekki aö kynna og því
verður þaö ekki gert. Hér fara á eftir brot úr
viðtali sem hann og kona hans Linda veittu
blaðamanni frá tímaritinu Playboy fyrir
stuttu, en í þessu viötali þykir Paul vera bæði
opinskárri og hreinskilnari en oftast áður.
Playboy: Það eru nú liðin fjögur ár frá því
að John Lennon dó og enn hefur þú í rauninni
lítið látið hafa eftir þér um vináttu ykkar og
hvað dauöi hans þýddi fyrir þig. Geturðu gert
þaðnúna?
Paul: Það er... það er bara of erfitt... mjög
erfitt að tala um þetta. Mér hefur alltaf
fundist aö ef ég ætti að segja frá John þá þyrfti
ég aö sitja kyrr í fimm daga og segja allt. Ef
ég get það ekki vil ég helst ekki segja neitt. Ég
veit líka að George og Ringo geta helst ekkert
umþettatalaö.
Playboy: Hvernig fréttiröu um dauða hans?
Hvernig brástu við?
Paul: Umboðsmaðurinn minn hringdi til
mín snemma morguns. Linda var á leiöinni
með krakka í skólann.
Linda: Eg kom heim rétt á eftir. Andlitiö á
Paul. . . æ, það var hræðilegt — jafnvel núna
þegar ég hugsa um það. Eg vissi að eitthvaö
haföi gerst...
Paul: Þetta var alltof brjálæðislegt. Við
sögðum bara það sem allir sögöu; það rann
allt út í þoku. Eg er enn ekki búinn aö jafna
mig á þessu og mig langar ekki til þess.
Playboy: En þaö eina sem þú sagðir eftir
moröiðvar: „Þettaerskítt.”
Paul: Það skrýtna gerðist að viö allir —
Bítlarnir þrír, vinir Johns — brugðumst allir
við á sama hátt. Viö fórum bara allir í vinnuna
þennan dag. Það gat enginn okkar hangið
heima við með þessar fréttir. Við uröum að
fara í vinnuna og vera innan um fólk sem við
þekktum. Eg fór þess vegna og skilaði minni
vinnu í einhvers konar leiðslu. Og þegar ég var
á leiðinni út úr stúdíóinu seinna um daginn
stökk á mig blaðamaður og rak hljóönema upp
að mér og hrópaði: „Hvað finnst þér um
dauða Johns?” Eg var ennþá í leiðslu og sagði
bara: „Þaö er skítt.” Eg meinti þetta í
þyngsta skilningi. Þetta var skítt. En þegar
maður sér þetta á prenti hljómar það náttúr-
lega mjög kæruleysislega.
Playboy: Þú ert gefinn fyrir svona svör, er
það ekki?
Paul: Eg veit hvað þú átt við. Þegar
mamma mín dó sagði ég: „Hvernig fáum við
nú pening?”
Linda: Hún færði heimilinu aukatekjur.
Paul: Ég hef eiginlega aldrei fyrirgefið
sjálfum mér þetta. Innst inni, skilurðu. En ég
gat ekkert annað sagt. Þetta er eins og þegar
maður segir börnum aö einhver sé dáinn og
þauhlæja.
Linda: Sársaukinn er meiri en orð fái lýst.
Þaö er ekki hægt að lýsa því, hvernig sem
maður fjargviðrast.
Paul: Kvöldin eftir aö við fengum fréttirnar
fórum við bara heim, við horfðum á alla
fréttatíma í sjónvarpinu, við sátum bara
þarna með alla krakkana og grétum allt
kvöldið. Gátum ekki annað.
Linda: Enn þann dag í dag förum viö að
gráta við að heyra lög Johns, það er ekki hægt
að koma í veg fyrir það. Maöur grætur bara.
Það eru engin orö... nú fer ég að skæla.
Playboy: Manstu eftir síðasta samtali þínu
við John?
Sjá næstu opnu