Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
71
Þegar einhverjum vegnar vel er stundum sagt aö þaö sé lygasögu líkast.
Lygasagan sem verður tekin fyrir í Helgarpoppi aö þessu sinni er dæmalaus
velgengni Wham! á þessu ári, breska dúettsins sem allir þekkja núna en fáir
vissu deili á fyrir einu ári. Lygasaga sem er sönn og sýnir hvaö almenningur
á alltaf auövelt með aö hrífast af einföldum poppsöngvum. Jafnvel þó ódýrt sé
kveðið.
WHAM! er GEORGE MICHAEL, fæddur George Michael Panos, 25. júní
1963. Pabbinn Kýpurbúi. ANDREW RIDGELEY, fæddur 26. janúar 1963 í
Lundúnum.
Wham! hefur náð ótrúlegum vin-
sældum á skömmum tíma. Á síöustu
fimm mánuðum hafa tvö lög frá
Wham!, Wake Me Up Before You Go-
Go og Freedom, og aukinheldur sóló-
lag George, Careless Whisper, náð
efsta sæti breska listans og Wake Me...
er um þessar mundir í efsta sæti
bandaríska listans. Bara í Bretlandi
hafa þeir selt meira en tvær milljónir
smáskífa og sennilega fær George
Michael línu um sig í heimsmetabók-
inni fyrir þaö aö vera fyrsti tónlistar-
maöurinn sem á einu og sama árinu
semur topplög á vinsældalistum ýmist
skráö á hljómsveitina eöa sjálfan sig.
Og þar með er ekki öll sagan sögö:
nýja breiöskifan þeirra, Make it Big,
fór rakleitt í fyrstu viku á topp breska
listans og George Michael hefur samiö
jólalag sem örugglega á eftir aö prýða
efsta sæti breska listans um þessi jól.
Það er þetta sem kallaðar eru VIN-
SÆLDIR!!!
Samt sem áöur eru margir sem þola
Wham! ekki, finnst tónlistin þeirra
flatneskjuleg, útþynnt og yfirborös-
kennd, strákarnir sjálfir montnir og
sjálfselskir fram úr hófi og George
Michael meiraðsegja karlrembusvín!
Myndbandið með Careless Whisper
sýndi hann dandalast milli tveggja
kvenna eins og sönn karlremba! Og
þeim er legið á hálsi fyrir aö hverfa frá
textum með ádeilubroddi yfir í nánast
innihaldslausa texta eins og Freedom.
En hverjir eru þessir tveir strákar
sem leggja svo mikiö upp úr ímynd
sæta stráksins, kaffibrúna, vel snyrta
popparans sem allar mæður dreymir
um að fá fyrir tengdason? Það er
alténd eitthvaö annað en ímyndin sem
Rolling Stones gaf á árum áöur!
George og Andrew ólust upp í Lund-
únum og leiðir þeirra lágu saman áriö
1975 þegar þeir voru báðir tólf ára.
George hóf þá nám í nýjum skóla þar
sem Andrew var fyrir og vinskapur
þeirra hófst meö því aö nýi peyinn
hrinti Andrew á skólalóðinni í miöjum
leik!
Skólagangan varð ekki löng hjá
strákunum; þeir lögöu skólatöskuna
fljótt og örugglega á hilluna og tóku
fram dansskóna. Næturklúbbarnir
höfðu mikið aödráttarafl og einkan-
lega sökktu þeir sér niður í danstónlist-
ina. Þeir viöurkenna að næturlífið hafi
tekiö óhóflega mikinn tíma en sögu-
skýringar síöari tíma telja þó aö ein-
mitt á þessum unglingsárum á dans-
búllunum hafi verið lagöur grundvöll-
urinn aö velgengni þeirra í dag. Baðað-
ir í ljósadýrð diskótekanna þróuðust
draumar þeirra um framtíðartónlist
fyrir unga fólkið, tónhst sem hefði það
að meginmarkmiði að lyfta áheyrand-
anum upp úr drunganum, atvinnuleys-
inu, vonleysinu og svartnættinu. Hafi
fólk almennt álitið að erfiðleikarnir
hafi tekið sér varanlega bólfestu voru
Wham! strákarnir alténd á ööru máli.
Ekki þar fyrir: bjartsýnin var nú
ekki alltaf alveg hundrað prósent. Þeir
tímar komu víst að þeir sáu ekkert
framundan annað en áframhaldandi
atvinnuleysi; og þá voru þeir hnuggnir
strákarnir í Wham! Mæður þeirra
brýndu þá líka til einhverra metoröa,
vildu að þeir gengu menntaveginn,
yröu læknar, lögfræðingar eða eitthvaö
þess háttar eins og segir raunar í fræg-
um sveitasöng.
En Wham! var komið á rekspöl og
þeim fannst ekki aftur snúiö. George
sagði Andrew að það væri alltof auð-
veld lausn að kasta burt draumnum og
framtíðarsýninni sem hefði tekið mörg
ár að þróast. Andre w keypti það.
Þeir komu víða fram, sungu og léku
við hvern sinn fingur, stofnuðu meira
að segja ska-hljómsveit á tímabili sem
þeir kölluðu Executive. Svo breyttu
þeir um stíl og settu sig í stellingar fyr-
ir plötuupptöku. Þeir höfðu ákveðið að
kaupa tíma í hljóðveri og hljóðrita lag
sem þeir höfðu nýlega samið og köll-
uöu: Wham Rap. Með herkjum kríuöu
þeir út tuttugu pund fyrir kostnaði við
leigu á hljóðverinu, George söng og lék
á bassa, Andrew lék á gítar og tromm-
ur. Og þarna birtist hann, þessi mildi
fönkstíll sem sumpart hefur ráðið ríkj-
um í dægurtónlistinni síðustu ár. Þetta
var í janúar 1982.
Náungi að nafni Mark Dean komst
meö einhverjum hætti yfir þessa hljóð-
ritun. Hann var að reyna að koma und-
ir sig fótunum í útgáfubransanum, tví-
tugur að aldri, og var þegar með á sín-
um snærum útgáfu að nafni Innervisi-
on. Hann veðjaði á Wham! og gaf út
frumskífuna þeirra með laginu Wham
Rap. Dansklúbbar tóku þessu lagi
ákaflega vel en útvarpsstöövar voru
ekki á sömu nótum og þær virtust ekki
koma auga á glensið í textanum þar
sem líf atvinnuleysingjans er hafið upp
tilskýjanna.
Platan seldist því báglega en næsta
smáskífa small. Það var söngurinn:
Young Guns (Go For it) um unga parið
sem giftist af því að það virtist skásti
kosturinn! Lagið komst í þriðja sæti
breska listans í desember 1982 og hér
heima tóku unglingarnir í Þróttheim-
um sérstöku ástfóstri við lagið og kusu
það lag ársins, löngu áður en almenn-
ingur hér heima hafði komið auga á
þennan breska dúett.
Wham Rap var endurútgefið eftir
vinsældir Young Guns og komst þá
uppá topp tíu. Svo kom Bad Boys og
hafnaði hæst í öðru sæti, svo Club
Tropicana, þá breiðskífan Fantastic
sem fór alla leið í efsta sæti, — og
framhaldiö er víst flestum kunnugt.
„Wham! er árangur náinnar vin-
áttu,” segir George. „Við erum búnir
að vera vinir í átta ár — og það þrátt
fyrir hræðilegan smekk Andrews og
viðbjóðslega siði!”
Strákarnir í Wham! eru þvfvanir að
fá leiðinlegar spumingar frá blaða-
mönnum. Vinsælasta spurningin þessa
dagana og sú leiöinlegasta er svona:
Hvaö er Andrew að gera í Wham!?
George semur nefnilega öll lögin, syng-
ur, en við látum aðdáendum Wham! og
lesendum það samt eftir að svara.
-Gsal.
ROCK
Hvernig litist ykkur að fá 30
Helgarpoppssíður á einu bretti? I
einni bók? Okkur barst nýlega í
hendur bresk bók sem heitir The
Rock Review þar sem er að finna
greinar um þrjátíu nafntoguðustu
hljómsveitir og einstaklinga í
rokkinu nú um stundir: Big Country,
Elvis Costello, Culture Club,
Depetche Mode, Duran Duran,
Eurythmics, Frankie Goes to Holly-
wood, Heaven 17, Ruman League,
Michael Jackson, Howard Jones, Nik
Kershaw, Cindy Lauper, Limahl,
Madness, New Order, The Police,
The Pretenders, Lionel Richie, Sade,
Simple Minds, The Smiths, Spandau
Ballet, Style Counsil, Thompson
Twins, U2, UB40, Wham!, The
Womacks og Paul Young.
Ritstjórar þessarar bókar eru f jöl-
miðlafólk, einn úr sjónvarpi, annar
úr útvarpi og sá þriöji úr blaðaheim-
inum. Þeir hafa fengið ýmsa kunna
blaðamenn til þess að skrifa fyrir sig
greinar og fyrir utan frásagnir af
hljómsveitum og einstaklingum og
ferli þeirra eru ýmsar aörar
athyglisverðar greinar í bókinni,
meöal annars um þá sígrænu
(Evergreens), gömlu mennina í
rokkinu, stjörnumar sem halda
áfram að rokka hvað sem árunum
líður; ennfremur um þungarokk,
reggae, upptökustjórn, hönnun plötu-
hulstra og fleira og fleira. I bókinni,
sem fæst í Máli og menningu, em
líka myndir svo hundruðum skiptir,
útlit allt mjög geðslegt og gamli
maðurinn í Rollingunum, Bill
Wyman, skrifar formálsorð.