Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. 27 Messur Guðsþjónustur j Reykjavíkurprófastdæmi sunnudaginn 23. desember, Þorláksmcssu 1984. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- og fjöl- skylduguösþjónusta i Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Skólakór Ár- bæjarskóla syngur jólasöngva undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Tekið á móti framlögum til Hjáiparstofnunar kirkjunnar í Safnaöarheimilinu frá kl. 1—4 e.h. Sr. GuiV mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Börnin syngja jólasöngva og leika á hljóöfæri. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11.00. Sr. Lárus Halldórsson. BÓSTAÐ AKIRKJA: Jólasöngvar f jölskyldunnar kl. 2.00. Barnakór — helgileik- ur. Lúsíur koma í heimsókn og hljóðfæraleik- arar spila jólalög. Almennur söngur. Organ- leikari Guðni Þ. Guömundsson. Sr. Ölafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Böm úr Kirkjuskóla Dómkirkjunnar sýna helgileik undir stjórn sr. Agnesar Sigurðar- dóttur. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Hjalti Guðmundsson. FRIKIRKJAN í REYKJAVÍK: Ögurstund á aðventu kl. 17.00. Safnaðarprestur og organ- isti leika saman á cello og orgel í stundar- fjórðung á undan. Söngur, ritningarlestur og bæn. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Jólabarnasamkoma kl. 11.00. Jólasöngvar — helgileikur — jólasveinn — o.fl. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Þorláksmessa — kirkju- dagur: Kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr Æ.K.H.I. syngja og leika á blásturs- hljóðfæri undir stjórn Soffíu Vagnsdóttur og Jóns G. Þórarinssonar. Börn úr Hlíðaskóla flytja helgileik. Kl. 22.00. Jólasöngvar við kertaljós. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor flytur ræðu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur aðventu- og jólasálma. Dr. Orthulf Prunner stjórnar og leikur á orgel. Almennur söngur. Prestarnir. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Orgelleikur og ritningarlestur i kirkjunni kl. 14—15. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. SELJASOKN: Barnaguðsþjónusta í öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþrótta- húsi Seljaskólans kl. 10.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÖKN: Jólasamkoma barnanna i sal Tónskólans kl. 11.00. Sr. Guó- mundur Oskar Olafsson. Jolaguðsþjónustur í Rcykjavikurprófasdæmi 1984. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Aðfangadagur: Aftansöngur i Safnaðarheimili Árbæjarsókn- arkl. 18.00. Jóladagur: Hátíðaguðsþjónusta í Safnaðar- heimilinu kl. 14.00. Margrét Matthiasdóttir syngur einsöng í guðsþjónustunni. 2. jóladagur: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Aðfangadagur: Aftansöngur í Askirkju kl. 18.00. Elín Sigur- vinsdóttir syngur einsöng. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Hrafnista: Aftansöngur aðfangadag kl. 16.00. Sr. Grimur Grimsson prédikar. KLEPPSSPÍTALI: Aftansöngur á aðfangadag kl. 16.00. Jóladagur: Hátiðaguðsþjónusta í Áskirkju kl. 14.00. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. DALBRAUTARHEIMILI: Hátíðaguðsþjón- usta kl, 15.30. 2. jóladagur: Hátíðaguðsþjónusta í Askirkju kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Aðfangadag- ur: Aftansögnur í Breiðholtsskóla kl. 18.00. Jóldagur: Hátíðamessa i Breiðholtsskóla kl. 14.00. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Kirkjukórinn, lögreglu- kórinn og hljóðfæraleikarar flytja jólalög frá kl. 17.30. Jóladagur: Hátíðaguösþjónusta kl. 14.00. Ingibjörg Marteinsdóttir, Ingibjörg Lárus- dóttir og Lárus Sveinsson flytja jólalög frá kl. 13.30. Fermd verður Guðný Alda Snorradóttir frá Georgíu, pt. Asgarði 8, Reykjavik. 2. jóladagur: Hátíðaguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar. Eiríkur Hreinn Helgason og Hrönn Geirlaugs- dottir flytja jólalög frá kl. 13.30. Skírnar- messa kl. 15.30. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Olafur Skúlason. Þjóðleikhúsið: KARDEMOMMUBÆRINN Eina leikritiö, sem frumsýnt veröur hér á landi um þessi jól, er hiö vinsæla barnaleikrit Thorbjörns Egner, Kardemommubærinn. Frumsýningin veröur annan dag jóla, kl. 17, en þá eru rétt tuttugu og átta ár síðan verkið var frumsýnt í Noregi. Það var einmitt annan í jólum árið 1956 að leikritið var frum- sýnt samtímis í þremur norskum leikhúsum — i norska þjóðleikhúsinu í Osló, í Björgvin og í Þrándheimi — og síðan hefur það verið sýnt aftur og aftur í flestum löndum heims. Þúsundþjalasmiðurinn Thorbjöm Egner semur einnig söngtextana og tónlistina við verkið og teiknaði leik- mynd og búninga. Þau Hulda Valtýs- dóttir og Kristján frá Djúpalæk þýddu leikinn, leikstjóri er Klemeni Jónsson, höfundur dansa er Erik Bidsted sem er nú kominn til lands- ins á ný eftir tæplega tíu ára fjar- veru. Hljómsveitarstjóri er Agnes Löve en lýsinguna annast Kristinn Daníelsson. Um efni leiksins er óþarft að fjöl- yrða því margar persónurnar hafa verið einkavinir íslenskra bama í nálægt 25 ár. Þarna eru til dæmis ræningjamir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, sem þeir Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og örn Árnason leika; og þarna er hún Soffía frænka, skörungurinn sá, og er leikin af Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur; og auðvitað Bastian bæjarfógeti sem — f rumsýndur annan í jólum leikinn er af Róbert Arnfinnssyni en Róbert lék þetta hlutverk í fyrstu uppfærslunni á verkinu hér árið 1960; Tobías gamli er á sínum stað í tuminum að gá til veðurs og Baldvin Halldórsson leikur hann. önnur sýning á leikritinu verður fimmtudaginn 27. des. og sú þriðja laugardaginn 29. desember. Jóhann G. f ram- lengir sýningu sína Jóhann G. Jóhannsson framlengir sýningu sína, Litróf, í sýningarsal Listamiðstöðvarinnar, Lækjartorgi (nýja húsinu Lækjartorgi, 2. hæö) til laugardagskvölds 22. desember og verður sýningin opin til kl. 23 það kvöld. Aðra daga verður sýningin opin samkvæmt verslunartima. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 68 vatnslitamyndir. I innri sýningarsal Listamiðstöðvarinnar eru einnig til sýnis og sölu nokkur af verkum Jóhanns G. Jóhannssonar og Hauks Haildórssonar sem þeir unnu í sameiningu og sýndu í desember í fyrra á sama stað undir heitinu Deser ’83. I sama sal er einnig til sýnis, sölu og leigu fjöldi verka, grafíkmyndir, teikningar, málverk, vatnslita- myndir og fleira eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, þar á meðal margra nafnkunna lista- menn. Fra friöargöngunni i fyrra en hún var fjölmenn eins og sjá má. FRIÐUR Á JÓLUM Friöarganga niöur Laugaveg a laugardaginn A morgun, laugardaginn 22. des- ember, efna 11 friðarhreyfingar til blysgöngu undir kjörorðinu Island gegn kjarnorkuvá. Safnast verður saman á Hlemm- torgi klukkan 17.00 þar sem seld verða blys. Gengið verður niður Laugaveg undir söng Hamrahlíðar- kórsins og Háskólakórsins og endað á Austurvelli með fjöldasöng. Þær friðarhreyfingar sem standa að þessari göngu, en slík ganga var einnig farin fyrir jól í fyrra, eru þessar: Friðarhópur einstæðra for- eldra, Friðarhópur fóstra, Friðar- hópur kirkjunnar, Friðarhreyfing islenskra kvenna, Friöarsamtök listamanna, Hin óháðu friðarsamtök framhaldsskólanema, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvarandstæðinga, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök lækna gegn kjamorkuvá og Samtök um friöar- uppeldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.