Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 3
DV. MÁNUDAGUR14. JANÚAR1985.
1
Sjómaður
féll niður
ílest
Rúmlega tvítugur sjómaður féll
niður í lest loðnuskipsins Víkings AK-
100 í Akraneshöfn í fyrrinótt. Þrátt
fyrir fimm til sex metra fall slapp sjó-
maður óbrotinn. Hann skarst þó á
hægri augabrún.
Ohappið varð um klukkan þrjú um
nóttina. Veriö var að landa úr skipinu
þegar piltinum varð fótaskortur með
fyrrgreindum afleiðingum. Gert var
að meiðslum hans á Sjúkrahúsi
Akraness.
-KMU.
Sækið um hús-
næðislán fyrir
fyrsta
febrúar
Húsnæðisstjóm ríkisins hefur vakið
athygli á því að þeir einir koma til
greina viö veitingu byggingarlána á
þessu ári sem senda stofnuninni láns-
umsóknir sínar fyrir eindagann, sem
er 1. febrúar næstkomandi. Þessu er
beint 'til einstaklinga, sveitarstjórna,
framkvæmdaaðila í byggingariðnaði
og annarra.
Lán þau sem hér um ræðir eru til
kaupa á íbúðum eða byggingar nýrra,
til byggingar íbúða eða heimila fyrir
aldraða eða dagvistarstofnana, til
nýbygginga í stað heilsuspillandi hús-
næðis, til framkvæmdaaðila í bygg-
ingariðnaði og til tækninýjunga í bygg-
ingariönaði.
Húsnæðisstofnun fer fram á að
umsækjendur tilgreini í lánsumsókn-
um sínum hvenær reiknað er með því
að gera byggingamar f okheldar.
-JH
Sjómenn ganga
eftirsvörum
ríkisstjómarinnar:
Biðja Stein-
grímum
leiðréttingar
„Viðræðumar snúast um mál sem
við höfum óskað leiðréttinga á af hálfu
ríkisstjórnarinnar. Einnig erum við að
kynna forsætisráðherra stöðuna í
okkar málum. Við stöndum frammi
fyrir harðri kjarabaráttu,” sagði
Oskar Vigfússon, formaður Sjómanna-
sambandsins, í samtali við DV. Hann
og fleiri fulltrúar sjómanna ræddu við
Steingrím Hermannsson forsætisráð-
herraímorgun.
„Það eru þrjár leiðréttingar aðal-
lega sem við förum fram á: að
skerðing á skiptahlut, sem ákveðin var
með bráðabirgðalögum 1983, verði
afnumin; að lífeyrisréttindi sjómanna
veröi bætt; að staðið verði við rétta
greiðslu á hlut áhafnardeildar Afla-
tryggingasjóðs í fæðiskostnaði,” sagöi
formaður Sjómannasambandsins.
HERB
Árekstur í Árbæ
Japanskur fólksbíll og litill
sendiferðabill rákust harkalega saman
á Suðurlandsvegi efst í Árbæjarhverfi
um klukkan 13 í gær. Eldri kona,
ökumaöur fólksbílsins, var flutt á
slysadeild. Hún meiddist þó ekki alvar-
lega. Farþegi hennar slapp ómeiddur,
sömuleiðis tveir menn í hinum bílnum.
Bílarnir óku i gagnstæöa átt. Orsök
slysins virðist vera sú að annar bíllinn
sveigði inn á öfugan vegarhelming.
Hálka var á veginum.
-KMU.
AÐ ÖLLU LEYTI NÝR
FJÓRHJÓLADRIFINN BÍLL EN
BYGGÐURÁ LANGRI REYNSLU.
IMý vél með reimdrifnum, yfirliggjandi knastásum, sparneytnari,
þýðari og kraftmeiri en gamla vélin.
Nú fimm gíra í stað fjögurra áður og auðvitað með háu og lágu
drifi að auki. Eiginlega er SUBARU með tíu gíra áfram og tvo gíra
afturábak. Slaglöng, sjálfstæð gormafjöðrun að aftan I stað
flexitora áður. Endurbætt fjöðrun að framan.
Stærri og ytra og innra máli en áður, óneitanlega fallegri.
Nýtt og fjölbreytt litaúrval.
Hlaðinn alls konar þægindaaukum; svo sem aflstýri, „central"
hurðalæsingar, skuthurð og bensínlok eru opnanleg innanfrá,
hæðarstilling á bílstjórasæti, stilling á stuðningi við bakið á
bílstjórasæti, rafknúin fjarstýring útispegla, stillanleg
stýrishæð, snúningshraðamælir, tölvuklukka og margt fleira.
20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé bíllinn greiddur upp innan mánaðar.
Tökum flesta notaða bíla upp! nýja.
Munið bílasýningar okkar allar helgar kl. 14—17.
AKIÐ EKKI ÚT í ÓVISSUNA -
AKIÐ Á SUBARU.
INGVAR HELGASOIM HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.