Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. Heitur lækur í Laugardal? Verður búinn til heitur lækur við sundlaugina í Laugardal? „Eg hef kynnt þessa hugmynd lítilsháttar fyrir starfsmönnum byggingardeildar borgarinnar,” sagöi Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur. Hann sagði að hugmyndin hefði komið upp vegna áhuga stórs hóps fólks á heita læknum við Nauthólsvík. „Þaö er ekki veriö að tala um 40 metra langan læk, heldur yrði þetta frekar í ætt viö hringlaga tjörn þar sem vatnið félli í stöllum. Fólk gæö setið og legið og látið vatnið flæða um sig. Þama yrðu litlir fossar, á stærð við þá sem eru í Nauthólsvík,” sagöi Júlíus. Samkvæmt núgildandi áætlun er gert ráð fyrir að fjórir til sex nýir pottar af hefðbundinni gerð verði byggðir við Laugardalslaug sam- hliða því sem lokið verður við ný- bygginguna á næsta ári. Júlíus sagði að hugmyndin gerði ráð fyrir að hætt yrði við einhverja af þessum pottum en í staðinn kæmi lækur. .JCostnaður ætti ekki að verða mikill, ein og hálf til tvær milljónir króna,” sagði Júlíus. A móti spöruðust fjármunir sem hefðu farið í aö búa til fleiri potta. -KMU. Lœkurinn i Nauthólsvik hefur verið vinsœll til baða i áratug. Lögreglan ger- ir myndbönd upptæk Lögreglan fór inn á tvær mynd- bandaleigur fyrir helgina, aðra í Reykjavík, hina í Hafnarfirði, og lagði hald á nokkur ólögleg myndbönd. Lögreglan gerði þetta eftir beiðni rétthafa myndbanda sem höfðu lagt margar kærur fram á hendur eig- endum þessara myndbandaleiga, Vídeóheims og Vídeólasers. „Við höfum veriö að undirbúa þetta undanfarna daga,” sagði Arnar Guðmundsson hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í samtali við DV. „Viö höfðum fengið nokkrar kærur á hendur eigendum Vídeóheims og því var það aö við lögðum hald á nokkur mynd- bönd sem viökomandi hafði ekki rétt á aödreifa.” — Nú hefur verið fariö alloft inn á þá my ndbandaleigu og myndbönd gerö upptæk. Endar það meö því að henni verðurlokað? „Það er ekki okkar að dæma um þaö heldur dómstóla en eins og staðan er í dag þarf ekki leyfi til að reka slíkar leigur,” sagði Amar Guðmundsson. -KÞ Bílasalinn á Akureyri: Gunni sót selur Kennedy-bræðrum Höldur sf. á Akureyri keypti í þangað. Fyrir jólin fór lika þangað fýrradag Bílasalann sf. við Tryggva- Verslunin Skemman, sem er rekin af braut, sem er ein stærsta bílasalan í fjölskyldu Gunnars. Hún verður bænum. Höldur er í eigu manna sem starfrækt áfram. eru kunnir undir nafninu Kennedy- bræður en BUasalinn var í eigu Höldur tekur við bílasölunni 1. þekkts bíiakóngs, Gunnars Haralds- febrúar. Hún verður rekin í óbreyttri sonar, eða Gunna sót, og Haralds, mynd auk þess sem nýir bUar verða sonar hans. Gunnar hefur stundað þartUsölu. Aðspurður játaöiGunnar bUasölu á Akureyri í 16 ár. þvi að í kaupsamningi fælist að hann „Ég var orðinn þreyttur á þessum setti ekki upp bUasölu næstu fimm bransa,” sagði Gunnar í samtaU viö árin. , Annars er ekki hætta á að ég DV. setji upp bUasölu, það eru hreinar I maí ■ fyrra keypti hann stórhýsi línur. Eg hefði þá haldið áfram,” af Byggingarvöruverslun Tómasar sagðiGunnar. Bjömssonar og fluttist bílasaian -JBH,Akureyit Byssubófar rændu Fær- eyjabanka Fyrsta vopnaða ránið í Færeyjum Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttarit- ara DV i Færeyjum: Vopnað rán var framiö í Færeyjum síðastliðinn fimmtudag. Það er i fyrsta sinn sem slíkur atburður gerist í Færeyjum. Tveir grímuklæddir menn, vopnaðir haglabyssum, komu á stoln- um bU í útibú Færeyjabankans í KoUa- firði á Straumey rétt fyrir lokun. Annar þeirra lét greipar sópa um gjaldkeraskúffurnar meðan hinn hélt afgreiðslufólkinu í skefjum uppi við vegg með haglabyssunni. Engu skoti var þó hleypt af. Ræningjarnir höfðu um 300.000 krónur íslenskar upp úr krafsinu. Þeir flúðu síðan á bU. 25 manna lögregluUö fór síðar af stað að leita að þeim og fann brátt bíUnn og grímurnar í grenndinni. Ránsmennimir voru horfnir. Lögregian leitar nú dyrum og dyngjum að bankaræningjunum um aUar eyjar og hefur sett vörð um flug- völUnníVogum. Fjórtán f und- ir kvenna Kvennalistinn heldur á næstunni fjórtán fundi til kynningar á starfsemi sinni. Fundimir hefjast kl. 20.30 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og kl. 14 á laugardögum á tíma- biUnu 14. janúar til 9. febrúar. Fundað verður á eftirtöldum stöðum: Vogar, Grindavík, Innri- Njarðvík, Garður, Hafnir, Keflavík, Seltjarnames, Kjalames, Kjós, Mos- feUssveit, Alftanes, Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur. Fundar- tímar verða auglýstir nánar bæði í f jöl- miðlum og með götuauglýsingum. KvennaUstakonur stefna að því aö fundirnir verði með svipuðu sniði og Kvennarútufundirnir vom í sumar. í dag mælir Dagfari ’ í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari NT gengur í Óháða söfnuðinn Kannski er það ekki gustuk að vera að velta sér upp úr óförum og armæðu NT þessa dagana. Nóg virð- ist innanhússböUö samt. Fram- kvæmdastjóri blaðsins hefur sagt upp störfum og sömuleiðis fjármála- stjóri með þeim orðum að „þeir hiutir, sem við réðum okkur upp á, stóðust hreinlega ekki”. Þarf víst ekki að fara i grafgötur um að „hlutirnir” sem þessir starfsmenn eiga vlð eru peningarnir til að reka blaðið. Það er nefnilega þannig um dagblöð og aðra útgáfustarfsemi að þau þurfa að seljast til að standa undir sér. öðruvísi verða peningam- lr ekkl tii enda vaxa þeir ekki á trjám frekar en atkvæðin. Nú er það að visu svo að hvorki gamU Tíminn né nýi hafa verið hátt skrifaðir á blaðamarkaðinum en i gamla daga meðan Tímlnn var mál- gagn Framsóknarfiokkslns og Sambandsins án þess að fara í felur með það gat hann treyst þvi aUa jafna að peningamir spryttu fram úr sjóðum SÍS tU að standa undir rekstri biaðsins. Það hefur Sam- bandið meðal annars gert með því að kaupa kaffibaunir á 25% Iægra verði en geflð er upp i innflutningsskýrsl- um og leggja mismuninn á reikning Timans. Þannig hafa kaffidrykkju- menn dmkkið Tímann inn á Fram- sóknarheimUin með Braga-kaffinu, brenndu og möluðu. — Þessi fjármálapólitík þóttl góð og gUd meðan Tíma-Tóti skrlfaði auglýsingaleiöara um klósettpappír frá StS og iofgrelnar um formenn Framsóknarflokkslns. En nú er öldin önnur og þess vegna sltur NT uppi án fram- kvæmdastjóra og fjármálastjóra og lifir á loftinu. Er reyndar ekkl vlð öðru að búast þegar blaðið hamast vlð að bera af sér þann ófögnuð að vera „málgagn forsætisráðherra” og Steingrímur sver af sér aUa ábyrgð á leiðaraskrifum blaðsins og segir þau vitleysu eina. Nú síðast á þriðjudaginn má lesa eftirfarandl í NT: „Þeir sem vit hafa á og áhuga vlta ósköp vel að frétta- deUd NT er á engan hátt höU undir Framsóknarflokkinn.” Þegar það kemur sem sagt í ljós að blaðið birtir vitlausa leiðara að mati formanns Framsóknarflokks- ins og fréttadeUdin er upp á kant við flokkinn sem gefur blaðið út er auðvitað skUjanlegt að flokkurinn og StS hafi takmarkaðan áhuga á að dæla penlngum i blað sem enginn nennlr hvort sem er að lesa. Almenningl kemur sosum lítið við hvaða fólk það er sem nú starfar við þetta fyrrverandi Framsóknarmál- gagn eða þá í hvers þágu það er skrifað. Kemur sjálfsagt fljótt að þvi að fleiri fylgja í fótspor fram- kvæmdastjórans og segja upp störf- um þegar fjármálastjórinn er ekki lengur tU staðar að greiða þeim laun- ln. Hins vegar má þó geta þess í framhjáhiaupi að meðal blaða- manna má finna nýskipaðan prest i Óháða söfnuðlnum, Baldur nokkurn Kristjánsson. Prestur þessi gægist undan hempunnl á þriðju- daginn var og f jallar um SjáUstæðis- flokkinn með eftirfarandi hætti: „... væri óskandi heUsu manna vegna að þetta flokksskrímsli fari að kubbast upp því ekkert fer eins illa með sálarlif manna og langvarandi innanflokksátök”. Þessi kæriclksriku orð eru eflaust jnælt í anda þeirrar kristUegu skoðunar i Óháða söfnuöinum að SjáUstæðisskrimslið sé tU trafala fyrir sálarlU þeirra sem skUja vUja á mUli flokka og blaða, eins og þelr á fréttadeUd NT hafa tekið að sér. Næsta skrefið hjá þeim á NT er sennUega að ganga oplnberlega úr Framsóknarflokknum og í Óháða söfnuðinn, enda presturinn sjáUur tU staðar. Það verður þá a.m.k. ekki sagt um söfnuðinn á NT að hann sé ekki óháður! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.