Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Qupperneq 6
6
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Skíðaútbúnaður:
Það ódýrasta ekki það besta
Bindingar og skíðaskór eru mjög
mikilvægir Mutir í sambandi við
skíðaíþróttina. Vert er að hafa í huga
að það er ekki nóg að vera með fyrsta
flokks bindingar og ætla svo að nota
gamia og slitna skíðaskó. Þegar
þannig er farið aö er hætt við aö hinar
fullkomnu bindingar virki ekki sem
skyldi. Það er því mikilvægt að bæði
skór og bindingar uppfylli allar
öryggiskröfur.
Mælt er með að nota ekki skíðaskó
úr termoplasti. Skór úr polyu(PU) eru
betri og endingarmeirl Skór gerðir úr
termoplasti eru ódýrari, en slitna og
eyðileggjast fyrr en aðrir skór. Þeir
geta veriö ágætir þegar kalt er í veðri.
En þegar heitt er getur verið hætt viö
að bindingamar opnist ekki.
Þessi skótegund er að hverfa. Þó er
nokkuð um að bamaskór séu gerðir úr
þessu efni.
Góðar bindingar
fyrir óreynda
Það er yfirleitt álit. sérfróöra manna
að flestir kaupi sér skíðaútbúnað í
öfugri röð. Mesta áherslan er lögö á að
fá sér sem fallegust og gæöamest
skíði. Þar dugir ekkert minna en það
besta svo jafnvel Ingemar Stenmark
fer hjá sér. Svo er farið að huga að
skónum og síðast aö bindingum. Þetta
er ekki alveg eins og það ætti aö vera.
Ráðlegt er að hyggja fyrst að góðum
skóm. Svo að bindingum og síðast að
skíðunum sjálfum. Skíöin sjálf skipta
litlu máli fyrir þá sem eru nýbyrjaðir.
Dæmi í þessu sambandi gæti verið
þetta.
— Ég fer svo sjaldan á skíði. Þess
vegna er ekkert vit í því að vera aö
kaupa dýrar bindingar. Eg læt mér því
nægja þær ódýrastu.
— Eg renni mér svo hægt og varlega
að ég get látið mér nægja ódýrustu
bindingarnar.
Þetta er bara bull. Það era einmitt
þeir óvönu sem detta oftast og þess
vegna verða þeir að vera með góðan
útbúnað.
Það era einnig oft konur sem veigra
sér við aö kaupa góðan útbúnað. En
það er ekki eins og það ætti að vera.
Þeim hættir fremur en körlum til að
togna og ættu því að einbeita sér að því
að kaupa góða skó og bindingar.
Reglan ætti að vera sú að þeir óvönu
ættu ekki að kaupa ódýrasta útbúnað-
inn.
Reglan er yfirleittt sú að því dýrari
bindingar því betri er útbúnaðurinn
sem losar skíöamanninn úr þeim við
fall.
Barnabindingar
Fyrir nokkrum árum voru um 25
framleiöendur skiöabindinga á
markaöinum. Nú eru aðeins 7. Þetta
hefur það í för með sér að mjög slæmar
bindingar eru horfnar af markaðinum.
I könnun sem gerð var í Noregi á
bamabindingum fékk Marker 5 bestu
einkunn og Salomon 127 næstbestu.
Bindingar af gerðinni Look 07 fyrir
börn vora ekki viðurkenndar í þessari
könnun. Þá er einnig vert að vara sig á
pakkatilboðum. Oft eru bindingar sem
fylgja ekki nægilega góðar og notaðar
ódýrar bindingar tii að gera veröið
sem mest aðlaðandi.
Yfirfarið útbúnaðinn
á hverju ári
Það er mikilvægt að hugsa vel um
skíðin og sérstaklega bindingamar.
Þegar skipt er um skó er vissara að
láta viðgerðarmenn athuga hvort ekki
þurfi að stilla bindingarnar aftur.
Það er mikilvægt að sem flestir séu
meðvitaðir um hversu nauösynlegt það
er að hafa rétt stilltar bindingar. Til
þess aö svo geti oröið þarfnast þær
umhyggju eigendanna.
Einn framleiðandi skíðabindinga
kannaöi í fyrra ástand 4000 bindinga
hjá skíðafólki. I ljós kom að aöeins
f jórði hluti þeirra var rétt stilltur.
Þýtt
Umsjón:
Anna Bjamason
og
Jóhanna Ingvarsdóttir
Þafi œtti enginn að efast um afi
gófiar skíðabindingar Jli mikilvæg-
Fyrst skal setja bindingamar eftir bindinguna á í samanburði við þyngd
þyngd notandans. Tafla þessi gefur manns eða konu.
upp þau DIN sem stilla þarf
Þyngd karlmanna Þyngd kvenmanna DIN-stilling
0-10 kg 0-10 kg Upp að 1
10-15 kg 10-15 kg 1
20-25 kg 15-20 kg 1,5
25-30 kg 20-25 kg 2
35-40 kr 25-30 kg 2,5
40—50 kg 30-35 kg 3
50-55 kg 35-45 kg 3,5
55-60 kg 45—55 kg 4
60-70 kg 55-60 kg 4,5
70-75 kg 60-70 kg 5
75-80 kg 70-80 kg 5,5
80-85 kg 80ogyfir 6
85-95 kg 6,5
85-95 kg 7
95 og yfir 7,5
8
8,5
I öðru lagi skal stilla bindingarnar
eftir hæfni skíöamannsins.
Aldur Byrjandi Meðalgóöur Mjög góður
Upp að 16 0 0 +0,5
17-50 -1 0 +1
51ogyfir -2 -1 0
Ef litið er á dæmiö í heild sinni, litur
það út þannig fyrir karlmann sem er
70—75 kiló að þyngd.
Skrefl Skref 2(+-) Skref3(+-) =
Karlmaður 32 ára Skósóli Rétt DIN
70—75 kiló Meöalgóður 36 cm stilling
6,5 DIN 0 -0,5 6,0
HVERNIG
ÁAÐ
STILLA
BIND-
INGAR?
I þriðja og síðasta lagi skal stilla
bindingarnar eftir lengd skíðaskó-
sólans.
DIN-stilling
Upp aö 1
1.5
2
2.5
3
3.5
4
4.5
5
5.5
6
6.5
7
7.5
8
Skósólalengd í cm
20-30
22-26
24- 28
25- 29
26- 30
27- 31
28- 32
29- 33
29- 33
30- 34
31- 35
31- 35
32- 36
32-36
32-36
8,5 33-37
9 og 9,5 33-37
34-38
Gott ráð til prófunar ó bindingunum er afi sparka létt mefi lausa
fætinum ð fótinn á bindingunum þar sem örin sýnir og ó þá fóturinn afi
losna úr bindingunni.