Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 8
DV. MÁNUDAGUR14. JANÚAR1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Neyðarástand á Nýju Kaledóníu:
Herlögreglan skaut
kanaka til dauða
Frá Friörlki Rafnssyni, fréttaritara
DVíParís:
Fimm hundruö fallhlífarhermenn
voru í gær sendir áleiðis til Nýju
Kaledóníu. Þaö er í fyrsta skipti frá því
átökin hófust sem yfirvöld grípa til
hersins. Þaö sýnir glöggt hversu alvar-
legt máliö er oröið.
Mikil spenna ríkti á eyjunni dagana
eftir yfirlýsingu Edgard Pisani síðasta
mánudag. Þó hélst þar friöur allt fram
á föstudag. Þá fréttist af því að ungur
kaldochi, innflytjandi af evrópskum
uppruna, heföi falliö fyrir kúlum
kanaka, innfædds Kaledóníumanns, á
sveitabæ skammt frá höfuðborginni
Númea. Strax og fréttin spuröist út
söfnuðust nokkur hundruð kaldochar
saman í Númeu. Þeir gengu berserks-
gang í borginni, kveiktu í húsum, veltu
bifreiöum og gerðu aösúg að herlög-
reglunni. Hún svaraði fyrir sig með
táragassprengjum. Þannig gekk það
fram undir morgun laugardagsins.
Þá fréttist af því að Eloi Machoro,
einn af frammámönnum flokks sjálf-
stæðismanna, hefði verið skotinn til
bana af herlögreglunni. Nú er risinn
upp ágreiningur um hvernig dauða
hans bar að. Opinberlega er því
haldiö fram að hann hafi búið um sig á-
samt 50 öðrum kanökum á yfirgefnum
sveitabæ. Þaðan hafi þeir ætlað að
herja á kaldocha í grenndinni.
Því hafi flokkur herlögreglumanna
verið sendur á staðinn. Komið hafi til
skotbardaga með þessum afleiðingum.
Kanakar halda því hinsvegar fram að
félagi þeirra hafi hreint og beint verið
myrtur af herlögreglunni.
í framhaldi af þessum atburðum
greip Edgard Pisani til þess ráðs að
lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni um
óákveöinn tíma. Auk þess setti hann
útgöngubann sem felur í sér að bannað
er að vera á ferli á almannafæri frá
klukkan sjö aö kveldi til sex að morgni.
Samkomur fleiri en fimm manna og
mótmæli eru algeriega óheimil.
Sömuleiðis er allur vopnaburður
bannaður. Þessar aðgerðir miöa vita-
skuld fyrst og fremst að því aö sneiða
hjá frekari blóðsúthellingum á
eyjunni. I gær virtist allt vera meö
kyrrum kjörum í Nýju Kaledóníu.
Þessir síðustu atburðir gera það að
verkum að margfalt erfiðara verður
fyrir Pisani að sætta stríðandi aðila en
enn sem komið er hefur hvorugur
þeirra útilokað frekari samningavið-
ræður.
Kanakar syrgja látinn sjálfstæðis-
baráttumann.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og
Þórir Guðmundsson
Fótbolti
tilfalls
Knattspymuáhuginn varð stroku-
fanga að falli í Vestur-Þýskalandi.
Maðurinn tók þátt í fótboltaleik
héraðsliða nálægt Bonn. Það var
óeinkennisklæddur lögreglumaöur
sem kom auga á hann frá áhorfenda-
stæðum.
Lögreglumaðurinn hringdi umsvifa-
laust á starfsbræður sína. Síðan fór
hann út á vöil og elti uppi hinn 20 ára
gamia strokufanga. Þegar eltingarleikn-
um var giftusamlega iokið beið svarta-
maría eftir manninum sem fór aftur í
steininn til að afþlána tvö ár fyrir þjófnað.
Rukka
ekki
fyrir
síma-
Mormónabiskup njósnaforingi k“m
Fyrrverandi starfsmaður banda-
rísku Alríkislögreglunnar, FBI, hefur
neitað ásökunum um njósnir. Hann
segist hafa komist í KGB, sovésku
leyniþjónustuna, til að njósna fyrir
Bandaríkin.
Richard Miller var handtekinn í
október, ásakaður um að hafa stundaö
njósnir ásamt sovésku hjónunum
Nikolay og Svetlönu Ogorodnikov.
Hann er fyrsti FBI-maðurinn sem
sakaður er um slíkt.
Lögfræðingar Millers sögðu í rétti í
Los Angeles, að yfirmaður FBI í Los
Angeles, Richard Bretzing, væri
biskup í mormónakirkjunni og hann
hefði notaö trúarvald sitt yfir Miller
sem hefði verið rekinn úr kirkjunni.
Lögfræðingamir halda því fram að
valdamikil mormónaklíka hafi fyrst
haldið hlífiskyldi yfir Miller og síðan
handtekið hann til að bæla niður á-
sakanir um klíkuskap mormóna í al-
ríkislögreglunni í Los Angeles.
Ungbarni smyglað úr landi
BELGIUMENN A
MÓTIELDFLAUGUM
Lögmaður í Bretlandi segir að ung-
baminu sem barnlaust par borgaöi
konu fyrir aö eiga hefði verið smyglaö
út úr Bretlandi.
„Hún er fyrir utan Bretland, ein-
hvers staðar annars staðar í heimin-
um. Eg get ekki sagt hvar,” sagði lög-
fræöingurinn Derek Kirby-Johnson.
Framtíð hinnar 10 daga gömiu
stúlku hefur verið mikið hitamál.
Bamlausa pariö hafði borgað
móðurinni 6.500 pund, eöa um 300.000
krónur, fyrir að eiga barnið og leyfa
þeim síðan að ættleiða það. Margir
töldu þetta vera barnasölu.
Lögfræðingurinn sagöist sjálfur
hafa náð barninu út úr spítala í
London. Með hjálp konu sinnar.
Dagblaðið Daily Mail sagöi í dag aö
stúlkan væri nú erlendis á nýju heimili
með bamlausa parinu sem borgaði
fyrir hana.
Dómari átti í dag að ákveða um
framtíð stúlkunnar.
Saksóknarinn í Frankfurt í Vestur-
Þýskalandi neitar að sækja til saka
menn sem ekki borga símaklámsreikn-
inga sína. Saksóknarinn segir að síma-
klámsfyrirtæki séu að selja siðlausa
vöru. „Við erum ekki rukkarar fyrir
klámfyrirtæki,” segir hann.
Vestur-Þjóöverjar hafa tekið upp á
símaklámi samkvæmt bandarískri
fyrirmynd. Fólk sem vill nota sér þjón-
ustuna hringir í símanúmer. Það talar.
við „kvenlegan kynferðisráðgjafa”
sem tekur niður símanúmer þess og
hringir til baka. Þetta er gert til aö
ganga úr skugga um aö notendur gefi
upp rétt símanúmer.
Fyrir samtalið eru borguð um 80
þýsk mörk, eða um 1.000 krónur.
Venjulega svíkjast um 10 prósent við-
skiptavinanna um að borga.
Mikill meirihluti Belgíumanna er
andvígur uppsetningu bandarískra
Froskar
mega
kvakka
Froskar mega kvakka eins og þá
lystir, segir dómari i Hesse,
Vestur-Þýskalandi.
Dómarinn neitaði að taka til
greina kvörtun frá manni sem
sagði að froskamir í garði
nágranna sinna yllu of miklum
hávaða. Nágranninn er búinn að
búa til 26 fermetra tjörn sem
froskarnir í nágrenninu hafa mikið
dálæti á. Þar liggja þeir og kvakka
af bestu lyst, nágrannanum til
mikilsama.
stýriflauga þar í landi í mars. Þessi
útkoma skoðanakönnunar dagblaðsins
La Libre var birt nú um helgina. I dag
hittir Wilfred Martens, forsætisráð-
herra Belgíu, Ronald Reagan, forseta
Bandaríkjanna, aðmáli í Washington.
Samkvæmt könnuninni vildu 45
prósent aðspurðra að algerlega verði
hætt við uppsetningu flauganna. Um
þriðjungur, eða 30 prósent, vildu að
uppsetningunni yröi frestað í þrjá
mánuöi eða ár. Aðeins 18 prósent vildu
að flaugarnar yrðu settar upp í mars,
eins og áætlað er.
Meirihluti manna, eða 54 prósent,
sagði að það hvernig stjórnin tæki á
þessu máli myndi hafa áhrif á hvernig
þeir kysu í þingkosningunum síöar á
þessu ári.
Búist er við að Reagan muni leggja
mjög að Martens að halda fast við
uppsetningu flauganna. Martens
viöurkenndi aö ráðuneyti sitt væri ekki
á einu máli um hvaö gera skyldi.
Um 800 bandarískir sérfræöingar
eru nú að undirbúa svæðið á Florennes
velli fyrir komu stýriflauganna. Þær
eiga aö verða samtals 48.
Belgíumenn hafa engan áhuga á að fá þessar stýriflaugar til sin.