Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985.
Útlönd
9
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Gromyko aðvarar
Bandaríkjamenn
Sovétmenn sögðu í gær að ef
Bandaríkjastjóm neitaði aö semja um
bann við geimvopnum myndi það
stefna vopnatakmörkunarviöræðum
stórveldanna í hættu. Bandaríkjamenn
sögðu að þessi yfirlýsing þýddi ekki að
vonlaust væri að árangur næöist í
viðræöunum.
Utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
Andrei Gromyko, varaði einnig við að
áframhaldandi uppsetningar á meðal-
drægum eldflaugum í Evrópu gætu
h'ka stefnt viðræðunum í hættu. Hann
sat fyrir svörum í sovéska sjónvarpinu
í tæpa tvo tíma og lýsti viðræðum
sínum við Shultz, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna.
I Washington sagði Shultz af og frá
að Bandaríkjamenn hættu við
uppsetningar á stýriflaugum og
Pershing-2 eldflaugum í Evrópu.
Stjórnmálaflokk
ar bannaöir í
kosningunum í
Pakistan
Bjóða Freddie Laker
50 milljón dollara
í málaferlunum
British Airways og ellefu önnur
fyrirtæki hafa boðið sir Freddie Laker
40 milljónir dollara til sáttar í máh
sem flugfélag sir Freddie höfðaöi gegn
þeim í Bandaríkjunum.
Viðræður til að sætta málið utan
réttar hafa staðið yfir að undanförnu,
en lauk núna um helgina án þess að
Laker tæki eða hafnaði tilboðinu.
Laker Airways varð gjaldþrota
fyrir þrem árum og lánardrottnar
félagsins hófu milljarða dollara
skaðabótamál á hendur BA og fleirum.
Því var haldið fram, að þessi félög
hefðu gert samsæri um að drepa niður
samkeppnina af lággjaldaflugi Lakers
með því að undirbjóða hann um hríö.
Um er að ræða Pan Am, TWA, Luft-
hansa og fleiri.
Uppgjör þrotabúsins hefur dregist á
meðan mál þetta er óútkljáð, en sátta-
tilboðiö, sem til umræðu hefur verið að
undanfömu, felur í sér 40—50 milljón
dollara skaðabætur til þrotabúsms og
2—4 milljónir dollara til sir Freddie
Laker sjálfs. — Skuldir flugfélagsins
munu hafa numið um 250 milljónum
sterhngspunda.
Ein ástæðan fyrir því að skriður
hefur komist á málið er sú að breska
ríkið hyggst selja síðar á þessu ári
British Airways til einkareksturs en
þörf þykir á því að útkljá þetta mál
fyrst.
Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými —^
m
'J'J’JXTJWJWJ1
Nú komast allir auðveldlega
FERÐATILHÖGUN TIL TENERIFE
Pér njótid frúbœrrnr þjónustu i
áœtlunarflugi FLUGLEIÐA í
stuttu morgunflugi til Glasgow
þar sem rétt gefst tími tit þess ad
Ijúka gódum morgunverdi.
Frá Glasgow er sídan haldid í
beinu tengiflugi med risaþotu,
Jumbo, tveggja hæda Iioeing 747
(430 farþega) sem flýgur beint til
Tenerife þar sem fararstjóri tekur
á móti farþegunum. Þetta er
hradferd beint i sólina, engin
gisting og töskubasl á leidinni.
Siðan er haldid heimleiöis úr
sólinni med hradflugi risa-
þotunnar sem fer frá Tenerife kt.
11.15 og farþegar komnir heim til
íslands samdœgurs kl. sjö ad
kvöldi.
Hœgt er ad fá gegn vægu auka-
gjaldi fgrsta farrými í risa-
þotunni.
og ódýrt í vetrarsól
f=»nr.F=EROIR
= SULRRFLUG
Ycsturgötu 17. R>k.
simar 10661, 22100 ng 15331
Zia ul-Haq, forseti Pakistan, hefur
ákveðið að halda kosningar í næsta
mánuði. Hann hefur bannað flokkum
aö taka þátt í þeim. Einungis
einstaklingar mega bjóða sig fram.
Stjómarandstaðan hefur þegar for-
dæmt þessar tilvonandi kosningar til
landsþings og sýsluþinga og kallar þær
svindl.
Zia hershöfðingi sagði að kosningar
til landsþings myndi hann halda 25.
febrúar og til héraðsþinganna 28.
febrúar.
Stjómarandstaðan vill að kosningar
verði haldnar samkvæmt stjórnar-
skránni sem samþykkt var 1973 en var
síðan rift. Sú stjómarskrá kvað á um
lýðræði á vestrænan máta.
Hreyfingin til endurvakningar lýð-
ræðisins, MRD, hefur lagt til að fólk
sniðgangi kosningarnar. MRD er sam-
tök 11 stjómarandstöðuflokka.
Pundið síg-
ur niður
Þegar alþjóða gjaldeyrismarkaðir
opnuðu aftur í morgun eftir helgina
kom i ljós að sterlingspundið hafði enn
sigið gagnvart dollara, og var komið
niður í 1,1050 Bandaríkjadali hvert
pund.
Þegar markaðir lokuðu á föstudag
stóð pundið i 1,12 dollurum og altalað
að breska stjómin ætlaði ekkert að
aðhafast til þess að hindra frekara
gengissig pundsins.
Um helgina birtust yfirlýsingar frá
fjármálaráðuneytinu breska, þar sem
borið var á móti því að stjórnin léti sig
engu varða afdrif pundsins og var
gefið í skyn aö bankavextir kynnu að
verða hækkaðir til þess að verja
pundið.
Háttsettur talsmaður í fjármála-
ráðuneytinu sagði, að vandræði
sterlingspundsins stöfuöu að hluta til
af efnahagsvandamálum innanlands.
Fram að því hafði verið haldið fram að
gengissigið stafaði af styrkri stöðu
Bandaríkjadals og óvissunni á olíu-
markaðnum. Gjaldmiöill Breta er
háður olíuverðinu vegna olíufram-
leiðslu Breta í Norðursjónum.
Leitið nánarí upplýsinga í sýningarsa/ okkar
að Skemmuvegi 4 eða í síma 91-73100.
fíjót og góð þjónusta.
A. GUÐMUNDSS0N
Húsgagnaverksmiðja,
Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100
HÚSGÖGN
Sérverslun með
SKRIFSTOFU
HÚSGÖGN
Skrifstofuskrifborð i 3 stærðum.
Vélritunarborð.
Hillur fyrir möppurnar og fí.
okkur fáið þið góða vöru á góðu verði
Fundarborð, fundarstóla.
Biðstofuhúsgögn.
Skermveggi og margt fíeira.