Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 10
10 DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bandaríkjamenn æfa landgöngu. Talast við þó andi köldu — Samantekt á viöræöum stórveldanna og tillögum íafvopnunarmálum Þrátt fyrir árslangt hlé á meiri-- háttar vopnaviðræðum halda viðræð- ur milli stórveldanna áfram í vissum málaflokkum, á lægri stigiun. Eng- inn árangur hefur þó orðið af þeim. Sovétmenn gengu út af tvenns kon- ar viðræðum í Genf síðla 1983: við- ræðum sem beindust aö takmörkun- um á langdrægum og meðaldrægum eldflaugum. Utganga Sovétmanna var til að mótmæla uppsetningu Bandaríkjamanna á Pershing og stýriflaugum í Vestur-Evrópu. Viðræöur um aö minnka hefð- bundinn herafla og hættuna á skyndi- stríði í Evrópu og um efnavopn héldu áfram á síðasta ári, en nú er hlé á þeim þar til síöar í þessum mánuöi eöa snemma í febrúar. Hér á eftir er yfirlit yfir hvað stór- veldin eru að tala um í þessum fimm viðræðum og hvað þau hafa lagt til. Það ætti að koma sér vel, nú að lokn- um fundi utanríkisráðherra land- anna í Genf. Start Viðræður Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna í Genf um langdrægar skot- flaugar (ekki stýriflaugar) hófust í júní 1982 en lentu fljótt í þrátefli. Langdrægar skotflaugar eru hættulegustu kjarnavopnin vegna þess að drægni þeirra, sprengikraft- ur og síaukin nákvæmni stofnar óvinaflaugum á jörðu niðri í mikla hættu. Það þýöir að ef annaö stór- veldið skýtur skotflaugum sínum af stað þá verður hitt að svara í sömu mynt áður en flaugarnar koma nið- ur. Annars á það stórveldi á hættu að missa allar sínar flaugar. Það þýðir líka að það verður að koma flaugun- um af stað þó það bara haldi að hitt stórveldið hafi skotið sínum flaug- um. Sagt hefur verið að smágalli í tölvu geti komiö af staö stríði. Þessa hættu hyggjast stórveldin minnka með samningaviðræðum sínum um þessar flaugar. Bandarík jamenn lögðu í upphafi til aö kjarnaoddum, staðsettum á sjó og á landi, yrði fækkað þangað til hvort stórveldiö heföi um 5.000 odda. Aö- eins helmingur þeirra átti að vera á landi. Síðan átti að f ækka skeytunum sjálfum niður í 850. Bandaríkjamenn segjast hafa 7.297 kjamaodda en Sovétmenn hafi 7.700. Síðar bauö Reagan forseti aö fækka sprengiflugvélum og stýri- flaugum í staðinn fyrir minnkun á sprengikrafti Sovétmanna. Bandaríkjamenn lögðu líka til svo- kailaða „niðurbyggingu”. Sam- kvæmt henni áttu báöir aðilar að lofa að fækka einhverjum flaugum fyrir hverja nýja sem þeir smíöuðu. Ráða- menn í Washington sögðu kollega sína í Moskvu hafa tekið illa í tilboð- ið. Moskvumenn lögðu til 25 prósent niðurskurð. Þá áttu kjamavopn, bæði þau sem er skotiö með skeytum og þau sem sprengjuflugvélar bera, að verða um 1.800 talsins. Kjama- odda átti að skera niöur sem svaraði því. Meðaldræg kjarnavopn Bandarísk-sovésku viðræðumar um takmörkun á meðaldrægum kjarnorkueldflaugum hófust í Genf í nóvember 1981. Þeim hafði lítið mið- að áfram þegar þær hættu, nákvæm- lega tveimur árum síöar. Sovétmenn æfa landgöngu. Atlantshafsbandalagið hefur nú byrjað á að staðsetja 572 Pershing 2 og stýriflaugar til að vega á móti þeim flaugum sem Varsjárbanda- lagið hefur fyrir í Evrópu. 1 desem- ber 1984 höfðu Sovétmenn komið fyr- ir 387 SS-20 flaugum, með þremur kjarnaoddum hverri, í Evrópu og sovésku Asiu. Bandaríkjamenn höfðu komiö upp 54 Pershing flaug- um og 48 stýriflaugum í Vestur-Evr- ópu. Fyrsta tilboð Bandaríkjamanna var „húll-boðið”, svokallaða; að all- ar slíkar flaugar yrðu upprættar. Síðan buöu þeir að hvor aðiU fyrir sig fengi að hafa mest 420 kjarnaodda án tillits til þess hvar í heiminum þeir væru staðsettir. TilboðSovétmanna: að skera 22-20 flaugafjöldann niður í 162, þannig að þeir hefðu jafnmargar flaugar og Bretar og Frakkar. NATO afþakk- aði. Þá buðu Moskvumenn að fækka SS-20 flaugunum niður i 120, en bara í Evrópu. Ekki í sovésku Asíu. Samkvæmt ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins 1979 á að staðsetja bandarískar eldflaugar í Vestur- Þýskalandi (108 Pershing, 96 stýri- flaugar), Bretlandi (160 stýriflaug- ar), Italíu (112 stýriflaugar), Belgíu og Hollandi (48 stýriflaugar í hvoru landi) ef ekki tekst að semja viö Sov- étmenn um annað. Bandaríkjamenn leggja nú að Belgum og Hollendingum að láta ekki undan kjamorkuandstæðingum að hætta við uppsetningu flauganna. 40 þjóða afvopnunarráð- stefnan Þessi viðræðugrundvöllur er í raun sjálfstæö stofnun, tengd Sameinuöu þjóðunum. Meðal þátttökuríkja eru öll kjamorkuvopnaveldin; Banda- ríkin, Sovétríkin, Bretland, Frakk- land og Kina. Þessar viðræður hófust 1978. Aðalmál ráðstefnunnar er algjört bann á notkun efna- og kjamavopna. Annaö er að finna aðferö til að fylgj- ast með að ríki fari eftir tilvonandi banni á kjamorkusprengingum i til- raunaskyni. Þar með væm taldar til- raunir með sprengingar neðanjarð- ar. Nú eru einungis slíkar tilrauna- sprengingar leyfðar. Viðræðurnar um kjarnorkuvopna- tilraunirnar eru staönaðar en á síð- asta ári kviknaði von um að ná mætti Umsjón: Þórir Guðmundsson einhverjum árangri varðandi efna- vopnabann. Bush, varaforseti Bandaríkjanna, lagði fram fyrir tæpu ári uppdrátt að samningi um hvernig mætti tryggja að farið væri eftir banni við fram- leiöslu efnavopna. Sovétmenn og bandamenn þeirra höfðu lítinn áhuga á þeim uppdrætti. Þeir sögðu að hann væri þeim í óhag því hann gerði ráð fyrir að þeir opnuðu allar sínar verksmiöjur fyrir Vesturlönd- um, en þeir gætu ekki farið að sama skapi inn í verksmiðjur í einkaeign á Vesturlöndum. Sovétmenn hafa boðið tilslakanir varðandi þetta atriði en Vestur- landamenn segja þær ófullnægjandi. Ráðstefna um afvopnun í Evrópu . Fundur 33 vestrænna, austrænna og hlutlausra Evrópuþjóða, auk Bandarikjanna og Kanda, hófst fyrir ári til að íhuga tillögur sem beinast að því að minnka líkurnar á skyndi- árásum i Evrópu. Tillögur NATO: pakki traustsupp- byggjandi aðgerða. Aðilar skulu samkvæmt þeim miðla upplýsingum um land- og loftherafla sinn, skýra frá hernaöarhreyfingum, bjóða and- stæðingnum á heræfingar og leyfa skoðanir innan herbúða sinna. Sovétmenn vilja að báðir aðilar lýsi yfir að þeir muni aldrei verða fyrstir til að nota kjamavopn eða annað ofbeldi gegn ööru ríki. Auk þess vilja þeir láta lýsa svæði í Evr- ópu kjarnorku- og efnavopnalaus. Ráðstefnan batt enda á mikið japl þegar aðilar samþykktu aö setja upp tvo vinnuhópa til að ræða hlutina ítarlega. Herir og vopn í Mið-Evrópu Þetta eru Vínarviðræður milli 12 NATO-þjóöa og sjö Varsjárbanda- lagsþjóða. Arangur hefur veriö eng- inn. Tilgangurinn með viöræðunum er að fækka í herjum beggja aðila á hættusvæðum í Miö-Evrópu. Tillögur vesturvelda ganga út á að minnka í heröflum ríkjanna í fjórum áföngum, þangað til báöir aðilar hafa 700.000 landhermenn og 200.000 við flugherinn. Þetta myndi þýða að Varsjárbandalagið skæri niður um 260.000 menn en Atlantshafsbanda- lagið 90.000. Varsjárbandalagsmenn vilja ekki slík lág þök, heldur niðurskurð um ákveðin þúsund, enda hafa þeir fjöl- mennari heri. Þeir hafa lagt til að Sovétmenn skeri niður um 20.000 menn, Bandaríkjamenn um 13.000 og 900.000 manna þak. Viðræðumar stöönuöu í níu ár vegna þess að Atlantshafsbanda- lagsmenn sögðu Varsjárbandalags- menn svindla því þeir hefðu 160.000 manna stærri her en þeir segðu. I apríl í fyrra bauð NATO þó að þeir myndu ekki fylgja svo grannt eftir fjölda manna ef austanmenn gæfu eftir og leyfðu kannanir til aö fylgj- ast með því að tilvonandi samningur yrðiekkibrotinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.