Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 15
DV. MÁNUDAGUR14. JANÚAR1985. 15 Menning Menning Menning Menning Níutíu manna hljómsveitin Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hó- skólabíói 10. janúar. Stjórnandi: Joan-Piorro Jacquillat. Efnisskró: Szymon Kuran: Elegie fyrir strengja- sveit; Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 41 í C-dúr (Júpfter); Igor Stravinsky: Vorblót. Nýtt ár hófst hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni meö viðamiklum og mannfrekum tónleikum. Fjölmennið kom af sjálfu sér, eöa réttara sagt réðst af eðli verkefna. I upphafi tón- leikanna fengu strengirnir einir, vel skipaöir, aö leika listir sínar í verki annars konsertmeistara hljómsveit- arinnar, Szymon Kuran. Þessi , nýrómantíska „miniatúra” býr yfir. ótrúlega mikilli spennu undir sínu friðsæla yfirboröi. En einmitt þegar spennan er að skjóta upp kollinum og breiðast út í forgrunni er skyndilega klippt á — lagið búið og áheyrandinn skúinn eftir í lausu lofti, þyrstandi í meira. Hann kann virkilega að skálda fallegar hendingar fyrir strengi, okkar nýfengni konsert- meistari, Szymon Kuran. ' Misjafn Júpiter 1 Júpitersinfóníunni var spilaö með næstum því fullum strengjum, sem út af fýrir sig er ágætt ef nógu létt er spilað. Ég verð að játa aö stílfærslan var ekki af minni uppáhaldstegund en það breytir því ekki að liðinu tókst aö spila töluvert létt og fimlega (þóttist ég þar kenna áhrif frá Einari Grét- ari, sem í þetta sinnið sat á stóli kon- Tónlist Eyjólfur Melsted sertmeistara) að fjórða þættinum undanteknum. Þá fór eins og sagt er um ökumenn, að bensínfóturinn varð of þungur. Svo má nú vel vera að glimuskjálfti fyrir átökin miklu við Vorblót hafi sett sitt mark á þetta allt saman. Vantaði aðeins eitt Að afloknu hléi streymdi liðs- safnaðurinn inn á sviðið, nærri hundrað manns. Vorblót hófst með listilega spilaöri fagottsólónni, en hún og fáein önnur andartök — allt of fá og stutt — náðu að kæta hlust- imar. Um afganginn væri manni skapi næst aö hafa yfir hin frægu um- mæli Comtesse de Pourtalés um frumuppfærslu Vorblóts. Það voru svo sannarlega níutíu manns í hljóm- sveitinni — níutíu einstaklingar rétt- ara sagt. Þeir voru dugiegir að spila og léku með góðum styrk. Rangar innkomur voru vart teljandi og allir komust vel í gegnum stykkið. Það vantaði í rauninni aðeins eitt — að þessir niutíu einstaklinbgar spiluðu saman. Ætli hljómsveitin okkar ein- hvem tíma að spila þessa mögnuöu músík aftur, sem ég vona sannarlega að hún geri, legg ég til að hún fái sér eitilharöan þrælapisk til að stýra verkinu og gefi honum nægan tima til að hamra það inn í spilendur svo rækilega aö þaö síist bæði inn í líkama þeirra og sál og flytji ekki á tónleikum fyrr en fullreynt er að svo sé. Því eins og einn konunglegur kúskur sagöi: , A& fá átta hesta eyki til að ganga rétt byggist á því aö ekillinn kunni með keyrið að fara”. -EM. HELGAR Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstáriegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt. Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.