Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 16
16
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985.
Spurningin
Ert þú flughrædd(ur)?
Arthúr Anais eftirlaunamaður: Nei,
ekki aldeilis. t þau skipti sem ég hef
feröast meö flugvélum hef ég aldrei
fundiö fyrir flughræðslu.
Elín Ásgrimsdóttir húsmóðir: Nei, ég
er ekki flughrædd. Eg hef flogið
nokkuð, aðallega innanlands, og sem
betur fer aldrei fundið fyrir neinni
hræðslu.
Sigrún Pálsdóttir húsmóðir: Nei, ég
hef ekki veriö flughrædd í þessi fáu
skipti sem ég hef ferðast með flugvél-
um.
Haraidur Þórðarson eftirlaunamaður:
Nei, ég hef ferðast 70—80 sinnum með
flugvélum og aldrei fundið fyrir neinni
hræðslu.
Ásdís Þormar húsmóðir: Flughrædd
er ég ekki. Ég flýg talsvert milU landa
og hef aldrei verið hrædd.
Mayte Guðmundsson húsmóðir: Nei,
ég er ekki flughrædd. Eg flýg alitaf
einu sinni á ári út og er aldrei neitt
hrædd.
Lesendur Lesendur Lesendur
Innstæðulausar ávísanir:
Saklausir sitja í súpunni
Verslunareigandi hringdi:
Ávísanamál hérlendis eru í mikl-
um ólestri. Samkvæmt lögum er sá
semframselur ávisanirábyrgurfyr-
ir þeim. Þannig getur sá sem hefur
ávísanahefti gefið út eins margar
innstæöulausar ávísanir og viðkom-
andi kærir sig um. Framseljanda,
eins og t.d. verslunareigendum, er
gert að borga. Þess eru jafnvel dæmi
að banki hafi fært upphæö innstæðu-
lausra tékka af bankareikningi
framseljandans án þess að láta hann
vita.
Innstæöulausar ávísanir eru orðn-
ar mikiö vandamál hér. Manni er
líka óskiljanlegt hvernig bankinn
getur losað sig undan allri ábyrgð í
þessum málum. Þaö virðist hver
sem er geta fengiö ávisanahefti.
Jafnvel dæmdir sakamenn geta
labbað inn í banka og fengið ávísana-
hefti eins og ekkert sé.
Hvers vegna eru bankarnir ekki
ábyrgir í þessum málum? Ef maöur
tekur t.d. lán þá þarf maður að
tryggja sig í bak og fyrir en til að fá
ávísanahefti þarf aðeins að borga
stofngjald og síðan ekki söguna
meir.
Ef framseljendur innstæðulausra
ávísana vilja fá leiðréttingu sinna
mála þá veröa þeir í flestum tilfell-
um að fara sjálfir á stúfana og leita
sökudólgana uppi.
Þaö er nauðsyn aö fara að gera
eitthvað í þessum málum. Það er
ekki hægt aö láta saklaust fólk greiöa
fyrir misgjörðir annarra.
Verslunareigandi gerir évisana-
mál afl umræAuefni og vill að
þessi mél verfli tekin til gagn-
gerflrar endurskoflunar.
Gestur Laugardalshallar kvartar undan því afl þurfa afl sitja é hörflum tré-
bekkjum þegar hann horfir é íslenskan handknattleik.
Harðir Hallarbekkir
Ö.R.P. skrifar:
Mig langar aö kvarta yfir því viö for-
ráðamenn Laugardaishaliar að ekki
skuli vera boðið upp á sæti á efri pöll-
um Hallarinnar. Það er varla til að
laða að áhorfendur að bjóða upp á
grjótharða bekki í tvo og hálfan tíma
þó að hægt sé vegna fámennis að setj-
ast á bekki þessa. Ahugi okkar, dyggra
stuðningsmanna, á handknattleik
minnkar til muna vegna þessa. Von-
andi er ekki verið að fæla frá þá fáu
áhorfendur sem eftir eru með þessu.
Það á að vera sjálfsagt að leyfa fólki
að nota þessi sæti ef þaö kærir sig um.
Handboltinn á marga og dygga
áhorfendur sem fylltu Höllina hvert
leikkvöld fyrir nokkrum árum. Það
voru og eru ógleymanlegar ánægju-
stundir sem ég vona að endurtaki sig
með væntanlegum breytingum á leik-
fyrirkomulagi. En þangað til er engin
ástæða til að spara sætin né kústana.
Starfsfólk er jú á staönum.
„HVAR ER HÚMOR-
INN í FÓLKINU?”
Kona hringdi:
Mig langar að þakka þeim sem sáu
um áramótaskaup sjónvarpsins í ár. Við
á mínu heimili, sem eru börn, ungling-
ar og miðaldra fólk, skemmtum okkur
mjög vel og hef ég heyrt fleiri tala um
hversu skemmtilegt skaupið var. Ég
skil ekki i þeirri slæmu gagnrýni sem
skaupiö hefur fengið. Hvar er húmor-
innífólkinu?
Það er eins með allt það sem maður
horfir á. Það er hægt að láta sér leiðast
ef maður horfir á það með neikvæðu
hugarfari.
Popptónlist
á rétt
ásér
Tvær 14 ára skrifa:
Okkur langar til aö gera athuga-
semd við greinina Tónlist undir tákn-
máli sem var í DV 8. jan. sl. varðandi
það sem þar er sagt um Duran Dur-
an. Sagt er að það sé of langt aö hafa
svona langan þátt á dagskrá og aö
það sé vafasamt að flokka þetta und-
ir tónlist.
Okkur finnst að unglingarnir eigi
rétt á að hlusta á það sem þeim líkar.
Þessi tónlist hefur engin áhrif á okk-
ur „ómótaða unglinga”. Við getum
ekki séð að þessi tónlist geti skaöað
okkur á neinn hátt frekar en að sin-
fóníur geti skaðað hina f ullorðnu.
Popptónlist á alveg eins mikinn
rétt á sér og önnur tónlist.
SABA er í
Sv-Arabíu
Nafnlaus skrifar:
Vegna fréttar í DV 4/1 ’85, Mikil
loftbrú með svarta gyðinga frá Eþíó-
píu, langar mig að benda á eftirfar-
andi:
Borgin Saba er í Sv-Arabíu (ekki
Afríku) skammt frá landíunærum S-
og N-Jemen.
Um leið og ofanskráð er leiðrétt
mætti vekja betur athygli á því aö
Falash þýðir útlendingur. Því nafni
kallast gyðingar enn eftir um 2900
ára dvöl í óþökk Eþiópíubúa. Sam-
búðarvandamál gyðinga eru ekki ný-
tilkomin.
Til gamans má að lokum geta þess
að ónefnið „gyðingur” er íslensk
uppfinning. Sjálfir kalla þeir sig
Juda, Jews, Juden o.s.frv.
Ekki eru menn é eitt séttir um ágæti áramótaskaupsins. Hér eru þeir Laddi
og Gfsli Rúnar I hlutverkum sínum.