Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. 17 Lesendur Ósæmileg skrif um unglinga Þrjár 15 ára skrifa: Okkur langar til aö svara grein G.H sem birtist í DV 2. jan. og bar nafnii Yfirgangur unglinga. Þessi G.H. virö ist ekki vita mikiö um unglinga þessí lands. Það sem þú skrifar um reyking- ar og drykkju er alveg fjarstæða. Auð vitaö reykir ekki hver einasti ungling- ur og drekkur. 1 okkar bekk t.d. eru 4 af 30 sem reykja og álíka margir sem drekka. Hvað er líka að því að skemmta sér áður en fullorðinsárin taka við? Þú skrifar eins og versti öld- ungur. Tímamir breytast og mennirn- ir með. Hefur ekki alltaf verið látið svona út af æskunni? Meira að segja Sókrates, sem var uppi 5 öldum fyrir Krist, lét svona út af æskunni eins og þú gerir nú. Er það ekki æskan sem á að halda uppi mannkyninu? G.H. skrifar: ,,Það á að gefa þeim vinnu og halda þeim að verki.” Nei, væni minn. Það eru ekki miklar líkur á þvi að unglingar fái vinnu. G.H. segir ennfremur að það hljóti að vera til nóg af sálfræðingum og slíku til að tala um fyrir unglingun- um. Við tökum ekki mark á svona rugli. Að lokum viljum við þakka sjónvarp- inu fyrir frábæran þátt með Duran Duran og gott skaup. Vonandi er að G.H. lesi þes'sa grein og að hún verði til þess að viðhorf hans til unglinga breyt- ist. Tapaðar myndir úr Mela- og Hagaskóla Eigandi hringdl: 1 nóvember sl. hittumst við nokkur skólasystkini úr Mela- og Hagaskóla í sal Alþýðubandalagsins v/Hverfis- götu. Eg hafði meðferðis myndaalbúm með myndum frá skólaárum okkar en gleymdi því þarna. Ekki hef ég fengið albúmið aftur. Mig langar til að biðja DV að vekja athygli á þessu fyrir mig vegna þess að þetta myndaalbúm er mér mjög kært. Sá sem hefur albúmið undir höndum getur náð í mig i símum 32540,23173 og 39527. Húrra, Berti! Anægð skrifar: Ég tek undir það að hætt verði að selja sigarettur og annað tóbak hér á landi. Eg er 12 ára og báðir foreldrar mínir reykja. Stundum er bara ekki lift inni svo maður verður að flýja út. En það er ekki oft sem betur fer. Þetta er í eina skiptiö sem ég hef litiö upp til Berta og hann hefur vaxið í áliti hjá mérviöþetta. ISIMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ HRINGIÐ OMRON AFGREIÐSLUKASSAR Minni fyrirhöfn-meiri yfirsyn Við höfum að staðaldri yfir 10 mismunandi gerðir af Omron afgreiðslukössum á lager. Allt frá einföldum kössum upp í stórar kassasamstæður. Omron afgreiðslukassarnir stuðla að aukinni hag- kvæmni og öryggi í viðskiptum. Þeir búa yfir stækkunarmöguleikum og sjálfvirkri tölvuútskrift sem skapar meiri yfirsýn og stuðlar að markvissari og betri rekstri. Nú er upplagt að slá til og fásér afgreiðslukassa. Kynnið ykkur verðin - við veitum allar nánari upplýsingar f söludeildinni. Hverfisgötu 33 - Sfmi 20560 Pósthólf 377 SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. LANDSFRÆG HÖRKUTÓL a._________________ íslandi. Mikil útbreiðsla þeirra, styrkleiki og ending bera grafskóflur. Auk þess er hægt að fá við hana ótal því glöggt vitni. aukahluti, svo sem lyftaragaffla, kranakróka, götusópa, snjóplóga o.fl. o.fl. En sérfræðingar JCB halda stöðugt áfram að þróa og endurbæta vélarnar, eins og JCB Dx4 grafan sannar. Og vegna hagstæðra samninga við JCB-verksmiðjurnar Hún er frábærlega vel hljóðeinangruð, með opnanlega getum við nú boðið JCB-gröfurnar á ótrúlega láguverði. Hringið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga. TlMABÆR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.