Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Page 18
18
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985.
Frá skrúðgöngu nemenda og kennara til nýja skólahússins ó Eski-
firði.
Eskifjörður:
Skrúðganga í
nýja skólann
I síöustu viku var brotið blaö í sögu
eskfirskra skólamála en þá var öll
grunnskólakennsla flutt í nýtt hús-
næði. Þarna rættist loks langþráöur
draumur því það var upp úr 1960 sem
fariö var aö tala um byggingu nýs
skólahúsnæðis.
Byrjaö var á byggingu skólans fyr-
ir rúmum 10 árum enda gamli skól-
inn, sem byggður var árið 1910, orð-
inn alltof lítill og kennsla fór í f jölda
ára iðulega fram á fjórum til fimm
stöðum í kaupstaðnum, til mikils
óhagræðis fyrir nemendur og kenn-
ara.
Nýi grunnskólinn, sem er hinn
glæsilegasti bæði utan dyra sem inn-
an, er á þrem hæðum og er gólfflötur
hverrar hæðar um 500 fermetrar.
Fyrsti áf angi var tekinn í notkun árið
1982 en nú var flutt í annan áfanga.
Um 200 nemendur og kennarar
ásamt skólastjóra grunnskólans
kvöddu gamla skólann sinn og fögn-
uöu nýja húsnæðinu með mikilli
skrúðgöngu um bæinn sl. þriðjudag
en kennsla hófst daginn eftir.
Þrátt fyrir aö gamla skólahúsið
hafi nú lokið hlutverki sínu í eiginleg-
um skólamálum Eskfirðinga mun
það áfram koma í góðar þarfir fyrir
aðila sem verið hafa á hrakhólum
með starfsemi sína hingað til. Tón-
listarkennsla mun flytjast þangað
ásamt félagsmálaráöi, byggöasögu-
nefnd og jafnvel fleiri aöilum.
Emil Thorarensen/Eskifirði.
Kennarar skólans ósamt skólastjóranum, Jóni Inga Einarssyni, fyrir
miflju.
DV-myndir Emil.
Rúður brotnar
á Akureyri
Rúður í opinberum byggingum á
Akureyri voru brotnar um helgina. I
Gagnfræöaskóla Akureyrar, Verk-
menntaskólanum, sundlauginni og
gamla iþróttahúsinu við Laugargötu
voru alls fimmtán rúður, flestar litl-
ar, brotnar aðfaranótt laugardags.
Ymist virðist hafa verið sparkað í
þær eða grjóti kastaö.
Byggingarnar fjórar eru allar á
sama svæði. Það er því talið að sami
aöilinn hafi veriö að verki í öllum
tilvikunum. Grunur hefur beinst aö
ungum piltum sem sáust þarna á
ferliumnóttina.
Nóttina eftir var brotin stór rúða í
verslun KEA við Hafnarstræti,
herradeild. Ungur herramaður ját-
aði á sig verknaðinn. Við yfirheyrslu
bar hann við að þetta hefði veriö
óhapp.
-KMU
Hnífsdalur:
Þak fauk af
hesthúsi
Þak fauk af hesthúsi í Hnífsdal síö- heyi. Vindurinn fletti einnig asfalt-
degis á laugardag er suöaustanrok klæðningu af þaki íbúðarhúss í Hnífs-
gekk yfir þorpið. Skepnumar inni dal.
meiddust ekki. Þakplötumar fuku á Oveðriö olli ekki tjóni I öðrum
tvo bíla og skemmdu þá nokkuð. byggöum. Um tíma var þó óttast um
Hrossaeigandinn tapaði þó nokkm af flotbryggju á Isafiröi. -KMU
Menning
Menning
Menning
Utla hryllingsbúðin
Litla hryllingsbúflin, sýning Hins leikhússins í
Gamla blói 13. janúar.
Laust og bundifl mál: Howard Ashman/ Tón-
list: Atan Menken.
Yfirumsjón: Sigurjón Sighvatsson og Póll Bald-
vin Baldvinsson.
Dansar: Edie Cowan/ Dansþjólfun Sóloy
Jóhannsdóttir.
Lýsing: David Hersey.
Leikmynd: Guðbjörn Gunnarsson/ Brúður:
Martin P. Robinson/ Búningar: Guflmunda
Þórisdóttir.
Hljómsveitarstjórn: Pótur Hjaltested/ Hljóm-
stjórn og upptaka: Gunnar Smóri Helgason.
Þýfling: Bundifl mól: Magnús Þór Jónsson/
Laust mól: Einar Kórason.
í hlutverkum: Lerfur Hauksson, Edda Heiflrún
Bachmann, Glsli Rúnar Jónsson, Þórhallur
Sigurflsson, Ragnheiflur Etfa Amardóttir, Sig-
rfður Eyþórsdóttir, Harpa Helgadóttir, Björgvin
Halldórsson og Ariel Pridan.
Engar gamlar lummur
Hversu oft gerist það ekki að úr
ágætum hugmyndum er unnið meö
hraði og í flaustri í öllum listgrein-
um, en ekki hvað síst í kvikmynda-
heiminum? Gott dæmi um það var
nauðaómerkileg kvikmynd sem gerð
var fyrir tæpum aldarfjórðungi og
hét The little Shop of Horrors. Samt
náði þessi mynd, sem gerð var af
Roger Corman, að kveikja í
leikstjóranum Howard Ashman og
tónskáldinu Alan Menken og í sam-
vinnu við Edie Cowan, danshöfund
og prúöubrúðumeistara, sömdu þeir
samnefnt „músíkal”. Orðið söng-
leikur á nefnilega ekki alltaf við um
stykki af þessu tagi og því finnst mér
ekki saka að sletta þessu slangur-
yrði. Ekki eru nema tvö ár síðan
verkið fór fyrst á fjalimar svo aö
ekki verða þeir fyrirsvarsmenn Hins
leikhússins sakaðir um að hefja
starfsemina meö bakstri gamalla
lumma.
Kjarngóður kokteill
Stykkið er bráðsmellið og gengur í
stuttu máli út á viögang og samskipti
plöntu, sem niðursetningur hjá
blómasala á bísanum keypti af Kín-
verja meðan almyrkvi var á sólu, við
eiganda sinn og aðra í hans nánasta
umhverfi. Músikin er samkvæmt for-
múlu hinna nýrri músíkala eða söng-
leikja sem slegið hafa í gegn hin
siðari ár. Blanda, soðin upp úr rokki
og klassískum minnum úr ýmsum
áttum. Vel gerð getur slík blanda
reynst hin áhrifamesta, skemmtileg
kjamgóð músík til hressingar og er
svo hér. Þegar svo í blönduna bætast
haganlega gerð umgjörð, táknræn og
einföld, (án þess þó að sleppa einu
sinni hinu ómissandi tákni amerísks
borgarumhverfis, brunastiganum
eða fire escape) dæmigerðir búning-
ar og smellnir dansar, þá hlýtur hún
að teljast til þess fallin aö svala,
hressa og skemmta fólki þegar þaö
vill lyfta sér upp úr hversdagsleikan-
um. Já þessi litla hryllingsblanda er
vissulega kjarngóður kokkteill.
Þá verður blöndunnar
notið til fulls
En til þess að hans verði notið til
fulls veröur svona kokkteill að vera
lagaður upp á íslensku. Um það sjá
tveir kunnir pennans menn, þeir
Einar Kárason, sem þýðir og
staðfærir laust mál, og Magnús Þór
Jónsson, sem sér um bundið mál. Nú
skal játaö að ég hef ekki kynnt mér
frumtextann nema rétt á yfirborðinu
og veit því ekki hvemig sjálf þýðing-
Leiklist
Eyjólfur Melsted
in hefur tekist en ég ætla að hún sé af
sama toga og staöfærslan og þá telst
hún glettilega góö. Þar er morandi í
hressilegum slanguryrðum og orða-
tiltækjum og er þeim sem beyg hafa
af þess háttar hryllingi bent á að
ómaka sig ekki á sýningu þessa.
Staðfærslan gengur annars býsna
langt og spuming hvort hún gengur
ekki á að minnsta kosti einum stað
nærriþvíof langt.
Stjörnur tvær
Hlutverk eru ekki mörg — fjórir
einleikarar, kórinn bara tríó og svo
plantan, höfðupersóna leiksins, sem
útheimtir tvo. öllum hlutverkunum
er það sammerkt aö í þau verður að
veljast fólk sem getur sungið dansaö
og leikið og það allt þrennt í einu.
Þetta hefur vissulega tekist. Kór-
píumar þrjár eru leiknar af Ragn-
heiði Elfu Arnardóttur, Sigríði Ey-
þórsdóttur og Hörpu Helgadóttur.
Sumpart em þær sögumenn, sum-
part tengiiiöir við umhverfiö, bísann
eða Skild Row sem nánar tiltekið
þýðir rennibraut og er þessi tiltekna
rennibraut sögð liggja beint til
helvítis. Annars er ekkert veriö að
klifa á því í stykkinu heldur gert ráð
fyrir því að áhorfandinn eða
heyrandinn viti vel í hvaða skugga-
hverfi hann er kominn. En þær dansa
prýðilega, stelpumar, og söngurinn
hjá þeim er pottþéttur.
Þórhallur Sigurðsson fer með
mörg hlutverk og viröist hann í ess-
inu sinu við að fá að bregða sér í svo
mörg gervi. Þeirra mest er hlutverk
tannlæknisins og í því stendur hann
sig allvel, en best þótti mér honum
takast í hlutverki nýríka bjálfans
sem fyrstur féll fyrir sjarma
plöntunnar Auðar annarrar.
Gyðinginn Músnikk, eigandi
blómabúöarinnar, leikur Gísli Rúnar
Jónsson. Mikið rækalli passar Gísli
Rúnar inn í þetta hlutverk og nógu
óraunverulegur til að maöur fari nú
ekki að líta framan í ljúfmenni þau
sem reka blómabúðir uppi á Islandi
angistaraugum.
I hlutverki Baldurs krilbura,
niðursetnings sem eignast mannætu-
plöntu og verður mikill karl um
stund, er Leifur Hauksson. Baldur
krílburi er svipuö týpa og Jerry
Lewis skóp í Cinderfella, umkomu-
leysið uppmálað en þó á sinn hátt
með glansmyndaryfirbragði. Leifur
gerir virkilega gott úr Baldri þótt
söngur hans sé varla til að hrópa
húrra fyrir — þá best þegar hann á
samleik með Auði, sem Edda Heið-
rún Bachmann leikur. Auöur, gellan
úr ræsinu sem leynt og ljóst virðist
dreyma um aö vera eins og Marilyn
Monroe, verður í höndum Eddu
Heiðrúnar stjama leiksins. Þó er
önnur stjarna sem skín skærar en
Auður/Edda Heiðrún. Plantan sjálf,
Auður önnur, Ariel Pridan vinnur
þrekvirki í plöntustjóm sinni. Ekki
aöeins likamlegt þrekvirki við stjóm
hreyfinga, heldur bærir hann varir
plöntunnar kórrétt eftir hinum
íslenska texta og það er hreinasta
snilld. Ekki hefði ég heldur trúað því
að óreyndu að Björgvin Halldórsson
gæti gert jafn ágæta hluti og hann
gerir í raddfærslu plöntuhlutverks-
ins.
Ekki verður
hlustunum misboðið
Hljómsveitin stendur sig með af-
brigðum vel. Þar er valinn maður í
hverju rúmi og síöast en ekki síst
stýrir tökkum og tólum maöur sem
veit upp á hár hvað hann er að gera.
Allur er leikurinn fluttur um
hátalarakerfi — vel uppmagnaður og
í góðu innbyrðis samræmi, en aldrei
þó svo sterkt uppmagnaður að mis-
bjóðihlustum sýningargesta.
Sýningin gengur eins og vel stillt
og smurö vél. Ljósainnsetning fylgir
tempói músikurinnar og er henni
algjöriega samhæfð. Verður hin vel
útfærða lýsing þannig enn frekar til
að skerpa áhrifin. Yfirumsjónar-
mönnum hefur tekist að setja á
fjalimar ekta fína músikalupp-
færslu. Paródían fer hvergi úr bönd-
unum og hryllingurinn eiginlega
gerður einkar ljúfur. Hitt leikhúsið
hittir beint í mark með sínu fyrsta
verkefni. Það er að sinu leyti eins og
Aþena sem stökk alsköpuð út úr höfði
Seifs. Þeim sem fara að sjá og heyra
blómið vaxa á sviðinu er hægt aö lofa
ljúfum hrolli.
EM