Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Qupperneq 20
20
DV. MÁNUDAGUR14. JANÚAR1985.
LAUSAR STÖEXJR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
FÓSTRA óskast við Skóladagheimilið Skála.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis
eða umsjónarfóstrur á skrjfstofu dagvistar í síma 27277.
Sól Saloon Sólbaðstofan
Laugavegi 99
Sími 22580
Barnavideo
og ekta gufubad.
Laugavegi 52
Sími 24610
Slendertone grcnningar-
og vöðvaþjáljunarlieki.
Frábærl vid staðbundinni
fitu og vöðvabólgu.
BÁÐAR BJÓÐA BREIÐA, NÝJA BEKKI
Ma professionel og UWE studio-line
Dömurog herrar, verið velkomin.
Aður
A
NÁMSFLOKKAR KÓPAVOGS
Námskeið á vorönn: enska, danska, þýska, franska,
sænska, norska, spænska, ítalska, skrautskrift, myndlist,
myndvefnaður, leirmótun, Ijósmyndun, tölvuritvinnsla,
vélritun, hnýtingar, trésmíði kvenna, saumar, táknmál,
framsögn og skrúðgarðyrkja.
Innritun og upplýsingar í síma 44391 kl. 16—18.30.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi söluskatts fyrir
desembermánuð er 15. janúar. Ber þá aö skila skattinum til innheimtu-
manna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráöuneytið,
4. janúar 1985.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Skrifstofustjóri
borgarverkfræðings
Auglýst er laust til umsóknar starf skrifstofustjóra borgarverkfræðings.
Starfiö veröur veitt frá 1. febrúar í eitt ár.
Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 20. janúar nk.
Rorgarstjórinn í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 40., 42. og 44. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á
eigninni Hverfisgötu 6A, Hafnarfirði, þingl. eign Katrinar Óskarsdóttur
og Kolbeins Andréssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbaejar á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á
eigninni Blómvangi 9, Hafnarfiröi, þingl. eign Guörúnar Benediktsdótt-
ur, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Útvegsbanka islands
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1985 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á eigninni Lækjargötu 18, neðri hæö, Hafnarfiröi, tal.
eign Ægis Þorsteinssonar og fl., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn
17. janúar 1985 kl. 14.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
islenska þjóflin þjáist af gjaldeyrishungri. Hver myndi ekki vilja nota þá þessa?
D0LLARAR EÐA KRÓNUR?
DOLLARAR AÐ
SJALFSÖGÐU
Samkvæmt oröanna hljóðan, í
fyrirsögn þessa kjallara, þyrfti svo
sem ekki frekari vitnanna við. Flest-
ir munu geta rennt grun í hvað á eftir
kemur.
Kjallarinn þyrfti þess vegna ekki
að vera lengri en sem fyrirsögninni
nemur, og plássið nýttist einhverjum
öðrum, t.d. þeim sem vildi andmæla
slíkri „fásinnu”, að hans dómi, að
tengja dollara íslenskri efnahags-
pólitík yfirleitt.
Hvað hefur krónan gert?
Þaö þarf nú varla aö velta lengi
vöngum yfir því. Islenska krónan
hefur veriö vandræðagripur frá upp-
hafi. Hún hefur staðið í- vegi fyrir
framþróun hér á landi, hvernig sem
á hana er litið og ekki síst eftir að
hún komst úr tengslum við þá
dönsku.
Sannleikurinn er nefnilega sá að
það var misráðið að skilja ekki við
krónuna um leið og við skildum við
dönsku krúnuna.
Það er raunar óskiljanlegt hvers
vegna við tókum ekki upp sjálfstæöa
mynteiningu ásamt sjálfstæðistök-
unniáriö 1944.
Ef við hefðum gert það stæðum við
mun betur efnahagslega og hefðum
allt annað viðhorf til fjármála, ekki
síst í fjárfestingarmálum og
spamaði en nú er.
Á meðan við höfum krónu og aura
sem gjaldmiöil getum við engan veg-
inn taliö okkur hafa fullt sjálfstæði
og erum í raun bundin við þann
hugsunarhátt og þá þróun, sem enn
er viö lýöi í hinum skandinavisku
löndum, einkum þó Danmörku.
Nú munu kannski margir reka upp
stór augu og spyrja hvemig það geti
verið og hvað krónan íslenska hafi að
gera meö krónumar á hinum
Noröurlöndunum.
Því er til að svara að peningar eru
ekki síður hugtak en veruleiki. Og
oftar en ekki er verið að fást við tölur
á blaöi í f jármálaheiminum en beina
peninga, í seðlum eða hnullungum.
Þaö er því ljóst að gjaldmiðill
hverrar þjóðar er það sem oftast er
verið að fjalla um í einu eöa öðru
formi. Það er með peninga eins og
hvað annað i lífinu að menn verða
helst aö trúa því sem þeir eru aö
fjalla um — eða kannski réttara
orðaö: vera ekki aö fást við hluti eða
verkefni sem þeir ekki treysta.
En þannig er einmitt krónan
okkar. Henni treystir enginn hér á
landi. Fáir vilja eiga hana nema til
brýnustu nauösynja í daglegu lífi og
reyna aö koma henni í lóg meö
einhver jum hætti.
Vinsælasti mátinn er og einmitt sá
að skipta á henni og einhverjum
öðrum gjaldmiðli þegar og ef
möguleikar eru á.
Það er því staðreynd að krónan
íslenska gerir lítiö gagn annað en að
vera skráöur gjaldmiðill sem fáir
vilja eiga.
Eilrf barátta
Sú áratuga langa barátta fyrir
bættum kjörum hér á landi, sem þó
GEIR R.
ANDERSEN
AUGLÝSINGASTJÓRI
fjármála hafa ekki fyrir löngu tekiö
þá ákvörðun að breyta um gjaldmiðil
í stað þess að skipta um peninga-
seðla og smámynt á nokkurra ára
fresti þegar um þverbak keyrir í
þjóölíf inu sakir verðlausrar myntar?
Varla getur þaö verið virðing fyrir
íslenskum gjaldmiðli. Kannski er or-
sökin sú bábilja sem stundum er
borin á borð fyrir landsmenn að
sjálfstæði þjóðarinnar standi og falli
meðkrónunni!
Auðvitað er allt slíkt tal út í hött og
sannast það þegar litið er til þeirra
landa, sem hvað traustastan efna-
hag hafa einmitt með því að tengja
gjaldmiðil sinn við dollara.
Sem dæmi um þetta eru lönd eins
og Kanada, Astralía, Nýja-Sjáland,
Hong Kong og Singapore.
öll þessi lönd hafa dollara sem
gjaldmiðil og keppast við aö halda
• „Þau verðmæti sem skapast
hér og eru seld úr landi, þeim er
jafnharðan breytt í gagnslausan,
verðlausan gjaldmiðil sem enginn
hefur trú á."
skilar engum árangri, hversu oft og
mjög sem laun eru hækkuð, er nú svo
úr sér gengin að henni trúir enginn
lifandi Islendingur í dag.
En það eru ekki margir, sem vilja
trúa því að fánýti þessarar baráttu
sé afleiðing þess gjaldmiðils sem við
notum.
Og enn kunna margir að spyrja:
hvað kemur launabaráttan
gjaldmiðlinum við? — Svarið er
fólgið í því aö baráttan stendur um
ónýtan og úreltan g jaldmiðil.
Islendingar eiga verðmæti og þau
svo mikil að þau nægja margfaldlega
fyrir mjög góðum kjörum allra
landsmanna sem ekki eru nema
rúmlega 230 þúsund.
Það er því ekki skortur á verðmæt-
'um sem veldur því að nú hrópar hver
um annan þveran á hærri laun, meiri
kaupmátt og styttri vinnutíma. —
Þau verðmæti sem skapast hér og
eru seld úr landi, þeim er
jafnharðan breytt í gagnslausan,
verðlausan gjaldmiðil sem enginn
hefur trú á.
Ef hinum erlenda gjaldeyri, sem
inn kemur fyrir afurðir okkar, væri
breytt í sterkan gjaldmiðil sem væri
sambærilegur við þá erlendu gjald-
miðla sem viö sækjumst svo mjög
eftir þá myndi viðhorfið breytast.
Fólk myndi sækjast eftir
gjaldmiðlinum til eignar og ávöxtun-
ar, annaðhvort í peningastofnunum
eöa í atvinnulífinu, með því aö festa
þá í fyrirtækjum sem aftur skapa
verðmæti og veita atvinnu.
Á meðan við höfum krónuna að
gjaldmiðli verður engin breyting hér
á. — Þetta vita allir en það ætlar að
taka talsverðan tíma að kyngja
staðreyndum.
Lausn til langframa
En hver skyldi ástæðan nú vera
fyrir því, að forsvarsmenn íslenskra
gjaldmiðli sínum skráðum sem næst
bandaríska dollamum.
Já, vel á minnst, Singapore. — Nú
er einmitt að leggja upp héðan frá
Islandi hópur manna úr atvinnu- og
stofnanaveldinu, nánar til tekið
Iðntæknistofnun. — En skyldi
tilgangurinn vera aö kynna sér
efnahagsundur og fjármál Singa-
pore? — Nei, ekki aldeilis. Það á að
kynna sér „aðbúnað og launakjör”
þariendra!
Fyrir um það bil ári var farin sams
konar ferð þangaö og þótti það hin
„fróðlegasta ferð og spunnust nokkr-
ar umræður út frá henni um kjör og
aðstöðu iðnverkafólks”! — eins og
segir í frétt um ferðina — í
Alþýðublaöinu.
Það á sennilega ekki fyrir
Islendingum að liggja að geta byggt
hér upp velferðarþjóðfélag á
traustum grunni.
Það eru hins vegar „láns- og leigu-
kjörin” sem gilda, — í erlendum og
innlendum viðskiptum.
Þau dæmi sem hér hafa veriö tekin
um lönd sem nota dollara sem
gjaldmiðil ættu að nægja til að sanna
að okkur Islendingum er nauðsyn á
að framkvæma gjaldmiðilsbreytingu
sem allra fyrst. Það kemur aö því
hvort eð er, fyrr en menn ætla, að
þetta verður síðasta úrræðið til þess
að halda s jálf stæðinu.
Eða hvaða aðilar, ef einhverjir,
ættu að verða fyrir skakkaföllum við
að taka upp notkun á dollurum? —
Kæmi þaö kannski illa við sjávarút-
veginn, LIU, SIF, Stéttarsamband
bænda, Góðtemplararegluna, Flug-
leiðir, ferðaskrifstofumar, iðnaöinn?
— svo dæmi séu tekin af handahóf i.
Islenska þjóðin þjáist aöeins af
einni tegund hungurs, gjaldeyris-
hungri. Það er hægt að seðja með því
að tengja íslenskan gjaldmiðil við
dollara. Geir R. Andersen.