Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 21
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. 21 Verkfræðing- ar byggja Fyrsta skóflustungan aö húsi, sem Verkfræðingafélag Islands og lífeyris- sjóður félagsins reisa í sameiningu, var tekin um áramótin. DavíðOddsson borgarstjóri framkvæmdi verkið. Húsiö mun rísa norðan Suöurlands- brautar, — skáhallt á móts viö Hótel Esju. Fyrsti áfangi þess verður þrjár hæðir og ris, alls 1.246 fermetrar. Áætl- að er að honum veröi lokið fyrir næstu áramót. Gert er ráð fyrir að kostnaður við áfangann verði um 25 milljónir króna. Húsið teiknuðu arkitektarnir Þór- arinn Þórarinsson og Egill Guðmunds- son. Þeirra hugmynd varð hlutskörp- ust í samkeppni sem efnt var til um hönnun hússins. Nokkur styr hefur staöiö um hús verkfræðinga. Aðstandendur Heilsu- ræktarinnar í Glæsibæ hafa mótmælt byggingunni harðlega. Heilsuræktinni hefur einnig veriö úthlutaö lóð í reitnum, sem afmarkast af Sigtúni, Kringlumýrarbraut og Suðurlands- braut. -KMU. Alþýðubandalagið: Formaður Verkfræðingafélagsins, Ágúst Valfells, þakkar borgarstjóra fyrir fyrstu skóflustunguna. Skipar nefnd um vinstra samstarf Framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins hefur valið 10 manna nefnd til að leita eftir samstarfi við stjómar- andstöðuflokkana. I nefndinni eru Adda Bára Sigfús- dóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Bjömsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Guðjón Jónsson, Olafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Ragnar Amalds og Olafur Olafsson. Nefndin hefur enn ekki komið saman. Búist er við að fyrsti fundur hennar verði nú um helgina. Fyrsta skrefið í starfi hennar verður væntan- lega aö senda bréf til forystumanna Bandalags jafnaðarmanna, Kvenna- listans og Alþýðuflokksins, með beiðni umviðræður. Að sögn munu nefndinni ekki settar miklar forsendur fyrir á hvaða sviðum eða meö hvaða hætti samstarf stjórnarandstööuflokkanna ætti aö vera. I því sambandi mun koma til Harðfiskverð óákveðið „Það er mjög bagalegt fyrir okkur að það skuli ekki vera búið að ákveöa útsöluverð á fiski, en verð á haröfiski ákvarðast af útsöluverði á fiski,” sagði Jón Haraldsson, harðfiskframleiðandi á Stokkseyri, í samtali við DV. Jón sagði að sífelldar frestanir væru á fundum Verðlagsráðs varðandi út- söluverðið en verð upp úr bát var ákveöið 31.12. sl. Verð á harðfiski er nú 480 kr., kg., en Jón taldi ekki ólíklegt að það gæti farið upp í 650 kr., sem væri 40% hækkun. Þess má geta að verö á ýsu hækkaði um46% Mikil rýrnun á sér stað þegar fram-1 leiddur er harðfiskur. Pakkaður harð- fiskur er ekki nema 8% af ferskum fiski. A.Bj. Skemmtun til styrktar Eþíópíu- söfnuninni Stór hópur listamanna hef ur nú tekið sig saman og hyggst efna til skemmt- unar fimmtudagskvöldið 17. jan. kl. 22. Meöal þeirra sem fram munu koma eru Karlakór Reykjavíkur, Sigurður Bjömsson og Sieglinde Kahmann, Omar Ragnarsson og Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Allir þeir sem fram koma gefa vinnu sína og Háskólabíó leggur til húsnæðið endurgjaldslaust. Verð aðgöngumiða er 500 kr. og rennur það óskert til söfnunarinnar. greina lauslegt samstarf i stjórnar- andstööu eða sameiginlegt framboð í næstu kosningum og allt þar á milli. ÖEF Braust inn í „Ríkið” Stúlka um tvítugt braust inn í „Ríkið” á Akureyri í fyrri viku með því að brjóta þar rúðu, en var ekki búin að dvelja þar lengi þegar lög- reglan kom á vettvang og handtók hana. Viövörunarkerfi Afengis- verslunarinnar fór af stað á lög- reglustöðinni og var þar brugðið skjótt viö. Fólk i næstu húsum við „Ríkið” varð einnig vart við mikinn hamagang þar og lét lögregluna vita. Þegar hún kom á staðinn var stúlkan búin að stinga inn á sig þrem viskípelum en varð að láta þá af hendi. JBH-Akureyri Þú fœrð miðana hjá umboðsmanninum og svör við spurningum: Liggur draumanúmerið á lausu? Hve mikið get ég unnið? Hve marga miða get ég fengið með sama númeri? Hvernig get ég spilað langsum og þversum? Hœkkar miðaverð aðeins um 20 kr.? Hvenœr fœ ég vinninginn greiddan? Umboðsmenn Happdrættis Háskóla íslands 1985: Reykjavík: Aðalumboð, Tjarnargötu 4, sími 25666 Búsport, verslun, Arnarbakka 2—6, sími 76670 Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 686145 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Stokkur, bókaverslun, Kleppsvegi 150, sími 38350 Griffill s.f., Síðumúla 35, c/o Teitur Gústafsson, sími 3681 I Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími I 3557 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Rafvörur, Laugarnesvegi 52, sími 68641 I Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, simi 72800 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg I I, sími 27766 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2b, sími 12400 Úlfarsfell, Hagamel 67, sími 24960 Seltjarnarnes: Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis, Austurströnd 3, sími 625966 Kópavogur: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Blómaskálinn v/Nýbýlaveg, sími 40980 Garðabær: Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720 Hafnarfjörður: Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, sími 54343 Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326 Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra s.f., Þverholti, sími 666620 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS milljón í hverjum mánuöi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.