Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Side 22
22 DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Barcelona eykur muninn Barcelona hefur nú náð átta stiga forustu í 1. deildinni á Spáni og allt bendir nú til þess að lið Terry Venables verði Spánarmeistari. í gær slgraði Barcelona Elche 4—0 á heimaveili en Real Madrid náði ekki nema jafntefli gegn Valladolid á útivelli. Atletico Madrid sigraði Betis 2—0 í Madrid. Mest kom á óvart að Sporting Gijon tapaði á heimavelli, 0—2, fyrir Zaragoza. Staða efstu liða eftir leikina ígær. Barcelona Real Madrid Atl. Madrid Valencia Sociedad Sevilla 20 14 5 1 43—16 33 20 9 7 4 24—17 25 20 8 7 4 24—17 23 20 6 10 4 23-12 22 20 7 8 5 25-16 22 20 7 8 5 16-15 22 -hsím. Trausti skor- aði í Portúgal — Campense hefur gengið miklu betur Í2. deild eftir að íslendingarnir byrjuðu að leika með því Portúgalska liðinu Campense hefur gengið miklu betur í 2. deild í knatt- spymunni í Portúgal eftir að þeir Sigurjón Kristjánsson og Trausti Ómarsson byrjuðu að leika með því. Á laugardag sigraði það 2—0 á heima- velli sínum í Faro í Suður-Portúgal. Trausti skoraði annað mark liðsins. Eftir að Sigurjón haföi lent í skallaein- vígi við varnarmann hrðkk knötturinn til Trausta sem skoraði fallegt mark. Þetta var þriðji leikur þeirra Sigur- jóns og Trausta með portúgalska liðinu í 2. deild. Það tapaði fyrsta leiknum naumt, 3—2, í Lissabon en gerði jafn- tefli, 1—1, í þeim næsta. Það var rétt fyrir jól en síðan var frí í deildinni þar tilálaugardag. Þjálfari Farense, sem leikur í 1. deild, hefur fylgst vel meö íslensku strákunum í leikjum þeirra í 2. deild enda er Farense einnig frá Faro. Þeir Sigurjón og Trausti fóru upphaflega út til æfinga hjá Farense en komust þar ekki að í vetur þar sem of margir útlendingar voru þar fyrir. Farense er um miöja deild og hefur hug á að fá Islendingana til sín eftir leiktímabilið. hsím. Þá kom að því að Verona féll — Tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild á Ítalíu í gær Þá kom að því að Verona tapaði í 1.' deildinni á ítalíu. Það var Avellino, lið sem er neöarlega á töflunni, sem varð fyrst til að sigra Verona, 2—1, í Avell- ino í gær. Verona heldur þó enn forustu í deildinni — er þó aðeins einu stigi á undan Inter Milanó. Talsvert vetrarríki er enn á Italíu og það varð aö hætta leik Juventus og Lazio í Torinó eftir 21 mínútu. Mikil snjókoma þar. Vafasamt að leikur Juventus og Liverpool í stórbikar Evrópu verði leikinn þar á miðviku- dag. Avellino, sem er í 11. sæti 18 liða í 1. deild, náði forustu gegn Verona á 32. mín. Tveir Suður-Ameríkumenn unnu saman að markinu. Geronimo Barba- dillo frá Perú gaf á Ramon Diaz, Argentínu, sem skoraði. Luciano Marangon jafnaöi fyrir Verona á 38. mín. en sex mín. fyrir leikslok tókst Angelo Colombo að skora sigurmark Avellino við gífurlegan fögnuð 28 þúsund áhorfenda. fastri spymu rétt innan vitateigs. Það var á 48. mín. og Napolí var nær því aö auka við muninn en Fierontina aö jafna. Luigi Caffarelli átti skalla í stöng eftir undirbúning Maradona. Gianfranco Matteoli hjá Como skoraði fyrsta mark umferðarinnar í gær eftir sendingu frá Hansa Miiller, vestur-þýska landsliðsmanninum kunna. Og Como skoraði annaö mark í leiknum þegar liðið vann óvæntasta sigurinn í umferðinni. Sigraði AC Milano 0—2 og þaö í Milano. Enski landsliðsmaðurinn Mark Hateley lék með AC Milano á ný eftir slæm meiðsli. Meistarar Roma halda áfram að fikra sig upp töfluna. Sigruðu Torino, 1—0, í Rómaborg og skoraði Roberto Pruzzo eina mark leiksins á 38. mín. Við sigurinn komst Roma upp fyrir Sampdoria á töflunni en Sampdoria, sem Graeme Souness og Trevor Francis leika með, gerði jafntefli, 0—0, í Atlanta. Staða efstu liöa er nú þannig: Maradona skoraði Argentínumaðurinn frægi, Diego Maradona, virðist nú loks kominn á skotskóna á Italíu. Hann skoraði eina markiö í leik Fiorentina og Napoli, sem færði Napolí-liðinu tvö þýðingar- mikil stig á útiveili. Helgina á undan skoraði Maradona tvívegis. Napolí er þó enn fyrir neðan miðju í 1. deildinni. Maradona fékk sendingu frá landa sínum Daniel Bertoni og skoraði með Verona 15 8 6 1 18-7 22 Inter 15 7 7 1 20-10 21 Torino 15 8 4 3 23-13 20 Roma 15 5 9 1 15-10 19 Sampdoria 15 6 7 2 14—10 19 ACMilano 15 5 7 3 13-13 17 Juventus 14 4 7 3 19-15 15 Inter Milano gerði jafntefli 1—1 á úti- velli gegn Ascoli. hsím. íslandsmótið íknattspyrnu: Skagamenn hefja titilvörnina gegn Þór á Akureyri I fyrstu umferð leika því Siglu- I ur-KA, Fylkir-Isafjörður, Völsungur- fjörður-Vestmannaeyjar, Skallagrím- | LeifturogNjarövík-Breiöablik. hsím. Girardelli í brautinni i Kitzbúhl. Enn sigrar Girardelli — Algert einvígi milli Pirmin Zurbriggen og Marc Girardelli í heimsbikarkeppninni á skíðum Mótanefnd Knattspyrnusambands íslands kom saman í gær og var dregið um töfluröð í 1. deild og 2. deild. Leik- dagar hafa enn ekki verið ákveðnir en fyrirhugaö að hefja keppni í 1. deild um miðjan maí. Töfluröðin í 1. deild er þannig: 1. Víkingur 2. Fram 3. Þór, Akureyri, 4. Víðir Garði 5. KR 6. Þróttur 7. FH 8. Akranes 9. Keflavík og 10. Valur. I fyrstu umferð leika því Víkingur- Valur, Fram-Keflavík, Þór-Akranes, Víðir-FH og KR-Þróttur. Islands- meistarar Akraness hefja því titilvörn- ina á Akureyri. I 2. deild var töfluröðin þessi. 1. Siglufjörður, 2. Skallagrímur, 3. Fylk- ir, Reykjavík, 4. Völsungur, 5. Njarðvík, 6. Breiðablik, 7. Leiftur, Olafsfirði, 8. Isafjörður, 9. KA og 10. Vestmannaeyjar. Kínverjinn vann Frost Yang Yang frá Kína vann öruggan sigur á Morten Frost í gær í úrslitum á miklu badmintonmóti í Hong Kong. Sigraði í tveimur lotum, 15—10 og 15— 11, og tókst Dananum aldrei að ógna sigri þess kínverska. Þessi úrslit komu talsvert á óvart því Morten Frost hafði sýnt mikla hæfni fyrr í keppninni. Vann Steve Baddeley, Englandi, í undanúrslitum, 15—9 og 15—7, en Yang Yang hafði lent í hinum mestu erfiðleikum með Lius Pongoh, Indónesíu. Sigraði í þremur lotum, 9—15,15—9 og 15—12. Morten Frost sigraði tvo Kínverja fyrr í keppninni, Luan Jin í 8-manna úrslitum. 15—12,11—15 og 15—3, en Jin hefur oft reynst Frost erfiður. Sigraði hann t.d. í úrslitum All-England meistaramótsins 1983. Þá vann Frost Jin Chen í 2. umferð, 15—2 og 15—1, og lék hreint stórkostlega. I úrslitum í einliöaleik kvenna sigr- aði Han Aiping, Kína, löndu sína, Zheng Yuli, 11—6 og 11—2.1 úrslitum í tvíliðaleik karla sigruðu Jesper Helledie og Steen Fladberg, Dan- mörku, landa sína Mark Christiansen og Michael Kjeldsen, 15—8, 7—15 og 15-12. hsim. Marc Girardelli frá Lúxemborg sigraði enn einu sinni í svigkeppni heimsbika rsins þegar keppt var í Kitzbiihel í Austurriki í gær. Girardelll var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferðina en náöi sér vel á strik í þeirri síðari og sigraði á tímanum 1:40,68 min. Annar varð ítalinn ungi, Oswald Tötsch á 1:40,86 mín. og þriðji Bojan Krizaj frá Júgóslavíu á 1:41,05 mín. Andreas Wenzel frá Lichtenstein varð sjötti á 1:42,65 mín. og Ingemar Stenmark Svíþjóð varð að gera sér áttunda sætið að góðu á 1:43,03 mín. Hörkukeppni er nú á milli þeirra Girardelli og Pirmin Zurbriggen frá Sviss um heimsbikarinn. Staða efstu manna er þessi eftir helgina: stig 1. Pirmin Zurbriggen, Sviss 179 2. Marc Girardelli, Lúx 165 3. Andreas Wenzel, Lichtst 152 4. Thomas Buergler, Sviss 93 5. Franz Heinzer, Sviss 78 Þegar er ljóst að Svisslendingar sigra í landakeppninni með miklum yfirburðum. Staðan milli þessi: landa er stig 1. Sviss 676 2. Austurríki 398 3. Italía 378 4. Liechtenstein 167 5. Lúxemborg 165 -SK. DV var á staðnum DV hefur borist eftirfarandi grein frá Stefáni Ingólfssyni verkfræðingi vegna greinar sem hann skrifaði í NT sl. laugardag. „Síðastliðinn laugardag birtist í NT grein eftir undirritaðan þar sem fjallað var um kjör íþróttamanns ársins á tslandi 1984. Tilgangurinn með ritun áðurnefndar greinar var að koma fram með hugleiðingar um stöðu hinna afskiptari íþróttagreina og þaö gildismat, sem kemur í efnis- tökum íþróttafréttaritara. Meðal annars var nefnt að fréttaritarar fylgdust lítið með hinum „óæðri” íþróttagreinum en sinntu því betur sínum „uppáhaldsgreinum”. Til dæmis um það var nefnt i greininni að enginn islenskur íþrótta- fréttaritari hefði verið á staönum, þegar Bjarni Friðriksson vann til bronsverðlauna í júdó á ólympíu- leikunum í Los Angeles síðastiiðið sumar. Hér varð undirrituðum á í messunni. Fréttaritari DV var á staðnum einn islenskra fréttamanna og blaðið flutti mjög greinargóða frá- sögn og myndir frá atburðinum. Auk þess að greina sig á þennan hátt frá hinum íslensku fjölmiðlunum kaus ritstjórn DV Bjarna mann ársins 1984 eftir tilnefningu frá lesendum sinum. Undirritaður vill hér meö biðja starfsmenn DV velvirðingar á áður- nefndum pennaglöpum og lýsir jafnframt ánægju sinni með þá viðsýni sem kjör manns ársins hjá DV sýnlr, að minnsta kosti hvað íþróttir varðar. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur.” íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.