Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Page 27
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985. 27 fþróttir. íþróttir Iþróttir fþróttir Tottenham féll af toppnum í 1. deild: iafntefli við QPR í góða veðrinu á gervigrasinu Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frctta- manni DV í Englandi. Lundúnaliöin QPR og Tottenham geröu jafntefli í stórskemmtilegum leik á gervigrasinu á Loftus Road, 2— 2, á laugardag og Tottenham missti við það forustuna í 1. deild til Everton, sem á sama tíma vann stórsigur á Newcastle á Goodison Park. Ég var meðal 27.404 áhorfenda — metaðsókn hjá QPR á leiktímabilinu — og skemmti mér vel í góða veðrinu. Stillt og fagurt veður, 2—3 stiga hiti, og furðulegt að fresta þurfti 32 leikjum á laugardag. Það var þó mest vegna slæmra vallarskilyrða og kom einna harðast niður á liöunum í Suður- Englandi. Þar var hvað lakast veður fyrr í vikunni þó það væri gott á laug- ardaginn. Tottenham var betra liðið framan af og náði forustu strax á þriöju mínútu, mjög fallegt mark hjá blökkumanninum Garth Crooks. Hann gamla snilldartakta en á þó langt i land hvað úthald og snerpu snertir. Gífurleg spenna QPR náði forustu á 53. mín. þegar Bannister — sem skoraði þrennu í UEFA-leiknum við KR-inga — skoraði á ný. Gary Chivers lék upp og gaf lang- sendingu á Bannister af um 50 metra færi. Ray Clemence hikaði í marki Tottenham og Bannister skallaði í mark. „Þetta ereitt af fáum skiptum sem Clemence hafa orðiö á mistök á leik- tímabilinu. Hann hefur verið frábær,” sagði stjóri Tottenham, Peter Shreeves, eftir leikinn. En Tottenham tókst fljótt að jafna. Fékk homspyrnu á 63. mín. Roberts fékk knöttinn og gaf á Mark Falco sem skallaði í mark. 19. mark hans á leik- tímabilinu en Bannister hefur skorað 21 fyrir QPR — aðeins tveimur minna en allt leiktímabilið með Sheff. Wed. þaráundan. Gífurleg spenna var lokakafla leiksins. Tottenham betra liðiö en Hucker varði tvívegis mjög vel hjá QPR og kom í veg fyrir að Tottenham yrði áfram á toppnum. Leikurinn í heild var mjög skemmtilegur og völlurinn góður. Þó voru nokkur vonbrigði með Glen Hoddle hjá Tott- enham. Hann náöi sér raunverulega aldrei á strik. Liðin vom þannig skipuö. QPR. Hucker, Chivers, McDonald, Daws, Gregory, Waddock, Fillery, Fenwick, James, Bannister, Byrne, Mike Robinson varamaður en kom ekki inn á. Tottenham. Clemence, Perryman, Mabbutt, Roberts, Miller, Stevens, Galvin, Crooks, Falco, Hoddle ogChiedozie (Ardiles). -SA/hsím. Bryan Robson, fyrirliði enska landsliðsins og Man. Utd, fór úr axlarliði í leiknum við Coventry. Verður fró leik nokkrar vikur. fékk knöttinn og átti skot á mark sem Hucker, markvörður QPR, varði. Hélt þó ekki knettinum og Crooks náði hon- um aftur alveg viö endamörkin. Tókst að skora úr ótrúlega þröngu færi. Síðan fór QPR að koma meira inn í leikinn og tókst að jafna á 17. mín. Gary Bannister jafnaði eftir undir- búning John Byme sem QPR keypti frá York. Hann átti ágætan leik og margir líkja honum við enska lands- liðsmanninn hér á árum áður; Rodney Marsh, sem lék með QPR. Ákaflega leikinn, hinn ungi Byrne. Á 32. mín. kom Osvaldo Ardiles inn á hjá Tottenham í stað Chiedozie, sem varla hafði sést í leiknum. Ossie fagn- að gífurlega en hann hefur ekki leikið deildaleik siðan í maí. Sýndi á köflum Osvaldo Ardilas lók með Totten- ham ó ný eftir ótta mónaða fjarveru vegna meiðsla. ROBSON ÚR AXLARUÐI — og Man. Utd tapaði á heimavelli fyrir Coventry á laugardag Frá Sigurbirni Aðalstelnssyni, frétta- manni DV í Englandi. „Guð mlnn almáttugur,” sagði enski iandsliðseinvaldurinn Bobby Robson, þegar hann fékk þær fréttir að fyririiði Man. Utd og enska landsliðsins, Bryan Robson, heföi slasast illa í leik Man. Utd og Coventry á laugardag. Robson fór úr axlarliði og var fluttur á spítala. Reiknað með að hann verði frá leik 4— 6 vikur og enska landsliðið á ieik í heimsmeistarakeppninni í næsta mánuði. Bryan Robson slasaðist á 60. mín. Ætlaöi að reyna að skalla knöttinn við endamörk í heldur vonlausri stöðu — rann til á hálum vellinum og féll. Lenti á auglýsingaspjöldum fyrir aftan enda- mörkin og síðan á rafmagnsútbúnaði fyrir töflu vallarins. Slæmt högg og Robson fór úr axlarliði. Hann var borinn á börum af vellin- um en þurfti að bíða nokkuð eftir sjúkrabíl til að komast á spítala. Sá bíll, sem átti að ná í hann, fékk skyndi- lega fyrirskipun um að sækja konu sem var alveg komin að því aö fæða. ,,Ég bíö eftir nánari fréttum frá spítalanum. Það væri mikið áfall fyrir leikmanninn, félag hans og enska landsliðið ef Bryan verður frá leik á annan mánuð,” sagði Bobby Robson ennfremur. I gær var ekki vitað fylli- lega hvað Bryan verður lengi frá leik en greinilegt að Man. Utd má illa við því að missa hann. Coventry vann Leikur Man. Utd og Coventry var heldur lítið augnayndi fyrir 36 þúsund áhorfendur á Old Trafford. Völlurinn erfiður og Coventry lék stífan vamarleik, oftast með níu menn í vöm. Leikmönnum Man. Utd gekk illa að opna vörnina en stundum var hætta hinum megin í skyndisóknum Coventry. Tíu mín. eftir að Bryan Rob- son slasaðist tókst svo Terry Gibson að skora eina mark leiksins. Lék Gordon McQueen grátt áður en hann skoraði hjá Steve Pears. Hinn ungi Pears Jék sinn fyrsta deildaleik með Man. Utd vegna veikinda Gary Bailey. Þetta var annar tapleikur Man. Utd á Old Trafford — annar tapleikurinn i röð eftir að liðið haföi ekki tapað leik þar áður á leiktímabilinu. Fyrst fýrir Sheff. Wed. — og á það bætist svo tapið á útivelli fyrir botnliöi Stoke. Greini- legt að möguleikar Man. Utd í 1. deild eru að verða að engu. I 4. umferð bikarkeppninnar á liðið heimaleik gegn Coventry og áreiðanlegt að sigur- inn á laugardaginn gefur leikmönnum Coventry byr undir báða vængi þegar aö bikarleiknum kemur. Veruleg gagnrýni hefur komið fram á stjóra Man. Utd, Ron Atkinson, að undanfömu, einnig frá stjórnarmönn- um United, sem finnst litið gaman aö því að stjóri þessa fræga félags er nú orðinn ein aöaipersónan í grínþáttum enskrafjölmiðla. Knattspyrnusamband Möltu hefur frestað öllum deildaleikjum á eynni vegna vcrkfalls knattspyrnumanna sem leika í úrvalsdeildinni þar. Þetta getur haft slæmar afleiðingar í för með sér vegna landsleikja Möltu — meðal annars leiks Möltu við Portúgal i 2. riðli Evrópu í heimsmeistarakeppn- inni, sem á að fara fram 10. febrúar. Leikmenn f jögurra af átta liðum í úr- valsdeildinni á Möltu neituöu aö leika um síðustu helgi til að styðja þá kröfu sína að leikirnir yrðu háðir á sunnu- dögum. Hin fjögur liðin, sem leika áttu, tilkynntu svo að þau myndu held- ur ekki leika til að styðja kröfu hinna. Knattspyrnusamband Möltu hótaði, ef ekki yrði leikið, að iandsmótið í knatt- spyrnu yrði lagt niður „með öllum þeim afieiðingum sem það getur haft,” eins og sagði i tilkynningu þess. Aðeins tveir leikir í úrvalsdeildinni eru háðir um helgar á Möltu, báðir á „Ta ’Gali” leikvellinum, eina boðlega grasvellinum á eynni. hsim. Bordeaux vann Japan Frakkiandsmeistarar Bordeaux í knattspyrnunni sigruðu landsiið Japans, 2—1, í vináttuleik í Tokyo á sunnudag. Dieter Miilier skoraði bæði mörk Bordeaux á 32. og 43. min. eftir að Kazushi Mimura hafði náð forustu fyrir Japan á 23. min. Áhorfendur 25 þúsimd. -hsim. BRAUNSCHWEIG RAK ÞJÁLFARANN — og réð júdómeistara í staðinn Eintracht Braunschweig, vestur- þýska félagið sem Magnús Bergs er hjá, rak í síðustu viku þjálfara sbm, Alexander Ristic, og réð í staðinn, júdómanninn Kalus Glahn. Hann er 42 ára og hlaut silfurverðlaun í 93 kg flokki á ólympíuleikunum i Miinchen 1972. Mlldli áhugamaður um knatt- spyrnu. Elntracht er í neðsta sætl i Bundesligunni, 1. deild, og nú er spurning hvort júdómeistaranum, sem var snjall að verjast falli i iþrótt sbmi, tekst að koma í veg fyrir fall Eintracht niður í 2. deild. -hsim. SA/hsbn. Hætt við lands- mótið á Möltu? íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.