Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1985, Síða 40
40
DV. MÁNUDAGUR14. JANUAR1985.
Um helgina Um helgina
Harður maður Hakkmann
Bíómyndir helgarínnar fóru aö
mestu fram hjá mér. Eg gaf þeirri
frönsku á föstudagskvöldið ekkert
tækifæri til aö sanna ágæti sitt.
Heyröi líka, eins og mig haföi reynd-
ar grunaö, aö hún heföi verið frekar
ruglingsleg. Geta Frakkar ekki gert
einfaldar bíómyndir? Franska sam-
bandið á laugardagskvöldiö var ég
búinn aö sjá. Og þó aö ég nennti ekki
að horfa á hana alla gat ég ekki stillt
mig um aö sjá aftur atriðið í byrjun
myndarinnar þegar Gín Hakkmann
ryöst inn á barinn og sýnir hyskinu
þar hver raunverulega sé hús-
bóndinn á heimilinu. Lemtir meira
aö segja upplýsingaþefarann sinn
töluvert illa til að allt líti eðlilega út.
Haröur maður Hakkmann.
Meiriháttar fríkaöur flutningur
Kukisins á laginu Sálmur 232 (eöa
323) kom skemmtilega á óvart í
Glugganum. Sérstaklega vakti gítar-
leikarinn stælti með sviönu tæmar
athygli mina. Gervilegasti maöur.
Dýrasta djásniö hef ég horft
óreglulega á og var því ekkert inni í
söguþræðinum. Gaman var þó aö
fylgjast með stórgóöum leik Peggý
Ascroft. Eg tók afsökunarbros
þulunnar þegar hún kynnti síöasta
dagskrárliöinn, Spekingar spjalla,
ekki til greina. Stóö upp og ætlaöi aö
slökkva en flaug þá í hug aö sýndar
yröu lokamínúturnar frá Evrópu-
leik FH-inga í dagskrárlok. Sú varö
ekki raunin mér til mikillar gremju.
Aö nota næstum allan laugardagsí-
þróttaþáttinn undir rennslisíþróttir á
borð viö skíöi og skauta og sýna ekki
frá helsta íþróttaviðburði helg-
arinnar fyrr en daginn eftir. Slæleg
frammistaöa atarna. Eg sel skíðin
mín á útsölumarkaöi í mótmæla-
skyni. Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Jónína Jónsdóttir lést 3. janúar sl. Hún
var dóttir Jóns Símonarsonar og Guð-
rúnar Símonardóttur. Jónína var gift
Gunnari Einarssyni en hann lést áriö
1975. Þau hjónin eignuöust tvær dætur.
Utför Jónínu verður gerö frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 15.
Sigurður Þórðarson, Dvalarheimili
aldraöra, Stykkishólmi, andaöist í St.
Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi,
fimmtudaginn 10. janúar.
Helgi Kristinn Þorbjörnsson, Stórholti
20, lést aö heimili sínu þann 11. janúar.
Hannes Friöriksson, Arnkötlustööum,
Holtum Rang., andaöist aðheimili sínu
föstudaginn 11. janúar.
Friðrikka Siguröardóttir, Barmahliö
20, veröur jarösungin frá Fossvogs-
kapellu þriöjudaginn 15. janúar kl.
13.30.
Ágúst Elíasson, Njálsgötu 49, verður
jarösunginn frá Hallgrímskirkju
þriöjudaginn 15. janúar kl. 13.30.
Steinn Skarphéðinsson, Hrafnistu,
Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 14.
janúar, kl. 13.30.
Minningarathöfn um Hóseas Björns-
son húsasmíðameistara frá Höskulds-
staöarseli, Breiödal, Skipasundi 48,
verður í Dómkirkjunni þriöjudaginn
15. janúar kl. 10.30. Jarösett verður að
Heydölum, Breiödal, laugardaginn 19.
janúarkl. 14.
Einar Bcnedlktsson lyfsali, Heiðar-
brún 12, Hveragerði, verður jarösung-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudagmn 15. janúar kl. 13.30.
Sigurbjarni Tómasson, Hólmgaröi 14,
sem lést þann 9. þ.m., verður jarösung-
inn frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 15.
þ.m. kl. 15.
Bflvelta í
Svínahrauni
Bíll valt í Svínahrauni síödegis í gær
skammt fyrir ofan Litlu kaffistofuna.
Tveir voru fluttir á slysadeild.
Bíllinn, sem er af Citroen gerö,
skemmdist töluvert.
-EH.
ÁBYRGÐ
ÚKUMANNA
Mikil-
vægt er
aö menn
geri sér grein
fyrir þeirri miklu
ábyrgð sem akstri
fylgir. Bílar eru sterk-
byggöir i samanburöi við
fólk. Athyglisgáfan veröur því
aö vera virk hvort sem ekið er á
þjóðvegum eða í þéttbýli.
UMFERÐAR
RAÐ
70 ára afmæli á í dag, mánudaginn 14.
janúar, Sigurborg Hjartardóttir frá
Gröf Gufudalssveit, Vífilsgötu 12,
Reykjavík. Hún verður að heiman.
Tilkynningar
Fundur Kvennalistans í Vog-
um á Vatnsleysuströnd
verður haldinn í samkomuhúsinu í dag,
mánudaginn 14. janúar, kl. 20.30. Allir vel-
komnir og konur sérstaklega hvattar til að
koma á fundinn.
Sjómannablaðið
Vikingur
Ut cr komið sjómaunablaðið Víkingur, 11.—
12. tbl. 1984.
Meðal efnis í blaöinu er: Ragnar G.D. Her-
mannsson, fonnaður Oldunnar, fjallar opin-
skátt um laun og afkomu sjómanna, Siðustu
jól skipverja á mótorskonnortunni Rigmor,
smásaga, Sigurbjörn Guömundsson segir
fréttir frá útlöndum, Nýjungar Boga Amars
eru á sínum staö, fundasyrpa og margt fleira.
KRISTJÁN GUÐJÓNSSON
Stærðfræði
Handbók fyrir foreldra, kennara og nemend-
ur eftir Kristján Guðjónsson námsstjóra.
Ot er komin hjá Emi og örlygi handbók í
stærðfræöi ætluð foreldrum, kennurum og
nemendum. Höfundur er Kristján Guðjónsson
námsstjóri í stærðfræði.
Hinni nýju handbók er ætlað að leysa úr
vandamálum og svara spurningum sem upp
koma t.d. á heimilum þegar foreldrar vilja
hjálpa börnum sinum við heimadæmin en
muna ekki reikningsaðferðir og þær finnast
ekki i viðkomandi reikningsbók sem barniö
notarþá stundina.
A undanförnum árum hafa töluverðar
breytingar átt sér stað á stærðfræðinámsefni
grunnskólans, bæði hvað varðar innihald efn-
is og framsetningu. Ýmsir nýir efnisþiettir
hafa bæst við meö nýjum hugmyndum og hug-
tökum og mjög víða hafa aðferðir við kennslu
breyst verulega. Allt hefur þetta orðið til þess
að foreldrar vcigra sér við að setjast niður
með börnum sínum og aðstoöa þau við námið,
telja sig ekki hafa næga kunnáttu til þess að
geta oröið að liði. Hinni nýju handbók er ætlað
að leysa þennan vanda.
Efni bókarinnar skiptist í þrjá meginþætti:
1) Breylingatímabil — orsakir og afleiðing.
2) Stærðfræðinám — fyrstu bekkir grunnskól-
ans 3) Stærðfræðihugtök.
Hin nýja handbók er unnin að öllu leyti i
prentsmiðjunni Odda hf. Sigurþór Jakobsson
sá um kápugerð en Halldór Þorsteinsson
tcíknaöi myndir í texta.
Út er komið tímaritið
Heilsuvernd,
39. árg., 2. hefti 1984. Meðal efnis í blaðinu eru
greinamar Heilsugæsla — hvað borðar þú?
Matstofan — vetrardagskrá, Vítamín —
seinni hluti, Reykingar og skaðsemi þeirra,
Matur og megin, Sterk bein — eða stökk bein,
Um svefnleysi og Heilsujurtir.
Ut er komiö tímaritiö Verktækni,
fréttablaö Arkitektafélags íslands,
Tæknifræöingafélags Islands og Verk-
fræöingafélags Islands. I blaðinu eru
greinar um Tímarit og bækur í verk-
efnastjórnun, starf arkitekta, bókina
„No limits to learning” og fleira.
Samvinnan 5.—6. hefti 1984 er komiö
út. I tímaritinu er mikiö af ljóöum. Eft-
ir Olaf Jóhann Sigurösson, Helga Sæ-
mundsson, Þorstein Valdimarsson og
fjögur norsk ljóö í þýöingu Baldurs
Pálmasonar. Einnig eru í blaöinu
greinar, smásaga og krossgáta. Ein
grein um André Courmont og ein eftir
hann. Blaðið prýöir fjöldi litmynda.
Samband íslenskra samvinnufélaga
gef ur út. Ritstjóri er Gylfi Gröndal.
Nýlega kom út tímaritiö Slökkviliös-
maöurinn, blað Landssambands
slökkviliösmanna. Meöal efnis í blað-
inu eru greinar um eiturefni, efni sem
notað er til kælingar viö slökkvistörf,
sýninguna Fire ’84, hugleiðing eftir
Birminghamferö L.S.S., minningar-
greinar, skemmtiefni og efni er lýtur
aö félagsmálum L.S.S.
Tímaritið Sveitarstjórnarmál 6. tbl.
1984 er komið út. Meðal efnis í blaöinu
eru greinar um vemdaða vinnustaðinn
örva í Kópavogi, kjarabaráttu hrepps-
stjóra á 18. öld, Orkubú Vestfjaröa,
nokkur atriöi um geymsluskilyröi á
skjala- og bókasöfnum og fleiri greinar
um fjármál, tæknimál og kjaramál.
Samband íslenskra sveitarfélaga gef-
ur blaðið út. Ritstjóri er Unnar Stef-
ánsson.
Syngjandi skóli
Dagana 14,—19. janúar 1985 efnir Náms-
gagnastofnun, i samvinnu við námsstjóra og
Kennaraháskóla Islands, til dagskrár í
Kennslumiðstöðinni að Laugavegi 166 undir
yfirskriftinni Syngjandi skóli.
Markmið þessarar dagskrár, sem ætluð er
kennurum, kennaranemum, fóstrum og
þroskaþjálfum, er að efla almennan söng og
tónmenntir hvers konar 1 skólum og á öðrum
uppeldisstofnunum.
Haldnir verða fyrirlestrar, námskeið,
fræðslufundir og kynningar þar sem leiðbeint
verður um þessi mál, og að sjálfsögðu verður
sú kynning bæði í tali og tónum.
Mánudaginu 14. janúar kl. 16.00 ræðir Jón
Ásgeirsson tónskáld um gildi söngs og ann-
arra tónmennta í skólastarfi. Þriðjudaginn
15. janúar kl. 14.00—18.00 leiðbeinir Bergljót
Jónsdóttir tónmenntakennari um tónmenntir
í byrjendakennslu og um kvöldið kl. 20.30 ræð-
ir Njáll Sigurðsson námstjóri hvaða erindi
íslensk alþýðutónlist eigi við böm nú á
tímum. Miðvikudaginn 16. janúar kl. 18.00—
22.00 leiðbeinir Sigríður Pálmadóttir tón-
listarkennari um notkun ásláttarhljóðfæra og
kennir leiki þar sem hljóðfæri koma við sögu.
Fimmtudaginn 17. janúar kl. 15.30 kynnir
Jacqueline Friðriksdóttir námstjóri ýmis
námsgögn sem snerta söngva og leiki í tungu-
málakennslu og kvöldinu frá kl. 20.30 geta
kennarar varið með Gyðu Ragnarsdóttur sem
kennir söng og hreyfileiki fyI'ir ung börn.
Föstudaginn 18. janúar frá kl. 10.00—17.00
leiðbeina Þórir Sigurðsson námstjóri, Júlíus
Sigurbjörnsson kennari og Njáll Sigurðsson
námstjóri um hljóðfærasmíöi. Síöasti dag-
skrárliðurinn er helgaöur söng og ljóða-
kennslu og verður hann laugardaginn 19.
janúar ki. 14.00—17.00: Þorvaidur örn Árna-
son, Gunnar Guttormsson, Helga Gunnars-
dóttir og Sverrir Guðjónsson. Guðmundur
mun einkum sjá um hið talaða orð en hin um
sönginn að sjálfsögðu meö þátttöku allra við-
staddra.
Gjaldþrot
Með úrskuröi skiptaréttar Reykjavík-
ur, uppkveðnum 14. nóvember 1984,
var bú Steinars Benjamínssonar,
Kleppsvegi 68, Reykjavík, tekið til
gjaldþrotaskipta.
Meö úrskuröi skiptaréttar Reykjavík-
ur, uppkveðnum 14. nóvember 1984,
var bú Hreiðars Jónssonar, Hamra-
bergi 4, Reykjavík, tekiö til gjaldþrota-
skipta.
Meö úrskuröi skiptaréttar Reykjavík-
ur, uppkveðnum 14. nóvember 1984,
var bú Grímólfs Valdimarssonar,
Asparfelli 2, Reykjavík, tekiö tii gjald-
þrotaskipta.
Með úrskuröi skiptaréttar Reykjavík-
ur, uppkveönum 14. nóvember 1984,
var bú Þrastar Bergmann, Álftamýri
8, Reykjavík, tekiö til gjaldþrota-
skipta.
Meö úrskuröi skiptaréttar Reykjavík-
ur, uppkveðnum 14. nóvember 1984,
var bú Olafíu Sveinsdóttur, Tunguvegi
78, Reykjavík, tekiö til gjaldþrota-
skipta.
Meö úrskurði skiptaréttar Suöur-Múla-
sýslu, uppkveðnum 27. nóvember 1984,
var bú Hrólfs Jónssonar, Haugum,
Skriödalshreppi, Suður-Múlasýslu,
tekiö til gjaldþrotaskipta.
Meö úrskuröi skiptaréttar Isafjaröar,
uppkveönum 8. nóvember 1984, var bú
hlutafélagsins Emir hf. (útgeröarfé-
lag), Isafirði tekiö til gjaldþrotaskipta.
Meö úrskurði skiptaréttar Reykja-
víkur, uppkveönum 29. nóvember 1984,
var bú G.T. húsgagna hf. Reykjavík,
með starfsstöð að Smiðjuvegi 6, Kópa-
vogi, tekiö til gjaldþrotaskipta.
Bella
Ef allar vinkonur mínar segja aö
hann sé fallegur, get ég þá fengið
aö skila honum.
Börnin eiga auövitaö að vera í belt-
um eöa barnabílstólum í aftursæt-
inu og barnaöryggislæsingar á
hurðum.
BORIMIIM ||}JWFERÐAR