Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985.
Sfðar var ég fluttur á Landakots-
spítala og lá þar 9 vikur. Hjúkrunar-
konan var þýzk, hét Febrúnla. Ég náði
mér seint og gat ekkert unnið um sum-
arið.
Þú veiktist siðasta vetur þinn i Flens-
borg, svo að þú hefur ekki getað lokið
prófi frá skólanum — eða hvað?
Jú, ég fór á fætur og tók próf, fár-
veikur. Það var aðeins eitt próf á dag,
svo að þetta tók alilangan tima. En það
hafðist.
Það var ekki algengt, að fátækir piltar
gengju f skóia á þessum tima. Var ekki
erfitt að kljúfa þetta fjárhagslega?
Jú, en ég hafði aurað saman, meðan
ég var lausamaður. Svo lánaði faðir
minn mér dálitla upphæð. Ég fékk líka
þrjú hundruð krónur fyrir að hjúkra
sjúklingunum, sem veiktust af tauga-
veikinni i Flensborg. Það þótti drjúgur
skildingur þá.
Var páfítí í HafnarfírOi
Tókstu einhvern þátt i félagslifi i
Hafnarfirði?
Já, ég lék þarna, það voru leiknir
þættir úr Njáls sögu. Ég var t.d. í
hópnum með Skarphéðni, þegar hann
gekk í búð Þorkels háks. Þetta var
mjög gaman.
Vannstu eitthvað f Hafnarfirði?
Já, ég vann eyrarvinnu til dæmis.
Mér er sagt, að þú hafir verið póliti
þar. Er það rétt?
Jú, en það var stuttan tíma, þrjár
vikur. Ég leysti Jón S. Bergmann af.
Hann skrapp til Reykjavfkur. Það kom
stundum fyrir, en hann var lengur en
venjulega i þessari ferð. Hann útvegaði
mér húsnæði, undirbjó reisuna.
Ég þurfti að hafa afskipti af einum
manni sérstaklega, meðan ég var póliti.
Hann var kallaður Jón súrsaft, af þvi
hvað ég gerði. Hérna á spítalanum á ég
oftast leka, sem ég dreypi á mér til
hressingar.
Heyiaust helvrti
Það er stutt sfðan ég heyrði, að þú
værir hagmæltur. Ortir þú eitthvað á
yngri árum?
Nei, ég orti lítið, það var enginn timi
til sliks. Það er fyrst núna síðustu árin,
| sem ég hef ort eitthvað að ráði. Þó varð
ein vísa, sem ég orti ungur, héraðs-
fleyg. Visan er svona:
Er það margra ósk og von,
einkum þó i spaugi,
að einhverntímann eignist son
oddvitinn á Haugi.
Hvenær festir þú ráð þitt?
Ég trúlofaðist fyrst, en giftist kær-
ustunni, Ingibjörgu Jónsdóttur frá
Huppahlfð, þann 16da ágúst 1916. Við
hófum búskap á Kollafossi og vorum
þar þrjú ár. Þar var tvibýli. Þar byggði
ég upp. Síðan fluttumst við að Lækja-
bæ, þar sem ég byggði líka yfir okkur.
Þar var lika tvíbýli. Það var eitt helvíti
þar. Ég varð heylaus þennan harða
vetur, um miðjan vetur. Ég fór með féð
út i sveit, þar sem beit var skárri.
Svaðfíför til
Hvammstanga
Ég man eftir því, að á öskudaginn
1920 fór ég í kaupstaðarferð til
Hvammstanga. Það gerði öskubyl, og
ég var fímm daga í ferðinni. Fyrsta
daginn komst ég út að Staðarbakka og
gisti þar. Annan daginn komst ég út á
Tanga og gisti þar. Þá var norðan
blindhrið og þriðja daginn komst ég
ekki nema fram að Staðarbakka aftur.
Næstu nótt gisti ég í Huppahlíð.
Sfðasta daginn komst ég heim, en
hesturinn gafst upp miðja vega miili
Já, en mér var alveg sama. Magnús á
Torfustöðum hafði lúmskt gaman af,
þótt hann væri mágur Björns. En þeim
i Tungu þótti við mig út af þessu.
Bfíndbylur í
hangikjö tsleiðangri
Það var tvibýli á Neðra-Núpi.
Jóhannes bróðir minn bjó á syðra bú-
inu. Það var eftirminnileg ferð, sem
við fórum saman til Borðeyrar á jóla-
föstu 1923. Við vorum með hvor sinn
hestinn og fluttum hangikjöt, sem átti
að fara í skip á Borðeyri. Bliðskapar-
veður var, þegar við lögðum af stað.
Við gistum á Gilsstöðum i Hrútafirði.
Um klukkan sjö um morguninn vakti
húsbóndinn, sem Magnús hét Jörgens-
son, okkur og sagði, að við yrðum að
hafa hraðan á, ef við ætluðum að ná til
Borðeyrar þann daginn; hann væri að
I skella á með norðan byl. Hann var
ferjumaður og flutti okkur yfir
fjörðinn. Við drifum okkur af stað, og
stórviðrið lét ekki á sér standa. Við
flýttum okkur að verzla á Borðeyri og
héldum strax af stað heimleiðis. Við
komum við á Gilsstöðum. Þá kom okk-
ur ekki saman um, hvora leiðina við
skyldum fara; ég vildi fara beint
austur yfir hálsa, en Jóhannes vildi,
að við færum þjóðveginn, norður
Hrútafjörð og síðan austur og fram
Miðfjörð. Hann réð ferðinni, og hefur
það sennilega orðið okkur til lffs.
Með storminn
í fangið
Þetta var auðvitað geysimikill
krókur fyrir okkur. Veðrið fór siversn-
andi, en við brutumst áfram með
storminn í fangið. Það var óhemju
snjókoma. Við beygðum af þjóðvegin-
um norðvestan við Reynhóla, en
að bænum; svo mikiil var hriðarsort-
inn.
Fólkið i Reynhóium var yfir sig for-
viða að sjá okkur. Þetta var mann-
skaðaveður. Tveir menn, sem ég man
eftir, urðu úti. Annar varð úti við tún-
garðinn á Hömrum í Laxárdal, en
hinn, Ólafur Hjaltesteð, á Holtavörðu-
heiði. Hann var á ferð suöur með póst-
inum og varð viðskila við hann. Fleiri
urðu úti, sem ég er búinn að gleyma.
Þetta sýnir, að við Jóhannes vorum i
lifsháska i þessu veðri.
Þröngt um mig
6 Þverá
Við fluttumst að Þverá 1928. Þar var
einnig tvibýli. Ég man eftir einu atviki,
sem gerðist, meðan ég var á Þverá. Það
var i göngum á Núpsheiði i seinni leit,
og var ég gangnastjóri. Við fengum
afar vont veður, sunnanrok og rign-
ingu. Þú manst eftir Útsuðurskvislinni,
sem rennur i Núpsdalinn fremst. Kvísl-
in hefur grafíð djúpt gil. Þegar við
komum ofan, eins og það er kallað,
sagði einn gangnamannanna, að hann
hefði eitt sinn lent i ennþá verra veðri i
seinni göngum; lækirnir hefðu oltið
fram kolmórauðir. Þá sagði ég: Það
hefur verið þá, sem Útsuðurskvislar-
gilið varð til.
Nú, það var þröngt um mig á Þverá.
Ég keypti Reynhóla 1933. Ég þurfti að
fá lánaðar 800 krónur, og það var ekki
fyrirhafnarlaust að kria þær út. En það
gekk nú samt.
Ég varð fyrir miklu áfalli árið, sem
ég fluttist að Reynhólum. Ég missti 40
kindur úr ormaveiki. Ég lagði aðeins
þrettán dilka inn um haustið. Sigurður
Pálmason, kaupmaður á Hvamms-
tanga, sagði mér, að ég mætti ekki
farga neinni gimbur; hann skyldi lána
mér úttektina svo sem með þyrfti.
Byggdi upp
á sjö jöröum
viðtal við BJörn Guðmnndsson I Reynhólum
sem er hnndrað dra í dag
að hann drakk alltaf súrsaft, sem var
mjög áfeng. Hann drakk sig alltaf útúr.
En ég hafði gaman af honum, hann var
mjög skemmtilegur að tala við hann.
Svo þurfti ég að hafa afskipti af ung-
um mönnum, sem sóttu samkomur
Hjálpræðishersins. Þeir vildu ekki fara
út, eftir að samkomum lauk. Ef mér
tókst ekki að fá þá út með góðu, varð
ég að neyta aflsmunar og koma þeim út
einum i einu. Þeir vildu hefna sin á
mér, þegar þeir voru fullir, en þá snið-
gekk ég þá.
Drukkiti stíft
á Bortieyri
En ég hafði mjög gaman af því að
hlusta á karla, sem komu saman undir
húsvegg þarna í Hafnarfirði og röbb-
uðu þar um daginn og veginn. Þetta
hefur verið venja karla víða í þorpum
úti á landi.
Svo feröu norður.
Já, ég fór norður. Ég man eftir einu
skemmtilegu atviki. Við pabbi fórum
að morgni til Borðeyrar og keyptum
þar brennivín. Það var nefnilega tom-
bóla á Staðarbakka seinna um daginn.
Þar var mikið fjör og drukkið allfast.
Ég var orðinn svo kátur, að ég steig
upp á borð og söng Nú blikar við sólar-
iag. Um kvöldið varð ég samferða Jó-
hannesi Jónssyni frá Huppahlið, hann
varð síðar mágur minn. Við fórum
fram að Huppahlíð, þar sem ég gisti.
Um kvöldið fengum við skyr að borða
og fleira góðgæti. En við ældum öllum
matnum, — svo vorum við fullir.
Ég hef aldrei heyrt, aö þú neyttin
áfengis. Áttir þú kannski oft vin?
já, ég átti oftast vin. En ég drakk
mig aldrei svo fullan, að ég vissi ekki.
Dalgeirsstaða og Lækjabæjar. Ég hélt
á þvi, sem ég gat fram eftir, — ég held
að ég hafi tekið eitthvað af kolum með
mér.
Kuldinn var svo mikill oft, að það
hlélaði innan þekjuna hjá okkur. Svo
þegar sólbráð var á daginn lak niður i
rúmin. Börnin urðu að sofa dúðuð á
nóttinni. Þau voru þá orðin þrjú.
Ég átti um 100 fjár, þegar ég var í
Lækjabænum, en missti 50 kindur.
Ég var sæmilega efnaður, þegar ég hóf
búskap í Lækjabænum, en var mjög
illa staddur, þegar ég fór þaðan.
Þá fluttist ég um vorið að Neðra-
Núpi. Þar bjó ég í sjö ár. Þar byggði ég
upp i þriðja sinnið.
Hvar eru
hrossin?
Ég man sérstaklega eftir einu
skemmtilegu, sem kom fyrir, m'eðan ég
bjó þar. Ég átti góðar slægjur handan
árinnar, þ.e. austan megin. En hrossin i
Núpsdalstungu sóttu mjög i þær. Eitt
sinn tók ég hrossin og setti þau inn í
hús. í annað sinn rak ég þau vestur
fyrir Seljafjall, það er vestur fyrir miðj-
an háls. Það átti að binda i Núpsdals-
tungu daginn eftir. Björn Levý, sem
siðar varð landskunnur maður, hag-
fræðingur Reykjavfkurborgar, leitaði
hestanna, en fann ekki að vonum.
Hann kom til min og spurði mig, hvort
ég hefði orðið var við hrossin. Ég
neitaði því. Þá fór hann til Magnúsar á
Torfustöðum og spurði hann. Hann
vissi ekkert, en hafði sagt, að það væri
von, að mér væri sárt um slægjurnar.
Það var ekki bundið i Núpsdalstungu
þann daginn.
Komst þetta upp?
þangað ætluðum við að komast. Ég fór
fyrir. Þegar við komum á Stekkjarhól,
var ég ekki alveg viss um, að þetta væri
sá hóll, en ég vissi af steini á hólnum,
sem ég þekkti. Er ég hafði skoðað
steininn, vissi ég, að við vorum á réttri
leið. Við þorðum ekki beint suður af
hólnum vegna hengjunnar, sem mynd-
azt hafði, en beygðum í vestur. Við
vorum lika hræddir við dýin milli hól-
anna vegna hestanna. Við komum á
hól, sem Náttmálahóll heitir. Þar var
svo hvasst, að við réðum okkur ekki og
urðum að fara suður af hólnum. Þar
var mikil hengja, og varð það að ráði,
að Jóhannes fór á undan fram af
hengjunni. Hann kom til baka og sótti
mig. En þegar við komum suður af, sá-
um við ekki Blesa, hest Jóhannesar;
það hafði skeflt yfir hann á svipstundu.
Við leituðum að honum í skaflinum og
fundum.
Margir urtiu úti
í þessu veðri
Við komum að girðingunni i Reyn-
hólum að norð-vestan og héldum suður
með henni að vestan. Við fórum yfir
hólranann fyrir vestan túnið, en þar
tekur við mýrarsund. Er við komum
yfir sundið, segir Jóhannes mér að fara
á undan. Ég gerði það, en beygi vestur í
staðinn fyrir austur. Þá kallaði
Jóhannes á mig og leiðrétti mig. Ég
áttaði mig og er ég ætlaði yfir traðirn-
ar, sem liggja heim að bænum, kallaði
hann enn til min og sagði mér að fara
ekki lengra i austur, þvi að hér lægju
traðirnar heim. Við gengum heim trað-
imar, en sáum ekki ljósið í baðstof-
unni, fyrr en við vorum komnir alveg
Hann bjargaði mér algerlega frá þvi að
verða gjaldþrota. En ég komst smám
saman úr skuldunum.
Brá búi 81 árs
Hvernig i ósköpunum fórstu aö þvi aö
kljúfa þetta?
Ég vann allt, sem til féll, ef það
bitnaði ekki á heimilinu. Ég var vega-
vinnuverkstjóri i Miðfirði um tíma. Ég
var oft þreyttur á þessum árum.
En ég byggði upp á Reynhólum 1950.
Það tók tvö ár og var erfitt. Það þurfti
að sækja mölina fram að Brekkulæk
og sandinn út á Sand. Bílar komust
ekki nema að Álfhóli, svo að aka varð
efninu einn og hálfan kilómetra á hest-
vagni. Þetta var fimmta jörðin, þar
sem ég byggði yfir fjölskylduna. Eftir
þetta fór mér að liða vel. Ég bjó i Reyn-
hólum, unz ég brá búi 1966, þá áttatiu
og eins árs. Þá tók sonur minn við bú-
inu.
Hvað komuð þiö hjónin mörgum börn-
um á legg?
Þau eru sjö börnin. Hólmfrfður, gift
jí Sandgerði, er elzt. Þá kemur Jóhanna,
bóndi á Skarfhóli i Miðfirði; hún missti
mann sinn fyrir nokkrum árum.
Guðmundur bóndi í Tjarnarkoti er
þriðji i röðinni. Björgvin er næstur,
verzlunarmaður í Reykjavfk. Ólöf er
húsfreyja á Kollsá í Strandasýslu. Svo
er Jóhannes, hreppsstjóri á Laugar-
bakka. Yngstur er Elís, vélamaður hjá
Sandgerðiskaupstað. Ingibjörg kona
minlést 1974.
„Má ég stötiugt
standa / stormi
örlaganna"
Nú vil ég, Björn, að viö bregðum á
léttara hjal. Þú segist ekki hafa haft tima
til aö yrkja fyrr á árum. En nú nærri
hundrað ára hefur þú tekið til viö þaö.
Já, ég hef ekkert annað að gera hér á
sjúkrahúsinu. Ég er búinn að vera hér
sex siðustu árin. Fólki þykir ég bölsýnn
i kveðskap mínum. Þessi visa er gott
dæmi um það:
Af þvi lifsins amaský
oft mér gleði banna,
má ég stöðugt standa i
stormi örlaganna.
Ég heyrði, aö þú hefðir tekiö út for-
skot á sæluna i haust og haldið upp á
væntanlegt hundrað ára abnæliö, boðið
öilum á sjúkrahúsinu til veizlu. Er það
ekki satt?
Jú, það er satt. Ég var ekki viss um,
að ég næði hundrað árunum, svo að ég
tók þetta ráð. Þar var mikil gleði, og
fimm bokkur voru tæmdar. Ég orti
kvæði eöa brag af þessu tilefni, og var
það flutt fyrir mig i veizlunni, — ég er
farinn að tapa rödd, svo að ég gat ekki
flutt þetta sjálfur.
„Haiminum sendi óg
kvetiju."
Ég skal láta þig heyra braginn.
Hjarta mitt er bilað, og heilsa min
er ring,
og hugurinn er dapur, sorgir allt
um kring.
En stundum skin þó sólin i gegnum trega
og tár,
og tíðum hún mig vermir og þerrar
minar brár. |
Og þó að muni verða á vegi minum böl,
og vindur standi á móti og velti báta kjöl, !
þá reyni ég að lifa af hið langa kalda stríð,|
þó leiðinn á mig sæki um ævilanga tíð.
Veröldin mér þakkar hreint ei nokkurn
hlut,
hún hefur mér varpað svo oft aftur i skut. |
í huga mér ég byggði oft hallir fyrr á tið,
sem hrunið hafa i rústir, bæði fyrr og síð. |
Bráðum kemur dauðinn og brýnir sína
raust
og boðar mér, að komið sé ævi minnar
haust.
Ég hef hvorki slegið af né slakað til um
neitt,
en slarkað svona áfram gegnum kalt og
heitt. |
Ég býst við því, að heimurinn mig heiðri
ei betra en því
að hann mér bregði um leti og kalli mesta
þý-1
Hjarta mitt það bærist til hinztu hvíldar
ótt,
og heiminum ég sendi kveðju og býð
honum góða nótt. |
Hefarðu ekki ort einhverjar tækifæris-
vfsur núna siðasta ár þitt hér?
Jú. í sumar sem leið var margt kven-
fólk hér, sem kom sunnan úr
Reykjavík. Svo var læknirinn kona. Ég
kvað þetta til einnar stúlkunnar:
„Vertu hjá mér, halla tekur degi”,
og höfug tárin falla mér um kinn,
þvi ekkert sefar sorg á mínum vegi,
en sofna vært við mjúkan vanga þinn.
Ég orti vísu um daginn, hún er
svona:
Mér þó enginn mæli hrós
og meðan lengjast kunni,
fínir strengir, leiðarljós,
lýsa í þrengingunni.
Björn á Reynhólum man ekki aðeins
tímana tvenna, heldur þrenna, eins og
hann hefur orðað það'við mig. í þessu
viðtali kemur fram aðeins örlitið brot
af öllu þvi, sem Björn man og hefur að
segja. En mig undrar stálminni hans,
— að hann, sem getur ekki lengur
skrifað neitt hjá sér, skuli yrkja vfsur
og heilu bragina og munað. Og
„húmornum” heldur hann óskertum.
Hann bregður á glens við og við, þegar
við ræðum saman.
Miðfirðingur, sem ekki vill láta
nafns getið, kveður svo um Björn á
þessum timamótum i lifi hans:
Æskuhugur öllum vörn
er í brauðstritinu.
Hundrað árin hefur Björn
haldið andlitinu.
Ég segi ekki, að vísa þessi sé neitt
snilldarverk, en það gefur henni gildi,
hve sönn hún er.
Ég veit, að ég mæli fyrir munn Mið-
firðinga og annarra vina hans, er ég
óska honum þess, að Guðinn gefi hon-
um góða heilsu þau árin, sem hann á
eftir ólifuð. Sk.B.