Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Page 8
48
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBROAR1985.
*****
Skáldsaga Einars Más
Guömundssonar, Riddarar
hringstigans, hefur
fengið fádæma góðar viðtökur
í Danmörku, en hún var géfin
út í danskri þýðingu rétt fyrir
jól og heitir á
dönsku Riddeme af
den runde trappe.
Oll stóru blöðin hafa fjallað um
bókina auk f jölmargra landsblaða og
var tekið stórt viðtal við Einar í
Politiken. Það er ekki oft sem fyrsta
skáldsaga höfundar vekur svona
mikla athygli, sérstaklega ekki
þegar um þýðingu er að ræða og
þegar haft er í huga að bókin kemur
út rétt fyrir jól þegar samkeppnin
er hvað hörðust.
1 ritdómum er notast við há-
stemmd lýsingarorð; „opinberun”,
„bókin er hrein unun aflestrar”,
„spennandi og frumleg frásögn”,
„snilldarverk” og „lofar góðu um
framtíð norrænna bókmennta”. Það
eru þó ekki lýsingarorðin sem eru
athyglisverðust í umsögnum gagn-
rýnenda heldur hvernig þeir taka
bókinni sem merki um nýja og
ferska tíma í skáldsagnagerð.
Ekkert vinalegt
klapp á öxlina
Blaðadómarnir eru ekki skrifaðir í
þeim föðurlega tón sem algengastur
er þegar íslensk list er tekin til um-
fjöUunar í Danmörku. Ritdómar-
arnir nota ekki dýrmætt dálkarými
til að kjamsa á gömlu tuggunni um
sögueyjuna eða nýjasta nýtt frá
heimalandi Laxness. Skáldsögu
Einars er tekið sem hverri annarri
skáldsögu ungs höfundar og hún
rædd i samhengi við þróun skáld-
sögunnar á alþjóðavettvangi. Sem
sagt, ekkert vinalegt klapp á öxlina
eins og oft þegar gagnrýnendur
skrifa sig frá misframbærilegum
sjónvarpsleikritum Ríkisútvarpsins.
Flestir gagnrýnenda leggja
áherslu á hvað sjálfur frásagnar-
mátinn er nýstárlegur og hve læsileg
bókin er þó að flestar reglur
hefðbundnar frásagnarhefðir séu
brotnar.
1 Jyllands-Posten skrifar Preben
Meulemgracht m.a.: „Þegar
fullorðnir skrifa um böm reyna þeir
venjulega aö lifa sig inn í hugarheim
bamsins og skynja þannig gamal-
kunnan veruleika á ný.
IMý og athyglisverð aðferð
Einar Már Guðmundsson, þrítugur
WiS/A.
íslenskur rithöfundur, fer öfugt að.
Hann lætur átta ára drenghnokka
segja sögu frá afmörkuöum heimi
sinum á máli íullorðinna og frá
sjónarhóli þeírra. Það er ekki oft
sem strákar á hans aldri nota bók-
menntalegt myndmál, velti kulda-
lega fyrir sér eðli fulloröna fólksins,
gleðjist yfir því að vera ekki orðnir
kynþroska og ávarpi lesandann
beint; „lesandi góður”.
.. .Þetta er fyrst og fremst ný og
athyglisverð aðferð við að skrifa
skáldsögu. Hún er raunsæ bæði hvað
varðar smáatriðin og umhverfi, en
um leið túlkun og frásagnaraöferö
sem gengur þvert á allar venjur og
hefðir. . . frá upphafi til enda er frá-
sögnin öll á flugferð á vængjum hug-
ans, hún er sérstæð, truflar lesand-
ann og er ósjaldan ögrandi. Les-
andinn kemst þó ekki hjá því að hrif-
ast með eftir þvi sem á lesturinn
líður, hverfa inn í furðuheim þar sem
strákaveröldin hefur fengið mál
þeirra fullorðnu.”
Laus við tilfinningavellu
I Berlingske Tidende kallar Johan
de Mylius sögu Einars norrænan
bókmenntaviðburð og segir m.a.:
„Skáldsagan er feröalag til heims
bemskunnar þar sem allt getur gerst
og landamæri eru ekki til. Þessi
heimur er þó laus við þá tilfinninga-
vellu sem er svo algeng og hann
reynir ekki að sjá heiminn frá heimi
bamsins eingöngu.
Bemskan er glötuð og það er
aöeins hægt að nálgast hana í
gegnum skáldskapinn. Einar beygir
sig undir þessa staðreynd og skrifar
á máli sem hvorki er mál bama né
fullorðinna, heldur er notast við
hvort tveggja. Frásagnarmátinn
kemur á óvart og er skemmtilegur
en á köflum alvörugefinn. Hér
rennur hugarheimur bamsins, ungl-
ingsins og þess sem skrifar saman í
eitt og verður að sjálfstæðum heimi;
uppskálduð bemska... ótrúlegt
hugarflug sprettur úr veruleikanum
og breytir honum í ljóðræna sögu.
Þetta er skáldsaga sem lofar góðu
fyrir norrænar bókmenntir.”
Fersk tilbreyting
Það er þó ekki aðeins sérstæður
frásagnarmáti Einars sem hrífur
danska gagnrýnendur. Riddarar
hringstigans er þeim fersk til-
breyting frá bæði gamla „nýja”
raunsæinu og nýrómantík ungskáld-
anna.
Raunsæisstefnan, sem bókmennta-
gagnrýnendur hafa veriö að deila um
heima á Islandi undanfarið, er mun
rótgrónari hér í Danmörku. Sögur
umhversdagsleikann „meðöllu” em
nánast framleiddar á færibandi.
Þessi stfll, sem á sínum tíma var
ferskt andsvar við fílabeinstuma-
skrifum margra módemista, hefur
að mestu endað í lágkúru. Hver
skáldsagan á eftir annarri útmálar
grámyglu borgarlifsins þar sem fólk,
venjulega verkamenn eða oftar
verkakonur, hendast á milli blokkar-
íbúðar og verksmiðju á stimpil-
klukkuhraða og finna ekki tilgang
lifsins fyrr en í lokakaflanum þegar
þau gerast virk í flokki eða baráttu-
hreyfingu. Borginni og sérstaklega
úthverfunum er lýst sem auðnu-
lausum firringarbælum og samnefn-
ari ömurleikans verður stein-
steypan.
Steinsteypuofnœmi
Yngri skáld sem hafa snúið baki
við grámyglustílnum og hvorki
flokkar né baráttusamtök veita
neina von. Hjá flestum
þeirra er það
atvinnuleysi plús steinsteypa
sem er
uppistaðan í verkum
þeirra og
auðvitað sveimar
kjamorku-
sprengjan yfir höfðum
þeirra. Utan
borgarmarkanna er
allt að sökkva í
mengun og drullu.
\
Það er í ljósi þessa einstaka stein-
steypuofnæmis sem frábærar
viðtökur Riddara hringstigans verða
aö skoðast. Hér er komin skáldsaga
sem gerist í svipuðu umhverfi og
allar draugasögur úthverfanna eiga
sér staö en er bæði skemmtileg og
nýstárlega skrifuö. Bæði hjá
raunsæisskáldunum og nýrómantík-
urunum er lif í steinsteypu nánast
óhugsandi, hvað þá að það sé ævin-
týri líkast! Það er líka þess vegna
sem ritdómararnir dæma ekki sögu
Einars sem nýjasta nýtt frá sögueyj-
unni, heldur kærkomna nýbreytni
og jafnvel opinberun. Hér sameinast
reynsla módernismans og frá-
sagnargleði og það er sjaldgæft að
slíkar bækur liggi til umsagnar á
skrifborðum þeirra.
Eg ætla að enda meö umsögn Poul
Borum, gagnrýnanda Ekstra
Bladets, en þessi fimmtugi pönkari
og afkastatröll er oft hnitmiðaður í
umsögnum sínum: „Einar fram-
reiðir íslenska stikkilsberjafinn
sinn tilgerðarlaust og með miklum
glæsibrag svo að lestur hennar er
hrein unun.”
örn Jónsson.