Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985.
49
Tilbrigði við flugdreka
— Björg Þorsteinsdóttir sýnir „collage”-verk í París
Það var heldur kuldalegt og gráleitt
um aö litast á torginu fjrir framan
borgarstjðrnarhúsið í París hér á
dögunum. Og þótt spölurinn þaðan og
út í Cité Internationale des Arts væri
ekki langur náði kuldinn samt að narta
talsvert í eyrun á fréttaritaranum á
leiðinni. En hitastig eyrnanna komst
fljótlega í eðlilegt horf eftir að komið
var inn í hlýjan og litríkan sýningar-
salinn þar sem stóð yfir sýning á
verkum eftir Björgu Þorsteinsdóttur.
Hún sýndi þar 39 collageverk (klippi-
myndir), allar gerðar hér í París frá
því í september í haust. „Við erum hér
f jórar konur sem sýnum samtímis. Þó
er þetta ekki samsýning heldur fjórar
einkasýningar undir sama þaki. Hinar
eru Ronit Dovrat frá Israel, Christina
Santander frá Argentínu og Francoise
Quardon sem er frönsk. Mjög
alþjóðlegt, ekki satt? ”
DV: „Hvers lags stofnun er þetta
hér?”
Björg Þorsteinsdóttir: „Eins og
nafnið bendir til er þetta alþjóðlegt
listamannahús. Það er rekið af sam-
tökum sem beita sér fyrir því að gefa
listamönnum viðs vegar aö úr heimin-
um kost á aö koma hingað til Parísar
og dveljast um nokkurra mánaöa
skeið. Hér er fýrir hendi húsnæöi og góð
vinnuaðstaða, enda er mjög eftirsótt
að komast hingað. Eg var svo heppin
að fá styrk frá franska ríkinu árin
1971—1973 og það var því að þakka að
ég komst hér að upphaflega. Ymis ríki
hafa lagt hönd á plóginn með starf-
semina, t.d. eiga öll Norðurlöndin
vinnustofu hér; öll nema Island. Það
er mikil synd að viö skulum ekki eiga
vísan aögang aö vinnustofu hér. Það
væri ómetanlegt fyrir íslenskt listafólk
ef það gæti komið hingað og starfað um
tíma. Þaö virkar allavega eins og víta-
mínsprauta á mig! Ég held aö við
heföum gott af því að kynnast þessari
latnesku menningu betur en nú er.
Paris er lika miklu meira í eldlinunni
en Norðurlöndin þar sem við eigum
aðgang aö nokkrum vinnustofum. Þaö
er auðvitað mjög jákvætt, en þau eru
samt sem áður svolitið út úr. En við
vorum að tala um vinnustofumar hér
og mig langar að geta þess að hér á aö
fara að bæta viö húsakynnum. Þannig
gefst Islendingum færi á aö eignast
sina eigin vinnustofu hér i heimsborg-
inni.”
Gróska
DV: „Nú er rúmur áratugur liðinn
frá því þú varst hér síðast. Hvernig
finnst þér að koma hingað aftur? ”
B.Þ.: „Alveg dásamlegt. Hverfið,
sem ég bý í, er ákaflega fallegt, þessar
gömlu, sjarmerandi byggingar á
bökkum Signu, stutt í Notre Dame
kirkjuna og heilmikið um áhugaverð
gallerí. Mér finnst París vera í senn
heimsborg og nokkur samsett þorp
Björg
Þorsteinsdóttir
skilst að Pompidousafniö sé búiö að
skáka Eiffelturninum i aðsókn. Þótt
ýmsir farí þangað mestmegnis til aö
virða fyrir sér útsýnið slæðist fólk inn í
sýningarsalina. Eg held að það hafi já-
kvæð áhrif á listasmekk fólks þegar
fram líöa stundir. Og það er eins og
Pompidousafnið sogi til sín fólk. Þaðer
eitthvert seiðmagn í kringum það; öll
þessi litriku rör og jámbútar og nátt-
úrlega rúllustiginn frægi i glergöngun-
um sem minnir mig alltaf á risastóran,
gegnsæjan ryksugubarka! ”
sem eru ólík innbyrðis. Eg er þannig
mjög heppin með þorp!
Að mínum dómi hefur tilkoma
Pompidousafnsins verið gifurleg lyfti-
stöng fyrir listalífið hér í borginni. Þar
sér maður hverja snilldarsýninguna á
fætur annarri, bæði yfirlitssýningar á
verkum eldri meistaranna og þeirra
sem nú eru að skapa. Safnið virkar
mjög örvandi á listafólk hér og það á
örugglega sinn þátt í því að almenning-
ur er farínn að líta mun jákvæðari
augum á samtímalistina. Og mér
Klipp
DV: ,,Nú hefur þú lengst af fengist
við gerð grafíkmynda. Hvers vegna
skiptir þú yfir í collage eða
klippmyndir?”
B.Þ.: (hlátur) ,Já, margir hafa
spurt mig að þessu í hálfgeröum
ásökunartón! En ég get fullvissaö þig
um að ég er ekki búin að snúa end-
anlega bakinu við grafikinni. Aður en
ég fór út í graffklistina málaði ég tölu-
vert. Eg notaði oft collagetæknina til
að gera drög að málverkunum. En
núna langaði mig tíl að skipta um efni.
Grafíkmyndimar eru seinlegar í
vinnslu, maður er lengi að sjá hug-
myndimar verða að raunveruleika.
Þess vegna fannst mér gott að skipta
yfir í pappírinn. Maður er mjög frjáls
með hann og tempóiö er allt annað.
Það er nauðsynlegt að breyta svona til.
Maður sækir endurnýjun í nýtt efni. Og
hér er þetta frekar regla en und-
antekning. Menn hoppa úr skúlptúr í
grafik, þaðan í að mála og svo fram-
vegis. Þetta er bara spurning um efni
og mér finnst það sem ég er að gera
núna vera í beinu framhaldi af mínum
fyrriverkum.”
DV: „Liggur einhver grunnhug-
mynd að baki verkanna?”
B.Þ.: „Já, það má segja að þemað í
flestum þeirra sé flugdrekinn. Svo vinn
ég náttúrlega út frá því á ýmsa vegu.
Eg nota sérstakan japanskan pappir í
myndirnar, pappír sem hefur þá eigin-
leika að vera í senn mjög léttur og
sterkur. Ég kaupi hann hvítan og lita
hann sjálf til að fá fram þá áferö sem
ég sækist eftir. Síðan ríf ég hann niður
á myndflötinn, brýt hann saman eða
geri bara það sem mér flýgur í hug
hverju sinni. Kosturinn við pappirinn
er að maður er fljótur að vinna með
honum og því fæðast myndirnar nokk-
uð fljótt. Eg hef mjög gaman af því að
vinna með pappírinn, enda finnst mér
ég hafa afkastað þónokkru síðan ég
kom hingaö út í september.”
DV: „Hvaðverðurþúlengienn?”
B.Þ.: „Eg reikna meðað verða út
febrúar.”
DV: „Hvað tekur þá við? ”
B .Þ.: „Þá fer ég heim til aö undirbúa
sýningu sem haldin verður í kjallara
Norræna hússins í aprílmánuði.”
Friðrlk Rafnsson
iParís.
Hverfafundir borgarstjóra 1985
Hvað hefur áunnist?
Hvert stefnum við?
Davíð Oddsson borgarstjóri flytur rœðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta.
Á fundinum verða til sýnis líkön og skipulagsuppdrcettir.
Árbæjar- og Seláshverfi.
Sunnudagur 24. febrúar kl. 15.00
í Félagsheimilinu Árseli við Rofabæ.
Fundarstjóri: Vilhjálmur B. Vilhjálmsson deildarstjóri.
Fundarritari: Jóhannes Óli Gardarsson framkvœmdastjóri.
D/j -m m lf/yw ¥ TW fifi f Fjölmennid á hverfafundi horgarstjóra. Komið sjónarmið-
X /V C/ C/#V i/i i/\J \A/i • um ykkar á framfœri og kgnnist umhverfi gkkar hetur.