Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. 51 Arkady Tévténkó, hœstsatti diplómat sam nokkru sinni hefur strokið frá Sovétrikjunum, gafur í bók sinni tækifæri til að skyggnast bak við Kremlarmúrana. Ussuri-ánni þar sem nokkrir sovéskir hermenn voru drepnir. Mikhail Kapitsa, sem var sendiherra Sovét- ríkjanna í Pakistan 1961, sagði Tévténkó síðar að á fundi í æðsta ráðinu hefði Andrei Grechko, marskálkur og þáverandi varnarmála- ráðherra, lagt til að Rússar losuðu sig við „gulu hættuna í eitt skipti fyrir öll” með þvi að varpa á þá megatonna- sprengju af þeirri tegund sem dreifir hvað mestu geislaryki. Slík sprengja hefði ekki aðeins drepið milljónir Kín- ver ja heldur og þúsundir Sovétborgara í Asíuhluta Sovétríkjanna og íbúa ann- arra nágrannalanda Kina. Vit var haft fyrir marskálknum sem 1976 vék fyrir Dimitri Ustinoff. í forréttindastétt Þegar Gromýkó fór til New York 1969 bauð hann Tévténkó að vera ráðu- nautur hans en Tévténko starfaöi þá í sovéska sendiráðinu. Tévténkó ferðað- ist víða á vegum Gromykós og í því hlutverki varð Tévténkó þess áskynja, 1971, að ýmsir vildu Sadat Egypta- landsforseta feigan en þætti vanta einhvem nógu Moskvuhliðhollan til þess að taka við ef Sadat félli frá. Frétti hann af samsæri gegn Sadat en Sadat varð fyrri til og lét handtaka varaforseta sinn og sex ráðherra fyrir landráð. Sem ráðgjafi Gromýkós komst Tévténkó í æðsta stiga forréttinda- stéttarinnar sem nýtur ferðafrelsis til útlanda meir en aðrir borgarar, hefur aðgang aö sérverslunum með munaðarvörur frá Vesturlöndum, nýt- ur hærri launa, betra húsnæðis og jafn- vel sumarhúsa, fær bíla og jafnvel einkabílstjóra, aögang aö betri sjúkra- húsum og sérskólum fyrir böm sín. „ Háll sem áll" Tévténkó tók þátt í móttökunum þegar Richard Nixon heimsótti Moskvu í maí 1972 og fylgdist með viðræðum Gromýkós og Henry Kissingers. Einhvem tíma stríddi Tévténkó sendiherra Sovétmanna í Washington, Anatoli Dobrynin, á því að það væri ekki erfitt að vera í hans starfi og eiga við Kissinger. Dobrynin tók það alvarlega meint og sagði að Kissinger væri ekki alltaf þægilegur við samninga. Það þýddi ekki annað en vera stöðugt á varðbergi gagnvart Kissinger sem ætti til að nota það sem sagt væri gegn manni aftur síðar. — „Og hann er háll sem áll,” bætti Gromýkó þá við, en þó ekki óvingjam- lega, sem mat við flesta menn ef þeir tóku sjálfa sig, hann og málefnið alvar- lega og það gerði Kissinger jafnan. Uppnefndu Rússamir Kissinger „Kisu”. Uppnefna þeir þó helst þá sem þeir bera virðingu fyrir eða líkar á annan máta við. Stöðuhækkanir I öðrum hluta endurminninganna sem birtast í Time segir Arkady Tévténkó að einkum tveir atburðir hafi komið sér til að ákveða að flýja. Báðir atburðimir hafi verið stöðuhækkanir. Hann segist hafa verið orðinn fullur andúðar á sovéska kerfinu og æðstu mönnum þess. Þessi andúð hafi þó magnast þegar Gromýkó utanríkisráð- herra gerði hann að persónulegum stjórnmálaaðstoðarmanni sinum. Þá fékk Tévténkó að sjá og fylgjast með Kremlarleiötogum og lífemi þeirra og valdahroka. „Eg sat við sama borð og Brésnev, Gromýkó og aðrir meðlimir stjóm- málanefndarinnar og ég lærði heilmik- ið um mennina sem voru herrar Sovét- ríkjanna,” skrifar Tévténkó. „Eg sá hve auðveldlega þeir kölluðu illt gott og hve auðveldlega þeir margbreyttu merkingu þeirra orða. Hvemig hræsni og spilling einkenndi líf þeirra, hve einangraðir þeir voru frá fólkinu sem þeir réðu yfir. Gromýkó hafði ekki stigið fæti sínum á götur Moskvu- borgar í næstum 40 ár. Næstum allir aðrir voru ekkert öðruvísi.” Tévténkó lýsir einkalífi og opinberu lífi ráðamanna af fullum viðbjóði. Þeir hafi byggt upp hemaðarmátt Sovét- ríkjanna á kostnað almennings. Þrátt fyrir að á Vesturlöndum sé þeim skipt í „hauka” og „dúfur” þá sé aldrei neinn ágreiningur hjá þeim um markmið, aöeins um aðferðir. Þeir trúa á sigur sovésks sósíalisma sem lokatakmark. Tvö bróf Lina kona hans var góð vinkona Lidíu konu Gromýkós. Þær fóm oft saman að versla. Lidía sagði Línu að vara sig á KGB-leyniþjónustunni. Gromýkó hafði líka ímugust á leynilög- reglunni. „Haltu þig sem lengst í burtu frá þessum KGB-týpum,” sagði Lína við mann sinn. Vorið 1973, þegar mánuður var þangaö til Tévténkó færi til New York sem aðstoðaraöalritari hjá Sameinuðu þjóðunum.kallaði einn yfirmanna KGB á hann. Eftir aö hafa óskað honum til hamingju með nýja embættið lagði yfirmaðurinn, sem hafði hers- höfðingjatign, til að Tévténkó hjálpaði KGB-foringjum innan Sameinuðu þjóöanna upp valdastigann og hjálpaði þeim ef CIA eða FBI, bandarísku leyni- þjónustumar, reyndu að spilla fyrir þeim. Fyrst reyndi Tévténkó að eyða því enda vildi hann sem minnst með KGB hafa. Hann sagði að hann yrði að hugsa fyrst og fremst um starf sitt innan Sameinuöu þjóðanna. KGB-hers- höfðinginn vildi ekki heyra á það minnst. Svo dró hann fram tvö bréf. „Þú hefðir líklega áhuga á þessum,” sagöi hann. „Viö tökum þau auövitað ekki alvarlega en okkur fannst að þú ættir aðvitaaf þeim.” Annað bréfið hafði verið sent til aðal- nefndar Kommúnistaflokksins og rægöi Tévténkó niður í svaöið fyrir líf- emi sem ekki væri hægt að halda uppi á opinberum launum hans, og fyrir að hafa trúarlegar myndir heima hjá sér. Hitt ásakaöi hann um að hafa lofað rússneskum gyöingi að flytjast úr landi fyrir 1.000 dollara mútur. Við lestur bréfanna varð Tévténkó ofsareiður. En hershöföinginn lægði reiöiöldurnar og sagöist vera fullviss um að ekkert væri til í ásökununum. Þegar Tévténkó gekk út úr byggingu aðalstöðva KGB vissi hann þó að leyni- lögreglan haföi hann í greipum sér. Nóg af hinu Ijúfa lífi Eitt það fyrsta sem Tévténkó þurfti að gera þegar til New York var komið var að spjalla við yfirmann KGB þar. Það var aðstoðarsendifulltrúi Sovét- rikjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna, Boris Aleksandrovich Solomatin. „Ef þú ert samvinnuþýður við okkur getur það ekki annað en hjálpað þér og frama þínum,” sagði hann við Tévténkó. En Tévténkó segist hafa fengiö nóg af hinu ljúfa lífi yfirstéttarinnar eftir nokkur ár. „Það líf er ótrúlega ljótt,” skrifar hann. „Það ýtti jafnvel undir svik við vini sína. Fyrir yfirstéttina eru svik nauðsynlegur hluti lífsins. Grunsemdir og baktjaldamakk er orðið að mikilU listgrein. Ef MachiaveUi væri á lífi í dag og byggi í Sovétríkjunum þá væri hann nemandi, ekki kennari.” „Meinarðu þetta, Arkady?" Að lokum var svo komið að hann þoldi ekki við lengur. Hann ákvað að reyna að flýja. Á diplómatadinner eitt kvöldið tók hann bandarískan vin sinn afsiöis. „Eg hef ákveðið að segja skUið við stjórn mína,” sagði hann. Vinurhm gapti. „Hvað? Meinarðu þetta, Arkady?” Tévténkó meinti það sem hann sagði og þeir ákváöu að vinurinn þreifaði fyrir sér með hvað menn í Washington segðu um að fá svo háttsettan flótta- mann. Þeir ætluðu svo að hittast eins og af tUvUjun i bókasafni Sameinuöu þjóðanna. I bókasafninu nokkrum dögum síöar laumaði vinurinn tU hans skUaboöum um að Washington vUdi sennUega taka við honum. Eftir nokkra slika fundi fékk Tévténkó aö vita hvemig hann ætti að hitta bandaríska leyniþjónustu- menn sem vUdu tala við hann. Njósnir SamtaUð viö þá oUi Tévténkó nokkr- um vonbrigðum. Þeir vUdu fá hann tU að halda starfi sinu en njósna um land sitt. Hann sagði að lokum já. Bandariski tengihður hans, sem hann kaUar Johnson, sannfærði hann um að starfinn fæUst ekki í neinu sér- staklega skuggalegu. Hann þyrfti bara að lesa skeyti frá Moskvu, eins og hann gerði daglega hvort sem værí, og segja Bandaríkjamönnum eitthvað um hugðarefni Kremlarleiðtoga. I staðinn lofaöi Johnson að láta fylgjast með því hvort KGB fylgdist eitthvað sérstak- lega með honum. Njósnastörfunum gegndi Tévténkó án þess aö eftir væri tekið i talsveröan tíma. Hann sagði CIA-tengUiönun ná- kvæmlega frá því hvemig Sovétrfkin hygðust berjast gegn óvinveittum skæruUðum i Angóla. Hann sagði hon- um frá þvi að æ minna fengist af oUu úr oUuvinnslusvæðunum við OralfjöU og aö erfitt myndi reynast aö auka oUu- vinnsluna á minni svæðum. Bandaríkjamennimir vUdu fá upplýsingar um hverjir sovésku embættismannanna hjá Sameinuðu þjóðunum væm í þjónustu KGB. Það reyndust ærið margir: sjálfur giskar Tévténkó á að meira en helmingur þeirra séu útsendarar eða starfi i tengslumviðKGB. „Fólk öfundar okkur" I árslok 1975 hafði Tévténkó enn ekki sagt konu sinni frá því að hann væri bandarískur njósnari. - Einu sinni þegar þau voru í frU á Miami spuröi hann hana hvað henni fyndist um að hann færi aftur til Moskvu eða gerði „eitthvað annað”. Hún brást hin reiðasta við. „Hvað ertu að tala um? Við verðum að vera í New York eins lengi og við getum. Eg skal minna þig á að jafnvel meðlimir stjómmálanefndarinnar hafa ekki að- gang að slíkum hlutum sem við höfum í NewYork.” „En fólk öfundar okkur,” sagöi Tévténkó. „Þú ert hugleysingi,” svaraði Lína. „Allir yfirmennimir nota tíma sinn erlendis til að auðga sig, kaupa hluti. Hvað heldurðu að ég geri þegar Lidía kemur til New York með Gromýkó? Fari á söfnin? Nei, við verslum. Eg gef henni peninga, okkar peninga. Og þú nýtur verndar Gromýkós, alveg eins og ég verndar hennar. Með Gromýkóhjónin bak við þig getur þú átt von á dásamlegum frama. ” Tévténkó lýsir Bandaríkjunum sem krambúð fyrir sovéska stjómarerind- reka sem þangað komust. Venjulegur meðalháttsettur embættismaður i Moskvu fái tæpa 300 dollara, eða um 12.000 krónur, í tekjur á mánuði. En i New York séu tekjumar 700 til 800 doll- arar. Auk þess geti menn keypt sovéskan bíl fyrir 2.000 doUara, eða um 80.000 krónur, og látið hann bíða eftir sér þegar þeir snúi aftur tU Sovétríkj- anna. Annars kosti bQar sjöfalt þaö verðheimafyrir. Sovétmenn i Bandarikjunum senda aUt sem hugsast getur heim frá velferðarrikinu. Þvottavélar, mynda- vélar, uppþvottavélar, hljómtæki, föt, skó og fleira og fleira. TU þess aö geta þetta spara þeir oft næstum óhóflega í mat og skemmtunum. Rakvólin Oft hélt Tévténkó að komist hefði upp um hann. Hann var eitt sinn sendur á vegum SÞ tU Kúbu tU að hlusta á erindi um aðskilnaðarstefn- una. Þá varð hann hræddur. CLA gæti ekki varið hann þar. Johnson reyndi að róa hann. „Jafn- vel þó þeir taki þig tU Moskvu getum við hjálpað þér. Ég veit að þú veist það ekki, en við höfum okkar aðferðir, okkar leiðir.” Johnson fékk lánaða hjá honum rak- vél sem hann skilaði svo nokkrum dögum síðar ásamt annarrí. „Þessa færð þú ekki úti i búð,” sagöi hann brosandi og benti á aðra þeirra. Hann tók hana upp, stUlti blöðin á minnstan rakstur, ýtti á handfangiö og sneri því. Handfangið opnaðist og inni í því var örfilma. „Þama stendur aUt um hvað þú þarft að gera ef þú gleymir því sem við höfum þegar farið yfir. Á filmunni eru simanúmer, staðaheiti, nöfn á fólki sem þú getur haft samband við í Moskvu ef þú þarft. ’ ’ Tévténkó fór tU Kúbu með rakvélarnar tvær, þá venjulegu og þá Sjá næstu síðu „Ég hef ákveðið að segja skilið við stjórn mína." „Þú ert hugleysingi. Allir yfir- mennirnir nota tlma sinn erlendis til að auðga sig, kaupa hluti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.