Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. 55' BÍLAR Umsjón: Jóhannes Reykdal. Bjartari dagar framundan hjá bíleigendum: HÆGT AÐ FÁ GERT VID SPRUNGUR OG STEINGÖT Á FRAMRÚDUNNI Hve margir bileigendur hafa ekki orðið fyrir því að þurfa að skipta um framrúðu í bílnum sínum eftir skemmdir sem orðið hafa af völdum steinkasts. Jafnvel eitt lítið gat á óheppilegum stað, eins og í sjónlínu ökumanns, veröur til þess að annars heilli rúðu þarf að kasta á haugana. E>ví að skipta um rúðu fylgja auk kostnaðarins, ýmis óþægindi auk þess sem hætta er á aö leki geti myndast. Nú á að vera hægt að ýta þessum raunum á brott með fljótlegri og ódýrri lausn. Nýlega var staddur hérlendis fulltrúi frá hollenska fyrirtækinu NOVO BOND og kynnti hann nýja aðferð við aö fást við skemmdir á framrúðum bila. Aðferð þessi, sem upprunnin er í „Augað" sem myndaðist eftir steinkast og truflaði sjónlínu öku- mannsins. Hreinsað úr skemmdinni með oddhvössu bitjórni svo að fyllingarefnið komist betur að skemmdinni. Lofttœma þarf holuna og nó út raka sem leitað hefur inn. Því er rúðan hituð litillega innan fró. Fyllingarefninu er þrýst inn i gatið með sórstöku óhaldi. Bandaríkjunum, hefur verið i þróun í Hoilandi frá árinu 1979 og er nú að ryðja sér til rúms víða um heim. Viðgerð á rúðunni fer fram á þann veg að eftir að skemmda svæðið á rúð- unni hefur verið hreinsað vandlega er glæru kemisku efni þrýst inn í sprung- una með sérstökum tækjum. Sama efni er einnig notað til að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir steinkast og kvarnast hefur úr rúöunni. Þegar efnið harðnar verður það hart eins og gler og rúöan sem ný. Kosturinn við þessa aðferð er sá að ekki þarf aö taka rúðuna úr bilnum og viðgerðin tekur það skamma stund að eigandinn getur beðið á meðan viðgerðin fer fram. Það er Bílaborg hf. sem er umboðs- aöili fyrir NOVO BOND á Islandi og innan skamms verður þessi þjónusta fáanleg víða um land. Gefur viðgerðaraðferð þessi vonir um bjartari daga hjá mörgum bíl- eigandanum því nú er hægt að gera við sprungu á framrúöu nær samstundis svo ekki ætti að tapast heill dagur á verkstæði eins og raunin hefur orðið hjá mörgum í upphafi sumarleyfis- Sórstakur holspegill er settur innan ó rúfluna og þó sóst skemmdin vel. Skemmdin sóst ofarlega til vinstri i speglinum, en speglast betur til hœgri. þar sparast miklir peningar því viðgerð á einu gati kostar 1530 krónur með söluskatti og 400 krónur hvert gat á rúðunni í viðbót. Á stærri bílum kostar viðgerðin þriðjungi meira. Sé sú tala, sem heyrst hefur að ís- lensk tryggingafélög hafi eytt í fram- rúðubrot á liðnu ári, rétt, eða á annan tug milljóna eða meira, þá er ljóst að slíkar viðgerðir hljóta að vera hags- munamál allra. -JR. Einn dropi er siflan lótinn drjúpa utan ó glerifl og þunn plastfilma lótin yfir. ferðar og hjá tryggingafélögunum sparast miklar fjárhæðir sem fariö hafa í nýjar framrúður vegna stein- kasts en nú ætti aö vera hægt aö gera við. Rúðan verður sem nær ný Til að sannreyna gæði slíkrar rúðu- viðgerðar fékk ég Brynjólf Wíum hjá Bílaborg til að sýna hvemig sÚk viðgerð fer fram. Nýleg skemmd í framrúöu í sjónlínu ökumanns lá vel við höggi og raunar hefði átt að skipta um rúðu strax með slíkri skemmd. Myndasagan hér á síðunni sýnir vel hvemig viðgerðin fer fram. Brynjólfur sagði að fulltrúum tryggingaf élaga og annarra hefði verið kynnt viðgerðaraðferðin og hún fengið góðar viðtökur. Munu tryggingafélögin bjóða viðskiptamönnum sínum að láta gera við rúður í stað þess að skipta um þær. Hafa nú þegar verið framkvæmd- ar slíkar viðgerðir. Hafa bileigendur lýst ánægju sinni með viðgerðina og valið hana frekar en aö láta skipta um rúðu því það hefur ávallt nokkurt rask í för með sér og ávallt hætta á aö skrautlistar skemmist, rúöur leki með köntum eða limingum og kítti smiti út eftir slíka aðgerð. Aðferð þessi hefur verið þrautreynd af þýska bifreiöaeftirlitinu og fengið viðurkenningu hjá því sem fullnægj- andi. Tilraunir þeirra leiddu í ljós að viðgerði bletturinn er sterkari en rúðan í kring svo ekki er hætta á að viögerðin leiði til hættulegra skemmda síðar meir svo sem vegna höggs. Þjóðverjamir mæla þó frekar með að skemmdir sem eru í sjónlinu öku- Loks er bónað yfir rúfluna eftir afl utanóliggjandi fyllingarefni hefur verifl skafifl brott. Skemmdin er horfin og hún sóst afleins sem örlitill blettur ó rúflunni ef vel er að gófl. Viflgerflin tók afleins um hólfa klukkustund og tókst þafl vel afl ekki er hœgt afl sýna hana ó mynd, því rúflan varfl sem ný. DV-myndir GVA. manns séu ekki meðhöndlaðar með þessari aðferð, en þá frekar skipt um rúðu. Viðgerð þessi sparar mikla peninga og tima og sem dæmi má nefna að gert var við framrúðu í áætlunarbíl nýlega. Gert var við fjórar skemmdir og kostaði viðgerðin 4000 krónur en ný rúða kostar 40 þúsund óísett. Auk þess sparaðist mikill tími, billinn var aðeins stutta stund á verkstæði i staö þess að - vera úr akstri í sólarhring. Svipuðu máli gegnir um fólksbíla, Eftir fyllinguna er lampi með út- fjólublóu Ijósi settur yfir og efnifl harðnar vegna eiginleika Ijóssins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.