Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. 65 iþróttamiflstöain ó Hóli. Þar er nánast mót um hverja helgi Bæ jarstjórnin á Akureyri hefur lítinn skíðaáhuga: Leyfi fæst ekki fyrir endurbótum — ný lyfta og endurbætur á Skíðastöðum bíða eftir samþykki „Það er nú ekki svo að hún sé á leið- inni. Við höfum verið að spá í nýja lyftu síðan 1978 en fáum ekki fjármagn til að láta þann draum verða að veruleika,” sagði Ivar Sigmundsson, forstööumaður í Hlíðarfjalli, er hann var inntur eftir því hvort ný lyfta væri á leiðinni í fjallið. „Maður gæti haldið að ekki væri nægjanlegur áhugi hjá bæjarstjórninni um þetta mál þar sem það fær engan hljómgrunn. Einnig höfum við rætt um miklar endurbætur á húsinu hér. Er þá hugmyndin að gjörbreyta því í huggulegan stað í baðstofustíl þar sem einnig vær; aðstaða til útiveitinga. Gistipláss yrði þá einungis fyrir hópa,” sagði Ivar. Reyndar bætti hann því við að þeir væru hættir að leigja út herbergi á Skíðastöðum. — Er sá draumur einnig orðinn gamall að breyta Skíðastöðum? „Nei, hann kom upp nú í haust og okkar björtustu vonir eru að hægt verði að byrja að vinna að endur- bótunum i sumar, og þá utanhúss, en það eru bara vonir,” sagði Ivar. Eftir endurbæturnar ættu Skíðastaðir að vera starfræktir allt árið um kring. — En hvernig lyftu vilja Akureyr- ingar sem nú þegar hafa fjórar lyftur? „ Ja, tvær þeirra eru svo litlar að þær eru nú nánast bara fyrir böm,” sagði Ivar. „ Við höfum áhuga á stórri tog- braut sem yrði eitt þúsund metra há og gæti flutt um átta hundruð manns á klukkustund. Yrði það með stærri lyftum á landinu. Hujsið ykkur bara ef þið heföuö fjárfest í sex til átta litlum lyftum í staðinn fyrir stóllyftuna i Blá- fjöllum,” sagði Ivar, „hvernig hefði þá farið með aðsóknina?” -ELA. Hann hefur ekið í Bláfjöllin í tólf ár: Aðallega unglingarnir sem ferðast með rútum — og fara margir daglega „Það er mesti misskilningur að ekki sé ágætis skíðafæri í Bláfjöllunum þótt autt sé í borginni,” sagði Teitur Jónasson sérleyfishafi í samtali við DV. „Þaö færu ekki sömu unglingamir upp eftir dag eftir dag ef ekki væri gott skíðafæri. Það hefur einmitt verið mjög gott veður í fjöllunum,” sagði Teitur ennfremur. „Okkur vantar aö sjálfsögðu meiri snjó því ekki hefur reynst unnt að keyra allar lyftur.” Teitur Jónasson hefur haldið uppi ferðum í Bláfjöllin allt frá því að að- staða skapaðist þar til skíðaiðkana. Fer hann frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. „Að undanförnu hefur fjöldi farið með okkur virka daga og enn fleiri um helgar. Þetta var stopulla I fyrra þótt snjórinn væri nægur. Þá var oft lokað vegna veðurs,” sagði Teitur. Mest eru það börn og unglingar sem ferðast með rútunum en minna er um að þeir eldri notfæri sér slíkar ferðir. Þetta er þó ódýr ferðamáti. Ferðin í Bláfjöll og heim kostar 110 krónur fyrir II ára og yngri og 150 krónur fyrir þá eldri. Þá eru einnig i boði afsiáttarkort í rúturnar og allar skíðalyftur í Blá- fjöllum þar sem skíðakennsla er innifalin í verði. Rúturnar aka hring um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð áður en þær fara i Bláf jöll. Ferðir hef jast kl. 10 og kl. 13 laugardaga og sunnudaga og alla frídaga og til baka kl. 18. Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga eru ferðir úr kaupstöðunum kl. 15 og 18. Hægt er að fá leiðarkort hjá Teiti Jónassyni þar sem allar akstursleiðir eru sýndar. Skólarnir nota sér virku dagana og býður Teitur upp á dagsdvöl i Blá- fjöllum og gistingu í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þær ferðir hafa að vonum verið spennandi. En hvað með Teit sjálfan? Stundar hann skíðaíþróttina? „Eg gerði það áður fyrr, en því miður hefur það minnkað,” sagði Teitur. -ELA. Teitur Jónasson okur skíðafar- þegum í Bláfjöllin fré Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirfli. Aðrir útsölustaðir: Pípulagningarþjónustan Ægisbraut 27 300 Akranes Vélsmiðjan Þór 400 ísafjörður Kaupf. Borgfirðinga 310 Borgarnes Versl. Einars Guðfinnssonar h/f 415 Bolungarvík Versl. Húsið 340 Stykkishólmur Versl. Lín 625 Ólafsfirði Bókaversl. Þórarins Stefánssonar 640 Húsavík skiðaþjónustan Gestur Fanndal Kambagerði 2 Kaupf. Fram 740 Neskaupstað Jón Halldórsson Drafnarbraut 8 620 Dalvík 580 Siglufjörður 600 Akureyri Versl. Skógar 700 Egilsstaðir tórmerkl Bindingar settar á meðan beðið er. óflíð & &XUtyX'lcLöCftCWt' ▲AFISCHER Svigskíði og gönguskíði við hæfi hvers og eins. Svigskíðaáburður og gönguskíðaáburður handa þeim kröfuhörðu ásamt ýmiss konar tækj- um handa byrjendum jafnt sem keppendum. TYROLIA Total diagonal bindingar - meira öryggi en áður þekktist. Svig- stafir fyrir byrjendur og keppendur. Gott tösku- úrval. adidas ^ gönguskíðaskór sem hinn kröfuharði göngumaður biður um. DACHSTEIN Skíðaskór sem koma til móts við þínar þarfir. TOPPmerkin í skíóavörum ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 Klemm - gönguskíðastafir úr fíber. Skíðagleraugu í hæsta gæðaflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.