Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 8
68 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. Skautaáhugi hefur minnkafl mikið nú seinni árin enda engin almennileg aðstaða fyrir hendi. Hér áður fyrr skautuðu jafnt ungir sem aldnir anda telur formaður Skautafélags Reykjavíkur að Reykvíkingar séu akki jafnflinkir að skauta og áður. Vélfryst skautasvell í Reykjavík? „V» HÖLDUM ÁFRAM AÐ VONA” — segir f ormaður Skautaf élags Reykjavíkur „Fyrir hálfum mánuði vorum við með bæjarmót milli Reykjavíkur og Akureyrar í íshokkí og við ætlum að halda Islandsmót á Akureyri 23. febrúar ef veður leyfir,” sagði Eggert Steinsen, formaður Skautafélags Reykjavíkur, aðspurður hvort eitthvað væri aö gerast hjá félaginu. Þó ekki beri mikið á því félagi eru þó 500 manns starfandi í því og notar það fólk sér óspart skautaaöstööuna á Mela- velli þegar hún er fyrir hendi. „Draumur okkar er auðvitað alltaf að fá vélfryst svell. Þá enun við ekki að tala um skautahöll heldur útisvell þar sem hægt væri að stunda skauta- íþróttina mestan part ársins. Við höfum sótt um svæði en ekki bólar á neinu svari. Þaö eru tvö ár síðan síðast var sótt um svæði fyrir vélfryst svell en málið er ennþá í höndum borgar- stjómar,” sagði Eggert. — Er einhver starfsemi innan félagsins? „Það fólk, sem er í félaginu, stundar skauta af miklum krafti þegar færi gefst en fundarhöld eru ekki mikil í félaginu. Annars er Skautafélag Reykjavíkur eitt af elstu félögum landsins. Það var fyrst stofnaö um aldamótin og síðan endurreist 1934— 36. Þá var Katrín Viðar formaður og var gífurlega mikil gróska i félaginu á hennar tíma. Það var líka á þeim tíma þegar mátti hafa svell á Tjörninni en þá var alltaf mikið um að vera þar. Eftir að það var bannað minnkaði áhuginn mikið á skautaíþróttinni, enda með höppum og glöppum hvenær skautafæri gefst. Karlar og konur voru miklu flinkari á skautum hér áður fyrr og þá var, auk þess sem leikið var íshokkí, stundað hraöhlaup á skautum og listdans. Þetta hefur alveg iagst niður enda mikill munur á hvemig unglingar skautanúogþá.” — Hvar hafa menn lært íshokkí? „Flstir hafa lært þetta sjálfir en aðrir hafa lært þetta erlendis. Á tímum skautahallarinnar var mikil gróska í félaginu. Þá var mikiö um keppni enda gátu menn þá æft sig reglulega,” sagði Eggert. — Er ekki alltaf til lóö í Laugardal fyrir skautaaðstöðu? „Jú, en það hafa aldrei verið teknar neinar ákvarðanir. I rauninni er það svo að skautaaðstaöa er alltaf meö því fyrsta sem er frestað þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir. Bjöm Olafsson arkitekt tók fyrir 1950 fyrstu skóflu- ítungu að nýrri æskulýðs- og skauta- höll sem ennþá er ekki til,” sagði Eggert. — Áttu von á að eitthvað fari að ger- ast í ykkar málum? „Við erum sjálfir tilbúnir til að koma upp svellinu, það ætti ekki að vera dýrt. Það má segja að við eigum ekki von á að úr rætist fljótlega en við höldum þó áfram að vona,” sagði Eggert. -ELA. Vélf ryst svell á Akureyri: Tækin eru komin — aðstöðu vantar — beðið ef tir ákvörðun bæjarsf jórnar um nýtt svæði „Við erum nánast í algjörri biðstöðu hér,” sagði Guðmundur Pétursson, formaður Skautafélags Akureyrar, er við slógum á þráðinn til hans fyrir stuttu. „Reyndar bíöum við eftir að innanbæjarskipulag, sem er að líta dagsins ljós þessa dagana, fái af- greiðslu í bæjarstjóminni. Við erum að missa okkar svæði núna en höfum ekki fengið lokasvar um hvort við fáum að setja upp endanlega aðstöðu með vél- frystu svelli norðan Krókeyrar. Viö vorum þar áður en við fluttum hingað í Hafnarstrætið og héldum að við vær- um komnir á endanlegan stað. Þetta hringl með skautaaðstöðuna er að gera það að verkum að viö erum að missa alla okkar eldri menn,” sagði Guð- mimdur. Skautafélagið á Akureyri hefur fest kaup á rörum og lögnum til að leggja undir vélfryst svell og frystitæki fékk 1 það gefins frá frystihúsi. Það er því að- eins beðið eftir svæðinu. Á Akureyri er gífurlega mikill skautaáhugi og hefur reyndar alltaf verið. Undanfarið hefur Skautafélagiö verið með námskeið í gangi og sagði formaðurinn að því mið- ur væri allt of lítið um að fullorðið fólk nýtti sér þau. Hefur í raun oröið mikil fækkun frá því sem áður var. Tækin bíða Núna verða Akureyringarnir að bíða með tækin eftir að eitthvað gerist í bæjarstjóminni varðandi endanlega staðsetningu á svellinu. „Það setur kannski eitthvert strik í reikninginn að við förum fram á skaða- bætur vegna þessara sífelldu flutn- inga. Við bíðum spenntir eftir svari bæjarstjómar vegna þeirra. — Hvemig bætur eru það? „Að við fáum svæðið í sama ásig- komulagi og við höfum núna, auk þess sem bærinn sjái um að koma pípunum fyrir,” svaraði Guðmundur. Sennilega kemst vélfrysta svellið á Akureyri ekki í gagnið þennan vetur- inn en kannski sá draumur rætist næsta vetur, aö minnsta kosti er styttra í að draumur Norölendinga rætistenþeirraáSuðurlandi. -ELA Mjög mikill skautaáhugi er á Akureyri en flutningar með skautaaöstöðuna hafa þreytt marga. Eftir 1930 voru skíðamenn stórhuga: Skíðaskálar litu dagsins I jós en fengu síðan mis- jöfn endalok Mikill skíðaáhugi hefur verið hér á landi nú seinni ár og fer vaxandi. Auk þess færist aldur skíöaiðkenda neðar með hverju árinu. Það er þó ekki svo að landinn hafi ekki skíðað fyrr. Strax; árið 1914 var orðinn talsverður skíða- áhugi hér á landi og er sagt að hann hafi komið með tveimur Norðmönnum sem hingað fluttu. Annar þessara manna var L.H. Miiller sem var aðal- hvatamaöur að stofnun Skíöafélags Reykjavikur en félagið var stofnað 26. febrúar 1914 eða fyrir sjötíu og einu ári. Ekki var þó mikið skiðað f yrstu ár- in eftir stofnun félagsins vegna snjó- leysis. Dofnaði áhuginn því mikið á næstu árum. Skíðahótel í Hveradölum Strax upp úr 1930 fór skíðaáhugi aft- ur að aukast hér sunnanlands. Nokkru selnna hóf Skíðafélag Reykjavíkur byggingu skiðahótels i Hveradölum. Þótti það mikið afrek en hótelið var opnað 14. september 1935. Aðalhvata- maðufinn að byggingu hótelsins var sem ryrr hinn norski Miiller en bygg- ingin mun hafa kostaö sjö þúsund krón- ur. Reykvikingar tóku þessari fram- kvæmd mjög vel og mikil aðsókn var í skíðaskálann. Kom fólk þá venjulega meö áætlunarbílunum sem voru á leið austur og voru ferðir milli staða ekkert vandamál. Einstaka komu á eigin bil- um en ekki var bílaeign þó orðin al- gengáþeim tima. Fókk andlitslyftingu Enn þann dag í dag er Skíðaskálinn í Hveradölum vel sóttur og er skemmst að minnast breytinganna er urðu þar á síðasta ári en Carl Johansen tók við rekstri staðarins. Áður hafði staðurinn verið á undanhaldi eftir að Bláfjöllin fóru að draga fólkið til sín og var farið að sjá mikið á skálanum. Sem betur fer fékk hann sina andlitslyftingu og líf er þar nú aftur. Það ætti að þykja sjálf- sagt að viðhalda slikum stað sem Skiðaskálanum i Hveradölum. Reykja- víkurborg er eigandi skálans en ein- hverjar radd: hafa heyrst um sölu á honum. Vona :di verður bara áfram séð vel um hann, hver svo sem kemur tilmeðaðeigahann. Kolviðarhóll órið 1930. Þar átti að vsrða skiðaskáli og var í nokkur ár en síðan lagðist staðurinn f eyði og húsið hefur nú verið rif ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.