Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985,
15
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn
kvæmdir við svæðið eru þegar hafnar
og við opnum 1. maí. Við ætlum að nota
þessi tæki í sumar og hyggjum svo að
frekari framkvæmdum í haust.”
Tívolí í kúluhúsi
— En hvað um veörið?
„Svona starfsemi er auðvitað alltaf
háð veðurguðunum. En við stefnum aö
því í haust aö byrja að byggja yfir tí-
volíið. Hugmyndin er að reisa tvö 2.300
fermetra gler-kúluhús sem munu
tengjast Eden. Húsin myndum við hita
upp meö hverahita sem þama er næg-
ur. En slíkt rís auðvitað ekki allt á ein-
um degi og myndum við liklega byr ja á
húsinu sem yrði nær Eden.
Þegar svo búið er að byggja yfir eru
möguleikarnir svo til endalausir. Við
hugsum okkur t.d. í framtíðinni að
koma þarna upp dýragarði.”
— Er grundvöllur fyrir svona tívolíi?
„Þetta er auðvitað mikið happdrætti
en við teljum að þaö sé grundvöllur
fyrir þessu hér á landi. Tívolíið á Mela-
vellinum í fyrra gafst mjög vel og fólk-
iö sem kom þangað var ánægt. Viö höf-
um því fulla trú á því að fólk komi til
okkar í Hverageröi. Staðurinn hefur
lengi verið vinsæll á sumrin og ekki
ætti að draga úr vinsældum hans þegar
þar er komið tívolí. ”
Klessubilarnir verða á sinum stað í tívoliinu
Ókeypis rútuferðir
„Við ætlum aö byrja fyrsta maí eins
og ég sagði áður og hafa opið frá kl. 2
til kl. 23 á kvöldin. Þarna veröur boðið
upp á aUs konar uppákomur, svipað og
við vorum með á Melavellinum í fyrra.
Allar veitingar verða í Eden.
Við hyggjumst svo greiða götu
þeirra sem ekki eiga bíla og bjóða upp
á ókeypis rútuferðir á svæðið frá Lækj-
artorgi. Aö sjálfsögöu verður ókeypis
inn.
Skemmtigarður fyrir alla
—Eruð þið bjartsýnir á þetta?
„Þýðir nokkuð annað? Okkur finnst
ófært aö fólk skuli þurfa að fara alla
leið til Kaupmannahafnar til þess að
komast í tívolí, einungis vegna skiln-
ingsleysis borgaryfirvalda. Við höfum
mætt miklum skilningi hjá ráðamönn-
um í Hveragerði og höfum fulla trú á
að þetta framtak okkar falli í góðan
jarðveg hjá fólki. Þetta rís auövitaö
ekki allt upp á einum degi heldur verð-
ur stööugt bætt við nýjungum frá ári til
árs. Við ætlum okkur aö reisa þarna
fallegan skemmtigarð fyrir alla.”
' •• » ;
Þeir tivolímenn eiga lika þetta „round up" og það verður eitt aðaltækið i tívoliinu
í VATNSMÝRINNI
STEYPUMOT
-okkar sergrein
Leitið upptýsinga:
BREIÐFJÖRÐ
flr BUKKSMmiA-STIVPOMdT-VBÍKPAUJVR
StCTUNI 7 -121 REYKJAVIK-SIMI29022
Dekkja
útsala
Eigum yfir 100
notuð vörubfladekk
í stærðunum 1100 x 20 og
1000 x 20. Nylon, radial
á mjög góðu verði.
250
kaldsóluð radíaldekk
af ýmsum stærðum
og gerðum á hreint hlægi-
legu verði, komdu og
skoðaðu um leið nýja
verkstæðið
- við skiptum um fyrir þig
á staðnum.
Kaldsóhinhf.
Dugguvogi 2. Sími: 84111
Sama húsi og Ökuskólinn.
KJOTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2. Sími 686511.