Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
29
Sviðsljósið>• Sviðsljósið
,.AÐ ÉTA EÐA
VERA ÉTIM”
(Jrslitakeppnl framhaldsskóla íræðumennsku
Þaö var mikil stemmning í Háskóla-
bíói aö kvöldi miövikudagsins 6. mars
þegar DV-menn bar aö garöi.
„Hverjir eru bestir?” Helmingur
salarins reis úr sætum og öskraöi:
„Emmerr”. Hinum megin var kallaö:
„Hverjir vinna keppnina?” Nú reis
hinn helmingur salarins upp og svarið
var: „Emmkáá”. Greinilegt varaöviö
höföum ekki farið húsavillt. Þetta var
staðurinn þar sem keppa átti til úrslita í
ræöumennsku milli Menntaskólans í
Reykjavík og Menntaskólans í Kópa-
vogi. Alls voru um 1.500 manns saman
komin til aö fylgjast með keppninni.
Eins og af framansögöu má ráöa,
var stemmningin ótrúleg, fánar og
borðar á lofti, lúörablástur og bumbu-
sláttur. Er ræöuliðin gengu í salinn
ætlaöi allt aö tryllast. Hvor skólinn
fagnaöi sínum mönnum. Liöin voru
þannigskipuö:
Svo sem algengt er um keppni af
þessu tagi var margt skondið sem
hraut af vörum ræðumanna. Til aö
gefa einhverja hugmynd um þaö sem
sagt er og fullyrt í keppni sem þessari
fara hérá eftir nokkuratriöi:
„Þúertnúmeirigosinn. .. ”
,, . . . alltaf sorglegt þegar skyn-
samt fólk tapar taki á tungunni og fer
aö mæla fram orö af óviti. ”
„. . . þegar ég vakna upp á
morgnana eins og vönkuö rolla og.. . ”
„ . . . veröur mér á að segja í fyrsta
tíma á morgnana helíum. Er þaö ekki
fyrsta frumefniö semkomst á þing?”
„ . . . staurblindiir skottulæknar ar
bjóða út botnlangaskurði...”
,,. .. kæfa þessa tillögu í fæðingu
>»
Menn skemmtu sér stórkostlega
þetta kvöld. Keppnin fór í alla staði vel
fram, drengileg keppni og skemmtileg.
Liö Menntaskólans í Reykjavík,
Agnar Hansson, liösstjóri, Kristján
Þóröur Hrafnsson, frummælandi,
Hlynur N. Grímsson, meömælandi og
annar meömælandi var Jóhann
Friögeir Haraldsson.
Liö menntaskólans í Kópavogi:
Sveinn Gíslason, liðsstjóri, Pétur M.
Olafsson, frummælandi, Sigríður
Agnarsdóttir, meömælandi og Jón G.
Stefánsson, annar meömælandi.
Dómarar voru frá J.C. og voru:
Haraldur Hermannsson, Siguröur Her-
mannsson og ÖrlygurSigurbjörnsson.
Fundarstjóri var Jónas Friörik
Jónsson. Fram kom í upphafi aö alis 19
skólar, af þeim 20 sem útskrifa
stúdenta, sendu liö til þessarar keppni
og þetta væri aðeins endapunkturinn á
löngum ferli. Fyrir fundi þessum lá
eftirfarandi tillaga: „Öll einokun
innan hins íslenska lýöveldis skal lögö
niöur.” Meömælendur voru lið MR, liö
MK andmælendur.
Hófst svo keppnin og var framan af
tvísýn. Mátti vart á milli sjá hvort
liðanna stæöi sig betur. Eftir fyrri
umferð var gert hlé og sýnd frumleg
skemmtiatriði. Hófst keppnin svo aö
nýju og fór þá aö skýrast hverjir yrðu
sigurvegarar. Fór svo aö menn reynd-
ust sannspáir um úrslit. Er dómarar
kynntu úrslit, ætlaöi allt um koll aö
keyra.
Dómarar gáfu 2901 stig, sigur-
liöiö hlaut 1488 stig, hitt 1413.
Munurinn var því ekki verulegur. Þaö
var liö Menntaskólans í Reykjavík sem
varö sigurvegari. Það átti einnig
besta ræðumanninn, Jóhann F. Har-
aldsson. Jóhann fór á kostum og ljóst
er aö þar fer afar skemmtilegur
ræöumaður sem meira á eftir aö kveöa
aö síöár. Það var Ingimar Sigurðsson,
landsforseti JC, sem afhenti
verölaunin, bikar mikinn, farandgrip,
gefinn af JC Island og Samvinnu-
feröum-Landsýn.
Gleði sigurvegaranna var aö vonum
mikil og í samtali viö þá kom fram að
sigurinn hafði veriö sætur. Aðspurðir
sögöu þeir félagarnir: Agnar,
Kristján, Hlynur og Jóhann aö undir-
búningur hefði hafist tíu dögum fyrir
keppni, er þeir fengu að vita um efniö.
Undirbúningurinn heföi aöallega fariö
fram á heimilum þeirra þar sem þeir
heföu hist og samiö ræöumar. Agnar
sagöi aö ræðumar væm yfirleitt samd-
ar fyrirfram en þó væm gloppur þar
sem skjóta mætti inn mótrökum og
svörum.
Ræðulið MK. Frá vinstri, Jón Gunnar Stefánsson, Sveinn Gíslason, Sigriður Agnarsdóttir og Pétur Már
Ólafsson.
Jane Wyman, hin sjötuga leik-
kona í Falcon Crest og fyrrverandi
eiginkona Ronalds Reagan, hefur
orðið sér úti um nýjan „vin”. Það
er hinn 72 ára gamli stríðskappi,
Frank McCarthy, sem hin síðari ár
hefur snúið sér að kvikmyndafram-
leiðslu með striðsmyndir sem sér-
greln. Máski fter Wyman hlutverk
sem stríðshetja i rnestu mynd Mc-
Carthys.
Varla varð sonur Nastössju Kin-
ski átta mánaöa áður en hún fór að
>ykkna undir belti á nýjan ieik.
Það er barnsfaöir Kinski, Ibrahim
Moussa, sem á alla sökina á þessu.
Naumast eru það lætin.
Þrátt fyrir öll möguleg mótmæli
gcgn veiðimennsku bresku kon-
ungsfjölskyldunnar lætur Karl,
prins af Wales, sem ekkert sé og
heldur áfram að skjóta. Kunnugt er
að kona hans, Diana, er ekki yfir
sig hrifin af að Karl skull eyða tíma
sínum í velðimennsku en skotgleðin
virðist ekkert minnka. Nýlega tók
prinsinn próf í skotfimi og stóðst
það með ágætura. Það virtist því
fátt scm fengið gæti prinsinn til að
hætta veiðimennskunni.
Skoðanakannanir í Bretlandi
hafa leitt í ljós að Andrew prins er
vinsælastur allra í konungsfjöl-
skyldunni. Samkvæmt fréttum í er-
lendum blöðum um þessar mundir
hefur hann nú fengið vinnu á frei-
gátunni „HMS Braxen” sem mun
sigla í 5 mánuði samfellt í Suöur-
höfum. Hann slnnir auðvitað sínum
skyidustörfum um borð en að auki
stendur hann fyrir tónleikum, kvik-
myndasýningum, dansleikjum og á
þeim ætlar hann sjálfur aö þeyta
skífur.