Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. 25 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losaö innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaöa fyrirvara. Reikning- . arnir eru verðtryggðir og með 6% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. innstæöur eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 31% og á'rsávöxtun 31%. Sérbók fær strax 30% nafnvexti 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem ínnstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur ‘orðið 37.31% Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaöarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bornir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn- ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bættvið. ( Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir 5aman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega, 30. júní og 31. desember. Landsbanklnn: Kjörbók er óbundin meö 35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársf jórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- relkning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuöi 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með Abót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg- ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum sparireUtningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð. Versluiiarbhnkinn: Kaskó-reikningúrinn er óbundinn. Um hann gUda fjögur vaxtatímabU á ári, janúar—mars, apríl—júní, júU— september, október—desember. I lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reUtning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávpxtun látin gUda. Hún er nú ýmist ;á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eöa á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabUi og inn stæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt feUur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir jreiknast þá 24%, án verðtryggingar. Ibúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Spamaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200% , miðað við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Otlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabU. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. | Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4,— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatimabiUnu, standa vextir þess næsta tímabU. Sé innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gUdir sem betri reynist. Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A 1 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírtelni með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og meó 6.71 vöxtum. | Vextir greiöast misserislegá á tímabilinu, fyrst 10. júU næstkomandi. Upphæðir eru 5,' 10 og 100 þúsund krónur. i Spariskírteini með hreyfanlegum .vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til I 10. júU 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða, verðtryggðum reikningum banka með 50%! álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveöur.sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnrn stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverium sióði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dráttarvextír I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir á ári reiknast 48%, dagvextir eru því 0.1333%. Vísitölur Lðnskjaravísitalan fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisitalan fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig. Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins 1984. Miðað er við 100 í janúar 1983. Sandkorn Sandkorn VEXTIR BAWKA OG SPARISJðÐA (%) innlAnmeo sérkjOrum SJA SÉRUSTA ilili niiiniii fili ú innlAn úverðtryggo SPARISJÚOSKÆKUn Otuxfin inrateó* 244) 243 243 243 243 243 243 243 243 243 SPARIREIKNINGAR 3ja mánMÓM UjipMji 27J 283 273 273 273 273 273 273 273 273 6 mánaAa uppiðgn 384) 394 303 313 383 313 313 303 313 II mtata twugn 32.0 343 323 313 323 18 mánaóa upptögn 174 404 J74 SPARNAOUn - LAMSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuði na 273 273 273 273 273 273 Sparað 6 máa og maira 313 303 273 273 313 303 303 INNLANSSKlRTEIM T16 mánaða 32.0. 34,8 303 313 313 313 323 313 TÉKKAREIKNMGAR Avitanareðiningar 223 223 183 113 193 193 193 193 183 Hlauparetrangv 194) 163 183 113 193 123 193 193 183 innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3N mJraða Wttogn «3 43 23 03 23 14) 2.76 13 13 Smántetvpiöp 83 83 33 33 33 33 33 23 33 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarfkjadolarar 93 93 83 83 73 73 73 73 03 Starfingspund 103 93 103 113 103 103 103 103 83 Vastur-þýtfi mörk «3 43 43 U 43 73 43 43 43 Dantkar krðnur 103 93 103 13 103 103 10.0 103 83 CitlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR Iforvextá) 313 313 313 313 313 313 313 313 313 VIOSKIPTAVlXLAR (forvoxrá) 323 323 323 323 323 323 323 323 323 ALMENN SKULUABREF 343 343 343 343 343 343 343 343 343 vwskiptaskuloabréf 353 353 353 353 35 3 363 HLAUPAREIKNINGAR Yrárááttur 323 323 323 323 323 323 323 323 323 útlAn verðtryggð skuldabrEf Að 2 1/2 árí 43 43 43 43 43 43 43 43 43 Lanflri en 21/2 ár 53 53 53 53 53 53 53 53 83 OtlAn til framleiðslu VEGNA INNANLANDSSðLU 243 243 243 243 243 243 243 243 243 VEGNA ÚTFLUTNINGS SOR raðcnmynt 83 •3 83 93 U 03 03 03 93 mikla Tollverölr hafa nú leitað baki brotnu í Álafossi um viku skeið. Hafa þeir ekki fundið tangur né tetur af öUu þvi smyglgðssi sem sagt var vera um borð í skipinu. Líklega verður toUurinn að gefast upp við svo búið. Þeir sem þekkja vel til á smyglmarkaðinum fuUyrða að varningurbm hafi verið losaður úr Álafossi áður en skipið kom tU bafnar hér. Mun ekki óalgengt að þannig sé að farið ef búist er við aðgerðum toUsins þegar í land kemur. Góssið er þá bundið við baujur og hent i sjóinn skammt undan landi. Síðan er farið á minnl bátum tU að sækja það. Er sagt algengt að smygU sé þannig komið fyrir út af Akranesl og það siðan tekið ilandþar. Lelkur grunur á að þetta hafi talsvert verið iðkað að undanförnu. Því þótt óvenjumörg skip hafi verið tekbi á síðustu dögum mun vera nóg framboð af vodka, bjór og spíra þessa dag- ana... Sagt er að aóg sé af bjór og þé einkum spira á markaðinum nú. Sólskin hjá kaupfélaginu Sólbaðsstofur bafa sprottið upp eins og gor- kúlur um land aUL Á Djúpa- vogi mun vera ebi siik. Það sérkennilega við hana er það að kaupfélag Berufjarðar rekur hana í samvinnu við Búiandstind hf. Mun þetta vera í fyrsta sbm sem kaupféiag leggur út í svona rekstur. 1 nýútkomu fréttabréfi SIS er sagt frá þessari nýjung í samvlnnustarfinu með nokkru stolti. Þar segir meðal annars: „Kaupfélögin hér á iandi hafa það sérkenni, að þau láta sér nánast ekkert mannlegt óviðkomandi, og hefja hiklaust rekstur á hverju þvi sviði sem má á einhvem hátt teljast horfa til heilia fyrir félagsmenn þeirra...” Ekki munu nú allir vera á einu máli um þessa heilla- starfsemi samvbmuhreyf- iugarinnar á Djúpavogi. En hver er sæll í sbmi trú stendur elnhvers staðar skrifað. Innrás? Aróðursmeistarar Kremlverja á Vesturlönd- um eiga oft erfltt með að verjast þvi að fjölmiðla- áhrif i umhverfi þeirra mengi hreintrúarsetningar þeirra og kreddur. Ebi krcddan er til dæmis sú að innrásarherir Sovétmanna í Afganlstan séu í raun frið elskandi hjálparsveitir sem séu að aðstoða stjórnvöld í landinu við að koma glœpa- mönnum fyrir kattarnef. Það þyklr gott að fá pcningana strax 1 kassann. En fréttaritara APN- fréttastofunnar á tslandi varð heldur betur hált á svellinu i hálfsíðugrebi um Afganistan nú nýlega. Eftir langar útskýringar á giæpum afganskra skæra- liða afsakar hann veru frlðarsveitanna i Afgan- istan með þvi að annars myndu Bandaríkjamenn yfirtaka landið með hjáip skæruliðanna. Því verði að semja um að skæruliðunum sé haidið utan heimalands síns. „Það er þörf á góðri trygglngu til að ekki verði um nýja innrás að ræða.” Gaman væri að vita hvort yfirmenn fréttaritarans eru sammála því að friðelskandi vera þeirra i Afganistan sé innrás. Leikur með kreditkort Notkun kreditkorta hefur enn farið vaxandl á síðarl mánuðum. Þykja þau hand- hæg fyrir þá sem á annað borð geta haft hemil á sér við innkaupin. Hbis vegar hafa margir kaupmenn Iltið plast- spjöldin illu auga. Æ fleiri hafa þó séð sig tilneydda að hefja slík viðskipti til að detta ekki út i samkeppn- inni. En nú hafa hinir útsjónar- samari handhafar kredit- korta séð út ofuriitia smugu til að hagnast svolitið. Það hefur sumsé komið fyrlr i verslunum að fólk hefur keypt góðan slatta. Siðan hefur það sagst skyldu staðgreiða vöruruar fái það 5% afslátt, ella greiði það með kreditkorti. Ekki munu þessir viðskiptahættir hafa náð fótfestu víða. En þó er vitað um kaupmenn sem hafa gefið umræddan afslátt til að fá peningaua fyrr i kass ann. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir STJORNUBIO - THE NATURAL ★ ★ ★ DULARFULL ÍÞRÓTTAHETJA Heiti: The Natural. Leikstjóri: Barry Lovinson. Handrit: Roger Towne og Phil Dusenberry, eftir skáldsögu Bernard Malamud. Kvikmyndun: Caleb Deschanel. Tónlist: Randy Newman. Aðalleikendur: Robert Redford, Robert Duval, Glenn Close og Witford Brimley. Baseball er ekki íþrótt sem Islendingar þekkia, enda er hún nær eingöngu bundin við Bandaríkin. The Natural er byggð í kringum þessa íþrótt, gerð eftir þekktri sögu eftir Bemard Malamud. Það er svo aftur annað mál að það þarf ekki aö kunna fyrir sér í þessari íþrótt til að hafa ánægju af kvikmyndinni. Umfram allt er The Natural hugnæm mann- lýsing á manni sem elskar íþrótt sína og hefði orðið sá besti ef örlögbi hefðu ekki tekiö í taumana. The Natural er dramatísk mynd sem minnir frekar að efni til á myndir eldri tbna en þær myndir er vinsælastar eru í dag. Roy Hobbs (Robert Redford) er ungur sveitadrengur sem hefur ótvíræða hæfileika til að verða góður baseballleikari. Hann yfirgefur æskuunnustu sína, Iris (Glenn Close), og fer til stórborgarinnar til að sigra heiminn. Það verður samt ekki af frama hans í íþróttinni í þetta skiptiö. örlög hans eru önnur. Sextán árum seinna kemur Hobbs til þjálfara liðs í New York með samning upp á vasann. Þjálfarinn, Pop Fisher (Witford Brimley), telur að það sé verið að hafa hann að fífli. Maðurinn er jú á þeim aldri þegar aörb- íþróttamenn eru að hætta og lætur hann sitja á bekknum í hverjum leik á fætur öörum og töp liðsins eru jafnmörg. Þaö kemur að því að Hobbs fær að sýna hvað hann getur og þá er ekki að spyrja að því Robert Rodford leikur Roy Hobbs, íþróttamann sem skýst upp á stjörnu- himininn á þesn aldri þegar flestir hœtta sinum ferii. að gengi liðsins breytist heldur betur til batnaðar. Það eru þó ekki ailir ánægöir með þessar framfarir. Einum eiganda liðsins mislíkar vegna þess að ef liðið tapar hefur hann forkaupsrétt til aö kaupa hlutabréf þjálfarans. Rejnib- hann allt hvað hann getur til að stöðva sigurgöngu þess. Inn í þetta spila kvennamál Hobbs. Hann kynnist fagurri stúlku, Mero (Kim Bassinger), sem hefur ekki alveg hrernan skjöld í samskiptum við hann. Gengur aDt á afturfótunum hjá Hobbs meöan þaö samband stendur yfir. Breytmg verður á þegar hann hittir aftur æskuunnustu sína eftir fimmtán ára aöskilnaö. Líöur nú að úrslitaleikjum og allt geturskeð. Barry Levinson hefur hér með annarri mynd srnni sem leikstjóri tekist að koma til skila viðkvæmu efni á áhrifaríkan hátt. Það er helst síðasta kortériö af myndinni sem ekki allt gengur upp. Þá er drama- tíkin í hámarki og er myndin full melódramatísk í lokin. Þrátt fyrir hægan söguþráð er samt heildarút- koma myndarinnar góð. Hjálpar þar ekki lítið til kvikmyndataka Caleb Deschalel sem er oft á tíðum geysi- fögur. Robert Redford sést nú á hvíta tjaldinu eftb- nokkurt hlé og lýsir hann þessum dularfulla manni vel, þögull og alvarlegur með fortíð að baki sem öllum leikur forvitni á að fá vitneskju um. Það er gott lið leikara er kemur fram í myndinni. Glenn Close sem æskuunnusta Hobbs sannar hér enn ógæti sitt og af karlleikurunum eru Robert Duval og Witf ord Brimley traustastir. The Natural er kvikmynd sem hefur góð áhrif á hvern þann sem hana sér. Kvikmynd sem er í senn fuU af tilfinningum og baktjalda- makki. Hilmar Karlsson. ★ ★ ★ ★ Fróbær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.